Tíminn - 08.12.1988, Síða 3
Fimmtudagur 8. desember 1988
Tíminn 3
Erfðamengunarhætta af eldislaxi ekki eins mikil og af er latió:
Er aukinn fjöldi laxa
ekki bara ánægjuefni?
Guömundur G. Þórarinsson er stjómarformaður Lands-
sambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva. Hann segir að af
hálfu sambandsins sé það alveg ljóst að það þurfi að fylgjast
vel með blöndun eidisiax við náttúrulega stofna. Hann sagðist
hinsvegar ekki vera viss um að mönnum væri nægjanleg Ijós
áhrif þessarar svokölluðu erfðamengunar og varaði við
stórorðum yfirlýsingum. Þarna væri vissulega samvinnu þörf.
Þar ætti hann annarsvegar við þá aðila sem eiga gífurlegra
hagsmuna að gæta varðandi fiskeldið og hinsvegar þá sem
ættu hagsmuna að gæta varðandi árnar og svo náttúra
verndarmenn.
Varðandi þá fullyrðingu að svo
gæti farið að laxinn hætti hreinlega
að ganga upp í árnar, sagðist Guð-
mundur vera mjög undrandi á að sjá
svo stór orð á prenti. Þarna sé verið
að fjalla um hluti sem enginn viti
nægilega vel um til að hægt sé að
fullyrða á slíkan hátt.
Hann sagði að umræðan um þá
norsku laxastofna sem hér eru væri
einnig nokkuð undarleg því það væri
jú staðreynd að þær tvær stöðvar
sem eru með norskan lax hefðu flutt
hann inn sem hrogn og þar að auki
væri hann í sóttkví. Guðmundur
vísaði einnig til álits fisksjúkdóma-
nefndar þar sem hann segir að fram
komi að nefndin sjái enga ástæðu til
að halda aftur af dreifingu norska
laxins, með tilliti til fisksjúkdóma.
Guðmundur vildi taka skýrt fram
að vissulega væri ástæða til að fara
varlega í fiskeldi en ábyrgir aðilar
ættu einnig að fara varlega í að
fullyrða um hluti sem þeir ekki geta
staðið við.
Varðandi þær mælingar sem fram
fóru meðal annars í Elliðaánum í
sumar og sýna fram á að allt að 40%
þess lax sem veiðist í Elliðaánúm á
ákveðnu tímabili sé eldislax sagðist
hann ekki geta hrakið slíkar rann-
sóknir en út af fyrir sig teldi hann að
veiðimenn ættu að geta verið ánægð-
ir með aukinn laxafjölda, málið
snerist fyrst og fremst um þá erfða-
mengun sem hugsanlega gæti átt sér
stað. _
Guðmundur sagði að stöðugt væri
unnið að því að framleiða betri net
í sjókvíarnar. Það væri staðreynd að
í sumum tilfellum hefðu framleiðslu-
og/eða hönnunargallar leitt til þess
að mikið magn af fiski hefði sloppið
úr kvíunum og vissulega væri það
þeim sem að fiskeldinu standa mikið
kappsmál að rýrnunin yrði sem
minnst.
Eldislaxinn vill
ekki upp ámar
í nýútkominni bók Þrastar Elliða-
sonar fiskeldisfræðings, „Hann er
á“, er m.a. viðtal við Skúla Skarp-
héðinsson veiðivörð í Leirvogsá.
Þar segir Skúli meðal annars um
göngur eldislax í ána: „Fiskur þessi
(eldislax) virtist vera búinn að vera
lengi í sjó, langt síðan þeir sluppu en
þeir gátu ekki stokkið neitt... .En
svo til allur þessi fiskur var niður frá,
Guðmundur G. Þórarínsson for-
maður LFH.
í neðstu veiðistöðunum og virtist
ekki hafa tilhneigingu til að fara upp
ána að ráði... Ég hef nú grun um að
þessi eldislax hafi farið út aftur, því
þegar við drógum á um haustið
fékkst ekki einn einasti eldislax".
Einnig segir í formála bókarinnar:
„Vissulega eru uppi sterkar raddir
um að einstaka laxastofni sé hætta
búin af eldislaxi, enda varð hans vart
í nokkrum laxveiðiám í sumar. Að
sjálfsögðu gæti slík hætta verið fyrir
hendi, en þó telur höfundur að
reglugerð sem kom til sögunnar í
sumar um flutning og blöndun laxa-
stofna sé ráðstöfun sem hamli gegn
þeirri hættu. Einnig hefur reynslan í
sumar sýnt að eldisfiskar hafa senni-
lega ekki sterka tilhneigingu og orku
til að „sprengja" sig upp fossa og
flúðir á efri svæði, þar sem bestu
hrygningar- og uppeldisskilyrðin eru
gjarnan í ánum. Eldislaxinn dólar í
ósnum og á neðstu svæðunum þar
sem skilyrði eru oft verri fyrir seiði“.
Til viðbótar við ofangreint er ekki
úr vegi að benda á að samkvæmt
heimildum Tímans var sá lax sem
var rannsakaður í EUiðaánum í sum-
ar og reyndist vera allt að 40%
eldislax, að miklum hluta tekinn úr
neðsta svæði árinnar, allt niðurundir
ós. Sömu sögu er að segja af Korpu
og í Laxá í Kjós varð mesta veiðin á
neðsta svæðinu, fyrir neðan Laxfoss.
