Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.10.1988, Blaðsíða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Átján mán. binding 7,5 % SAMVINNUBANKiNN STRUMPARNIR HRESSA KÆTA Tímiiin Alan D. Semonite eigandi eins þekktasta hótel og ferðamálaskóla í Evrópu segir möguleika íslands sem ferðaniannalands mikla, en segir íslendinga ekki meðvitaða: Gera sér ekki grein fyrir möguleikunum Möguleikar íslands sem ferðamannalands hafa verið mikið til umræðu á siðustu árum. Samhliða umræðunni hefur gistirými á hótel á suð- vesturhorninu nær tvöfaldast, en hins vegar hefur ferðamaðurinn, sem allt þetta hyggist á ekki látið sjá sig sem skyldi. „Möguleikarnir eru margir og stórkostlegir, en í dag held ég að þið gerið ykkur ekki grein fyrir þessum mögulcikum. Það mundi taka mikinn tíma og vinnu að koma þcssum möguleikum í kring,“ sagði Alan D. Semonite eigandi Hosta í samtali við Tímann. Hosta er einn af þekktari hótel og ferðamálaskólum í Evr- ópu, með aðsetur í Leysin í Sviss. Fjöldi íslendinga hefur sótt skól- ann á undanförnum árum. Semon- ite var staddur hér á landi í vikunni og átti m.a. viðræður við forsvars- ntenn í ferðamálaþjónustu og hót- elrekstri. Semonite sagði að ekki væri nóg að einstaklingar stæðu í kynningu á landinu eins og að mestu væri í dag, heldur yrði ríkið að koma inní og efla kynninguna verulega. „Þetta er spurning um mikla og öfluga kynningu til þess stóra hóps sem ferðast, svo hún nái til þeirra annars fáu sem áhuga hefðu á að koma til staðar eins og íslands, vegna þess að landið hefur ekki það að bjóða sem fellur flestum í geð, t.d. strendurnar og sólina. Það verður að stíla upp á fólk sem metur náttúruna, óspillta og ómengaða." Hann sagðist telja að sífellt fleiri og fleiri væru tilbúnir að fara í ferðalög til landa eins og íslands. Aðspurður sagði Semonite að síður en svo hefði uppbygging hótela hér á landi verið of hröð síðustu árin. „Þið þurfið á því að halda, þegar til kemur að fullnægja eftirspurninni og nútíma ferða- manninum, sem krefst hótela í háum gæðaflokki. Mérsýnist fram- boð á gistirými frekar of lítið en of mikið, með hliðsjón af öðrum borgum. Ég held að þið þurfið á þessu aukna gistirými að halda. í dag er það of mikið, en fljótlega verður það fullnýtt," sagði Semon- ite. Ásókn íslendinga t skóla Semon- ite hefur verið gífurleg undanfarin ár og á þessum vetri eru í skólanum 18 íslendingar, sem er sami fjöldi og í fyrra. Á dögunum átti hann viðræður við forsvarsmenn í Sam- tökum veitinga- og gistihúsaeig- enda og aðila í ferðamannaþjón- ustu. „Þeirra viðbrögð hafa verið Alan D. Semonite telur að framboð á gistirými í Reykjavík verði síður en svo of mikið. Tímamynd Pjétur. mjög uppörvandi og þeir eru mjög ánægðir með það fólk sem verið hefur í skólanum hjá mér og er komið hingað til starfa. Ég tel að þetta sýni að við crum að gera góða og rétta hluti fyrir hótel og ferða- mannaþjónustu hér á landi, sem mun skila sér bráðlega,“ sagði Semonite. Aðspurður sagði hann að síður en svo hefðu of margir íslendingar útskrifast úr skólanum. „Hér á landi er mjög vel staðið að kennslu í þjónustu og matargerð, en okkar hlutverk er að mennta þá sem stjórna, sem mér hefur verið sagt að sé einmitt það sem vanti hér á landi. Við höfum líka þjálfað marga til að starfa að ferðamálum. Það er vaxandi þörf fyrir 'þetta fólk, hér eru margar ferðaskrifstof- ur, þó svo að ferðamannamarkað- urinn sé í svipinn ekki vaxandi. Það er ennþá rúm fyrir fleiri, en ég vil vera varkár í að mennta ekki of marga og verð í góðum sambönd- um við fólk hér á landi til að svo verði ekki,“ sagði Semonite. -ABÓ ___Halldór Ásgrímsson, eftir ríkisstjórnarfundinn um hvalamálið: Engin breyting