Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn 'Þriðjudagúr 25. októberT986 SÍBS hefur ávallt reynt að taka á þeim vanda sem stærstur er Ávarp Guðmundur Bjarnasonar heilbrigðisráðherra í tilefni 50 ára afmælis samtakanna 50 ár eru ekki iangur tími í þjóðarsögunni. Hins vegar eru síöustu 50 ár einhver viðburðaríkasti tími í okkar þjóðarsögu og einhver mesti umbreytingatími í heilbrigöis- máluni sem íslenska þjóðin hefur upplifað. Það er oft fróðlegt að fletta í gömlum skýrslum til þess að gera sér grein fyrir því hvemig ástandið var því að okkur þykir ástand dagsins í dag svo sjálfsagt að við gleymum hvaða breytingar hafa orðið. í heilbrigðisskýrslum ársins 1938 þá segir svo: „Loks er berkladauð- inn stórum minni en hann hefur verið undanfarið og raunar minni en hann hefur nokkurn tíma orðið síðan farið var að skrá hann sér- staklega árið 1911, en hann er nú kominn ofan í 6. röð dánarmeina líkt og á Norðurlöndunum þar sem vel þykir horfa um berklamálin, eftir að hafa árum saman verið í efstu röð og allra síðustu árin í annarri og þriðju röð“. Þegar nánar er skoðaður þessi góði árangur sem landlæknir lýsir þá kemur í ljós að það dóu 106 manns úr berklum 1938, það var talið að rúmlega 2.300 manns væru berklaveikir og það hefðu verið skráð um 650 ný tilfelli það ár. Þrátt fyrir þetta taldi landlæknirinn að um verulega framför væri að ræða. Ástæðan til þess að landlækni þótti árangurinn vera að lagast 1938 var að sjálfsögðu sú að allan fyrri hluta þessarar aldar voru berklar aðal dánarmein á íslandi og berklar voru ekki síður dán- armein unga fólksins þannig að þessi sjúkdómur hjó skörð í flestar fjölskyldur landsins. Við vitum að berklar eru löngu horfnir sem vandamál í íslensku heilbrigðiskerfi, í dagfinnast innan við 15 manns á ári með smitandi berkla og það þykir rnikið ef meira en 1-2 látast af völdum þeirra. Hinu má heldur ekki gleyma að þeir sem komust yfir sjúkdóminn og voru taldið læknaðir áttu langa leið fyrir höndum til þess að ná vinnugetu og sumir náðu henni aldrei. Það var af þessum ástæðum sem Samband íslenskra berklasjúklinga var stofnað. Gamlir berklasjúkl- ingar sáu að samtakamáttur þeirra sjálfra var eina ráðið til þess að koma sjúklingunum til starfa á ný og þannig hóf Samband íslenskra berklasjúklinga það starf á íslandi sem enginn kunni þá að nefna, þjálfunar- og endurhæfingarstarfið og á þessum 50 árum hefur það unnið sér þann sess, að þeim aðferðum er nú beitt við flesta sjúka og vanheila, annað hvort til að koma þeim til starfs eða til að þjálfa þá til verkefna hins daglega lífs. Til þess að meta stórhug þeirra sem stóðu fyrir stofnun Sambands íslenskra berklasjúklinga þá verð- ur að líta á það þjóðfélag sem var hér á árinu 1938, þjóðfélag fátækt- ar og atvinnuleysis að ekki sé, í sumum tilvikum sagt, allsleysis. Langvarandi sjúkdómur eins og berklaveikin, sem stundum olli því að sjúklingar þurftu að dveljast mánuðum og oft árum saman á sjúkrahúsum fjarri heimilum sínum, setti í raun mark á allt þjóðlífið og eins og fyrr sagði óteljandi fjölskyldur. Segja má að íslenska þjóðin hafi tekið Sambandi íslenskra berkla- sjúklinga vel. Almenningur skildi kjörorðið: Styðjum sjúka til sjálfs- bjargar. Almenningur skildi að hér fóru af stað samtök sem höfðu það langtímamarkmið að losa fyrrver- andi sjúklinga út úr blindgötu úr- ræðaleysisins. Nokkrum árum eftir stofnun Sambands íslenskra berklasjúkl- inga hófst starfsemi Vinnuheimilis að Reykjalundi. Tilgangur heimil- isins þá var að endurhæfa berkla- sjúklinga til starfa eða ef því var komið við að veita þeim varanleg- an samastað. Uppbygging Reykjalundar varð ótrúlega hröð og eftir því sem berklasjúklingum fækkaði efldist annað starf á Reykjalundi og Reykjalundur er löngu orðinn al- mennt þjálfunar-, vinnu- og endur- hæfingarheimili. 