Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 8. desember 1988 Verða árnar lax-lausar? í nýútkominni skýrslu Veiðimálastofhunar kemur fram síðan náttúruvaiið, sem velur hæf- að mikil blöndun eldislax við náttúrlega stofna hefur átt sér stað undanfarin ár. Það vekur athygli að í skýrslunni segir að mikil og langvarandi blöndun leiði til minnkandi eða engrar laxgcngdar í ár landsins. Með öðrum orðum er hægt að eyðileggja laxastofna landsins með mikilli erfðablöndun eldisfisks við náttúrlega stofna. Ástæða þess að laxgengd getur brostið er sú að yfirgnæfandi líkur eru á því að hæfni aðkomufísks sé minni en þess náttúrlega. Fiskeldið eykst um ellefu þúsund tonn á fimm árum Til að gefa örlitla mynd af því hversu umfangsmikið fiskeldi er orðið á landinu má nefna að fram- leiðsla á eldisfiski árið 1987 varð alls um 530 tonn. Á þessu ári er talið að hún muni nema um 1700 tonnum, þar af um 170 tonn úr hafbcit. Árið 1987 var sleppt um 950.(MK) seiðum í hafbeit og síðast- liðið vor um 2.2 milljónum seiða. Miðað við 6% heimtur ættu um 132.000 laxar að skila scr í stöðv- arnar sumarið 1989 en það er meira en öll veiöi á náttúrlegum laxi á (slandi. Pess má gcta að áformuð cr gífurleg aukning í öii- um gerðum íiskeldis á næstu árum. 1' tonnum taliö var fiskeldið langt innan 1000 tonn árið 1986 en gert er ráð fyrir að það muni nema um 11.000 tonnum árið 1990. Allt að 40% af laxi í Elliðaánum var eldislax Síðastliðið sumar voru gerðar rannsóknir á því í hversu miklurn mæii eldislax hefði blandast þeim náttúrlega. Pctta var gert með því að safna hreistursýnum af laxi í afla veiðimanna við Faxaflóa þar sem umsvif fiskeldis eru hvað mest. Niðurstöðurnar eru hreint og bcint uggvænlegar því til dæmis kom í Ijós, þegar sýnum var safnað á hverjum degi úr afla veiðimanna í Elliðaám, að hlutfall eldislax í aflanum var minnst í júni eða 0,8% en mest í ágúst eða rúmlega 40%. Sömu rannsöknir voru gerð- ar í Úlfarsá og Leirvogsá. Niður- stöður úr þeim rannsóknum liggja ekki fyrir en ljóst er að þær eru á sáma veg og að ofan greinir. Pá voru fjögur sýni tekin úr afla í Hvítá í Borgarfirði og kom í ljós að minnst var af aðkomufiski í enda júní mánaðar eða rúmlega 6% aflans en mest í byrjun júlí, tæplega 30%. Nátkifegini stofnum stafar hætta af eldisfiskinum f skýrslu Veiðimálstofnunar kemur fram aö hættan af tilvist eldisfísks á meðal náttúrlegra stofna sé tvíþætt, annarsvegar sé um að ræða sjúkdóma og sníkjudýr en hinsvegar er hættan skilgreind erfðafræðilega. 1. Sjúkdómar og sníkjudýr Aukið fiskeldi hcfur leitt til aukningar á sjúkdómstilfellum meðal eldisfisks og sjúkdómar og sníkjudýr geta hugsanlega breiðst út, frá eldisfiski yfir í náttúrlegan fisk. Til dæmis hcfur afbrigði af sníkjudýri borist frá Svíþjóð til Noregs og er nú ( a.m.k. 28 vatnakerfum þar í iandi. Þctta sníkjudýr er talið valda um 250-500 tonna veiðitapi áriega í Noregi. Einnig hefur verið staðfest að nýrnavcikibaktería hafi nýlega borist til Færeyja frá norskri kyn- bótastöð. 2. Erfðafneði. í scrhverri laxveiðiá er a.m.k. einn laxastofn og jafnvel fleiri. Með laxastofni er átt við hóp laxa sent hrygnir á tiltcknum stað á tilteknum tíma og hrygnir ekki í neinum mæli með öðrum stofnum á öðrum stað eða tíma. Grundvöll- ur þess að þetta eigi sér stað cr hin mikla ratvísi laxins, en hann skilar sér nær alltaf í hcimaána, þaðan sem hann er upprunninn. Pað er ustu einstaklingana á hverjum stað, sem aftur veldur því að í hverri á myndast stofn sem þolir best þær umhverfísaðstæður sem eru í ánni og á því svæöi sem fiskurinn fer um. Ef mikiö af eldisfiski viilist upp í laxveiðiár verður erfðablöndun eða erfðamengun. Hætta á erfða- mengun er mest ef fiskur rneð mjög óltka arfgerð villist í miklu magni upp í laxveiðiá. Eftir blönd- un er stofninn ekki jafn hæfur til að nýta ána á samá’hátt og sá fyrri. Ef innstreymi eldisfisksins hættir gæti svo fariö að áin yrði laxlaus með öllu. Hvaöertilráða? Veiðimálastofnun bendir á að reyna verði að minnka hættuna á því að eldisfiskur sleppi úr kvium þt5 svo að aldrci verði unnt að komast alveg fyrir að slíkt gcrist. Varðandi hafbeitarlaxinn er bent á að minni líkur séu á að hann villist sé honum sleppt í ferskvatn. Einnig er bent á að með því að nota lax af viðkomandi svæði' megi ætla að hann skili sér frekar í réttar