Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 5
• '4 'J 4 ( ( I » » • r ( ( i Laugardagur 3. desember 1988 * KOj3r! HELGIN Bjartmar Guðlaugsson „Með vottorð í leikfimi“: Aldrei betri! Bjartmar Guðlaugsson er einn þeirra tónlistarmanna sem senda frá sér nýja hljómplötu fyrir þessi jól. Það er skemmst frá því að segja að þessi plata hljómar prýð- isvel. Hugleiðingar um popptónlist Bjartmar sendi fyrir réttu ári frá sér plötu þar sem hann fór um „í fylgd með fullorðnum“. Hún varð næstsöluhæsta plata þess árs og ég er illa svikinn ef „Vottorðið“ fetar ekki í fótspor hennar í ár. Útvarpsstöðvarnar hafa undan- farna daga verið að leika eitt og eitt lag af þessari plötu og svo virðist sem óvenju mörg lög af henni hljóti náð fyrir augum dagskrár- gerðarmanna. Það er vel því oft vill það fara svo að einblínt sé á fá lög en hin „týnast" í jólalagaflóð- inu. Að mínu mati er þessi plata hcilsteyptari en sú síðasta, allur hljóðfæraleikur er vandaður og það vekur athygli hvílíkur mýgrút- ur hljómlistarmanna tekur þátt í gerð hennar. Þar tel ég að Sigurðar þáttur Rúnars Jónssonar komi best í ljós en platan er unnin og gefin út í samvinnu við hann. Skosku tvíburarnir í The Proclaimers með nýja plötu: Lýsir upp í skammdeginu Ég segi nú eins og Skúli rafvirki sagði einhverntíma: Þessi plata er Sannkallaður „birtu- og gleðigjafi". The Proclaimers er skipuð skoskum tvíburum sem sumum finnst fremur ólaglegir, án þess þó að ég sjái hvað það kemur tónlist við. Hvað um það, þessir kumpán- ar eru snillingar þegar þeirra list- grein er annarsvegar og sýna þeir það og sanna svo ekki verður um villst á nýju plötunni, Sunshine on Leith. Ég hef verið að spara mér það að fjalla um þessa plötu því við hverja hlustun skjóta upp kollinum lög sem ekki vöktu athygli mína við síðustu hlustun o.sv.frv. Flestir þeir sem hlusta á útvarp kannast við lagið I’m gonna be, sem er bara sýnishom af því úrvalsefni sem platan hefur að geyma. Umfram önnur má nefna Sean sem mér finnst perónulega besta lag plöt- unnar, Sunshine on Leith sem töluvert hefur heyrst á öldum ljós- vakans, Come on nature ofl. ofl. ofi: Þeir sem á annað borð hafa gaman af tónlist á borð við þá sem The Proclaimers flytja, þ.e. breskt gæðapopp, ættu að veita þessari plötu athygli. Ég segi það og skrifa, platan Sunshine on Leith skipar sér, að mínu mati, f efsta sæti lista yfir bestu plötur ársins, ásamt plötu Prefab Sprout, From Langley Park to Memphis. -Ámi Magnússon Skemmtun til styrktar Kvennaathvarfinu: Húllumhæ á íslandi Það verður eflaust feikna fjör á Hótel íslandi annað kvöld því þar munu fjölmargir tónlistarmenn auk leikhóps þroskaheftra koma fram tii styrktar Kvennaathvarf- inu. Svo sem kunnugt er á Kvennaat- hvarfið við talsverðan fjárhags- vanda að etja og munu ailir þeir sem fram koma á þessum tónleik- um gefa vinnu sína, auk þess sem húsnæðið er látið hópnum í té endurgjaldsiaust. í samtali Tímans við eina af forsvarskonum athvarfs- ins kom í Ijós að auk skemmtiatrið- anna verða tilkynntar gjafir sem hafa verið að berast að undan- fömu. Var ekki annað á viðmæl- anda Tímans að heyra en hún væri verulega bjartsýn. Annars eru þeir sem fram koma á skemmtuninni þessir: Bubbi Morthens, Bjartmar Guðlaugsson, Sverrir Stormsker, Herdís Hall- varðsdóttir ásamt Gulifiskunum, Kársneskórinn, Homaflokkur Kópavogs, Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona ásamt undirleikara að ógleymdum þeim heiðurshjónum Bibbu og Halldóri sem búa við Brávallagötu og flestir kannast eflaust við. Þá kemur leikhópur þroskaheftra, Perlan fram. Aðgangseyrir verður 1.000 kr. og hefst skcmmtunin á Hótei ís- landi klukkan 20:30 á sunnudags- kvöld. -áma Það verður að segjast eins og er að sá Bjartmar sem kemur fram á þessari plötu er harla ólíkur þeim kauða sem var að finna á fyrstu plötum hans. Ekki svo að skilja að þær hafi verið afleitar, það er af og frá en hitt er annað að þær voru ekki nærri eins vandaðar. Bjartmar er, að mínu mati, fyrst og fremst Ijóðskáid sem semur frábæra texta, um hluti sem koma okkur öllum við, á máli sem