1 dag hefur Reykjalundur tví- þættu hlutverki að gegna, annars vegar er rekin þar fullkomnasta endurhæfingardeild landsins og hins vegar er staðurinn miðstöð heilbrigðisþjónustu svæðisins því að þar er rekin heilsugæslustöð fyrir Mosfellsbæ og hefur svo verið síðan lög um heilbrigðisþjónustu tóku gildi. Auk þess er rekinn á Reykja- lundi stóriðnaður og allt þetta hjálpar til að gera Reykjalund og starfsemi SÍBS að afar mikilvægum þætti í uppbyggingu þjónustu og atvinnulífs í Mosfellsbæ. Þegar Reykjalundur fékk nýtt hlutverk í heilbrigðisþjónustu landsins var um þá breytingu gott samkomulag milli forráðamanna SÍBS og heilbrigðisyfirvalda og starfsemin á Reykjalundi hefur orðið æ fjölbreyttari með bættum hýbýlum og tækjakosti og fjölgun starfsliðs. Nýjasti þátturinn í starfsemi á Reykjalundi er endurhæfmg hjartasjúklinga, en eins og allir vita þá eru hjartasjúkdómar í raun- inni faraldur dagsins í dag og sitja nú í svipuðu sæti hvað dánarorsakir snertir og berklarnir gerðu áður. Alveg nýlega hefur náðst um það samkomulag við forráðamenn á Reykjalundi að þar rísi annað af tveimur sambýlum fyrir mjög mik- ið fatlaða einstaklinga en nauðsyn- legt er að reyna að leysa þeirra vanda með sérstökum aðgerðum. Mér hefur hér orðið tíðrætt um Reykjalund, en ekki má gleyma öðru starfi sambandsins, Múla- lundi - vinnustofnun fatlaðra og dagvistarstofnununum Múlabæ og Hlíðarbæ, sem allar gegna umtals- * verðum hlutverkum fyrir fatlaða, aldraða og sjúka. Þannig hefur sú starfsemi sem Landslagið heillandi og fossinn fagri (Draumsýn) I. Það dreymdi mig nýlega, að ég þóttist staddur vera á Brimilsvöllum í Fróðárhreppi og horfa þaðan til austuráttar á fjöll, sem ég taldi vera Mávahlíð. Mér þótti kona mín vera þarna hjá mér, en ekki veitti ég henni neina sérstaka athygli. Mjög var nú allt umbreytt í draumnum frá því sem er í raunveru- leikanum. Hér var í raun lítil sem engin líking á. Enginn var sjór framundan og fj öllin, sem við blöstu, höfðu enga eða litla líkingu við Mávahlíðarfjallið. Allt var hér í margfalt fegurri litum og bjartari, en ég hef í vöku séð, og einlæg gleði mín var meiri. Vil ég reyna að lýsa þessu draumséða landslagi: Ég sá yfir sléttlendi allvíðáttumik- ið og var það allt vafið lágum gróðri, svo sem gras væri eða gróið tún, en litadýrð meiri. Aðalliturinn var Ijósgrænn, en fagurlitir og marglitir flekkir voru hér oe bar og mynduðu heillandi litasamstæður. Bak við þetta flatlendi risu mikil fjöll í all- miklum fjarska, þó ekki fjær en svo að öll kennileiti komu skýrt í ljós. Hér var há og brött hlíð, með klettum hér og þar, en ofar fjallinu og fjær því risu hátindótt fjöll hvert við annað í mismunandi fjarlægð. Litadýrð fjallanna var margbreytt og óviðjafnanleg, að mér þótti, og horfði ég heillaður og altekinn unaði á þessa dásemdarsýn, sem hér blasti við augum framundan mér. Þó var lllllllllil MINNING enn eitt atriði, sem sérstaklega dró að sér athygli mína og hélt huga mínum föngnum: Það var vatnsmik- ill foss og geysihár, sem steyptist niður hlíðina. Ég sá að straumhörð á braust fram milli tveggja þeirra fjalla, sem stóðu ofar og nokkru fjær hlíðinni fyrrnefndu, og steyptist síð- an fram af brúninni í breiðum straumköstum og mynduðu þennan háa foss. Mikinn vatnsúða lagði út frá og upp af þessum mikla fossi og gufustrókana lagði hátt til lofts og bar við bláan himin ofar allra fjalla. Þessir úðamekkir sveifluðust nokk- uð til og frá eins og fyrir hægum vindblæ. Ég heyrði nið og sefandi drunur frá fossinum