Tíminn - 29.11.1988, Side 4

Tíminn - 29.11.1988, Side 4
4 Tíminn Þriðjudagur 29. nóvember 1988 Verðkönnun á ýmsum viðgerðum og stillingum hjá bifreiöaumboðum. - Öll verð án efnis Motor stilling 10000 km skoöun 20000 km skoóun Hjolastilling bæði framhjol Skipt um hoggdeyfa 2 stk. að framan Skipt um bremsukl. 2 stk. að framan Skipt um kuplingsdisk BIFREIÐAR OG LANDBÚN.VÉLAR81 Lada 1500 4206 1» 1) 3013 3138 3138 7669 BÍLABORG Mazda 323 4970 6035 7100 3550 7100 2840 11360 BÍLVANGUR C Monza 5550 11700 11700 3750 6696 3348 5550 Opel Cadett 5550 11700 11700 3750 6696 3348 5550 BRIMBORG (Ventill) Volvo 240 4600 6773 7525 3838 4694 2205 9783 Daihatsu Charade 3800 4515 5268 2750 4515 1415 6773 GLÓBUS CitroenAX 14TRS 3500 6500 7300 2) 3) 1450 7500 Saab 900 3950 4731 8035 2) 2212 2212 4500 HEKLA M. Lancer1500 3808 3808 6219 3102 4512 2820 11500 VWGoll 3808 5924 5924 3808 5640 2255 9735 HONDA UMBOÐIÐ (Bifrv Reykjav.) H.Civic DX1300 3247 29474’ 51385' 2) 5895 2230 10500 INGVAR HELGASON (Toppur) Subaru 1800 4089 4915 4915 3125 3616 2613 8511 Nissan Sunny 4089 4915 4915 3125 3616 1742 11688 JÖFUR Skoda120 4083 6802 6802 2856 1764 1764 10400 Peugeot 205 GR 5677 6331 6331 1428 7500 1764 14000 KRISTINN GUÐNASON BMW316 1800 3820 5530" 55307' 2) 5130 1510 6840 Renaull 11 3065 5330 5330 2) 5130 1510 10570 SVEINN EGILSSON Suzuki Swift 4670 7499 7499 2405 7075 2547 7570 Ford Escort 4670 7499 7499 2405 3396 2264 7570 TOVOTA UMBOÐIÐ Toyota Corolla 5219 6315 6315 4779 3680 1472 7000 Hæsta verö 5677 11700 11700 4779 7500 3348 14000 Lægsla verö 3065 3808 4915 1428 1764 1415 4500 Mismunur á hæsfa og lægsta veröi 85,2% 207,2% 138.0% 234,7% 325,2% 136,6% 211,1% Athugasemdir: 3) Engir hoggdeyfar í viökomandi bil 6) 15000 km skoðun 1) Mjög sjaldan framkvæmd á viðkomandi verkstæöi 4) 7000 km skoöun 7) 30000 km skoðun 2) Viðgeröin ekki framkvæmd á viðkomandi verkstæöi 5) 22000 km skoðun 8) Nafn þjönustuverkstæöis er i sviga ef þaö er ekki rekið af umboöinu sjálfu Verðkönnun Verðlags- stofnunar á bifreiðaviðgerð- um og stillingum hjá bifreiðaumboðum: 1 byrjun nóvember gerði Verð- lagsstofnun verðkönnun hjá tólf bif- reiðaumboðum. Niðurstöður urðu þær að mikill munur er á verði á bifreiðaviðgerðum og stillingum eft- ir umboðum. Athugað var verð á þjónustu sem flestir bifreiðaeigend- ur þurfa á að halda. Minnstur var munurinn á mótorstillingu, eða 85,2% en mestur munur var er skipt var um höggdeyfa, eða 325%. Viðgerðir og stillingar eru mis- flóknar eftir bifreiðategundum, Markmið könnunarinnar var m.a. það að beina athygli bifreiðaeigenda eða kaupenda bifreiða að því að mishátt kaupverð á bifreiðum segir ekki allt um kostnað vegna þeirra. Dæmi um mikinn mun á verði eftir tegundum er að svokölluð 10.000 km skoðun á Mitsubishi Lancer kostar kr. 3.808 á verkstæði hjá viðkomandi umboði en sambæri- leg skoðun á Chevrolet Monza og Opel Kadett kostar kr. 11.700 hjá