Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 25.10.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 25. október 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Ingvar Níelsson: Um þorsk og hval Réttur áratugur er nú liðinn síðan við íslendingar álitum okkur hafa unnið lokasigur í þorskastríðunum svokölluðu en þau höfðu þá staðið í aldarfjórðung. Tíu ár eru ekki langur tími á dagatali þúsund ára gamallar þjóöar. En rás viðburðanna er hröð og virðast deilurnar við Breta nú litlu máli skipta. Viðureignir við erlend herskip í íslenskri landhelgi, sem var þjóðinni heilög fyrir skemmstu, hafa horfið inn í einhverskonar ótímasetta móðu liðinnar tíðar - ekki óáþekkt því sem kafbátar Hitlers og yfirráð Dana gerðu á sínum tíma. En var sigurinn iokasigur? Ógnanir sameina og styrjaldir tölvur, örbylgjuofna, gervihnatta- hvetja til dáða. Sigrar örva til athafna en í kjölfar þeirra fylgir velmegun. Með „sjóvinningum" þorskastríðanna ruku tekjur okkar íslendinga upp á meðal hinna efstu á heimsvísu. Fyrir þessi auknu fjárráð höfum við byggt okkur hús og vegi, raforkuver, hitaveitur og golfvelli. Við höfum keypt okkur loftnet, bíla og farsíma. Við ferð- umst að vild til sólarlanda. Okkur líður vel. En viðleitni mannkynsins til að mynda hentug þjóðfélagsform fer jafnan á einn veg. Menning kvikn- ar þar sem aðstæður eru réttar. Hún þróast með eðlilegum hætti þar til hún nær hápunkti sínum. en eyðileggst síðan innan frá og hverf- ur - oft með litlum fyrirvara og hratt. Arangur menningarríkja er mjög mismunandi og fer eftir bæði ytri aðstæðum og ötulleik þegn- anna. Það eru því ekki utanaðkomandi öfl, sem verða þjóðfélögum að fjörtjóni, heldur vellystingar og værukærð - spilling - þegnanna. í brennidepli má sjá breska heims- veldið sent gott dæmi upp á slíka hrörnun, en í baksviðinu eru ýmis suður-evrópsk menningarríki mið- aldanna, Mið-Austurlönd fyrir og um daga Krists og svo austurlensk keisaraveldi fimm þúsund ár aftur í tímann. a 8oo 19 Z ö z u J w soo a a Q Ú Fiskaflinn upp úr sjó, 1905-87 í þúsundum tonna (síld og loðna undanskildar) SICVRINGi ÞORSKUR nLLRR QDRQH TEGUNDIQ 100 -j 4 12 MÍLNQ LH |-rl 200 MfLNQ LH FJÖGQQ MfLNQ LQNDHELGIN -1 SO MfLNQ LH-: Ingvar Níelsson Á aðeins einum áratug hefir fölsk öryggiskennd eftir sigrana í þorskastríðunum og afleidd eyðsluvíman, sem enn er í algleym- ingi, sljóvgað dómgreind okkar íslendinga að því marki að þau veikgeðja á meðal okkar eru nú reiðubúin að láta sjúk ytri öfl segja okkur fyrir verkum í okkar eigin landhelgi. Miðstýrðir hópar auönuleys- ingja, löngu komnir úr tengslum Áaöeinseinumára- tug hefir fölsk öryggis- kennd eftir sigrana í þorskastríðunum og afleidd eyðsluvíman, sem enn er í algleym- ingi, sljóvgað dóm- greind okkar íslend- inga að því marki að þau veikgeðja á meðal okkareru nú reiðubúin að láta sjúk ytri öfl segja okkur fyrir verk- um í okkar eigin land- helgi. við það lífsgæðamat, sem er mann- skepnunni eðlilegt koma nú í veg fyrir að við getum stýrt auðlindum okkar og nýtt þær rétt að okkar eigin dómi. Til fjármögnunar á eigin veiklunum höfðar þetta