Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 8. desember 1988 Tilboð óskast Tilboð óskast í flutning á áburði frá Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi til framleiðanda á félags- svæði Kaupfélags Hrútfirðinga. Um er að ræða 400-600 tonn, sem þarf að flytja á tímabilinu 1/1 ’89 til 15/5 ’89. Tilboðum verði skilað á skrifstofu Kaupfélagsins fyrir 31/12 ’88. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Kaupfélagsstjóri. DAGVIST BARIVA Forstöðumaður Staða forstöðumanns á skóladagheimilinu Völvu- koti er laus til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri Dagvistar barna í síma 27277. DAGVI8T BARIVA Umsjónarfóstra Dagvist barna í Reykjavík óskar að ráða til starfa umsjónarfóstru með dagvist á einkaheimilum nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir deildarstjóri fagdeildar Dagvistar barna, í síma 27277. Efnisflutningaprammi til söiu Kauptilboð óskast í efnisflutningapramma (split Barge) B-935. Flutningsgeta prammans er 150 m3 eða 300 tonn og er hann smíðaður árið 1977 á Seyðisfirði. Allar nánari upplýsingar veitir Gústaf Jónsson hjá Hafnarmálastofnun ríkisins í síma (91) 27733. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins fyrir kl. 11.30 f.h. föstudaginn 16. desember n.k. þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. Innkaupastofnun ríkisins Borgartúni 7 105 Reykjavík. Hús til sölu á Húsavík Kauptilboð óskast í húseignina Laugarbrekka 22, Húsavík samtals 840 rúmmetrar að stærð. Bruna- bótamat kr. 7.314.000.- Húsið verður til sýnis í samráði við Björn H. Jónsson, sími (96) 41808. Tilboðseyðublöð eru afhent á staðnum og á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu vorri fyrir kl. 11.00 f.h. föstudaginn 16. desember n.k. ÓKEYPIS hönnun auglýsingar þegar þú auglýsir í TÍMANUM AUGLÝSINGASÍMI 680001 Opiö bréf til útvarpsráðs frá Stéttarsambandi: Ofbeit og haugakjöt ekki stimpill á fólk í sjónvarpsþættinum „Maður vikunnar“, sem var á dagskrá ríkissjónvarpsins laugardagskvöldið 3. desember 1988, var nokkuð fjallað um hugsanlega gróðureyðingu af völdum beitar, einkum sauðfjárbeitar. Þegar sauðféð bar á góma var brugðið upp myndum af jarðýtu að urða kjötsicrokka eða af sauðkind við rofabarð. Myndir þessar hafa sést áður í sjónvarpinu, en notkun þeirra umrætt kvöld virtist hafa þann tilgang að lýsa sauðkindinni sem allsherjar gróðurníðingi, nánast moldarætu, og sauðfjárrækt sem fár- ánlegri starfsemi er endaði í því að framleiðslan væri urðuð með jarð- ýtu. Hvað fyrra atriðið varðar eru skiptar skoðanir um þátt beitar í gróðureyðingu. Ljóst er þó að hann er nokkur og einnig hitt að ofbeit lands er á sama hátt og smáfiskadráp og rányrkja á fiskimiðum, óverjandi í okkar menningarsamfélagi. Jafn- framt er augljóst að mestur hluti kindakjötsins er framleiddur á hóf- lega beittu landi þar sem engin hætta er á uppblæstri lands. Sauðkindin við rofabarðið er því undantekning - ekki regla. Um kjötið á sorphaugunum er það að segja að sumarið 1987 var 112 tonnum af gömlu kindakjöti fleygt á haugana. Sama ár var innanlands- neysla kindakjöts 9.060 tonn sem var 54% af allri kjötneyslu íslend- inga það ár. Víst var