Tíminn - 29.11.1988, Qupperneq 20

Tíminn - 29.11.1988, Qupperneq 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Atján mán. binding ^ 7,5% ÞRÚSTUR 685060 SAMVINNUBANKINN VANIRMENN Ólafur Ragnar Grímsson gagnrýndi i gær forráðamenn íslenskra banka harðlega fyrir að veitast gegn lækkun vaxta við þær aðstæður sem nú hefðu skapast í þjóðfélaginu. Sagði hann það skjóta skökku við að bankarnir væru ávallt reiðubúnir til að hækka vexti sína þegar þess þyrfti við en brygðust svo við á þennan hátt nú þegar farið væri fram á vaxtaiækkun. Ólafur tiltók sérstaklega ummæli Sverris Hermannssonar banka- stjóra Landsbankans í fjölmiðlum þess efnis að hann tæki ekki mark á Ólafi Ragnari. Ólafur sagðist ekki geta skilið Sverri betur en svo að hann talaði þar í eigin persónu en ekki sem bankastjóri. Hann vitnaði í orðalag Magnúsar Thor- oddsen og sagði að þetta hlyti þá að vera „einkamál" Sverris. Pað væri hinsvegar alveg Ijóst að bankastjóri þjóðarbankans yrði að taka mark á ríkisstjórn landsins, jafnt fjármálaráðherra sem öðrum. Að sögn Ólafs er fullkomin sam- staða.um það innan ríkisstjórnar- innar að lækkun vaxta komi til á allra næstu dögum. Ólafur sagði Má Guðmundsson efnahagsráðgjafa fjármálaráð- herra hafa bent á það að íslenska bankakerfið væri í raun alls ekki í samkeppni á peningamarkaðinum heldur mætti samkvæmt kenning- um hagfræðinnar miklu frekar segja að fákeppni ríkti þeirra á milli. Fákeppni er skilgreind á þann hátt að fyrirtæki á þeim markaði séu ávallt reiðubúin að hækka verð en verr gangi að Iækka verð. Þetta sé einmitt það sem er gerast innan bankakerfisins. Ein- nig kom fram að fákeppni mun vera næsta orð við einokun í orða- bók hagfræðinnar. -áma Tugir járniðnaðarmanna voru mættir á þingpalla til að fylgjast með umræðum um tillögu Stefáns Guðmundssonar um bætta samkeppnisaðstöðu skipasmíðaiðnaðar. Hún kom ekki til umræðu, en í staðinn fengu þeir 21 fyrirlestur þingmanna uin lánskjaravísitöluna. Stjórnarandstaöan telur endurskoöun á grunni láns- kjaravísitölunnar vantraust á viöskiptaráöherra: Vísað á bug af stjórnarliðum Miklar umræður spunnust á Al- þingi um lánskjaravísitöluna á mánudaginn og komu þingmenn alls tuttugu og einu sinni í pontu til að tjá sig um kosti hennar og galla. Stjórnarandstaðan gerði því skóna að uppi væri ágreiningur innan stjórnarinnar í þessu máli, en sú fullyrðing var borin til baka af viðkomandi aðilum. Friðrik Shopusson var djarfur í málflutningi sínum og sagði það ljóst að þessar umræður sýndu það og sönnuðu að ekki væri þingmeiri- hluti á bak við ríkisstjórnina. Til- efnið var það að framsóknar- mennirnir Guðmundur G. Þórar- insson og Ólafur Þórðarson fluttu þingsályktunartillögu um að skip- uð yrði nefnd til að endurskoða grunn lánskjaravísitölunnar. Þetta gerðist á sama tíma og kynntur væri nýr grunnur lánskjaravísitölu af ríkisstjórninni er taka á gildi við næstu áramót. Bæði Guðmundur G. og Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra lýstu því yfir að þetta frum- varp væri ekki tilefni deilna innan stjórnarinnar. Jón Sigurðsson sagði að tillagan gengi ekki á skjön við stefnu ríkisstjórnarinnar. Hér væri um að ræða vangaveltur um hvort lánskjaravísitalan væri rétt mæld. Breytingin við næstu áramót yrði hinsvegar sú að breytt væri vægi þátta innan lánskjaravísitöl- unnar, þar sem laun öðluðust hærra vægi. Samkvæmt þeim breyt- ingum yrði ný lánskjaravísitala reiknuð þannig út, launavísitala 50%, framfærsluvísitala 25% og byggingavísitala 25%. Alls voru fjórtán mál á dagskrá sameinaðs þings, en þetta var mál númer þrjú og var umræða um það ekki kláruð. Númer átta var þings- ályktunartillaga er Stefán Guð- mundsson flytur og fjallar um að samkeppnisstaða innlends skipa- smíðaiðnaðar verði bætt. Til að hlýða á umræður um þá tillögu voru mættir á þingpalla nokkrir tugir járniðnaðarmanna. Þeir sátu og biðu í um 2 til 3 klukkutíma, en urðu frá að hverfa þegar ljóst var að tillaga Stefáns kæmi ekki til umræðu. - ág Magnús Thoroddsen gekk áfund Halldórs Ásgrímssonar í gær: Bíð ályktunar lögfræðinganna Halldór Ásgrímsson sagði í gær að Magnús Thoroddsen hefði komið á sinn fund og skilað sér greinargerð þeirri sem hann hefði fyrir helgi farið fram á. Halldór vildi að svo komnu ekki tjá sig um innihald hennar en sagðist nú bíða lögfræði- legs álits sem hann mun fá í hendur í dag. Hann sagði að þeir Magnús myndu að öllum líkindum hittast aftur í dag þegar það væri komið í- höfn. Halldór vildi ekkert segja um það hver skoðun sín væri á því að Magnús skuli enn sitja sem Hæsta- réttardómari. Þess má geta að áfengiskaup Magnúsar hafa vakið mikla athygli víða um heim og hafa fjölmiðlar í Þýskalandi og Svíþjóð meðal annars gert málinu nokkur skil. -áma „Risa-lottó“ á laugardaginn: „Að verða skuld- laus við fólk en kannski ekki guð“ Síðastliðinn laugardag var pottur- inn í lottóinu óvenju stór, og var fyrsti vinningur rúmar 14 milljónir króna. Hlynur Tryggvason húsasmiður á Blönduósi, var annar tveggja sem fékk 5 rétta, en hann keypti tíu raða miða sem hann fyllti út sjálfur af handahófi. Eiginkona hans Sigur- laug Hermannsdóttir sem starfar í Búnaðarbankanum á Blönduósi keypti einnig miða en Hlynur „sneri“ á hana. „Við erum rétt að gera okkur grein fyrir því sjálf að við erum að verða skuldlaus, a.m.k. við fólk kannski ekki við Guð.“ Varðandi það hvað hann ætlaði að gera við alla þessa peninga, sagði Hlynur að fyrsta verkefnið væri að gera upp allar skuldir. Einnig sæju þau fram á að geta stutt betur við bakið á börnunum sínum tveimur sem eru sautján og nítján ára og stunda nám í Reykjavík. ssh

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.