ár en ella. f ljósi þeirra niðurstaðna sem að ofan grcinir segir í skýrslu Veiði- málastofnunar að brýnt sé að frysta svil úr islenskum laxastoínum til geymslu, ef þróun næstu ára kynni að ieiða til þess að stofnar líði undir lok. -áma Flugsamgöngur leggjast af við ísafjörð þegar rignir: Flugbrautin drullusvað Ástand ísafjarðarflugvallar hefur verið bágt undanfarið og gátu Fokk- ervélar Flugleiða ekki lent á vellin- um mestan hluta síðustu tveggja vikna vegna aurbleytu á flugbraut- inni. Að sögn talsmanns flugfélagsins Ernis á ísafirði er það einkum hluti vallarins sem verður illa úti þegar frost fer úr jörðu og rigna tekur. Fyrir um tíu dögum var frost á ísfirði en síðan tóku við langvarandi rigningar og varð þá flugvöllurinn ófær Fokkervélunum. Fyrir fjórum dögum frysti aftur og komust við það á reglulegar flugsamgöngur við Reykjavík á ný. Bæjarráð fsafjarðar hefur fundað um ástand vallarins og ritað þing- mönnum Vestfjarða og flugmála- stjóra bréf þar sem krafist er skjótra úrbóta og að völlurinn verði malbik- aður. - sá Á myndinni eru, talið frá vinstri: Björn Tryggvason, Sigurður Njálsson, Haukur Helgason, Stanislaw Laskowski, Alexandra Laskowski, Björn Guðmundsson og Haraldur Haraldsson. Pólsk yfirvöld heiöra nokkra íslendinga: Orðuveitingar á pólska vísu Hinn 29.nóvember voru nokkrir aðilar, sem í mörg ár hafa tekið þátt í árangursríkri samvinnu milli Pól- lands og íslands, heiðraðir við hátíð- lega athöfn í Pólska sendiráðinu. Haukur Helgason, varaformaður og einn af stofnendum Pólsk-ís- lenska félagsins var heiðraður með „Commandary of the order“, Björn Tryggvason aðstoðar-seðlabanka- stjóri og Sveinn Á. Björnsson hjá utanríkisráðuneytinu fengu gull- orðu. Silfurorðu fengu Björn Guð- mundsson hjá Ásbirni Ólafssyni hf., Haraldur Haraldsson hjá Andra hf., og Sigurður Njálsson. Það var Dr. Stanislaw Laskowski, verslunarfulltrúi Póllands á íslandi sem veitti viðurkenningarnar og sagði hann meðal annars að þetta væri þáttur í því að heiðra þá íslendinga sem verið hafa viðriðnir mikilvæg samskipti þjóðanna, við- skiptalega og ekki síður menningar- lega. - áma íslenska flugsögufelagió: Flugmálaannáll Annálar íslenskra flugmála, fimmta bindi, eru komnir út hjá fslenska flugsögufélaginu. Nær það yfir árabilið 1939-1941 og er að vanda í samantekt Arngríms Sig- urðssonar. Á þessum árum var mikið fjallað um hvort gera ætti flugvöll í Vatns- mýrinni. Skemmtilegt er að sjá um- fjöllun sem þessa þar sem m.a. er rætt um aðra mögulega staði fyrir Rekjavíkurflugvöll. Þar er getið um Kringlumýrina, Bessastaðanesið, hraunið fyrir sunnan Hafnarfjörð, Sandskeiðið, flatirnar austan Rauð- hóla og melana hjá Ártúni. Vegna þess að ekki er enn kominn flugvöllur fyrir Reykvíkinga á upp- hafsárum þessa annálabindis, kemur sjóflugvélin TF-ÖRN mikið við sögu alla bókina. Aftarlega er þess svo getið að TF-ÖRN hafi flogið alls eitt þúsund ferðir og þykir það mikið flug. M.a. eru myndir af nauðlend- ingu Arnarins á Svínavatni 27. apríl 1939. Pá fær flugvélin TF-SUX mik- ið rými í myndefninu. Bókin er nokkuð tæmandi yfirlit yfir flugsögu þessara ára og er t.d. birtur fjöldi skírteina, mynda og skráningataflna. Á þessum árum fer fram mikil umræða um stofnun ann- ars flugfélags en Flugfélags íslands hf. Félag um skjala- stjórnun stofnað Félag um skjalastjórn hefur verið stofnað, en að stofnun félagsins stóð hópur fólks, sem kallar sig Áhuga- hóp um skjalastjórn. Hópurinn hefur starfað óformlega saman í u.þ.b. 1 1/2 ár og hefur skipst á skoðunum og upplýsingum um skjalastjórn. Priggja daga náms- stefna var haldin um efnið í janúar s.I. og var fulltrúum stærstu fyrir- tækja landsins boðið. Unnið er að því að halda aðra námsstefnu í febrúar á næsta ári. í frétt frá félaginu segir meðal annars, að skjalastjóm gegni ört vaxandi hlutverki í rekstri fyrirtækja og stofnana, vegna síaukinnar fram- leiðslu á upplýsingum í ýmsu formi. í ýmsum deildum háskóla sé aukin áhersla lögð á skjalastjórn og félög og samtök hafi verið stofnuð víða um heim. Áhugahópurin taldi stofnun félags tímabæra hér á landi. Hugmyndin er að verkefni félagsins verði m.a. að kynna hugtakið skjalastjórn, auka þekkingu og fræðslu í greininni og jafnframt að stuðla að samvinnu þeirra, sem starfa við skjalastjórn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.