Tíminn - 03.12.1988, Blaðsíða 7
Laugardagur 3. desember 1988
HELGIN
7
aftur. Pabbi okkar hefði aldrei sagt
neinum frá. Svo brast hún í grát. -
Bannsettur lygarinn þinn! Vonandi
detturðu niður tröppumar, deyrð og
ferð til helvítis!
Síðdegis sama dag kom ég að
Shemonu grátandi og kennslustof-
unni eins og eftir loftárás. Kastali
sem Shamie hafði verið að byggja,
var í rústum og í þokkabót var búið
að smyrja góðum skammt af hunda-
skít yfir leifarnar. Ég átti erfitt með
að trúa að 5 ára bamið hefði gert
þetta upp á eigin spýtur.
Þegar hin börnin komu inn og
Shamie sá eyðilegginguna, brast
hann í grát. Geraldine skammaði
Shemonu fyrir verkið en ég vissi að
Geraldine sjálf átti sökina og um
leið og augu okkar mættust sem
snöggvast, vissi hún að ég vissi það.
Þá snerist hún orðalaust á hæli og
settist í mggustólinn. Þegar ég var
að fara heim úr skólanum, sá ég að
á setuna í stólnum var klórað: Von-
andi drepstu, mótmælendarottan
þín.
Þá sá ég að mér hafði skjátlast um
að Shemona stjórnaði aðgerðum.
Geraldine var heilinn að baki hlut-
anna. Hún notaði litlu systur sína til
að fá útrás fyrir hatrið innra með
sjálfri sér, en gætti þess að engin sök
kæmi á hana sjálfa. Nú ákvað ég að
skilja þær að. Geraldine yrði í umsjá
minni en Shemona hjá aðstoðar-
kennaranum, Carol. Þegar komið
var fram í mars sá ég að samband
systranna var tekið að gliðna örlítið.
Eitt sinn heyrði ég Carol lýsa fyrir
Shemonu fallegum kjól sem hún
hefði séð í búðarglugga. - Veistu
hvernig hann var á litinn? spurði hún
og Shemona svaraði strax: - Gylltur.
Shemona var tekin til máls og
brátt fór hún að tala við okkur hin.
Shemona og Shamie gætu sem best
farið í venjulegan skóla um haustið,
en því miður ekki Geraldine.
Ég velti mjög fyrir mér hver
orsökin gæti verið fyrir truflun
hennar. Skyldi hún hafa getað sætt
sig við lífið í hrjáðri heimaborg sinni
ef foreldrar hennar hefðu ekki látið
lífið vegna ástandsins? Var hún
vandræðabarn að upplagi? Ég gat
ekki varist þeirri tilhugsun að ef til
vill væri hún hættuleg umhverfi sínu.
Dag einn um haustið heyrði ég
læti í kjallaranum. Þegar ég kom
niður sá ég Geraldine krjúpa á
gólfinu. Vinstri handleggur hennar
var teygður út og lófinn sneri upp,
negldur við gólfið með sex tommu
nagla. Andlitið var gjörsamlega
sviplaust.
Sjúkrabíllinn kom innan fárra
mínútna og áhöfn hans ákvað að
taka hluta af gólfinu með, fremuren
freista þess að draga naglann út á
staðnum.
Ég heimsótti hana á sjúkrahúsið
síðdegis. Þó sár hennar væri ekki
lífshættulegt, lék vafi á hvort mikil-
vægar taugar hefðu skaddast. Ég
spurði telpuna hví hún hefði gert
þetta.
- Ég veit það ekki, svaraði hún
aðeins. - Nú á ég að hitta sálfræðing.
Ég býst við að best yrði ef frænka
ætti peninga til að senda mig heim.
Það yrði betra fyrir mig.
Þegar Geraldine kom aftur í skól-
ann til mín hnuplaði hún meira en
nokkru sinni frá hinum börnunum.
Hins vegar minnist ég þess alla ævi
þegar þau Shemona og Shamie döns-
uðu írskan þjóðdans saman. Það var
stórkostlegt.
Nú eru liðin fimm ár síðan þetta
var. Shamie stundar nám af kappi og
er staðráðinn í að snúa aftur til
Belfast eftir háskólapróf. Shemona
er indæl 11 ára stúlka og orðin lögleg
kjördóttir Lonrho-hjónanna. Hún
hefur aðlagast nýju lífi í Bandaríkj-
unum vel.
Því miður færðist sjálfseyðingar-
hvöt Geraldine aðeins í aukana,
þrátt fyrir sálfræðiaðstoð og loks var
hún send á hæli.
Ég á ennþá mynd sem tekin var af
börnunum síðasta dag þessa skóla-
árs. Öll andlitin eru opinská og
vinsamleg. Þau líkjast barnsandlit-
um hvarvetna annars staðar. Þannig
vil ég helst muna nemendur mína
þennan vetur.
FeKKirou
tilfinninguna?
Beint áætlunarflug tíl
Orlando tvisvar í vfloi.
10 daga ferð kr. 33.010*
* Ferð í janúar, 2 fullorðnir og 2 börn, 2-11 ára, saman í íbúð. Staðgreiðsluverð.
Allar nánari upplýsingar færðu á söluskrifstofum
Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
FLUGLEIÐIR
Söluskrifstofur Flugleiða: Lækjargötu 2, Hótel Esju
og Kringlunni. Upplýsingar og farpantanir í síma 25 100.
AUK/SlA k110rtfi-?64