og þessi ómur bar það greinilega með sér, að hann barst að eyrum mér úr allmiklum fjarska. Heillaður og töfrum sleginn hlust- aði ég og horfði lengi á náttúruundur þau, sem hér birtust sjón minni og heyrn og raunar allri minni vitund og héldu sálu minni fanginni. En loks tók draumur að óskýrast og vaknaði ég upp frá þessu, og var um stund sæll og hugfanginn af því, sem ég hafði í draumnum reynt. II. Hugsanlega eiga stilliáhrif ein- hvern þátt í þessum draumi mínum. Ég átti kvöldið áður tal við góðan vin, sem sagði mér ákaflega áhuga- verð tíðindi um framvindu lífsam- bandsmála, og í dag átti ég tal við annan góðan kunningja, sem sagði mér enn frá hliðstæðum atburðum, sem eru að gerast úti í löndum. Þessi viðtöl bæði gætu átt þátt í að stilla mig til þessháttar draumsam- banda sem af var sagt. Albert Gunnlaugsson Lífgeislan er það afl sem fjarskipti milli sólhverfa og vetrarbrauta byggjast á, og draumsambönd eru einn hluti þeirra ijarskipta. Fæddur 27. desember 1897 Dáinn 1. október 1988 Til foldar færður 11. október 1988 Albert var fæddur í Tungu í Stíflu í Skagafirði en ólst upp að Móafelli f sömu sveit frá 1. aldursári til 19 ára, er hann gerðist vinnumaður á stór- býlinu Tungu hjá Jóni G. Jónssyni og Sigurlínu Hjálmarsdóttur er þar bjuggu. Þar var hann til ársins 1936, með frávikum, fór meðal annarra starfa í nokkrar hákarlavertíðir á skútum. Til þeirra starfa völdust öngvir aukvisar, enda við óblíða veðráttu norðurhvelsins að stríða; frost og funa ásamt erfiðum veiði- skap á vélarlausum seglskútum. Álbert var frábær göngu- og skíða- maður, enda eftirsóttur til ferðalaga í vályndum veðrum sökum þreks síns og ratvísi. Albert flyst frá heimabyggð um 1936 að Gýgjarhóli í Biskupstungum sem vinnumaður. Þar fangar hann stærsta vinning lífs síns, eftirlifandi' eiginkonu sína, Katrínu Ketilsdóttur Greipssonar. Katrín er fædd að Brú en ólst upp að Gýgjarhóli í Biskupstungum; merkiskona af sterkum ættstofni Haukdælinga og Lauga. Albert og Katrín flytja búferlum til Reykjavíkur 1941, þá búin að festa sér íbúð að Shellveg 4, Skerja- firði. Albert hóf störf hjá Bretum í grjóttöku í Reykjavíkurflugvöll en verður skömmu seinna starfsmaður Reykjavíkurborgar, lengst af undir verkstjórn mágs síns, Valdimars Ketilssonar. Má með sanni segja að störf þessa dugnaðar- og dánumanns í hart nær 40 ár hafi lagt hönd á plóginn að breyta bæ í borg! Við hjónin vorum leigjendur Al- berts og Katrínar í 4 ár. Þegar Albert barst til eyrna að okkur vantaði húsnæði, brá hann skjótt við því kona mín var Skerfirðingur og hafði sem barn borið út Alþýðublað- ið, sem hann var áskrifandi að, og greiddi með ábót þótt af litlu væri að taka. Albert var í lífi og starfi ljósberi kærleikans; greindur vel, lesinn og hafði stálminni. Ég þakka honum sem hann gaf mér og minni fjöl- skyldu í gleði og sorg. Góður maður Albert! Kristín mín gleymir aldrei þegar Albert hélt á litla Heiðari sínum á hnénu og söng fyrir hann. Þá vildi Annie, sem var ári yngri, komast á hitt hnéð sem var auðsótt. Ég var oft langtímum saman á sjónum og reyndust þá Albert og Katrín konu minni og barni sem foreldrar væru, hvað sem uppá kom. Farsælt hjónaband Alberts og Katrfnar bar góðan ávöxt: fjögur mannvænleg börn sem alin voru upp af frábærri móður og föður. Þau eru: Guðni bifreiðarstjóri, var giftur Kristínu Sveinbjörnsdóttur en þau slitu samvistum. Hann er búsettur í R.vík. Þórkatla, gift Sigurjóni Hallgríms- syni, búsett í Grindavík. Guðlaug, gift Sveini Oddgeirs- syni, bifvélavirkja, búsett í Kópa- vogi. Heiðar yfirvélstjóri, Skeiðfoss- virkjun, giftur Guðbjörgu Sigurðar-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.