Tíminn - 03.12.1988, Síða 11

Tíminn - 03.12.1988, Síða 11
Laugardagur 3. desember 1988 HELGIN 11 Einhversstaðar þarna úti gæti hvalur verið að synda. Að skoða hvali Það er fleira ólíkt á íslandi og Ástralíu en tíminn, veðrið, hugsunarhátturinn og mannasiðirnir. Það er einnig viðhorf til hvala. Þegar íslendingar senda heilu farmana af rútufar- þegum upp í Hvalfjörð til að skoða skurð á dauðum hvölum fara Ástralir í hópum niður að strönd til að horfa á lifandi hval sem komið hefur upp að landi. Þegar hval rekur upp á land og lendir í vandræðum þykir áströlsku þjóðinni það jafn mikilvægt að hjálpa honum út eins og um björg- un mannslífs væri að ræða. (Ef ekki mikilvægara). Björgun hvals fær jafn mikla eða meiri athygli í fjölmiðlum en þegar um mannslíf er að ræða. Mikil virðing er borin fyrir hvölum sem vitsmunaverum og vísindamenn rannsaka lifnaðar- hætti þeirra af miklum áhuga. Nýlega kom hvalur upp að strönd Suður-Ástralíu til að fæða. Það gaf áströlskum vísindamönn- um gullið tækifæri til að kynnast sambandi móður við ungviði og því hvernig hún annast það og kennir því. Hvalir kjósa lygnar strendur til að fæða og eru hvalir tiltölulega nýfarnir að sjást við strendur Ástralíu tæpum þrettán árum eftir að hætt var að veiða þá hér, hvalveiðibann var sett á árið 1975. Við sumar strendur má sjá skilti þar sem á stendur hvalaskoðun. Fólki er bent á að horfa út eftir ströndinni til að svipast eftirTivöl- um og láta vita í sérstakt símanúm- er er það verður vart við hval, því tala hvala sem sjást við strendur Ástralíu er skráð. Það má segja að Ástralir sjái heimsókn hvals sem sérstakan „hvalreka" en í öðrum skilningi þó en íslendingar tengja því hugtaki. Ástralir hafa greini- lega mikið innsæi og skilning á hvölum og tilfinningalífi þeirra sem er athyglisvert og nýstárlegt í mín- um augum. Þegar hvalir koma verður áhorf- endahópurinn oft æði stór og hefur verið talað um að stemma stigu við að svo margir komi, þvf hvalir séu mjög næmar verur og geti fælst strendumar ef áhorfendur eru of margir. f hinu heimsfræga hvalamáli, sem sameinaði annars ósamlyndar þjóðir, sá gervihnöttur til þess að hin ástralska þjóð væri leidd út á ísinn í Alaska, þó ekki væri nema í huganum til að fylgjast með líðan og björgun þessara tveggja mjög svo mikilvægu lífvera. Ég hef því miður ekki orðið vitni að þeirri sjón að sjá hval upp við land í eigin persónu en hef séð það í sjónvarpi. Óneitanlega er það tignarleg og ógleymanleg sjón að sjá móður og kálf stökkva í takt samsíða í sjónum, og hlýtur að bera þeim hæfileikum vitni sem vísindamenn hafa komist að raun um að þeir hafi. Allt er þetta nýstárlegt í augum og huga Islendings þar sem hval- reki hefur þýtt kjöt og afurðir en ekki aðdáun á vitsmunum spendýrs. Þegar þessi mál hefur borið á góma vegna hvalveiðistefnu ís- lensku þjóðarinnar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að í raun hafi hinn almenni íslenski borgari afar Hvalaskoðunarskilti. Slík skilti þykir von á „hvalreka", og fólk hval. Tæplega eru þau að ræða ættfræði! Enda enginn „töl“ styðjast við. fátækleg rök fyrir málstað sínum til stuðnings hvalveiðum. Helst eru það orð ráðherra og annarra þeirra sem telja sig eiga hagsmuna að gæta við áframhald veiðanna, og