(Sjá einnig bls. 6.) - áma
Ferðaskrifstofa íslands:
Niðurstaða
á næstunni
„Við höfum verið að vinna að
þessu máli af miklum áhuga, en það
hefur ekki tekist að ganga frá hlutum
þar, eins og ég hefði viljað," sagði
Steingrímur J. Sigfússon samgöngu-
ráðherra í samtali við Tímann, að-
spurður hvort búið væri að taka
ákvarðanir um framtíð Ferðaskrif-
stofu íslands.
Steingrímur J. sagði að búið væri
að ganga frá ákveðnum tillögum til
úrlausnar þessu máli og hefðu þær
verið sendar hlutaðeigandi í gær.
Aðspurður hvort draga ætti söluna
til baka, sagði hann að ekki væri
búið að ganga frá neinu slíku. „Við
höfum verið að vinna að því að
ganga þannig frá öllum hnútum í
sambandi við þessa sölu að hún
verði að öllu leyti í samræmi við þau
markmið sem við teljum að menn
hafi haft í huga þegar heimildir voru
fengnar til að selja starfsfólkinu hlut
í skrifstofunni," sagði samgönguráð-
herra, „og engir utanaðkomandi að-
ilar væru það á bakvið."
Steingrímur sagðist vera orðinn
nokkuð langeygður eftir að geta
gengið frá málinu og vonaðist til
þessaðþaðyrðiánæstunni. -ABÓ
Bannað að aug-
lýsa jólaglögg
Leiðrétting
í Tímanum á þriðjudag var
sagt frá jólabókasýningu í
Norræna húsinu. Fréttinni fylgdi
mynd þar sem sást forláta nasista-
búningur sem fenginn var að láni
í Þjóðminjasafninu og sagt að
það væri gert í tilefni að útkomu
bókarinnar „íslenskir nasistar".
Hið rétta er að Almenna bókafé-
lagið fékk búninginn að láni
vegna kynningar á bók Þórs
Whitehead, „íslandsævintýri
Himmlers“.
Heilbrigðisráðuneytið hefur ósk-
að eftir því við fjölmiðla að auglýs-
ingar um „jólaglögg" séu ekki birtar,
enda brjóti þær í bága við lög þar
sem áfengisauglýsingar eru bannað-
ar.
í bréfi frá ráðuneytinu segir:
„Ekki kemur fram í slíkum auglýs-
ingum hvort um er að ræða óáfenga
„glögg“ eða áfenga. Miðað við þær
venjur sem myndast hafa um svo-
kallaða „jólaglögg“ getur ráðuneytið
ekki annað séð en hér sé um að ræða
auglýsingu á áfengi, en áfengisaug-
lýsingar eru stranglega bannaðar."
- ABÓ
GÆTUM OKKAR VEL
Á JÓLAGLÖGGINNI
Umferðarráð, lögregluyfirvöld á
höfuðborgarsvæðinu og áfeng-
isvamaráð hvetja fólk til aðgátar
og tillitssemi nú í svartasta skamm-
deginu og jólaumferðinni.
Varað er við að bergja um of á
glögg og öðrum göróttum-veigum.
Undanfarin ár hefur f desember-
mánuði fjölgað mjög þeim sem
teknir eru ölvaðir undir stýri og má
oft um kenna glöggdrykkju, en
hún hefur komist í tísku og færst í
aukana undanfarin fá ár.
Lögregluyfirvöld bentu í gær á
að mjög algengt væri að ljósabún-
aður bíla væri ekki í lagi. Ljósa-
skoðun átti að vera lokið 31. okt-
óber og nú í svartasta skammdeg-
inu eiga ljós allra ökutækja að vera
í lagi.
Bílstjórar verða einnig að gæta
þess að nota ljósin rétt og Umferð-
arráð hvetur þá til að misnota ekki
sterka afturljósið sem flestir nýrri
bílar eru búnir.
Þetta ljós á aðeins að nota í þoku
eða öðru dimmviðri. Sé það kveikt
við venjuleg skilyrði þá blindar
það þann sem á eftir ekur og
kemur auk þess í veg fyrir að
hemlaljósin sjáist.
Þá hvetur Umferðarráð alla til
að vera með endurskinsmerki,
bæði börn og fullorðna, og auka
þannig öryggi sitt og sinna.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu hvetur alla vegfarendur til að
vera tillitssama og þolinmóða í
jólaumferðinni og biður bílstjóra
að minnast þess að bílastæði eru
takmörkuð en bílar margir.
Lögreglan biður bílstjóra að
forðast að leggja bílum ólöglega og
stofna þannig til tafa og vandræða
heldur kynna sér hvar bílastæði
eru þótt svo að þeir þurfi að ganga
örlítið lengra fyrir bragðið. - sá
Oli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs skenkir óáfengrí glögg í glösin hjá Sigurði Þórðarsyni
starfsmanni Umferðarráðs, Jóni Guðbjörnssyni í stjórn foreldrafélags Vímulausrar æsku og Sturlu Þórðarsyni
fulltrúa lögreglustjóra í Reykjavík. Timamynd: Gunnar.
Umferðarráð og lögregla: Verum varkár og þolinmóð í jólaumferðinni: