Tíminn - 03.12.1988, Side 8

Tíminn - 03.12.1988, Side 8
8 1 HELGIN Laugardagur 3. desember 1988 „Lóðninga, sem rétt var að kasta á Um fyrri helgi hófst sýning á málverkum eftir Þorlák Kristinsson, Tolla, í húsakynnum íslensku óperunnar við Ingólfsstræti. Tolli sýndi fyrir skömmu nokkur verka sinna í Kóreu, nánar tiltekið á sama tíma og Olympíu- leikarnir stóðu yfir í Seoul og er hann fyrsti íslenski listamaðurinn sem heldur sýningu í því fjarlæga landi. Við ræddum við hann á dögunum og spurðum hann um myndirnar og enn fremur ferð hans til Kóreu. „Já, það var nokkru áður en ég fór út að Garðar Cortes færði það í tal við mig að tilvalið væri að ég sýndi nokkrar af myndunum í fslensku óperunni. Mér fannst þetta vera „lóðning", sem rétt væri að kasta á, eins og sagt er á sjómannamáli. og nú er þetta orðið að veruleika," sagði Tolli. „Ég sýni þarna fimmtán myndir, sem komið er fyrir á báðum hæðum í húsinu. „Flestar af þessum myndum voru meðal þeirra sem ég sýndi í Kóreu og nokkrar eru úr bálki, sem ég vil kalla svo, sem er nokkuð á hlið við annað sem ég hef verið að gera. Þar er um að ræða myndir sem tengjast stemmningunni í þjóðlífinu, eins og Þorlákur Kristinsson, „Tolli“ við eina af myndunum frá því tíma- skeiði aldarinnar þegar menn voru enn blaeygir og trúðu á hugsjónir. (Timamynd Gunnar) hún var á árunum frá 1920 og fram að síðara stríði, þeim tíma þegar menn voru enn bláeygir og trúðu á hugsjónir. Fyrir mér var þetta tími hins mikla sjóndeildarhrings. Já, ég mun vera fyrsti íslendingur- inn, sem sýnir í Kóreu og þetta mun meira að segja vera fyrsti íslenski menningarviðburðurinn þar í landi. Ég fór mjög vel að heiman búinn til Seoul, því með aðstoð ýmissa velvilj- ■ aðra aðila, gat ég gefið út vandaða sýningarskrá, sem þeir fylgdu úr hlaði Birgir ísleifur Gunnarsson, þá menntamálaráðherra og Aðalsteinn Ingólfsson, sem ræddi þar stuttlega um íslenska nútímamyndlist. Sýn- ingin stóð í viku, fyrstu vikuna sem Olympíuleikarnir stóðu, og ég get sagt að mér var mjög vel tekið og fékk boð um að sýna á ný næsta haust. Það boð barst mér frá Kóre- anska listasafninu (Korean Art Gall- ery) og ég hef auðvitað mikinn á huga á að þiggja það góða boð.“ Autt blað ögrar mér „Ég hef málað í abstrakt expressionisma í langan tíma. Að mála er líkt og að vera í íþróttum, maður þarf að þjálfast og þroskast. Það er ekki hægt að standa kyrr. Stundum spyr fólk mig, hve lengan tíma taki mig að mála mynd og þá svara ég 45 ár, en það er sá tími sem ég hef verið að mála.“ Þessi orð mælir Hörður Karlsson, listmálari sem heldur málverkasýningu á Kjarvalsstöð- um dagana 10. til 24. desember. Á sýningunni sem ber yfirskriftina Fjórar árstíðir II, verða sýndar 30 akrílmyndir. Öll verkin eru án nafns. Myndirnar eru líkt og hugmyndir í litum, lausar úr viðjum yrkisefnisins og ósnortnar af raunveruleikanum. Pessi sýning Harðar markar tíma- mót í ævi hans, en hann er rétt að ljúka þriggja áratuga starfi sem yfir- maður myndlistadeildar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins í Washington D.C. Hörður hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Auk þess hefur hann unnið til verðlauna fyrir hönnun frímerkja á alþjóðlegum vettvangi. - Hvers vegna eru myndirnar þínar nafnlausar? „Ég set ekki nöfn á myndirnar mínar vegna þess að ég tel að þannig verði áhorfandinn meiri þátttakandi í sköpun listaverksins. Tengslin á milli áhorfandans og listaverksins verða beinni og ósnortnari. Það lítur út fyrir að ég túlki landslag, þetta eru litafantasíur, sumar eru rólegar en í öðrum kemur fram meiri harka. Ég mála einfaldar myndir og oft getur reynst erfitt að koma einfaldleikanum til skila. Ég hélt eitt sinn nokkuð óvenju- lega sýningu. Mig langaði að forvitn- ast örlítið um hvernig fólk liti á og túlkaði myndirnar mínar, svo ég gaf sýningargestum kost á að gefa mynd- unum heiti og tjá sig um þær á blaði og setja það síðan í kassa sem ég kom fyrir í anddyri sýningarsalsins. Þetta uppátæki féll í góðan jarðveg meðal áhorfenda og það var ekki síður ánægjulegt fyrir mig að fá að kynnast því hvernig hinn almenni sýningargestur túlkar og upplifir myndirnar mínar.