Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 25. október 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggerl Skúlason Steingrímur Gíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Hvalarannsóknir Á síðustu 5-6 árum hafa með vissu millibili verið vaktar upp umræður um að hvalveiðar íslendinga stofni fiskmörkuðum þjóðarinnar í hættu. Þessi hætta er talin felast í því, að í mikilvægum markaðslöndum íslend- inga, ekki síst í Bandaríkjunum, sé fyrir hendi almenn andstaða gegn hvalveiðum, enda veki hvalveiðar andúð fólks á hvalveiðiþjóðum. Þessi andstaða gegn hvalveiðum er einkum sögð byggjast á tvennu: því er annars vegar trúað að hvalir séu í útrýmingarhættu og hins vegar er andstaðan talin reist á rómantískum tilfinningaástæðum, sem tengjast áhrifum barnauppeldis og bókmennta. Er það einkum talið eiga við um Bandaríkjamenn, sem á síðari árum hafa tekið miklu ástfóstri við sjávarspendýr, svo að jaðrar við átrúnað, a.m.k. miðað við það atlæti, sem þessi þjóð hefur sýnt vísundum og fleiri stoltum landdýrum. Hvað þá skoðun varðar að hvalir séu í útrýmingar- hættu, þá er málum stórlega blandað í því efni. Það er m.a. rangt, að hvalategundir, sem íslendingar sækjast eftir, séu ofveiddar. Rannsóknir á hvalagengd við ísland benda ótvírætt til þess að hvölum á íslenskum hafsvæðum sé engin slík hætta búin. f»á er þess að geta sem skiptir aðalmáli, að íslendingar stunda ekki hvalveiðar í almennum skilningi þess orðs. íslendingar veiða hvali nú eingöngu í litlu magni í vísindaskyni með heimild í samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Þessar veiðar eru hluti af rannsóknaráætlun, sem nær yfir árin 1986-1990. Brýnt er að menn leggi sér þessa staðreynd á minni, þvt að íslendingar stöðvuðu hvalveiðar í atvinnuskyni frá og með 1. janúar 1986. Krafan um það að „íslendingar hætti hvalveiðum“ er því krafa um að stöðva hvalarannsóknir í samræmi við áætlun þar að lútandi. Þetta er óaðgengileg krafa, enda hefur ríkisstjórnin ákveðið að breyta ekki þeirri stefnu, sem felst í fjögurra ára rannsóknaráætluninni, sem er jákvæð aðferð til þess að öðlast staðgóða þekkingu á ástandi hvalastofna hér við land, sem ætla má að hafi í raun víðtækara gildi. Það er að vísu rétt, sem fram hefur komið upp á síðkastið, og heyrst hefur í umræðum undanfarin ár, að þessi rökrétta og skynsamlega afstaða íslensku ríkis- stjórnarinnar nái ekki eyrum hinna áhrifamiklu „hvala- vina“ í heiminum og þeirra, sem halda uppi eins konar átrúnaði á friðhelgi hvala umfram önnur veiðidýr. Það er einnig rétt að „hvalavinir" virðast ráða yfir miklu fé og áhrifamiklum útbreiðslutækjum til þess að móta almenningsálitið í hvalamálinu að sínum smekk. Það er auk þess alkunna að þeir skirrast ekki við að beita nauðungaraðgerðum gegn íslendingum og leggja m.a. ofurkapp á að spilla mörkuðum fyrir íslenskan fisk og aðrar útflutningsvörur þjóðarinnar. Hins vegar er það engan veginn í ljós leitt, að áhrif þeirra á markaðsmöguleika íslendinga séu eins mikil og til er stofnað með áróðri og hótunum. Pað hefur ekki sannast að sölutregða á fiskafurðum í Bandaríkjunum stafi af ofbeldishótunum grænfriðunga. Ef taka