Tíminn - 29.11.1988, Side 2

Tíminn - 29.11.1988, Side 2
2 Tíminri' Þríðjuól9ggr 29. nóvember 1988 Þakiö hrökk upp úr grópum sínum og lagöi af staö undan hallanum en stöðvaöist áður en verra hlaust af. Tímamynd, Pjctur. Það er ekki víst að Kaffi strætó uppfylli ströngustu kröfur heilbrigðiseftirlits- ins. Hér er efri hæðin komin niður af neðri hæðinni og hallar sér upp að Café Operu. Tímamynd, Pjetur. Gamla húsið við Lækjargötu 4 vildi ekki yfirgefa gömlu götuna sína: Renndi sér útaf við Café Óperu „Húsið var sett á Ijaðravagn, gatan hallar þarna sem óhappið gerðist og efri hæð hússins var allþung, þyngri en sú ncðri. Ég býst við að þessir þættir liafi í sameiningu orsakað óhappið sem varð með þeint hætti að neðri hæðin lyppaðist hrein- lega niður og út af vagninum. Burðarbitarnir eru ekki negldir heldur grópaðir saman í svokölluð- um lásum eins og tíðkaðist þegar þetta hús var byggt árið 1852 og þeirra vegna brotnaði ckkert," sagði Ragnheiður Þórarinsdóttir borgar- minjavörður. Ragnheiður sagði að húsið væri hið vandaðasta að allri gerð og hefði reynst í furðu góðu lagi mcð þeirri undantckningu þó að fótstykkið heföi veriö orðið fúið enda gatan verið hækkuð verulega frá því húsið var byggt. Hún sagði að þetta óhapp kæmi til með að tefja e'ndurreisn hússins uppi í Árbæjarsafni þar sem áætlað hefði verið að koma því fyrir á grunni. Nú þyrfti að reisa húsið á ný. Ragnheiður sagði að húsið hefði skemmst lítið við sjálft fallið af vagninum. Þakið sem sat í grópum á veggjum hefði hrokkið upp og færst til. Hins vegar hefðu orðið talsverðar skemmdir þegar það var aftur híft á vagninn en þær séu enn ekki full- kannaðar enda stæði húsið enn á vagninum uppi í Árbæjarsafni. -sá Haustfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins haldinn um helgina: Sameining fyrirtækja Að sögn Ólafs Ragnars Gríms- sonar formanns Alþýðubandalags- ins var haustfundur miðstjórnar Alþýðubandalagsins sá friðsamasti í mörg ár og jafnframt sá gagnleg- asti. Það kom í Ijós á blaðamanna- fundi sem haldinn var í gær, þar sem málefni miðstjórnarfundarins voru reifuð, að Alþýðubandalagið telur til greina koma að auka hagkvæmni í rekstri fyrirtækja hér á landi með sameiningu þeirra í einhverjum mæli. Þar er átt við svipaðan þrýsting af hálfu ríkis- valdsins og átti sér stað þegar Flugfélag íslands og Loftleiðir sameinuðust í Flugleiðir á sínum tíma. Hinsvegar kom það fram í máli Ólafs að vonir stæðu til að stjórnendur fyrirtækja áttuðu sig á slíkri hagkvæmni án þess að stjórn- völd þyrftu að skipta sér þar af, eins og reyndar þegar væri farið að gerast. Margir málaflokkar voru reifaðir á fundinum og má þar nefna efna- hagsntálin þar sem lækkun vaxta bar einna hæst á góma. Ólafur sagði einhug vera um það innan ríkisstjórnarinnar að lækkun vaxta væri rétta leiðin í átt að betri efnahag þjóðarinnar. Hann benti á að nú væri verðbólga um 0 stig og verðstöövun síðastliðinna mánaða hefði gert það að verkum að síðasta gengisfelling mældist ekki í verð- laginu. Auk efnahagsmálanna var það helst markvert að fundurinn álykt- aði um sérstakt umhverfismála- ráðuneyti sem Alþýðubandalags- menn telja nauðsynlegt að koma á sem fyrst. Ástæðan sé ekki síst sú uggvænlega staðreynd