flestir skilja. Hann er einnig þeirri gáfu gæddur að geta samið lög við textana sína og útkoman verður hreint afbragðsgóð. Platan á því erindi jafnt til þeirra sem hafa gaman af tóniist af þessu tagi sem og þeirra sem hafa áhuga á litríkri textagerð. Mér finnst Bjartmari takast vel upp í flutningi ijóða sinna og oft og tíðum heyrast sniildarlega samansettar setningar til dæmis í laginu um skáldin: Það er samdóma álit, allra sem hugsa að best sé að vita sem minnst. Og menningarpostular allra mest gusa þó vaði þeir alla tíð grynnst. Því allskonar Thorar með væntingar stórar, tala svo niður til þín. Og alþýðan gónir, en á toppnum þó trónir, Ijós sem á sannleikann skín. Á þessari plötu sýnir Bjartmar enn betur á sér þá hlið sem glitti lítillega í á síðustu plötu, nefnilega gullfallegt rólegt lag sem á örugg- lega eftir að lifa. Þarna á ég við Ljóð til þín þar sem hann fjallar um heiminn eins og vöggubarn sér hann: Þú heyrir skrítnar raddir. Þær skammast út af pólitík. Og aðrar sem að spá í hverjum þú sért annars lík. Þá margir eru nefndir já, napurlegt ef satt það er að maður fæðist inn í heiminn ekki vitund líkur sjálfum sér. ... og seinna í Ijóðinu... Brostu nú, pínulitla stelpuskott. Sendu nú, veröldinni tannlaust glott. Brostu nú, ogsannaðu þaðfyrir mér að maður fæðist inn í heiminn, soldið líkur sjálfum sér. Það væri of langt mál að tína til brot úr öllum textum Bjartmars á þessari plötu sem mér finnst hver öðrum betri. Ég get þó ekki stillt mig um að koma hér með eina tilvitnun enn. Hún er úr laginu Ljúft en sárt: / huga þínum rifjar þú upp þokukennda grámyglaða myndina. Fyrirlítur þann sem fyrrá dögum fann upp ástina og syndina. Þú veist ekki hver hann er. Þú veist ekki hvert hann fer. Né hvort hann skildi eftir í þér lítinn lífsneista sem framvegis mun fylgja þér. Það er sárt að vera sækjandi og verjandi í dómsmáli hjá sjálfum sér. Það lag sem ég á erfiðast með að fella mig við er lagið Tólf- tommutöffarar en það er nú einu sinni svo að fæstir stefna að full- komnun, aðeins framför. Bjart- mari Guðlaugssyni fer fram, það dylst engum sem heyrir plötuna, „Með vottorð í leikfimi“. í örfáum orðum get ég sagt það um þessa plötu að það er langt síðan nokkur hijómplata hefur vakið mig til umhugsunar um svo mörg málefni sem þessi platagerði, samhliða því að létta lund mína sem skemmtileg tónlist. -Árni Magnússon Glenn Frey með sólóplötuna „Soul Searchin“: Eigulegur gripur Þeir sem höfðu gaman af tónlist Eagles ættu að finna eitt og annað við sitt hæfi á nýjustu plötu Glenn Frey, Soul Searchin. Frey starfaði jú með Eagles á sínum tíma og áhrif þeirrar sveitar eru vel greinanleg á Jressari plötu. Af einstökum afbragðs skemmti- legum lögum má t.d. nefna titillag- ið; Soul Searching, True Love sem nokkuð hefur heyrst á öldum ljós- vakans, og fleiri róleg lög þar á meðal Some kind of blue og It’s your life. Það lag sem að mínu mati skarar þó fram úr öðrum á þessari plötu er „Let’s pretend we’re still in love“. Þar er á ferðinni hressilegt lag sem hrífur mann með í léttleik- andi takti. í heild má segja að þessi plata sé enn ein skrautfjöðrin í hatt Frey og voru þær þó nokkrar fyrir. Það endar sennilega með því að hann flögrar í burtu. -Ámi Magnússon MJÓFIRÐ- INGA- SÖGURII Vilhjálmur Hjálmarsson MJÓFIRÐINGA SÖGUR Annar hluti Vilhjálraur M | Hjálmarsson ^ Annar hluti af Mjó- firðingasögum Vilhjálms HjálmarssonaráBrekku, en hinn fyrsti kom út 1987. Rekur höfundur áfram byggðarsöguna í átthögum sínum og spannar hér sveitina sunnan fjarðar og í botni hans. Er greint frá bú- jörðumog landsnytjumá þeim slóðum og birt bændatöl með bólstaða- lýsingum, en inn á milli skotið ítarlegum köflum um síld- og hvalveiðar Norðmanna í Mjóafirði og af Sveini Ólafssyni, héraðshöfðingja og alþingismanni í Firði. Lýsa Mjófirðingasögur tímabili mikilla breytinga í lifnaðarháttum, svipt- inga í atvinnulífi og röskunar íbúafjölda. Bökaúfgáfa /VIENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTlG 7« REYKJAVÍK SÍMI 621822 G0Ð B0K ER GERGEM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.