botnfal! vestrænnar siðmenningar til sektarkenndar rangsnúinna meðborgara sinna, sem öðlast hafa veraldlegan auð og finna ekki skynsamlega innri réttlætingu fyrir óvæntri velgengni sinni. Hið hættulega í þessari þróun er, að sjálfsögðu, að hún sundrar okkar. Sérhver okkar getur nú tjáð sig til fjöldans. Yfirbugandi tækni fjölmiðla og óslökkvandi fjöl- miðlagleði okkar sjálfra er vatn á myllu þeirra, sem gera upplausn og óánægju að verslunarvöru sinni. Stundum ráða hagsmunir augna- bliksins boðskapnum en oftar þó er allsenginn boðskapur - einungis ómótstæðilegþörf fyrir að sjá okkur sjálf á sjónvarpsskjá. Sú var tíðin að við íslendingar virtum - já, allt að því tilbáðum - áhafnir Landhelgisgæslunnar og stóðum af heilum hug að baki þeirra nteðan þær hættu lífi sínu og limunt í sjóvinningum gegn er- lendu hervaldi. Og með réttu. En þegar þetta var áttum við minni hús og færri bíla, færri veiðistangir, enga farsíma og engin gervihnatta- loftnet. Þá stóðum við saman, eins og skepnur af eðlishvöt, unt tengsl okkar við það sem er og verður unt alla framtíð undirstaða nútímalegs þjóðfélags á lslandi -þorskinn (sjá Iínurit). Áhafnirnar, sem í dag verja auðlindir okkar í hafinu gegn rupli og yfirgangi, klæðast ekki lengur sjóklæðum. Átökin eru nú á öðrum vettvangi. Þessar áhafnir hvika þó hvergi frá sannfæringu sinni. Þær vita vel að sigurinn 1978 var sigur í orrustu - ekki sigur í styrjöld - og að í þessari styrjöld verður aldrei unninn endanlegur sigur. Þær vita líka að hvalamálið er einfaldlega áfranthald af deilum okkar við útlendinga um landhelgina og að ef við ætlum að halda áfrant að lifa í þessu landi verðum við að verja yfirráð okkar yfir auðæfunt þess. Því er okkur nauðugur einn kostur, nefnilega, að fara með sigur af hólmi í hvalamálinu. Gerum okkur því Ijóst í eitt skipti fyrir öll að, hvort sem ógnun- in stafar frá herskipaflota heims- veldis eða öfugsnúnum ónytjung- um velmegunarríkja, verðum við að vera á eitt sátt um mótaðgerð- irnar. Við megum ekki láta sundr- ast vegna geðshræringa og einstakl- ingsbundinna hagsmuna líðandi stundar og enn síður megum við gefast upp. í þorskastyrjöldunum var líka um mikla hagsmuni ein- staklinga að ræða. En við stóðum saman - og unnum. En hversvegna hefir samstaða okkar riðlast svo sem raun ber vitni um? Hvernig má það vera að við höfum í dag eina skoðun á málinu fyrir hvert okkar, sent kveður sér hljóðs? Og við tölum öll - öll í einu. Þegjum nú örlitla stund og hlustum - á þá meðal okkar, sem þekkja og skilja þessi mál til hlítar. Stöndum á bak við reynda menn í hvalamálinu af sömu staðfestu og við stóðuni á bak við áhafnir varð- skipanna í landhelgisdeilunum fram að áfangasigrinum 1978. Framtíð okkar sem þjóðar getur verið í veði. llllllllilllllll! BÆKUR 1 llllllllllllllilillllllllllllliililllll lllliiillllllllllllliil llllllliillllllllllliillllllillilliilllllillllil !!i!!lllllllllii!llllllllll!!!lllllllllli!l!l!llllllllli!lllllll liilllil! Hressileg byrjun Ágúst Borgþór Sverrisson: Síðasti bíllinn, smásögur, ábs-bækur 1988. Það leggur að mörgu leyti hressi- legan gust af