Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 25. október 1988 Ingólfur Skúlason, á skrifstofu SH í Grimsby: Hótana hef ur enn ekki orðið vart Tækniskóli (slands: Fyrstu röntgentækn arnir útskrifaðir Grænfriðungar víðsvegar í Evr- ópu eru nú í óða önn að undirbúa öfluga áróðursherferð gegn hval- veiðum íslendinga. Þetta er sam- dóma álit fulltrúa íslensku fisksölu- fyrirtækjanna erlendis sem Tíminn hefur rætt við. Ekki er ljóst á þessari stundu í hvaða veru þessar aðgerðir græn- friðunga verða. Hitt hefur Tíminn öruggar heimildir fyrir að forsvars- menn breskra fyrirtækja, sem keypt hafa framleiðslu íslensku fisksölufyrirtækjanna, hafi íhyggju að hóta þeim einskonar fjárkúgun vegna hvalveiðistefnu íslenskra stjórnvalda. Þannig muni þeir hóta að hætta að kaupa fisk af íslensku fyrirtækjunum eða að öðrum kosti að fá hann á mun lægra verði en til þessa. Ingólfur Skúlason á skrifstofu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í Grimsby sagði í gær að ekki hefði enn sem komið er orðið vart við slíkar hótanir af hálfu forsvars- manna þeirra fyrirtækja sem kaupa framleiðslu SH í Bretlandi, hvað sem síðar kæmi á daginn. Varðandi áróður grænfriðunga gegn hvalveiðum íslendinga í Bretlandi, sagði Ingólfur að lítið hafi borið á honum allt frá því sl. vor. Hinsvegar virtust félagar í Bretlandi eitthvað vera að „hressast" núna og menn hefðu því ástæðu til að ætla að í undirbúningi væri nýtt og stórkostlegra áróð- ursstríð en áður. Þá sagði Ingólfur að græn- friðungar virtust ekki hafa mikil ítök innan viðskiptageirans í Bret- landi, fjölmiðlar hefðu t.d. ekki sýnt aðgerðum þeirra áhuga á neinn hátt allt þetta ár. „En ég tel mikilvægt fyrir íslendinga að van- meta ekki mátt þessara náttúru- verndarsamtaka. Þetta fólk tekur engum rökum, þeirra málstaður er einsog trúarbókstafur. En þrátt fyrir þetta er máttur þeirra ótrúleg- ur og það megum við ekki van- meta,“ segir Ingólfur Skúlason. óþh Þann 7. október síðastliðinn voru í fyrsta sinn brautskráðir röntgen- tæknar frá Tækniskóla íslands. Námstíminn er þrjú og hálft ár og lýkur með B.Sc. gráðu. Það eru Tækniskólinn, Borgarspítalinn og Landspítalinn sem hafa samvinnu um kennsluna. 1 þessum fyrsta hóp B.Sc. röntgentækna voru átta nem- endur. Á myndinni er útskriftarhópurinn ásamt Ernu Agnarsdóttur deildar- stjóra. ssh Ágúst Guðmundsson leikstjóri þáttanna, ásamt Einari Emi Einarssyni (Manna) og Garðari Þór Cortes (Nonna). Tlmamynd Gunnar Veriö að leggja síðustu hönd á gerð íslensku útgáfunnar af Nonna og Manna: Áætlun til aldamótaum þjóðminjar Nefnd sú er menntamálaráðherra skipaði í nóvember 1987 til að fjalla um stefnumótun í málefnum Þjóð- minjasafnsins hefur verið endur- skipulögð að beiðni formanns henn- ar Sverris Hermannssonar. Þar er m.a. gerð sú breyting að formaður hennar verður Guðrún Helgadóttir forseti sameinaðs Alþingis og alþing- ismennirnir Danfríður Skarphéðins- dóttir og Óli Þ. Guðbjartsson bætast við í nefndina. í skipunarbréfi var mælt fyrir að nefndin skyldi vinna að áætlun um endurbætur, vöxt og viðgang Þjóð- minjasafnsins. Henni skyldi fylgja kostnaðar- og fjármögnunaráætlun og var nefndinni falið að vinna að framkvæmd áætlunarinnar. Jafn- framt gekk hún frá tillögu að frum- varpi að nýjum þjóðminjalögum sem lögð voru fyrir Alþingi s.l. vetur. Frumvarpið var sent til umsagnar og hafa nokkrar umsagnir borist. Auk þeirra verkefna sem nefndinni voru falin í upphaflegu skipunarbréfi er henni nú ætlað að taka til meðferðar þær umsagnir sem borist hafa um frumvarpið og aðrar athugasemdir eftir því sem nefndin telur rétt, með það að markmiði að frumvarpið verði lagt fram á Alþingi hið fyrsta. -ág. Nonni og Manni á skjáinn um jólin Myndaflokkur byggður á Nonnabókunum verður tekinn til sýninga í Sjónvarpinu og verður fyrsti þátturinn sýndur næstkomandi jóladag. Myndaflokkurinn er í sex klukkustundar löngum þáttum og verður sýndur einn þáttur á kvöldi þar til myndaflokknum lýkur þann þrítugasta desember og hefjast sýningar strax að loknum fréttum. Myndaflokkurinn er tekinn upp með ensku tali og var kvikmynd- aður á íslandi sumarið 1987 en þessa dagana er unnið að því að setja íslenskt tal á þættina og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt er gert hjá Sjónvarpinu. Nonni sj álfur er leikinn af Garðari Þór Cortes og Manni bróðir hans af Einari Erni Einarssyni og tala þeir sjálfir inn íslenskar raddir þeirra bræðra og sama gera þeir íslenskir leikarar sem í myndaflokknum léku en auk þess lána aðrir íslenskir leikarar raddir sínar í stað erlendu leikaranna. Þeir Garðar Þór og Einar Örn sögðu báðir að hljóðsetningin gengi vel. Hún færi þannig fram að þeir sætu inni í upptökuherbergi í hljóð- veri Júlíusar Ágnarssonar með sjón- varpsskerm fyrir framan sig. Þeir lesa textann síðan inn og reyna að láta íslenska textann fallá að varahreyfingum sínum í mynd- inni. Ágúst Guðmundsson leikstjóri sagði að drengirnir stæðu sig með prýði og væri eins og atvik og stemmning sem ríkti við kvikmynda- tökuna rifjaðist upp jafnóðum. Ágúst sagði að myndaflokkurinn væri framleiddur af þýsku sjónvarps- stöðinni ZDF í samvinnu við sviss- neska, austurríska og ítalska sjón- varpið og verða þættirnir sýndir í desember n.k. í þessum löndum. Þættirnir hafa þegar verið hljóð- settir á þýsku og verða kynntir á fundi með fréttamönnum í Múnchen á næstunni. Efnahagshrun blasir nu við „Sjálfstæði landshlutanna er eina leiðin til að auka ábyrgð og skapa jafnvægi milli eyðslu og verðmæta- sköpunar", segir í ályktun sem sam- þykkt var á aðalfundi Þjóðarflokks- ins sem haldinn var nýlega. í ályktuninni segir að búseturösk- un og efnahagslegt hrun gangi hrað- ar en framsýnustu menn höfðu búist við. Óstjórn á öllum sviðum efnahags- lífsins sé mikil og megi þar nefna ásamt mörgu, fáránlega vaxta, verð- bóta- og gengisstefnu sem valdið hafi gríðarlegri eignatilfærslu milli landshluta, atvinnuvega og einstakl- inga- -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.