verkstæðinu sem hana annast. Er það 207% hærra verð. Mikill verðmunur er á öðrum viðgerðum og stillingum og kostar t.d. kr. 4.500-14.000 að skipta um kúplingsdisk, kr. 1.428-4.779 að stilla bæði framhjól og kr. 1.415- 3.348 að skipta um tvo bremsu- klossa. í öllum tilvikum eru uppgefin verð fyrir utan varahluti. ssh Nýkomið er á inarkað jólakort gert eftir málverki Jónasar heitins Guðmundssonar. Sem fyrr er myndefnið tengt lífi sjómannsins, heitir fyrirmyndin „Að veiðum“. Kortið kemur út í tveimur stærðum. Útgefandi kortanna er Jónína H. Jónsdóttir, en hún hefur einnig gefíð út cftirprentun af annarri mynd Jónasar, „Bátar“. Upplýsingar og sölu annast Jónína H. Jónsdóttir Sólvallagötu 9, R. Sími: 14897. Rekstur innanlandsflugs Flugleiöa í járnum: Tapið stefnir í 130 milljónir á árinu Rekstur innanlandsflugs Flugleiða hefur gengið illa á þessu ári. í september s.l. var hallinn orðinn 16 milljónir en reiknað cr með að hann verði 130 milljónir á þessu ári þegar upp verður staðið. Þessi halli samsvarar því að vera þriöjungur af hallanum á Norður- Atlantshafsfluginu í fyrra, sem var um 400 milljónir. Til vitnis um slæma stöðu innan- landsflugsins eru bæði rekstrartölur og þróun farþegafjölda í innan- landsflugi. Skýringa á hallarekstrinum er fyrst og fremst að leita í lægri rekstrartekjum. Samdrátturinn hef- ur komið fram bæði í farþega- og fraktflutningum. Sem dæmi má nefna að í septembermánuði voru farþegar 12% færri en gert hafði verið ráð fyrir, fraktflutningar voru 23% minni og póstflutningar 19% minni en áætlað hafði verið. Um þessar mundir er verið að yfirfara allan rekstur innanlands- flugsins og aðra rekstrarþætti. Gert er ráð fyrir að um áramótin liggi fyrir áætlun um hvaða leiðir séu færar til að snúa við dæminu. ssh Félagsmenn VR líftryggðir Verslunarmannafélas ReyKÍavíkur hefur sent nokkrum að fólk nióti trvevinpar allan sólar- bessi ráðstöfun helpist af bví að Verslunarmannafélag Reykjavíkur tryggingafélögum lokað útboð um líf- og slysatryggingar VR félaga utan vinnutíma Um er að ræða hóptryggingu, hóp-l íftryggingu, hóp-slysatrygg- ingu og slysatryggingu barna VR félaga. Jafnframt er hugsanlegt að einnig komi til sjúkratrygging, sem myndi þá fela í sér dagpeninga- greiðslu þegar um veikindi er að ræða. Þessi nýjung nær til fullgildra félaga í VR, þ.e.a.s. þeirra sem hafa greitt lágmarksgjald á síðustu tólf mánuðum. Miðað er við eingreiðsl- ur, dánarbætur og slysabætur, en sjúkrasjóður VR greiðir iðgjaldið. Ef samningar nást verða allir full- gildir VR félagar líf- og slysatryggð- ir, ekki aðeins í vinnunni þar sem atvinnurekandinn á að sjá um trygg- inguna, heldureinnigutan vinnutím- ans. Baldvin Hafsteinsson, forstöðu- maður kjaramála- og lögfræðisviðs VR, sagði forsögu þessa máls vera þá að fyrir um ári bauð Brunabóta- félag Islands VR tTyggingu fyrir félagsmenn. í framhaldi af því var ákveðið að skoða tryggingamálin