á mark á slíku, þurfa sterkari sannanir að koma fram. Þar með er ekki sagt, að grænfriðungar séu áhrifalausir í áróðri sínum. Fyrir íslenska ráðamenn er ekki annað að gera en tefla fram rökum og réttum upplýsingum til þess að andæfa öfgum „hvalavina“, ekki endilega til þess að sannfæra þá, heldur til þess að ná eyrum þeirra, sem hlusta á rök og vilja hafa það heldur, er sannara reynist. Hvalamálið er að hluta til áróðursstyrjöld. GARRI lllllllllllll Lesnarskopmyndir í Morgunblaðinu á laugardag tók Staksteinahöfundur taugakipp út af Garrapistli á föstudag, þar sem lýst var áhyggjum út af óhæfi- legri útþenslu blaðs hans. Hann leiðréttir þar tölur um prentuð cintök Morgunblaðsins; þau eru 50.000 á dag en ekki 40.000 eins og Garri hélt og er sjálfsagt að hafa það sem sannara reynist í þessu sem öðru. En síðan segir höfundur pistilsins: „Þá sýnir nidurstaða nýlegrar lesendakönnunar sem Gallup- stofnunin a íslandi gerði fyrir Morgunblaðið, að þessar áhyggjur Garra vegna áhugaleysis á efni Morgunblaðsins eru ástxðulausar, kom það meira að segja aðstand- endum blaðsins þxgilega á óvart hve mikið það er lesið. Tölur um þetta birtust hér í bíaðinu fyrir viku. Nokkrar þeirra skulu endurteknar: 95, 1 % lesa inn- lendar fréttir og H0,6% erlendar. 91% skoða nxr alltaf eða oft myndir Signiund, 81,8% lesa dálk- inn Fólk í fréttum. Sérhlöð Morg- unblaðsins eru cinnig mikið lesin, mest Á dagskrá á föstudögum af 65% lesenda og síðan Leshókin á laugardögum af 61,1% lesenda og þannig koll af kolli.“ Útvarpsdagskráin vinsæl Sannleikurinn er vitaskuld sá, eins og hver maður sér scm lesið hefur tilvitnaðan föstudagspistil Garra, að þcssar tölur gera ekki annað en að staðfesta áhyggjur hans út af litlum lestri Morgun- hlaðsins. Það gefur augaleið að nánast hver cinasti maður. scm ies íslenskt dagblað, litur fyrst á það scm blaðið hefur að segja í innlend- um og erlendum fréttum, enda oftast um útsíðuefni að ræða. Það væri verulega vont mál fyrir Morg- unblaðið ef þessar tvær tölur væru einhverju sem nemur lægri en þær eru þarna. Sérstaka athygli vekur líka að næst í röðinni skuli koma myndir skoptciknarans Sigmunds og þátt- urinn Fólk í fréttum. Skopmynd- irnar eru einmitt efni af þeirri tegund sem fólk lítur á þegar það flettir í gegnuin blaðið í fljótheit- um, og sama máli gegnir um Fólk í fréttum. Þar eru birt stutt viðtöl og smágreinar með myndum af fólki sem kemur við fréttaumfjöll- un dagsins, og er einmitt líka efni af því tagi sem fólk staldrar gjarnan við þegar blaðinu er Ilett. Það er einnig áhugavert að þeir á Morgunblaðinu skuli stæra sig af því að fylgiritið Á dagskrá skuli vera lesið. Það er útvarps- og sjónvarpsdagskrá næstu viku, með stuttum upplýsingum um einstaka þætti, sem margir glugga auðvitað í til að sjá hvað er framundan í Ijósvakamiðlunum. Þá eru það engin stórtíðindi að Lesbókin sé vinsæl; hún á áratugasögu að baki og vitað að margir hafa fyrir sið að safna henni. Það sem ekki er með Það lýsir í rauninni furðulegri einfeldni hjá þeim á Morgunblað- inu ef þeim dettur yfir höfuð í hug að halda því fram að það sé merki um góðan lestur á blaði þcirra ef fólk telur almcnnt