“ Geng um eins og nautabani - Hvernig verða myndirnar þínar til? „Hugmyndirnar mótast innra með mér og á endanum sé ég myndirnar fyrir mér fullbúnar, en auðvitað verða alltaf breytingar, stundum stórar og stundum smáar. Mér finnst erfitt að horfa á hvítt, autt blað. Það ögrar mér, ég geng um eins og nautabani og hugsa um hvar ég eigi að ráðast til atlögu. Þegar ég mála þá byrja ég á því að velja liti, það er líkt og verið sé að hnoða leir, maður breytir og bætir. Nær undantekningarlaust vinn ég einungis að einni mynd í einu. En það væri betra að vera með margar. Mig langar til að springa út. Hingað til hef ég ekki haft nægilegt pláss til að vera með margar myndir því myndirnar mínar eru stórar. Ég vil mála stórt. Stærðirnar ögra mér líka.“ Bréf frá Betlehem „Ég fæ af og til boð frá Sameinuðu þjóðunum um að taka þátt í frí- merkjasamkeppni. Það er skemmti- legt að fást við slík verk, en mikil nákvæmnisvinna. Frímerkjasafnar- ar víða um heim hafa oft samband við mig og eitt sinn barst mér brél' frá Betlehem á aðfangadegi jóla. Það var skemmtileg tilviljun," segir Hörður brosandi. Hörður hefur teiknað fjölda frí- merkja, og var ásamt samstarfs- manni sínum hlutskarpastur í sam- keppni sem póststjórn Sameinuðu þjóðanna gekkst fyrir árið 1961 til heiðurs Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nokkrum árum síðar bar hann sigur úr býtum í frímerkjasamkeppni Póst- og símamálaráðs Evrópu. Verðlaunafrímerkið var gefið út í 16 Evrópulöndum og í tilefni af hálfrar aldar afmæli bandarísku póstþjón- - segir Hörður Karlsson, listmálari í Bandaríkjunum Hörður Karlsson, listmálari. ustunnar 1968 var gefið út frímerki sem Hörður teiknaði. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir frí- merki og önnur merki. Svörtu litunum hent Hörður fæddist í Reykjavík árið 1933 og er sonur hjónanna Karlottu Eggertsdóttur og Karls Guðmunds- sonar fyrrum lögregluþjóns. Hörður hefur alla tíð haft áhuga á að teikna og teiknað mikið. Að loknu myndlistarnámi hér heima, um miðbik aldrinnar, lá leið Harðar vestur til Bandaríkjanna. Hann stundaði nám við Corcoran School of Art í Washington D.C. og var einnig um tíma við listnám í Mexíkó- borg. „Mér er mjög minnisstæður kenn- ari sem ég hafði í Mexíkó. Strax fyrsta daginn henti hann öllum svört- um litum sem við vorum með. Hann sagði það ekki vera liti. Þetta situr alltaf í mér, og mér finnst vera heilmikið til í þessu hjá honunt. Litir geta orðið mjög skítugir með svartri blöndu svo það verður að fara var- lega með svartan lit. En ég nota svart í mínum myndum, það gefur dramatískan blæ.“ Hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum í rúm 30 ár Hörður réðst til starfa hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum í Washing- ton D.C. og yar lengst af forstöðu- maður myndlistardeildar eða í rúm 30 ár, en er nú kominn á eftirlaun. „í myndlistardeildinni sáum við um útgáfu á bókum og skýrslum. í því felst mikil grafíkvinna, ekkert sérlega spennandi en ég kunni ágæt- lega við starfið. Ég hef alla tíð verið á spani svo ég var hálf smeykur um að hafa ekki nóg að gera þegar ég hætti störfum nú um áramótin. Nú eru allir dagar hjá mér sem helgidag- ar. Ég taldi að ég myndi hafa mikinn tíma til að mála á daginn, en ein- hverra hluta vegna hef ég ekki getað málað fyrr en seinni hluta dags og á kvöldin. Líklega vegna vanans," sagði Hörður að lokum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.