það óviðeigandi að fleygja kjötinu á haugana með þessum hætti en það sem fór var gölluð vara, aðeins 1,2% af innan- landsneyslu og því myndræn lygi að sýna það sem einu afdrif kjötsins. Öllum geta orðið á mistök, slíkt verður oft fréttaefni. Ljóst er að stundarmistök annarra stétta, sem fengu mikla umfjöllun í fréttum þegar þau gerðust, hafa verið fyrir- gefin og eru ekki talin einkenna stéttina. Þannig hefur handleggs- brotinn maður ekki orðið einkennis- merki lögreglunnar, þjóðkirkjunni var fyrirgefin óreiða hjá Hjálpar- stofnuninni, læknastéttin nýtur al- mennrar virðingar og tiltrúar þrátt fyrir að þar hafi orðið mistök og væhtanlega verður flaskan ekki gerð að merki Hæstaréttar, svo mætti áfram telja. Á sama hátt þurfa sauðfjárbændur að njóta sannmælis og umfjöllun um starfsgrein þeirra að byggjast á stað- reyndum. Stundarmistök eins og ofbeit og haugakjöt eiga ekki að vera stimpill á því fólki sem hefur atvinnu sína af framleiðslu sauð- fjárafurða. Með hliðsjón af framansögðu er þess óskað að allir hópar þjóðfélags- ins njóti sömu mannréttinda þegar um mál þeirra er fjallað. Haldi ríkissjónvarpið áfram á sömu braut og umrætt laugardags- kvöld er athugandi að nafni þáttarins verði breytt í „Lastarinn" með hlið- sjón af vísunni þar sem segir: Lastaranum ei líkar neitt, lætur hann ganga róginn. Finni hann laufblað fölnað eitt fordæmir hann skóginn. Þórólfur Sveinsson varaformaður Stéttarsambands bænda DISNEYRÍMUR Á HLJÓMDISK Háskólakórinn hefur hljóðritað og gefið út á tveim hljómdiskum Disneyrímur Þórarins Eldjárns við tónlist eftir Árna Harðarson stjórn- anda kórsins. Flytjandi ásamt kórn- um er Halldór Björnsson leikari. Disneyrímur komu fyrst út á prenti fyrir tíu árum og hafa þær notið umtalsverðra vinsælda. Rím- urnar fjalla um Walt Disney, sem með „markaðssetningu" Mikka músar og fleiri teiknimyndahetja lagði grunninn að öflugu kvik- mynda- og framleiðslufyrirtæki sínu. í sex rímum, sem ortar eru undir mismunandi bragarháttum, er fylgst með Disney, lífi, störfum og draum- um, segir í tilkynningu frá kórnum. Árni Harðarson stjórnandi kórs- ins samdi tónlistina, með flutning á leiksviði í huga. Útkoman er eins- konar kórkabarett þar sem kór og leikari skiptast á að rekja söguna í tali og tónum. Um helmingur textans er í höndum leikarans Halldórs Björnssonar, auk þess sem sjö kór- félagar koma fram sem einsöngvar- ar. Hljóðritun Disneyrímna var gerð í Stúdíó Stemmu og var Sigurður Rúnar Jónsson upptökumaður. -ABÓ LÖGBANN? Sá kvittur hefur komist á kreik, að ættingjar Ólafs Ketilssonar hygðust setja lögbann á nýútkomna bók um hann. Þar sem fréttir hafa birst í fjölmiðlum, auk ýmissa smágreina þessu viðkomandi, gefur það tilefni tii að skýra örlítið frá gangi þessara mála. Við vinnslu bókarinnar kom fljótt í Ijós að tillögur þess sem hún er kennd við voru léttvægar fundnar hvað orðaval og lýsingar varðar, því þar varð varla nokkru haggað. Undirrituð hafði fjölmargt við bókina að athuga og lagði þar megináherslu á heildarmyndina, sem sjálfsagt væri að hafa í öðru formi. í stórum dráttum má segja að athugasemdir mínar hafi verið sama eðlis og koma frarn í skrifum Indriða