að skopmyndir og útvarpsdagskrá séu áhugaverð- asta efni þess. Þær niðurstöður, sem Staksteinahöfundur slær sér mest á brjóst út af, staðfesta ein- mitt það sem æ fleiri hallast að, nefnilega að Morgunblaðinu sé flett, en það sé ekki lengur lesið. Meiri athygli hlýtur hitt að vekja hvaða efni það er sem ekki kemst þarna á blað. Til dæmis eru stjórn- málaskrif blaðsins þar ekki með, hvorki leiðarar, Staksteinar né Reykjavíkurbréf, svo að ekki virð- ist áhugi almennings á þeim skrif- um nú vera mikill. Ekki er heldur að sjá að greinar um ýmis dægur- mál, sem jafnan er mikið af í blaðinu, séu lesnar. Þær komast hér ekki á blað, svo að líklegast má telja að þær kafni bókstaflega talað inni í öllu flóðinu. Það gefur ekki góðar vonir um árangur fyrir þá fjölmörgu sem jafnan þurfa að koma sjónarmiðum sínum í hinum ýmsu málum á framfæri og halda kannski að blað með 50.000 cin- taka útbreiðslu sé vænleg leið til að ná eyrum þjóðarinnar. Og sérstaka athygli vekur líka að allar auglýsingarnar í Morgunblað- inu komast hér ekki á blað. Ekki er annars að vænta en að Gallup- stofnunin á íslandi hafi munað eftir að spyrja eftir áhuganum sem þær kveiki, svo að eftir þessu að dæma virðist hann ekki vera mikill. I framhaldi af þessum upplýsingum Staksteinahöfundar cr það því vissulega íhugunarefni fyrir auglýs- endur þessa lands hvernig sé eigin- lega að fara fyrir Morgunblaðinu. Ekki verður því annað séð en að þessi Staksteinapistill staðfesti í einu og öllu það sem hér var haldið fram á föstudag, nefnilega að Morgunblaðinu sé nú orðið í mesta lagi flett en blaðsíðufjöldi þess sé orðinn slíkur að það sé ekki lengur lesið. Sem tryggur lesandi Morgun- blaðsins hefur Garri áhyggjur af þessu. Garri. VÍTTOG BREITT lllllllllllllllll llllllll Breiðu bökin Þar sem neytendur hafa svikist um að bruðla eins mikið og fjárlög yfirstandandi árs gera ráð fyrir er alveg Ijóst (eins og fjármálaráð- herra segir) að hækka verður skatta til að vega upp á móti ólukkans sparnaðinum. Nokkra milljarða vantar upp á að endar nái saman vegna þess að innflutningur hefur dregist sama, tolltekjur minnkað og söluskatturinn hrapar vegna þess arna. Þar að auki er innheimta á söluskattinum skrambi erfið og er haft eftir tollstjóranum í Reykja- vík, að yfir 400 fyrirtæki skuldi á annan milljarð króna og hafist ekki undan að innsigla þau sem við bætast. Ekki er nema von að tómahljóð sé í kassanum og til einhverra bragða verður að grípa þegar ekki dugir lengur að skattleggja eyðsl- una og eftir að hinir mætustu menn hafa lagt höfuðin í bleyti er niður- staðan sú að vegna breyttra að- stæðna sé kannski réttast að fara að skattleggja eignir og tekjur og þá ekki einvörðungu launatekjur þeirra sem fá útborgað samkvæmt kauptöxtum launþegasamtaka. Hagsmunaféiög eignafóiks Nýi fjármálaráðherrann okkar hefur ráð undir rifi hverju og hefur hann látið að því liggja í hverju stórviðtalinu af öðru, að aukin skattlagning sé ekkert vandamál og viti hann mæta vel hvar á að bera niður til að ná í auknar tekjur landssjóðnum til handa. Fjár- magns- og eignatekjur verða skatt- heimtumönnum auðveld bráð. Varla hafði hann sleppt þessum orðum í