að nú séu aðeins um 20% eftir af þeim gróðri, sem hcr var þegar land byggðist, og sagði fjárntálaráðherra það hrikalegustu tölur sem hann hefði séð í langan tíma. Þá var sérstaklcga rætt um breyttar áherslur í heilbrigðismál- um og bent á leiðir til aukinnar hagræðingar í þeim málaflokki. -áma Náiö samstarf við Græningja getur gefið vel í aðra hönd: Græningjar hleyptu upp ferskfiskverði Ferskfísksalar og Grænfriðungar eiga góða samleið ef marka má nýjustu sölutölur íslenskra skipa í Bremenhaven og Cuxhavcn. Áróður Grænfriðunga í öllum hclstu borgunt V-Þýskalands, gegn íslandi, hefur haft þau óvæntu áhrif að verð á ferskum físki hefur rokið upp. Rauk það upp daginn áður en yfírlýst áróðursaldan skall á þýskum neyt- endum og hefur verðið ekki lækkað síðan. Þetta kemur fram í frétt á baksíðu nýjustu Fiskifrétta. Til glöggvunar má geta þess að meðalverð á karfa var 60 krónur fyrir kílóið, áður en áróðurinn hófst um síðustu helgi, en rauk upp í tæplega 76 krónur þegar Grænfriðungar fóru á stjá. Gaf andáróðurinn það vel af sér að Viðey RE setti nýtt sölumet í ís- lenskum krónum talið. Fyrir 272 tonna afla fékk hún andvirði 19,8 milljóna króna. Þrátt fyrir þennan árangur er ekki talin þörf á því að taka upp aukið samstarf við Grænfriðunga í Bret- landi þar sem verð er viðunandi þar eins og er. Þar hafa sölur þó flestar verið smáar. Mjög gott verð hefur fengist fyrir ýsu úr gámum í Bret- landi og rennir það stoðum undir þá kenningu að ekki sé brýn þörf á áróðri Grænfriðunga þar um slóðir. Þar hefur meðalverð ýsu í síðustu viku verið rúmar hundrað krónur fyrir kílóið. Síðastliðinn mánudag voru seld 178 tonn af gámafiski og fengust 15,4 milljónir króna fyrir. Þorskurinn fór á 77,95 kr/kg, ýsan á 99,17 kr/kg og kolinn á 85,08 kr/kg. Seljendur ferskfisks verða hér eft- ir að reyna að meta það hverju sinni hvort þörf sé á áróðri Grænfriðunga til að ná fiskverði upp. Hér sannast það sem stundum hefur verið sagt í umræðunni um hvalavernd og fisk- sölur að nauðsynlegt geti verið að hafa nánara samstarf við Grænfrið- unga en verið hefur. Það er þó ljóst að meirihluti landsmanna hefurfram að þessu misskilið hversu miklu slíkt samstarf getur áorkað. KB Peningaskápurinn úr Geysi fundinn Peningaskápurinn sem þjófar höfðu á brott með sér eftir innbrot í bílaleiguna Geysi við Suður- landsbraut, 11. þessa mánaðar, fannst við Leirvogsvatn um helg- ina. Búið var að sprengja skápinn upp, en eftir fyrstu athugun var talið að ekkert hefði horfið úr skápnum. Á laugardag var tilkynnt um innbrot í birgðageymslu Reykja- vfkurborgar í Örfirisey, þar var engu stolið en fjórar hurðir voru skemmdar. Tvivegis var brotist inn hjá Snarfara í Elliðavogi. í fyrra inn- brotinu var stoiið tveim talstöðvum og lórantæki. í síðara innbrotinu var stolið talstöð, myndbandstæki, sjónvarpi og geislaspilara. Þá var brotin rúða í skartgripa- verslun á Laugavegi 11 uni helgina og þaðan stolið háismeni að verð- mæti unt 30 þúsund krónur og armbandi sem kostar um 50 þúsund krónur, hvoru tveggja úr gulli. Fariö var inn í íbúð við Suöur- hóla og þaðan stolið tveim mynd- bandstækjum. Rannsóknarlögreglan vinnur að lausn þessara mála. -ABÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.