Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.10.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn c.C;OS- ,B lUpfttVepUJpJ Laugardagur 8. október 1988 Húsnæðisstofnun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboð FELLAHREPPUR Hreppsnefnd Fellahrepps óskar eftir tilboðum í bygg- ingu eins einnar hæðar einbýlishúss, byggðu úr stein- steypu, verk nr. A. 18.006, eða úr timbri, verk nr. A.18.008, úr teikningasafni tæknideildar Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvers húss 127 m2 Brúttórúmmál hvers húss 429 m3 Húsið verður byggt við götuna Miðfell nr. 6, Fellabæ, Fellahreppi og skal skila fullfrágengnu sbr. útboðs- gögn. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu Fellahrepps, Heimatúni 2, Fellabæ, Fellahreppi, og hjá tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins, frá fimmtudeg- inum 13. október 1988, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 25. október 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. hreppsnefndar Fellahrepps, Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. ^Húsnæðisstofnun ríkisins ^Húsnæðisstoinun ríkisins TÆKNIDEILD Simi 696900 Útboð BOLUNGARVÍK Stjórn verkamannabústaða í Bolungarvík óskar eftir tilboðum í byggingu fjögurra íbúða í tveimur parhúsum, byggðum úrsteinsteypu. Verk nr. U.19.01, úrteikninga- safni tæknideildar Húsnæðisstofnunar ríkisins. Brúttóflatarmál hvers húss 190 m2 Brúttórúmmál hvers húss 733 m3 Húsin verða byggð við Bakkastíg 6 og 8 í Bolungarvík og skal skila fullfrágengnum skv. útboðsgögnum. Afhending útboðsgagna er á bæjarskrifstofu Bolungar- víkur, Aðalstræti 12 og hjá tæknideild Húsnæðis- stofnunar ríkisins, frá fimmtudeginum 13. október 1988, gegn kr. 10.000,- skiiatryggingu Tilboðum skal skila á sömu staði eigi síðar en þriðjudaginn 25. október 1988 kl. 11.00 og verða þau þá opnuð að viðstöddum bjóðendum. F.h. Stjórnar verkamannabústaða í Bolungarvík Tæknideild Húsnæðisstofnunar ríkisins. ^Húsnæðisstofnun ríkisins Reykjavík Svæðisstjórn málefna fatlaðra í Reykjavík leitar eftir kaupum á hentugu húsnæði fyrir sambýli í Reykjavík. Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðuneytis- ins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 21. október 1988. Fjármálaráðuneytið, 6. október 1988 llil BÆKUR llllllli N0RSKAR BÆKUR Meðal þeirra bóka sem Gyldendal sendir frá sér í ár er ný bók eftir Knut Hamsun. Það má segja sem svo að allt sem Hamsun skrifaði hafi þegar verið gefið út, en hér hefur Lars Frode Larsen safnað saman níu smásögum, sem koma nú í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir í einni bók. Þessar áður óþekktu sögur voru skrifaðar á árunum 1884 til 1906. Er þetta mikill fengur fyrir aðdáendur Hamsuns. Þá má nefna skáldsögur eftir m.a. Finn Carling, Terje Stiegen, Knut Faldbakken ogSissel Lie. Ailo Gaup hefur skrifað skáldsögu um hinn ósýnilega raunveruleika Samanna, trúarlegar og menningarlegar hefðir þeirra. Þarna er um hreina ævintýra- frásögn að ræða. Einnig má nefna sérstaka ljóða- bók Jan Erik Volds, sem ræðir beint við lesandann á opinn og hreinskil- inn hátt og markar spor með því. Nær því sextíu barna- og unglinga- bækur eftir norska og erlenda höf- unda eru gefnar út eftir m.a. Tormod Haugen, Torill Thorstad Hauger, Ole Lund Kirkegaard, Roald Dahl og Jon Michelet. Þar má einnig nefna bók Tor Áge Bringsværd um Þrumuguðinn, sem er 5. hefti í flokknum um Æsina, hina fornu guði og þá er þessi vitanlega um nafna hans, Þór. Bók Hauger heitir Rövet af vikinger og segir frá vík- ingatímanum um 900 þegar áhöfn erlends víkingskips gengur á land á Irlandi, rænir fjársjóðum og brennir klaustur. Sagan fjallar um Patrick og Sunnevu sem eru flutt