Tíminn - 09.11.1988, Side 15

Tíminn - 09.11.1988, Side 15
Miövikudagur 9' nóvember'1988 Tíminn 15 Magnús Loftsson Fæddur 15. júlí 1908 Dáinn 31. október 1988 Hann Magnús tengdafaðir minn og vinur er látinn. Stutt er á milli lífs og dauða, aðeins eitt andartak. Ekki datt mér í hug, þegar ég talaði við hann í síma um kvöldmatarleytið þann 31. október að það yrði síðasta samtalið okkar, en þremur tímum síðar var hann látinn, svo snöggt og öllum óviðbúið, þrátt fyrir að hann hafði náð því að verða áttræður nú í sumar. Magnús var ailtaf svo kátur og léttur í lund og jákvæður fyrir öllu sem í kringum hann var, þannig að maður tók tæpast eftir því að hann var vissulega farinn að eldast. Magnús Loftsson hét hann fullu nafni og var fæddur í Haukholtum í Hrunamannahreppi þann 15. júlí 1908. Hann var yngstur fimm syst- kina. Magnús var sonur hjónanna Kristínar Magnúsdóttur og Lofts Þorsteinssonar. Hann hóf snemma bifreiðaakstur og gerði þá atvinnu að ævistarfi sínu. Árið 1939 kvæntist hann Jónínu S. Ásbjörnsdóttur frá Sólheimum í Sandgerði, en Jónína átti þá litla dóttur, Guðrúnu, sem ólst upp hjá þeim en hún var gift Snorra Jónssyni sem lést árið 1979. Magnús og Jóna eignuðust sex börn, en þau eru Kristinn sem kvæntur er Hjördísi Árnadóttur, Guðmar sem kvæntur er Rögnu Bjarnadóttur, Sigurbjörg sem gift er Vilhjálmi Einarssyni, Ragnar kvæntur Guð- björgu Guðmundsdóttur, Loftur kvæntur Erlu Sigurðardóttur og yngstur er Ástráður sem kvæntur er Jónínu Hallgrímsdóttur. Barna- börnin eru nú orðin 29 og barna- barnabörnin alls 14. Magnús var hamingjusamur mað- ur og honum þótti mjög vænt um Jónu sína og börnin og gerði allt sem hann gat til að þeim gæti Iiðið sem best. Síðari árin sín átti Jóna við mikla vanheilsu að stríða, og kom þá best í ljós hvað hann unni henni mikið. Þá var til þess tekið hvað hann var vakandi yfir því að henni liði sem best. Jóna lést þann 7. október 1983. Ég minnist ætíð þeirrar stundar þegar ég kom ung stúlka fyrst í Holtagerðið og hitti Magnús fyrsta sinni, en þá var Jóna á sjúkrahúsi. Ég gleymi seint hlýja brosinu og þétta handtakinu þegar hann bauð mig velkomna og bað ntig að ganga í bæinn. Alltaf síðan fann ég sömu hlýjuna þegar ég hitti hann. Oft sat hann í eldhúskróknum hjá mér og þá ræddum við um göntlu dagana og rifjaði hann þá gjarnan upp, þegar hann var ungur maður. Það var sérlega gaman að heyra hann segja frá og maður skynjaði það að margt hafði hann reynt um dagana þó aldrei heyrðist hann kvarta. Gleði barnabarnanna var alltaf mikil þegar afi kom í heimsókn, hann gaf'þeim svo mikið af sjálfum sér og átti svo auðvelt með að breyta leiða í kæti ef eitthvað stóð illa á. Magnús var einstaklega hjálpsamur öllum þeim sem hann hafði sam- skipti við. Hans lífsfylling var ein- faldlega í því fólgin að sinna öðrum á undan sjálfum sér. Hann var svo sannarlega sáttur við allt og alla og gladdist mjög yfir velgengni barna sinna og barnabarna og talaði oft um það. Eftir að Jóna lést flutti hann úr Holtagerðinu, þar sem þau höfðu búið frá árinu 1957, og keypti sér íbúð í Hamraborg 32. Þar líkaði honum vel að vera. Hann blandaði geði við fólk og sóttist eftir félags- skap þess, kynntist nýjum vinum og ég veit að hann var hrókur alls fagnaðar í kunningjahópnum eins og hvar sem hann fór. Magnús sóttist ekki eftir verald- legum gæðum, en útdeildi þess í stað andlegum auði og var sannur vinur vina sinna. Oft var lífsbaráttan sjálf- sagt hörð og vinnutíminn langur, en ekki taldi hann það eftir sér, þar sem um heill og hamingju fjölskyldunnar var að ræða og marga munna að fæða. Einn var sá eðlisþáttur sem var mjög ríkur hjá Magnúsi, en það var að verða aldrei neinum til óþæg- inda og að enginn þyrfti að breyta útaf áður ætluðum áformum sínum hans vegna. Ef til vill lýsir það honum best að þessu leyti, að þegar hann var borinn á sjúkrabörum, helsjúkur út af heimili sínu, hinsta sinni bað hann um að veskið sitt yrði með til að greiða aksturinn með sjúkrabílnum, þannig var Magnús. Hann var alltaf að reyna að gæta þess að aðrir yrðu ekki fyrir óþæg- indum hans vegna. Það er mikil gæfa hverjum manni að fá að kynnast svo hlýjum og góðum manni sem Magnús var. Við sem þess fengum að njóta eigum svo margar og góðar minningar sem munu ylja okkui um ókomin ár. