Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 2
 ' I I , < 2 Tíxtiinn Föstudagur 21. október 1988 Ritgerðasamkeppni framhaldsskólanna „Ferð til friðar“: Þrjár: stelpur á „Ferð til friðar" Verðlaunaafhending í ritgerða- samkeppni framhaldsskólanema „Ferð til friðar“ fór fram í gær. Veitt voru þrenn fyrstu verðlaun og fern önnur verðlaun. Samkeppnin var haldin í tengslum við samnefnda alþjóðlega ráðstefnu sem fram fer í Vancouver dagana 23. -27. október nk. þar sem frú Vigdís Finnboga- dóttir verður heiðursforseti ráð- stefnunnar. Pátttakendur gátu valið um tvö ritgerðarefni: Annars vegar „Ferða- lög - afl til friðar“ og „Ferðamanna- landið ísland". Þau sem hlutu fyrstu verðlaun voru Gerður Gestsdóttir, 19 ára úr Reykjavík, Þorgerður Björnsdóttir, 18 ára úr Reykjavík og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, 16 ára frá Sauðárkróki. Verðlaunin eru ferð á ráðstefnuna í Kanada og 50.000 krónu í Gullbók í Búnaðar- bankanum. Þar sem mjög margar góðar rit- gerðir bárust var ákveðið að bæta við einum verðlaunum og hlutu því fjórir önnur verðlaun, sem eru flug- far til London með Flugleiðum og 20.000 krónur í Gullbók í Búnaðar- bankanum. Önnur verðlaun hlutu þau: Jón F>ór Ólafsson, 20 ára úr Mosfellsbæ, Eva Gunnlaugsdóttir, 19 ára úr V-Húnavatnssýslu, Anna S. Baldursdóttir, 18 ára úr Stykkis- hólmi og Særún Harðardóttir, 16 ára úr Biskupstungum. Stúlkurnar þrjár sem hlutu fyrstu verðlaun, halda til Kanada í dag, með viðkomu í New York. Pær taka þátt í ráðstefnunni í Vancouver þar sem þær dvelja í boði þeirra aðila sem að ráðstefnunni standa. Mark- mið ráðstefnunnar er að aðilar í ferðaþjónustu leggi sitt af mörkum til friðsamlegrar þróunar í heimin- um. Meðal dagskrárliða má nefna sérstakan fund ungs fólks sem hlutu verðlaun í ritgerðasamkeppni hinna ýmsu landa. Nk. laugardagskvöld verða íslensku verðlaunahafarnir í boði og á tónleikum sem Þjóðrækn- isfélag fslendinga í Vesturheimi heldur til heiðurs forseta fslands. Þá mun ræðismaður íslands í Seattle bjóða þeim í heimsókn til borgarinn- ar þar sem þær heimsækja m.a. háskólann í Waskington. Verð- launahafarnir koma heim til íslands 31. október. Tilgangurinn með þessari rit- gerðasamkeppni var að vekja um- ræður ungs fólks á friðarumleitunum í heiminum og hvernig ferðalög geti stuðlað að auknum samskiptum og skilningi milli þjóða. Það voru Búnaðarbankinn, Flug- leiðir og Ferðamálaráð sem stóðu að samkeppninni. -ABÓ Þær voru að vonum ánægðar stelp- urnar þrjár sem hlutu fyrstu verð- laun í ritgerðasamkeppninni „Ferð til friðar“. í dag leggja þær upp í ferð sína til Kanada, þar sem þær taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu í Van- couver, f.v. Gerður Gestsdóttir, Þorgerður Björnsdóttir og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir. Tímamynd Gunnar Bréf til Sverris Scheving Thorsteinssonar frá Veiðiklúbbnum Landsliðið: Um ósannindi og rógburð Sverris Sch. Thorsteinssonar Kæn Sverrir Það er okkur félögunum mikið áfall að þú, sem fyrrverandi formaður Skotveiðifélags íslands, skulir geta gert sjálfum þér þennan mikla óleik sem lesa má um á baksíðu Tímans þann 19. október sl. Okkur er það með öllu óskiljanlegt hvaða hvatir búa hér að baki, en við skulum vona að það sé ekki öfund eða hroki, heldur minnisleysi og frumhlaup eða slæm inflúensa, því að ósannindi og rógburður er ekki til þess að auka hróður manna, sem slíkt bera út. Það er svo annað mál að