sem fangar til Noregs og verða þrælar ríks jarls. Norske klassikere heitir einn flokkurinn sem Gyldendal gefur út. Þar koma nú út átta stórbækur með þremur skáldsögum hver eftir Ola Bauer, Tor Áge Bringsværd, Knut Hamsun, Sigurd Hoel, Alexander L. Kielland, Cora Sandel, Amalie Skram og Terjei Vesaas. Tuttugu og sjö þýddar bækur frá tuttugu löndunt eru meðal útgáfu- bóka Gyldendal í ár. Eru þær m.a. eftir Isabel Allende, Ian McEwan, Eduardo Mendoza og Fay Weldon. Jo Benkow, forseti þjóðþingsins, sá er var fulltrúi Norðurlandanna á afmæli Ástralíu, sendir frá sér nýja bók, Folkevalgt, sem vafalaust á eftir að vekja ekki minni athygli en fyrri bók hans Fra Synagogen til Lövebakken. Þá hefurÁrve Johnsen skrifað bók um árin sín hjá Statoil og upphafsár olíuævintýrisins í Nor- egi. Tor Jacobsen hefur skrifað sérs- taka bók um Mo í Rana, staðinn sem varð stóriðnaði, sem hrundi, að bráð. Norðmenn jafnt og íslendingar hafa fundið að bókin getur að vísu ekki keppt við sjónvarp og nútíma miðlun, en hún er ennþá sá miðill sem gerir manninum kleift að hugsa í samhengi, slaka á og draga upp myndir sögunnar fyrir innra hug- skoti. „Að sitja kyrr á sama stað, en samt að vera að ferðast". Sigurður H. Þorsteinsson. Ný Skagfirðingabók Nýtt hefti af Skagfirðingabók var að koma út. Þetta er 17. ár- gangur, en ritið er gefið út af Sögufélagi Skagfirðinga. Ritstjórn skipa Gísli Magnússon, Hjalti Pálsson, Sigurjón Páll ísaksson og Sölvi Svéinsson. Sá er hér ritar hefur vísast fyrr getið þess í ritdómum hér í blaðinu að útgefendum héraðatímarita af þessu tagi er ávallt viss vandi á höndum. Slíkum ritum er vitaskuld fyrst og fremst ætlað að varðveita og forða frá gleymsku margvísleg- um fróðleik úr viðkomandi héraði, fornum og nýjum. En á hitt reynir í ritstjórn slíkra rita, eins og raunar ritstjórn yfirleitt, að þannig sé staðið að verki að þau hafi helst einnig sem almennasta skírskotun, með öðrum orðum að ritin geti höfðað til stærri lesendahóps en einna saman íbúa viðkomandi héraðs, í þessu tilviki Skagfirðinga. Ég nefni þetta vegna þess að mér þykir þeim fjórmenningunum í rit- stjórninni hafa tekist býsna vel til hér í einmitt þessu tilliti. Efni Skagfirðingabókar er nú sem endranær fyrst og fremst sögulegt. En í heildina litið er það samið og frá því gengið með þeim hætti að þar er á ferðinni lestrarefni sem hvað efni og frágang snertir á að geta vakið áhuga fólks hvaðan sem er af landinu. Þó er frá þessu ein undantekn- ing, og það er grein eftir Guðbrand Magnússon á Siglufirði um há- plöntuflóru Skagafjarðarsýslu. Að vísu er þar fróðlegt efni á ferðinni, en greinin er samt um svo þröngt sérfræðilegt efni að stórlega verður að efa að hún eigi erindi í þessari mynd inn í tímarit ætlað almennum lesendum. Til þess hefðu í það minnsta þurft að fylgja myndir og nánari upplýsingar um einstakar jurtir, sem á hinn bóginn hefðu trúlega lengt verkið svo að úr hefði orðið heil bók. Að því er best verður séð hefði þessi grein sómt sér mun betur í sérfræðitímariti um náttúrufræði. Af einstökum greinum þarna er ástæða til að nefna ýtarlega saman- tekt eftir Hannes Pétursson um Kolbein Kristinsson frá Skriðu- landi. Þar er haldið um penna með listrænu handbragði svo að úr verð- ur skýr og greinargóð persónulýs- ing á um margt sérstæðum manni. Eins á Hannes þarna gagnlega athugasemd um örnefnið Trölla- skaga, sem notað er um fjalllendið milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar. Telur hann að það sé ekki fornt heldur þvert á móti búið til af Pálma Hannessyni á þriðja áratug þessarar aldar. Einnig er þarna fróðleg grein eftir Hjörleif Kristinsson um Steingrím Jónsson á Silfrastöðum, sem raunar fjallar ekki síður