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði og virðingu og bið góðan Guð að varðveita hann og blessa. Hann átti virðingu okkar allra sem kynntust honum. Björt minning um góðan mann mun eiga eftir að lýsa okkur og ylja um ókomin ár. Þökk fyrir allt og allt. Guðbjörg. Ragnhildur Steinunn Maríusdóttir Fædd 27. nóvember 1960 Dáin 2. nóvember 1988 Guð þig geymi Ragga mín og veiti þér blessun sína ljós varstu mér í lífinu og veittir mér góðvild þína. Með þessum fáu línum vil ég þakka kærri vinkonu fyrir samfylgd- ina. Um 1970 lágu leiðir okkar saman, þá 10 ára gamlar. Það voru góð ár sem fóru í hönd, rnikið hlegið og ærslast og þakka ég Guði fyrir þessi ár. Ragga var full af lífi, blíðu og húmor fram á síðasta dag. Og þakklátari manneskju er ei auðvelt að finna. Pú gafst mér gleði þú gafst mér hlýju og vináttu þú veittir mér sem ég veit égget aldrei launað þér. Fyrir um það bil tveimur árum veiktist hún af þeim sjúkdómi sem dró hana til dauða. Baráttan var hörð, þó hún léti aldrei finna það á sér og barðist eins og hetja. Var svo ung og hafði svo margt að lifa fyrir, maka, sjö ára dóttur og aðra ástvini. En sagt er að þeir deyi ungir sem Guðirnir elska. Ég þakka þér fyrir allt elsku vinkona. Og góðar vættir fylgi þér á nýrri göngu þinni og styrki þína ástvini með hlýrri hendi sinni. Elsku Nonni, Steinunn litla, Steina, Marías og aðrir ástvinir. Megi góður Guð styrkja ykkur og sætta við þennan mikla missi. Ég geymi minninguna um Ragn- hildi í hjarta mínu. Blessuð sé minning þín. Anna Björg Þormóðsdóttir. LÁ TTU 1 íniaiin EKKl I LJÚCjA I RÁ ÞÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300 Keflvíkingar Aðalfundur FUF I Keflavík verður haldinn miðvikudaginn 9. nóv., kl. 21, í Framsóknarhúsinu við Austurgötu. Dagskrá: 1. Kosningar á Kjördæmisþing. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórnin Framsóknarvist Framsóknarvist verður spiluð n.k. sunnudag að Hótel Lind kl. 14.00. Veitt verða þrenn verðlaun kvenna og karla. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi flytur stutt ávarp. Framsóknarfélag Reykjavíkur Sigrún Magnúsdóttir 0LL VINNSLA PRENTVERKEFNA Við í Prentsmiðjunni Eddu tökum að okkur hönnun og vinnslu á stórum og smáum prentverkefnum. i PRENTSMIDJAN i Cl Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000. LEKUR : ER HEDDIÐ BLOKKIN? : SPRUNCIÐ? Viðgerðir á öllum heddum og blokkum. Plönum hedd og blokkir — rennum ventla. Eigum oft skiptihedd í ýmsar gerðir bifreiöa. Viðhald og viðgerðir á iðnaðarvélum — járnsmíði. Vélsmiöja Hauks B. GuÖjónssonar Súöarvogi 34, Kænuvogsmegin — Sími 84110 t Við þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar Ólafar Grímeu Þorláksdóttur Stóragerði 23, Reykjavík Sérstakar þakkir iærum við læknum og öðru starfsliði Landspítalans. Sigursveinn D. Kristinsson og fjölskylda t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa Sigfúsar Jónssonar f.v. verkstjóra skipaafgreiðslu K.E.A. Skólastig 9, Akureyri Þórunn Ólafsdóttir RagnheiðurSigfúsdóttir Þorgeir Jóhannesson Jón Ólafur Sigfússon Alda Skarphéðinsdóttir Kristján Þór Sigfússon Ágústa Magnúsdóttir Haukur Sigfússon barnabörn og barnabarnabörn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.