eru það einhliða og fátækleg rök. Enda fékk ég vissa staðfestingu á þessu við að lesa ræðu Háskóla- rektors við útskrift kandidata í október. Ég minnist þess ekki að hafa séð í dagblöðum niðurstöður þeirra vísindalegu rannsókna sem fram fara á hinum dauðu hvölum né óyggjandi sannanir um að hvalir borði fiskinn eða lifibrauð hans. Það er frekar eins og það sé meiri trú en raunverulegur vísindalegur grundvöllur fyrir veiðunum. Það virðist vera einskonar tabú á ís- landi að styðja verndun hvala vegna þess að íslenska þjóðin hefur veitt þá svo lengi. Ég hef verið í erfiðri aðstöðu við að reyna að verja hvalveiðar (s- lendinga þar sem ég hef fundið að ég hefði ósköp fátækleg reipi að hanga í, en Ástralir þeir sem hafa rætt þetta við mig byggja á miklum vísindalegum rökum. Stundum dettur mér í hug að líkja því við tabú frumbyggja. Eitthvað er bannað vegna þess að einhver trúir eða heill þjóðflokkur trúir tilteknu atriði en enginn eða fáir vita í raun af hverju, eða hvort eitthvað myndi gerast af tabúið væri rofið. Líklega þyrfti að gera hlutlausar vísindalegar rannsóknir á lifandi hvölum upp við ísland og kanna þannig hvað þeir borða í raun og veru og kanna hvort hvalir borði mismunandi fæðu eftir því hvar á hnettinum þeir eru. Ef þá kæmi í Ijós að hvalir upp eru við strendur þar sem helst beðið um að tilkynna ef það sér við ísland borði mikilvæga fæðu frá þorskum og öðrum lífsauðlind- um íslensku þjóðarinnaryrði heim- urinn kannski að taka viðhorf sín til endurskoðunar. Hvað myndi heimurinn bjóða í staðinn ef hvalur reynist borða auðlind okkar, og væri hægt að selja aðgang að lifandi hvölum fyrir sama pening og við seljum þorskinn fyrir? Þá færi Hvalfjörðurinn að bera nafn með rentu en annarri rentu þó en í dag. Ópersónuleg þægindi Þá dettur mér allt í einu í hug atriði sem mjög er sterkt í íslend- ingum og er kannski ekki að öllu leyti óskylt trú fólks á því að hvalurinn borði fiskinn okkar. Það er hin mikla trú á sérstökum ætt- flokkablöndum. Þegar maður hefur verið þetta lengi í öðru landi eða rúmlega heilt ár hefur maður ekki komist hjá því að finna fyrir því að enginn spyr mann „hverra MANNA“ maður sé. Það er í mesta lagi spurt hvað maður heiti og kannski stundum hvað maður geri. Ef líkja á þessum tveimur lönd- um saman út frá ættfræðilegum forsendum má segja að íslenska þjóðin sé samansett úr einu heild- armynstri sem hægt er að raða saman í stóra raðmynd (púsluspil). Þjóðin hefur mörg gögn haldbær sem segja flest það um flesta ein- staklinga sem máli skiptir til að finna út hverra manna allir séu. Hvað þeir geri og hverjum þeir hafi eða hafi ekki gifst. Margt eldra fólk hefur einstaklega mikla trú á vissum ættfræðilegum blöndum og er visst í sinni sök um að tiltekin blóðflokkablöndun segi meira um hæfileika og eiginleika einstakl- ingsins, en það sem nemur því sem hann kann að hafa þroskast og lært. Ástralska þjóðin er hins vegar sett saman úr einstökum stykkjum ótalmargra ólíkra púsluspila. Ætta þess fólks sem kemur frá tæplega eitthundrað og fjörutíu þjóðlönd- um. Slíku púsluspili gæti tæplega nokkur maður komið saman. Enda yrði það fá stykki sem myndu smella í eina mynd. Hér eru engar skrár né „töl“ sem aðgengileg eru til að finna út sögu fólks. ísland er