um ættmenn hans á öldinni sem leið í Austurdal í Skagafirði. Má geta þess að þar er m.a. fjallað um afa hans, Jón Höskuldsson, sem kem- ur við sögu Bólu-Hjálmars. Þá er auk þess dálítil viðbót við sögu Hjálmars í ritinu, þar sem er frásögn Sölva Sveinssonar um af- skipti hreppstjóra af dvöl hans í Brekkuhúsunum, þar sem hann lést háaldraður sumarið 1875. Þá stenst ég ekki freistinguna að geta hér um auglýsingu úr blaði frá því í júlí aldamótaárið 1900, um lausa kennarastöðu við Hólaskóla, sem þarna er tekin upp. Þeirri auglýsingu lýkur með þessum orðum: „Bónarbréf um sýslan þessa sendist til skólastjórans á Hólum fyrir lok næsta mánaðar.“ Ólíkt er þetta nú frumlegra og hressilegra orðalag en „umsóknir um stöðuna sendist skólastjóran- um á Hólum fyrir 30. ágúst n.k.“ eins og þetta gæti heitið á stofnana- máli nútímans. Svona geta menn stundum fundið líkt og þægilega málfarslega sviptivinda þjóta um sig ef þeir fletta gömlum blöðum. Þeir kunnu móðurmálið karlarnir í gamla daga. -esig Ný Ijóðabók Komin er út Ijóðabókin „Gluggar mót sól" eftir Guðrúnu Guðjóns- dóttur. Bókin er prentuð hjá Prent- húsinu f ágústmánuði 1988, og er fyrir börn og fullorðna. Gluggar mót sól er önnur er önnur Ijóðabók höfundar. Fyrri ljóðabókin „Opnir gluggar" var prentuð hjá Letri 1976. Aðrar bækur sem út hafa komið á prenti eftir Guðrúnu eru barna og unglingabækur. Þær heita: „Dúfan og galdrataskan“, „Gunna og kisa“. „Söngur þrastanna" og „Söngur lóunnar". Einnig hafa komið út á prenti tvær þýddar bækur: barna- bókin „Rauðhetta“ og unglingabók- in „Systir síðlokka“. Auk þess hefur Guðrún þýtt „Vasilísu fögru“ sem eru rússnesk ævintýri og frásögnina „Afrískir skóladrengir segja frá“, en verk þessi hafa verið lesin inn á snældur hjá Blindrabókasafni íslands. Höfundur og þýðandi þessara verka, Guðrún Guðjónsdóttir er fædd í Reykjavík 24. des. 1903. Foreldrar hennar eru Guðjón Bryn- jólfsson verkamaður, fæddur 23. nóv. 1865 í Svarfhóli í Hraungerðis- hreppi í Flóa og kona hans Guðlaug Eyjólfsdóttir fædd 7. jan. 1873 í Norðurkoti á Miðnesi. Hún var Rangæingur í báðar ættir. Guðrún hefur stundað ritstörf frá fimmtugsaldri ásamt húsmóðurstörf- um, myndvefnaði, sem sjá má í Fríkirkjunni í Reykjavík og víðar, málun á leiður, fata og prjónahönn- un. LESENDUR SKRIFA Ekki sæmandi Ég hlustaði í gær á frásögn í útvarpi af nýafstöðnum fundi sjálf- stæðismanna. Lesið var aðalinntak úr ræðum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, og Birgis ísleifs Gunnarssonar, fyrrverandi mennta- málaráðherra. Ég verð að játa, að þó að margt sé sagt á vígvelli stjórn- málanna, minnist ég þess ekki að hafa hlustað á slíkt einhliða persónu- nfð af vörum æðstu manna þjóðar- innar og það, er þeir félagar beindu að fyrrverandi samstarfsráðherra, Steingrími Hermannssyni, og lét fyrrverandi menntamálaráðherra sér sæma að enda ræðu sína á orðunum: „Eplið fellur sjaldan langt frá eik- inni“, - og getur hann varla átt við annað en látna foreldra Steingríms og er þá nokkuð langt gengið í því að svala skapi sínu. Ef málflutningur þessara tveggja fyrrverandi ráðherra var ekki au- virðilegur, þá veit ég ekki hvað það orð þýðir. Lófaklappið, sem hinir reiðu og sáru ráðherrar fengu, var líka í samræmi við ræðurnar og virðist svo að mörgum flokksbræðrum þeirra hafi verið nóg boðið. Til Steingríms vil ég beina þessari stöku, í lauslegri þýðingu Hannesar Hafsteins: Taktu ekki níðróginn nærri þér. Það næsta gömul er saga, að lakasti gróðurinn ekki það er, sem ormarnir helst viija naga. Og víst gætu fyrrnefndir sjálf- stæðisráðherrar dregið nokkurn lær- dóm af síðari hluta stökunnar. 23.9.88. Útvarpshlustandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.