hið fyrsta sinn þcgar einn af fjármögnunarjöfrum landsins rauk til og stofnaði félag sparifjár- eiganda. Samtímis voru stofnuð samtök gjaldþrötamanna, en í það félag geta sparifáreigendur vænt- anlega gengið þegar ný skattalög sjá dagsins ljós og Ólafur Ragnar lætur greipar sópa um bankabækur og skuldabréf. Embættistaka fjármálaráðherr- ans var svo mögnuð að hann var varla kominn inn úr dyrum Arn- arhváls þegar eitt af merkustu fjármögnunarfyrirtækjum landsins fór á hvínandi hausinn og skömmu síðar báðu aðaleigendur þess fó- geta að gera sér þann greiða að úrskurða sig gjaldþrota. Það er nefnilega allt betra en að lenda í þeim hremmingum að borga skatta. Þeir sem áttu inni aura hjá fjármögnuanarfyrirtækinu losna vonandi einnig við að borga skatta af hinum góðu vaxtakjörum sem þar var boðið upp á. En illt væri í efni ef öll hin fjármögnunarfyrirtækin færu yfir um vegna skatta á fjármögnunar- gróða, en þau tóra sennilega fram að þeim tíma að skattur verður lagður á en verða ekki gjaldþrota af umtalinu einu saman. Tekjur og skatttekjur Fjölmiðlar halda áfram að barna væntanlegar tillögur um tekjuöflun ríkissjóðs vegna of mikils sparnað- ar. Meðal þess sem þar kemur fram er, að til standi að hækka ellilífeyrisaldur upp í 70 ár, sem kvað vera rugl og að ellilífeyrir verði tekin af hátekjumönnum, það er þeim sem hafa fyrir svo og svo mörg þúsund krónur á mánuði í laun og, eða tekjur af fjármagni eða eignum. Auðvitað er allsendis óþarfi að taka ellilífeyrinn af fólki sem þann- ig er ástatt fyrir. Galdurinn er ekki annar en sá að skattleggja tekjurn- ar hvernig sem þær eru til komnar og á hvaða aldri sem fólk er. Þá má allt eins borga hátekjufólkinu elli- lífeyri og taka hann af því aftur með sköttum. Enginn hefur enn dirfst að taka sér orðið stóreignaskattur í munn, því þá mundi allt eignafólk í land- inu ærast, eins á árum áður þegar gera átti tilraunir til að skattleggja þá sem eitthvað eiga og þéna. Enn er einn skattur ónefndur, sem er álíka illa þekktur á íslandi og í ættarveldum rómensku Amer- íku. Það er erfðaskattur. Stóreignir, fyrirtæki, hlutabréf, landflæmi og hlunnindi og verð- mæti alls konar ganga til lögerfinga án þess að greiddur sé nema óveru- legur skattur af. I allri jafnréttisþvælunni og margs kyns mismunun sem á að vera á milli þegja þessa lands er aldrei minnst á mesta aðstöðumun- inn, sem er erfðaféð. Sumir erfa ekkert, aðrir lítið og enn aðrir einhver lifandis ósköp án þess að þeim sé nokkru sinni talið það til tekna. Ríkisvald sem er með nefið niðri í hverju einasta launaumslagi þeirra sem selja vinnu sína, kemur ekkert við hvaða tekjur fólk hefur af fjármagni sínu eða eignum og erfðaauður gengur á milli ættliða af guðs náð eins og völd einvalda hér áður fyrr. Líklega skynsamlegast fyrir fjármálaráðherra að vera ekkert að vasast í að leita að nýjum skattþegnum, en halda uppteknum hætti ótal fyrirrennara sinna, að leggja byrgðanar á bak þeirra sem auðveldast er að féfletta, launa- fólkið. Það fæst nefnilega aldrei svar við því hverjir eiga ísland og lepja rjómann ofan af því sem landið hefur að bjóða. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.