þeir sem til þín þekkja koma sík skrif ekki á óvart eftir því sem okkur er sagt. Það er rétt hjá þér, að samkvæmt lögum er bannað að elta uppi fugla á vélknúnum ökutækjum. Það er líka það eina sem er rétt hjá þér í greininni. Umræddan dag fórum við þrír félagar úr Veiðiklúbbnum Landslið- ið til rjúpnaveiða í fullu leyfi landeig- anda og notuðum við fjórhjól til þess að komast að veiðistað. Við töldum það farsælla að fara á um 200 kg fjórhjólum eftir blautum vegarslóð- anum, sem liggur að veiðistaðnum, heldur en að fara á 3ja tonna jeppum eins og þú og fleiri gerðu, enda var það að ósk landeiganda og leyfis- gjafa sem við höfum fengið leyfi hjá í fjölda ára, að svo yrði gert. Þess má geta að landeigandi varð miður sín, er hann frétti af öllum þeim fjölda jeppa sem böðlaðist eftir vegarslóð- anum þessa helgi í óleyfi og óþökk landeiganda og gróf í sundur blautan jarðveginn. Það er ósatt hjá þér Sverrir, að við hefðum notað hjólin til þess að hafa meiri yfirferð, eins og þú segir í greininni. Það er einnig ósatt hjá þér að við hefðum elt uppi rjúpuna á fjórhjólum eins og þú gefur í skyn. Fjórhjólunum var lagt við rætur veiðisvæðisins og gengið þaðan til veiða, enda annað ógerlegt. Okkur er spurn, sást þú annað? Sverrir, það vorum við sem komum akandi á þessum ógurlegu fjórhjólum eftir vegarslóðanum og keyrðum fram á þig þar sem þú beiðst í 3ja tonna jeppa ykkar, en ekki þú sem gekkst fram á okkur við veiðar. Aftur á móti gekkst þú fram af okkur og eflaust fleirum með þessu púður- skoti þínu í Tímanum. Lífsviðhorf þín eru okkur óviðkomandi með öllu, en kærur á hendur okkur og fullyrðing um lögbrot eru aftur á móti okkur viðkomandi og alvarleg- ar ásakanir. Ef þú, Sverrir Scheving Thor- steinsson, jarðfræðingur, telur að við félagarnir höfum brotið lög, viljum við ráðleggja þér það eitt að gera það eina rétta í málinu sem dómgreind þín segir þér að gera Svo er það þetta með hundana. í fyrsta lagi er það nýmæli að flokka hund sem útbúnað við veiðar, alla vega í okkar veiðiklúbbi. í öðru lagi teljum við það ekki lögbrot, né neitt óeðlilegt að hafa góðan veiðihund með sér við fugla- veiðar. f þriðja lagi höfum við félagarnir hvorki hunda né ketti með okkur við veiðarnar og eigum ekki slík dýr. Hvar allir þessir hundar voru sem þú sást er okkur hulin ráðgáta, því að ekki sáum við neina hunda, nema ef vera skyldi að það hafi verið hundur í þér Sverrir, eftir enn eina mis- heppnaða veiðiferðina. Skýringin er því komin á því hvers vegna „veiði- hundinn vantar á myndina“ eins og segir í myndartexta með umræddri Rjúpnaskyttur tuttugustu aldarinnár? Sitja á fjórhjólum við rjúpnaveiðamar Þrátt fyrir ad bannað sé að elta ppi fugla á vélknúnum ökutækjum ru alltaf einhverjir sem nota vél- leða eða fjórhjól við rjúpnaveiðar. Um sfðastliðna helgi var hópur ckktra skotveiðimanna við vciðar í laukadalsskarði og notaði hluti cirra fjórhjól til að hafa meiri fírferð. Sverrir Schcving Thorsteinsson, arðfrxðingur og framámaður f kotveiðifélagi fslands, gekk fram á •rjá menn á fjórhjólum sem voru við júpnaveiðar á sunnudag. Sverrir nyndaði þremenningana og fékk 'fminn mynd til birtingar. Sverrir tafði þegar samið myndatexta með ayndinni og fylgir hvoru tveggja hér neð. Sverrir segir það ekki samræmast og skildu hjólin eftir sig sár I jarðveg- finnur bráðina sem „veiðimaðurin inum og fossaði vatn f hjólfðrunum skýtur. Hundurinn nær í fuglinn líkast þvf sem Ixkir