G. Þorsteinssonar um bók- ina. Ég taldi nauðsynlegt að skola ofan af og komast að kjarna efnis um stórbrotið lífshlaup þessa at- hafnamanns, en ekki skrá óljósar lýsingar og endurtekningar um það sem fjöldi fólks hefur ekki áhuga á. Auk þess fannst mér sjálfsagt að leggja megináherslu á þann hluta ævi Ólafs sem frásagnarverðastur var, þ.e. meðan hann var í blóma lífsins. Af nógu var þar að taka bæði til fróðleiks og skemmtunar. Persónuleiki hans færof einhliða meðhöndlun, þar sem vantar já- kvæðar og gamansamar lýsingar á samskiptum og gagnkvæmri virð- ingu milli hans og samferðamann- anna. í frásögnina mátti gjarnan flétta lýsingar á hjartahlýju og hjálpsemi, sem var ríkur þáttur í þjónustustarfi hans. Ekki er nóg að þeir sem þekkja Ólaf í dag sjái gegnum frásagnir á hrjúfu yfir- borði, eins og fram hefur komið í skrifum um bókina, hún þarf sjálf að standa fyrir sínu. Ólafur Hannibalsson kemst vel að orði er hann líkir frágangi bókar við rallakstur, en nafni hans, aðal- sögupersónan, sat þar ekki við stjórnvöl, enda hefur það lífsmottó hans, að aka hægt, ekki breyst. ítrekaðar tilraunir voru viðhafð- ar til að fá ýmsar breytingar á bókinni, þar sem Ólafur lagði meg- ináherslu á mildari lýsingar, en án árangurs. Þá var einnig farið fram á að fresta útgáfu hennar með það í huga að vanda betur efni og efnismeðferð, en ekki var sú beiðni heldur tekin til greina. Það er með ólíkindum að honum hafi verið sýnt slíkt tillitsleysi á ævikvöldi, að löngum og ströngum starfsdegi loknum. Það er ekkert launungarmál að hringt var í lögfræðing til að leita ráða og afla upplýsinga um hvaða möguleikar væru á að stöðva út- gáfu bókarinnar að sinni. Þá gæfist tóm til að bæta og breyta. Sam- kvæmt upplýsingum var eina ráðið að setja lögbann á bókina, en ekki þótti ástæða til að fara út í svo harkalegar aðgerðir, einkanlega með tilliti til öldungsins sjálfs. Þegar séð varð að engu yrði um þokað krafðist ég þess, að eitt orð yrði fjarlægt, en ekki var hægt að uppfylla þá ósk mína (gelti bls. 217). Vegna óánægju föður míns með bókina þá fór hann fram á að skrifa eftirmála. Sú heimild fékkst um- yrðalaust. Nú skyldi ætla að það hafi gengið á eðlilegan máta, en því fór víðsfjarri. Hann skrifaði niður frá eigin brjósti og sýndi útgefanda, sem taldi þetta vera í lagi. Að athuguðu máli þótti ástæða til að breyta orðalagi og stytta eftirmálann örlítið. Það var gert, prentsmiðjan setti textann, Ólafur ritaði þar nafn sitt og átti eiginhandarundirskrift hans að birtast sem lokaorð bókar. Ekki tókst betur til en svo að uppkastið var tekið til prentunar og útgáfu í bókinni, en eftirmálinn, sem var yfirfarinn, mun hafa lent í rusla- körfunni - og þar við situr. Engu er líkara en þar hafi ekki dugað rallakstur, heldur þurft að beita næsta hraðastigi - kappakstri. Kæru landar! Ég hef víða komið með öldungnum mínum og viðmót ykkar og framkoma við hann hlýjar mér um hjartarætur. Fyrir það færi ég bestu þakkir. Því miður fór verr en efni stóðu til með útgáfu bókar um hann. Það á víst við um fleira í þjóðlífi okkar, að betur færi að flýta sér hægar. Katla Ólafsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.