þessari bók sem barst inn á borð mitt fyrir nokkru. Efni hennar eru níu smásögur, og er þetta frumraun höfundar, 26 ára gamals Reykvíkings, í sagnagerð. Áður hefur hann sent frá sér eina ljóðabók. Þó fer ekki á milli mála að hann hefur valið nokkuð hefðbundin raunsæisviðhorf fyrir þessar sögur sinar, jafnt að því er varðar efnisval og frásagnarhátt. Hann fjallarþarna um fólk sem á einn eða annan hátt á í erfiðleikum oger jafnvel utangarðs í þjóðfélaginu. Þarna er til dæmis fjallað um geðsjúklinga, vanrækt börn og hjónabönd í upplausn. Og frá þessu fólki segir hann af nötur- legu raunsæi, og jafnvel með votti af kaldhæðni í bland. Aðferðin er vel þekkt allt frá dögum Gests Pálssonar og Einars Kvaran; munurinn er sá að hér eru nútímalegar sögur á ferðinni með myndbandstæki og önnur samtímaverkfæri innanborðs. En hitt dylst engum, sem les, að hér er samt sem áður að mörgu leyti vel að verki staðið. Ekki þarf að efast um að hér skrifar höfundur sem býr yfir ósvikinni sögugleði og tjáningarþörf. Og hann býr einnig yfir þeim kjarki sem þarf til þess að þora að ráðast á vandmeðfarin yrkis- efni og þann vanda sem fylgir því að fást við að leysa úr þeim í söguformi. Aftur á móti er að því að gæta að smásöguformið er viðkvæmt og vandmeðfarið. Eðli sínu samkvæmt er smásagan í ætt við mynd; henni er ætlað að lýsa stuttum atburðum, en ekki endilega að segja sem mesta sögu. Við slík viðfangsefni reynir á að höfundar hafi fullt vald á þeirri tækni sem þarf til að bregða upp snöggum svipmyndum, gefa jafnvel eitt og annað í skyn og flétta loks saman alla einstaka þræði sína í óvænt sögulok. í þessu atriði virðist mér að höf- undi hafi hér tekist nokkuð misjafn- lega til. Einkum er þetta áberandi í tveimur sögum, Fréttin og Gildran. Þrátt fyrir að mörgu leyti góða uppbyggingu kemur ekki nógu vel fram í lok þessara tveggja sagna hvað höfundur er að segja okkur og með hverju hann vill koma okkur á óvart. Aðrar sögur eru svo aftur á móti betur gerðar í þessu tilliti. Ég nefni söguna Þröstur frændi, þar sem vel er lýst viðbrögðum drengs við óljós- um fréttum sem til hans berast um að frændi hans hafi bilast á geðsmun- um. Sagan Eftir lendinguna lýsir einnig nærfærnislega heimkomu pilts í þorpið sitt eftir að hann hefur verið fjarverandi á geðsjúkrahúsi. í sög- unni Lokadagur er einnig glögg lýsing á því sem blasir við sex ára gömlum dreng þegar faðir hans flyt- Ágúst Borgþór Sverrisson. ur að heiman. Líka má vera að hér hefði getað orðið til bóta á sögunum að flétta meir inn í þær félagslega ádeilu. Að vísu er það fullgilt viðfangsefni í skáldskap að fást við að lýsa persón- um og atburðum, en í raunsæisverk- um fer þó oft vel á því að setja einnig fram ádeilur og benda á leiðir til að bæta það sem bæta þarf. En það er frísklegur blær yfir þessum sögum, og gildir það jafnt þó að þar séu áberandi ýmis algeng byrjendaeinkenni, svo sem einhæfni í vali á söguefnum og frásagnarað- ferð. Þær lofa vissulega góðu um framhaldið, þó að höfundur þeirra eigi enn ýmislegt eftir ólært í skáld- listinni. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.