hefðu myndast. færir húsbónda sínum. Fjórhjó, óneitanlcga vakna spurningar riddarinn situr sem fastast og þ: þegar slfkt athxfi er fest á filmu. ckki að hafa áhyggjur af öðru en Veiðimaðurinn situr á fjórhjóli sfnu verða kalt eða að farartækið vei sem fer um vegleysur. Hundurinn uppiskroppa með bensín. -I Grein sú er birtist í Tímanum, síðastliðinn miðvikudag og er tilefni bréfs j Landsliðsins. Tíminn vill taka fram að hér er um að ræða frétt sem blaðamaður skrifaði eftir samtal við Sverri Sch. Thorsteinsson. grein, en textann samdir þú sjálfur. Jæja Sverrir, þá eru það sönnunar- gögnin í málinu. Maður situr á fjórhjóli sem er á vegarslóða og er að setja á sig vettlinga. Til upprifjunar fyrir þig, ef þú skyldir nú vera búinn að gleyma því, þá stóð 3ja tonna jeppinn ykkar við hliðina á fjórhjólinu þegar myndin var tekin. Þú stökkst út úr bílnum þegar „einn þremenninganna úr sér- s\(eit Landsliðsins" eins og þú komst að orði, kom akandi til baka eftir vegarslóðanum, eftir hálftíma rölt á tveimur jafnfljótum í hlíðinni fyrir ofan. Auðvitað stöðvaði ökumaður- inn farartækið þar sem þú vildir augsýnilega eiga tal af honum, enda kom það á daginn að svo var. Spurðir þú ökumanninn hvort hann' hefði séð til félaga þinna, enda byrjað að rökkva og allir lagðir af stað til byggða nema þið. í leiðinni smelltir þú af mynd, sönnunargagni í þessu máli. Athæfið var fest á filmu, eins og þú segir í greininni, maður situr á fjórhjóli og er að setja á sig vettlinga. Maðurinn var, eins og félagar hans, í fullu leyfi landeiganda og byssan í lokuðu hulstri á hjólinu. Að lokum þetta Sverrir. Ósannindi og rógburður um okkur félagana erum við ekki tilbúnir til þess að meðtaka og biðjum þig því vinsamlegast að hugsa þig tvisvar um næst þegar slíkur andi kemur yfir þig þín vegna. Með ósk um að veiðigyðjan fari að verða þér hliðhollari í framtfð- inni. Með vinsemd en takmarkaðri virðingu. Veiðiklúbburinn Landsliðið Laxveiðin í sumar: Næstbesta laxavertíð Veiðimálastofnun hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem greint er frá laxveiðinni í sumar. Samkvæmt bráðabirgðatölum veiddust 47.500 laxar á stöng í sumar og 23.500 laxar veiddust í net. Þessar tölur gera síðastliðið sumar að næstbestu laxavertíð, frá því að reglubundnarskráning- ar á veiði hófust. Aðeins sumarið 1978 veiddust fleiri laxar, eða 52.679 á stöng og 25.946 í net. Alls endurheimtust úr hafbeit, 60.000 laxar. Er þetta besta ár hafbeitarmanna til þessa og nær þreföldun á besta ári fram til þessa, er var 1986, þegar endur- heimtust 24.100 laxar. Sleppingar í fyrra voru þær mestu hér við Iand til þessa og endurspeglast það eðlilega í fleiri endurheimt- um löxum. Ef einstök kjördæmi eru skoðuð, með tilliti til stangaveiði kemur í ljós að í öllum kjördæm- um, utan einu varð veruleg aukn- ing milli ára í laxveiði. Á Suðvest- urlandi var aukningin mest, eða 63 prósent aukning frá í fyrra. Þar er stærstur hlutur Laxár í Kjós, sem gaf af sér mesta afla laxa frá því athuganir fóru af stað. Á Vesturlandi varð aukn- ingin 38 prósent, á Vestfjörðum 52 prósent, á Norðurlandi vestra 21 prósent, á Norðurlandi eystra 5 prósent. Á Austurlandi var verulega minni veiði en í fyrra, eða samdráttur upp á 20 prósent. Loks ber að nefna Suðurland, en þar varð aukning á milli ára 20%. U^\ Hafírðu smakkað vín - láttu þér þá AIIlREI detta í hug að keyra! yar*"

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.