nánar. Síðastliðið sumar voru síðan útbúin útboðsgögn sem send voru til try ggingafélaganna. Baldvin sagði að hugmyndin væri sú að reyna að samræma það að fólk væri tryggt sjúkratryggingu og slysa- tryggingu, fyrir utan vinnutíma. Þ.e. að fólk njóti tryggingar allan sólar- hringinn. Aðspurður sagðist Baldvin fast- lega búast við að tryggingafélögin brygðust vel við þessu og hann hefði óformlegar spurnir af því að a.m.k. fjögur tryggingafélög hygðust senda inn tilboð. Sem fyrr segir er iðgjaldið greitt af sjúkrasjóði VR. Baldvin sagði að þessi ráðstöfun helgist af því að veikindaréttur VR manna er mjög rúmur og góður, betri en gerist í flestum samningum og því hefur sjúkrasjóður lítið þurft að greiða af bótum og sjúkradagpeningum. „Það var álitið að það væri sjálfsagt að sjúkrasjóðurinn tæki þátt í þessum iðgj aldagreiðslum. “ Enn liggur ekki fyrir um hversu háar upphæðir er að ræða en fullgild- ir félagsmenn VR eru tæplega níu þúsund. í útboði VR var tryggingafélögun- um einnig gert kleift að bjóða upp á aukna afslætti af öðrum tryggingum, eins og t.d. bifreiða- og ferðatrygg- ingum ef fólk væri tryggt líf- og sjúkratryggingu VR félaga. / ssh Þórður Friðjónsson á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Af laverðmæti minnkar um 7% í erindi sem Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar flutti á fjármálaráðstefnu Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í síðustu viku kom m.a. fram að mikil umskipti hafa orðið til hins verra í íslenskum þjóðarbúskap á þessu ári. Þórður sagði að efnahagshorfur bentu nú til þess að landsframleiðsla yrði 1'/:% minni nú en í fyrra og þjóðartekjur um 2% minni. Þáer reiknað með jrví að landsframleiðsla og þjóðartekjur dragist áfram saman á næsta ári. Sé miðað við forsendur þjóðhagsáætl- unar megi reikna með því að lands- framleiðsla dragist saman um VA% og þjóðartekjur um 3%. í þessu felst að landsframleiðsla minnkar saman- lagt um 3% á árunum 1988 og 1989 og þjóðartekjur um 5%. Þórður benti á að þetta væri meiri samdrátt- ur en verið hefði síðan 1968. í þeim hluta erindisins þar sem Þórður fjallar um efnahagshorfurnar hérlendis kemur meðal annars fram að í ljósi nýlegrar reglugerðar sjávar- útvegsráðuneytisins um aflamark fyrir næsta ár er stefnt að meiri aflasamdrætti en felst í forsendum þjóðhagsáætlunar. Þessi stefnu- mörkun geti leitt til þess að aflaverð- mæti dragist saman um 7% á næsta ári. Sé eins og áður gert ráð fyrir hagkvæmari afurðasamsetningu 1989 verður útflutningsframleiðsla sjávarafurða um 5% minni en í ár. í lokaorðum stnum bendir Þórður á að brýna nauðsyn beri nú til þess að leitast við að stýra efnahagslífinu áfallalaust í gegnum tímabundnar þrengingar inn á braut varanlegs hagvaxtar og jafnvægis í þjóðarbú- skapnum. Að þessu verki þurfi að ganga eins og öðrum verkum sem vinna þarf. -áma

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.