Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 19
Föstudagur 21. október 1988
Tíminn 19
llllllllilllliilllllll SPEGILL ...... -v' V ..............i P-:..
Börn Donovans eru
á hraðri leið upp á
stjörnuhimininn
-en pabbi þeirra vill hvorki heyra þau né sjá
Margir minnast enn með angur-
værð hins margumtalaða sjöunda
áratugar, þegar blómabömin réðu
lögum og lofum og ætluðu að
breyta heiminum eftir sínu höfði
þannig að allir lifðu saman í sátt og
samlyndi - og alsælir í hassvímu.
Þá söng hver sem betur gat og
margir komust svo langt að verða
átrúnaðargoð jafnaldra sinna. f
hópi þeirra var Donovan.
Hann var sagður vera breska
útgáfan af Bob Dylan en sjálfur var
hann ekki á sama máli. Donovan
sagði að þeir tveir ættu varla annað'
sameiginlegt en að klæðast sams
konar fötum. Donovan Philip
Leitch, strákur frá Glasgow sem
hafði borist suður á bóginn með
því að spila á bjórkrám, varð
alþjóðleg poppsúperstjarna. Hann
varð líka kyntákn.
Donovan, sem áður naut lífsins
í frægð og ljóma sviðsljósanna,
lætur lítið á sér bera núna. Hann
býr í rólegheitum á búgarði í
Kaliforníu og hefur sagt skilið við
fortíðina, orðinn 42 ára. En nú eru
bömin hans tekin við þar sem hann
hvarf af vettvangi.
Þessi böm mætti reyndar kalla
fyrstu börn Donovans. Þegar hann
var upp á sitt besta giftist hann
Enid Carl, vinsælli fyrirsætu í New
York. Þau settust að um tíma á Isle
of Skye en skildu 1970. Nokkmm
mánuðum síðar ól Enid dökkeyga
fegurðardís sem fékk nafnið Ione.
Donovan Leitch yngri var þá
þriggja ára gamall.
Það var Donovan yngri sem fyrr
vakti athygli í Hollywood. Fyrir
um tveim árum var hann valinn til
að fara með aðalhlutverk í endur-
útgáfu Rogers Vadim á myndinni
frægu „Og Guð skapaði konuna“,
sem gerði Brigitte Bardot heims-
fræga 1956. Þá var hann þegar
búinn að leika í öðrum kvikmynd-
um og þykir helst minna á James
Dean. Donovan yngri er sagður
skarpgreindur, gekk mjög vel í
skóla og var valinn formaður skóla-
félagsins.
Systir hans er annarrar gerðar.
Hún kallar sig Ione Skye og segist
gera það vegna þess að hún hafi
Fjölskyldan sem Donovan vill ekk-
ert hafa saman að sælda við, gerir
það gott. Donovan yngri er á góðri
leið með að verða kvikmynda-
stjama og sömu sögu er að segja
um systur hans Ione. Enid mamma
þeirra er stolt af börnum sínum.
Donovan hefur aldrei sagt skilið við hippahugsjónina.
komið undir í litlum kofa á eynni
Skye, sem sé svo afskekkt að
matarsendingar hafi ekki borist
þangað nema einu sinni í viku.
Hún segir að þau systkin séu ólík,
bróðir hennar hafi verið vinsæll í
skóla, en sjálf gekk hún í klaustur-
skóla þar sem aginn var strangur.
„Ég er feginn að ég er búin í
skólanum,“ segir hún. Hún ætlaði
að verða rithöfundur eða blaða-
maður þegar hún lauk við skólann
en bróðir hennar benti henni á að
reyna sig við leik fyrst.
Þó að leikferillinn hafi byrjað
ágætlega hjá henni fæst hún enn
við skriftir og er búin að skrifa
fyrstu ástarsöguna sína. Bróðir
hennar segir líka að hún sé með ást
á heilanum og verði ástfangin af
hverjum félaga hans sem hún hittir!
Þau systkinin eru ákaflega nánir
vinir og treysta hvort á annað. Þau
hafa hins vegar ekkert samband
við föður sinn, sem býr þó í næsta
nágrenni við þau. Hann býr ásamt
konu sinni, Lyndu, barnsmóður
Brians Jones sem var í Rolling
Stones, á búgarði þar sem Lynda
ræktar maís og grænmeti og Don-
ovan bakar brauð, málar og yrkir.
Aðspurður gefur Donovan enga
skýringu á því hvers vegna hann
hefur ekkert samband við „fyrstu
börnin" sín. En það stendur ekki á
svari hjá Ione. Hún segir: „Einu
sinni langaði mig óskaplega til að
hitta hann, en ekki lengur. Ég hef
lært dýrafræði og ég veit að flestir
feður í dýraheiminum eru fljótir að
láta sig hverfa þegar þeim hafa
fæðst afkvæmi!“
Esther Ann Mash hefur nú fyrst
leyst frá skjóðunni um ráðabrugg
Oswalds og Rubys fyrir 25 árum.
verið að brosa til vinar síns og hafi
átt sér einskis ills von.