nú á stefnu stjórnar „Það er bara ein stefna í ríkisstjórninni í hvalamálinu og þessi stefna byggir á samþykkt Alþingis frá 1983. Það hefur engin breyting orðið þar á,“ sagði Ilalldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Að sögn forsætisráðherrans, Steingríms Hermannssonar, var fullkomin samstaða um að engra breytinga sé að vænta í afstöðunni til hvalveiða í framtíðinni. „Vísindaáætlunin er endurskoðuð hvert ár og engin ákvörðun hefur verið tekin uni það hvernig hún verður stunduð að ári,“ sagði Steingrímur. Sagði forsætisráðherra að ráðherr- arnir hljóti að vera opnir fyrir öllum sjónarmiðum í þessu máli og skoða yrði bæði viðskiptahagsmuni og okk- ar föstu ákvörðun um að undirbúa málflutning fyrir umræðuna í Al- þjóða hvalveiðiráðinu sem verður á ráðstefnunni vorið 1990. Sagði hann að enn væri ekkert ákveðið með veiðiþátt vísindaáætlunarinnar á næsta ári. „Það á eftir að meta það hve mikilvægar veiðarnar í áætlun okkar yrðu á næsta ári,“ sagði hann og játaði því að eflaust yrði fjallað meira um málið í ríkisstjórninni á næstunni. Sjávarútvegsráðherra benti á að engin ákvörðun hafi enn verið tekin um það hversu margir hvalir verða teknir á næsta ári. „Slík ákvörðun hefur einfaldlega ekki verið tekin og það er ekki verið að veiða neina hvali núna. Þar af leiðandi er mjög erfitt að hætta við það sem menn eru ekki að gera,“ sagði Halldór. Árni Gunnarsson, alþingismaður, er nú orðinn einn helsti talsmaður gegn hvalveiðum og fyllir hann flokkinn með þeim Hreggviði Jóns- syni og Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur, borgaraflokksþingmönnum. Segist Árni hafa upplýsingar um að vaxandi árangurs sé nú þegar farið að gæta um of af starfi Grænfriðunga víða um lönd. Segist hann vita af því, að í undirbúningi sé að hefja verulega aðför að íslenskum hagsmunum í Evrópu og einnig í Bandaríkjunum. „Það ríkir stríð gegn fslandi í Evr- ópu og víðar,“ sagði Árni og telur að Tenglemann-málið sé aðeins toppurinn af þeim ísjaka sem eigi eftir að koma í ljós. KB 14. umferðin í Borgarleikhúsi: Margeir vann! Margeir Pétursson gerði sér lítið fyrir og sigraði enska stórmeistar- ann John Nunn í 40 leikjum á heimsbikarmóti Stöðvar 2 í gær- kvoldi. Segja má að iögfræðileg skarpskyggni Margeirs hafi orðið ofan á stærðfræðilegum pælingum enska stórmeistarans. Gamla brýnið Mikael Tal tapaði sinni fyrstu skák á þessu rnóti og raunar fyrstu skákinni hér á landi, fyrir landa stnum Beljavsky. Tafl- mennska Tals til þessa hér á landi hefur veriö einkar glæsileg, hann hefur ekki beðið lægri hlut í 58 skákum í röð. Þá náði Gyula Sax vinningi úr skákinni gegn Andrei Sokolov í 28 leikjum. Fjórði sigurvegari kvöldsins var heimsmeistarinn Kasparov sem vann skákina við Jan Tintman nokkuð örugglega. Skáksér- fræðingar geta sér þess til að þar með sé heimsmeistarinn kominn á skrið og bóka megi að eitt af þremur efstu sætum á mótinu komi í hlut Kasparovs. Jafntefli varð niðurstaða í skák- um Jóhanns Hjartarsonar og Ehlvest, Nikolics og Portish, Jús- upovs og Riblis, Spasskys og Korts- nojs og Andersons og Speeimans. Af skák Jóhanns og Ehlvest er það að segja að til að byrja með var álitið að Jóhann hefði ívið verra tafl en síðan náði hann að bæta sína stöðu og að sögn Jóns L. Árnasonar var ekkert annað t stöð- ttnni en „þvingað jafntefli“. Beljavsky hefur fofystu á mótinu mcð 9 vinninga. Næstir koma Kasparov og Ehlvest með 8.5 vinninga. Með 7,5 vinninga eru Timrnan, Sax, Júsupov, Jóltann og Nunn. Þrátt fyrir sigurinn í gær- kvöldi rekur Margeir Pétursson enn lestina á mótinu. Hann er meö 4.5 vinninga, einum vinningi á eftir Spassky og Portish. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.