sér á báti með öll þessi töl. Presta- tal, læknatal, kennaratal, ljós- mæðratal og hvað þau heita öll tölin yfir fólk í tilteknum stéttum landsins þar sem komast má að ýmsu sem Ástralir myndu ekki kæra sig um að hafa á prenti. Enda er erfitt að finna út hvers kyns ættarblanda er gæfulegust. Fólk neyðist til að sanna sig með öðrum hætti. Eina bókin sem aðeins frægir eða þekktir komast í er „Who is. who“ og gefur litlar heimildir af einkahögum fólks miðað við það sem skráð er í hin íslensku töl. í raun og veru er það athyglisvert hvað þessi erfðatrú hefur viðhaldist lengi meðal þjóðarinnar og það þrátt fyrir nýjar stefnur og strauma í þroska og námi einstaklinganna. Á tímum kyrrstöðu í mannlífi íslensku þjóðarinnar þegar flestir sátu kyrrir á sama stað og allir vissu hvað hver aðhafðist bæði á andlega og veraldlega sviðinu er trúlegt að þessi aðferð hafi oft reynst nokkuð halddrjúg. En núna á tímum stöð- ugra breytinga og oft mikillar við- leitni einstaklinga til að þroskast og þora að skipa um skoðun eftir aðstæðunt, er hætt við að varlega skyldi farið í að byggja á þessu í blindri trú. Þetta gilti víst að einhverju leyti hér í Ástralíu hér á árum áður á meðan þjóðin var fámennari og fólk í borgum og þorpum þekkti til og vissi um hegðunarmynstur til- tekinna ætta. En nú gildir það ekki lengur, kannski í sárafáum atrið- um. Nú er bara spurt um blákaldar staðreyndir varðandi hæfileika þína og vilja til að leggja þig allan fram þegar um atvinnuumsóknir er að ræða. Satt að segja tekur það drjúgan tíma að venjast þessu að vera aldrei spurður um neitt persónu- legt. Þú getur komið og farið af mannamótum árum saman án þess að fólk þurfi að komast að neinu um þig umfram það sem því var sagt fyrsta daginn. Þú getur tekið þátt í félagsskap þar sem þér og þínu tilleggi er tekið með jákvæðu hugarfari án þess að verið sé að grufla í því hvort þú sért giftur, í sambúð, eigir krakka eða hvað annað. Það virðist liður í hinni áströlsku kurteisi. Að vera ekki að hnýsast í það sem þér kemur ekki við. Stundum kalla ég Ástralíu land gleymskunnar. Svo margir koma til Ástralíu sem af einni eða annarri ástæðu vilja gleyma fortíðinni. í Ástralíu er einnig jafn auðvelt að skipta um nafn og föt. Þú þarft aðeins að tilkynna nafnbreytingu á manntalsskrifstofu, borga smá- gjald og setja auglýsingu í blað. En hver hefur gagn að slíkri auglýs- ingu. Það er ekki líklegt að margir lesi hana og afar fáir myndu vita við hvern væri átt. Þannig getur fólk skipt um nafn, borg og hvað- eina og byrjað alveg upp á nýtt. Það er aðeins skatturinn og fáir opinberir aðilar sem vita um þetta. Það má segja að það séu ópers- ónuleg þægindi. En fslendingum sem hafa alið allan sinn aldur á íslandi og fá í sig hlýjan straum þegar þeir hitta einhvem sem þekkja til „hverra MANNA“ þeir em og leggja ættinni gott orð, gæti fundist tómlegt að búa í landi þar sem slíkt gerist hreint ekki. Það kallar á að einstaklingurinn verður að endurmeta sig eftir öðrum for- sendum. Já, það tekur tímana tvo að brjóta hið íslenska eðli til mergjar og verður víst ekki gert að neinu ráði fyrr en fjarlægð og aðrar aðstæður kasta nýju ljósi á það. Matthildur Björnsdúttir. Adelaide.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.