Esther var ekki á þeim buxunum
að blanda sér inn í málið frekar og
í 25 ár hefur hún farið meira og
minna huldu höfði, dauðhrædd um
að verða að bera vitni um það sem
hún varð áskynja í Dallas haustið
1963. Enda segir hún ekki einleikið
hvað margir hafi látið lífið voveif-
lega sem hafi tengst málinu á
sínum tíma. En hvers vegna leysir
hún frá skjóðunni núna? Hún seg-
ist vera búin að fá nóg af því að
vera á stöðugum flótta frá fortíð-
inni. Þar að auki eigi hún skammt
ólifað, hún sé með blóðtappa í
heilanum og hafi þegar lifað lengur
en læknar hafi gefið henni vonir
um.
Hennar skýring er sem sagt sú að
Jack Ruby hafi hleypt af skotinu
sem olli dauða forsetans, en Os-
wald hafi líka hleypt af sinni byssu.
Þess vegna hafi fljótlega komið
fram frásagnir af tveim byssu-
mönnum og þær hafi verið réttar.
Nú er eftir að sjá hvort frásögn
Esther Ann Mash þykir trúverð-
ugri en aðrar sem komið hafa fram
á þeim aldarfjórðungi sem liðinn
er frá morðinu á Kennedy.
RUBY 0G OSWALD ÞEKKTUST
- og stóðu saman að morðinu á Kennedy
Þótt nú séu senn liðin 25 ár síðan
John F. Kennedy Bandaríkjafor-
seti féll fyrir byssukúlu morðingja
í Dallas í Texas umlykur enn
leyndardómur málavexti þrátt fyrir
að heil þingnefnd undir forsæti
Earls Warren hæstaréttardómara
hafi farið ofan í saumana á málinu
og gefið út heilan doðrant með
útskýringum á niðurstöðunni sem
hún komst að, þ.e. þeirri að Lee
Harvey Oswald hafi verið einn að
verki og skotið hinni banvænu kúlu
í höfuð forsetans.
Eins og menn muna varð Lee
Harvey Oswald síðan fómarlamb
næturklúbbseigandans Jack Ruby,
sem skaut Oswald til bana þegar
hann var í höndum lögreglunnar,
og það í beinni sjónvarpsútsend-
ingu. Illa hefur gengið að finna
skýringu á því verki, en Ruby var
sjálfur fársjúkur af krabbameini
þegar þessi atburður átti sér stað
og dó nokkrum mánuðum síðar.
Nú hefur komið fram í dagsljósið
kona, sem heldur því fram að þeir
Jack Ruby og Lee Harvey Oswald
hafi þekkst og haft samráð um að
ráða Kennedy af dögum. Þeir fé-
lagar hafi tekið verkið að sér fyrir
hönd mafíunnar sem hafi haft illan
bifur á forsetanum og stjórn hans,
sem hafi gengið rösklega fram í því
að svipta mafíuna þeim völdum
sem hún hafi komið sér upp.
Konan, Esther Ann Mash, segist
sjálf hafa verið í góðu vinfengi við
Jack Ruby og gengið um beina í
næturklúbbnum hans. Þar hafi
m.a. verið verkefni hennar að
þjóna honum og gestum hans til
borðs, en hann hafi oft haldið
fundi í klúbbnum og þá krafist þess
að hafa algert næði, sem Esther
hafi verið ábyrg fyrir. Það var á
einum slíkum furidi sem hún sá
Oswald fyrst augliti til auglitis.
„Það var kl. 10.30 þetta kvöld sem
5 menn í dökkum fötum, mjög
kaupsýslumannalegir, komu í
klúbbinn, en Jack Ruby var búinn
að undirstinga mig um að mjög
mikilvægur fundur yrði haldinn þá
um kvöldið og alls enginn mætti
að horfa á skemmtiatriðin, nektar-
sýninguna, og gat ekki haft augun
af þeim. Sá maður var Lee Harvey
Oswald,“ segir Esther Ann Mash.
Hún segir að það hafi verið
opinbert leyndarmál í Dallas í þá
daga að Jack Ruby hafi tilheyrt
mafíunni og þess vegna var hún
ekki í minnsta vafa um að þessi
fundur hafi verið á vegum mafí-
unnar. Eftir þetta segir hún að þeir
Oswald og Ruby hafi átt marga
fundi saman, en sjálf sagði hún
skilið við Ruby og vinnuna í
klúbbnum skömmu áður en morð-
ið var framið.
En hún sá þá félaga aftur í
sjónvarpinu, þegar Ruby skaut
Oswald og vissi þá hvers kyns var.
Hún segir skýringuna á brosi Os-
walds þegar Ruby nálgaðist hann
einfaldlega vera þá að Oswald hafi
... Kunninginn reyndist vera Jack
Ruby sem brást trausti Oswalds og
skaut hann til bana.
koma nálægt borðinu hans.
Mennimir 5 voru allir dökkir yfir-
litum og litu út eins og glæpamenn
í kvikmyndunum. Svo var einn
maður til viðbótar, hann var í
ósköp venjulegum fötum. Þeir
voru alls sjö á fundinum og fundur-
inn stóð til kl. eitt um nóttina. Þá
fóru mennirnir í dökku fötunum
burt, Jack fór í íbúðina sína, en
maðurinn í venjulegu fötunum fór
Lee Harvey Os-
wald brosti til
kunningja í hópn-
um þegar lögreglu-
menn voru að flytja
hann í fangelsi...