Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.12.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 8. desember 1988 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGlslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Póstfax: 68-76-91 Grjótkast úr glerhúsi Síöast liðinn mánudag fóru fram á Alþingi utandag- skrárumræður um vanda útgerðar og fiskvinnslunnar, að beiðni stjórnarandstöðunnar. Nokkuð skaut skökku við að Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra skyldi hefja umræðurnar með árásum á ríkisstjórnina um að ekkert væri gert til að leysa þann vanda sem þessar atvinnugreinar eiga í. Svo virtist sem hann væri algerlega búinn að gleyma þeirri staðreynd að orsök vandans má rekja til vanhugs- aðrar efnahagsstjórnar í hans eigin herbúðum og að hann gafst upp við að taka á þessum málum meðan hann hafði ráðin á hendi sér og fullan vilja samstarfsaðilanna í þeim efnum. Nú finnur fyrrverandi forsætisráðherra hvöt hjá sér til að hefja umræður um þessi mál og óskapast yfir aðgerðarleysi. Sannarlega kastaði hann steini úr glerhúsi. Rétt er að minna á að í sumar sem leið skipaði Þorsteinn Pálsson sérstaka nefnd manna úr atvinnulíf- inu til þess að fjalla um vanda undirstöðuatvinnugrein- anna og skila til þáverandi stjórnvalda tillögum að leiðum sem rétt gætu stöðu þeirra. Eftir mikla og samviskusamlega vinnu skilaði nefndin tillögum. Sam- dóma álit nefndarmanna var að reyna bæri svonefnda niðurfærsluleið. Þrátt fyrir yfirlýsingar samstarfsflokk- anna í ríkisstjórn um að það yrði gert, hafnaði sjálfur forsætisráðherrann Þorsteinn Pálsson því að farið væri eftir tillögum nefndarinnar, þeirrar nefndar sem hann hafði sjálfur valið. Ekki verður sagt að Þorsteinn Pálsson eða Sjálfstæð- isflokkurinn hafi lagt fram neinar raunhæfar tillögur í staðinn og má helst ætla að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á þeim tíma alls ekki skynjað þá erfiðleika sem yfirvofandi voru. Út af fyrir sig er það ánægjulegt að augu þeirra manna skulu hafa opnast og að í þeim herbúðum skuli finnast skilningur á þeim vanda sem við er að etja. Batnandi mönnum er best að lifa. Framsóknarmenn vildu að niðurfærsluleiðin yrði farin og lögðu mikið verk í að útfæra hugmyndir þar að lútandi, enda sú leið ótvírætt fær á þeim tíma og vilji fyrir hendi meðal almennings og stjórnenda fyrirtækja að reyna hana. Vafalítið stæði útgerðin og fiskvinnslan betur ef farið hefði verið eftir tillögum sérfræðinga- nefndarinnar. í tali sjálfstæðismanna ber hátt nauðsyn á enn einni gengisfellingunni, þrátt fvrir að sú leið hafi marg oft verið farin án árangurs. A það skal minnt að afurðalán eru gengistryggð og stórskuldug fyrirtæki munu bera þyngri skuldabyrðar eftir að gengið hefur verið fellt. Á þetta er bent þar sem eitt aðalatriðið til að bæta stöðu atvinnufyrirtækjanna er að lækka tilkostnað, og þá ekki síst fjármagnskostnaðinn sem er að ríða fyrirtækjunum að fullu, hvort heldur þau eru í útgerð, fiskvinnslu eða öðrum rektri. Af þeim sökum leggur núverandi ríkisstjórn höfuð- kapp á lækkun vaxta. Fyrstu skrefin í þá átt hafa verið stigin og þeim verður fylgt eftir á næstu dögum og mánuðum. Lækkun vaxta var eitt af þeim atriðum sem Sjálfstæðisflokkur vildi hvað síst samþykkja í síðustu ríkisstjórn og ber enginn flokkur meiri ábyrgð á þeirri vaxtastefnu sem viðgengist hefur en hann. Núverandi ríkisstjórn hefur lagt mikla vinnu í að finna leiðir til að rétta við atvinnufyrirtækin í landinu. Vonandi tekst ríkisstjórninni að koma fótum undir atvinnulífið að nýju. Frá þeim vanda hlupust sjálfstæðis- menn. Það er sú staðreynd sem óhögguð stendur, hvað svo sem öllum hrópum frá þeim líður nú. GARRI Að brosa á búlgörsku Forystusgrein Morgunblaðsins í gær heitir: Er þetta sjúkt þjóðfé- lag? Þar er vitnað til þess hve heimkomnum íslendingum bregð- ur í brún, þegar þeir sjá ysinn og þysinn í fslendingum við lífsbjarg- arleitina. Ofan á þetta daglega spretthlaup bætast svo jólin og undirbúningur að þeim ár hvert, og það er því engin furða þótt Mogganum blöskri. Raunar blöskrar okkur líka á stundum. Þá bendir Moggi á, að opinberar um- ræður einkennist í stórauknum mæli af miskunnarieysi og hörku, en auðvitað fylgir slíkt í kjölfarið þegar margir hanga á bcininu ■ einu. Að ‘minnsta kosti var það þannig í sveitinni í gamla daga. Moggi segir að tímin sé kominn til að slaka á þessari spennu og er það orð að sönnu. En þegar litið cr yfir sviðið sést að spennan á sér m.a. rætur í stjórnlausri gróðaleit og alefli við að græða. Á góðri stundu vcstur á Patreksfirði ncfndi Matthías Bjarnason, þingmaður, til gróða- punga í Reykjavík svo gnast við hátt í flokki hans. Þótt orðið sé notað þarna i heldur niðrandi merkingu eru þó fjölmargir að sækjast eftir því að verða gróða- pungar með sama hætti og Bretar sækjast eftir að fá að rita D.S.O. aftan við nafnið sitt. Til saman- burðar mætti nefna að hér skrifuði gróðapungur nafnið sitt Jón Jóns- son G.P. „Kassi með rusli“ Kaupæði og neysluæði er lang- vinnur sjúkdómur, sem fyrst ságði til sín á uppboðuni, axsjónum, úti á landi, þegar bú voru boðin upp vegna brottfarar. Á uppboðsgögn- um sést víða að seldur hefur verið „kassi með rusli" og fór kannski á tvær krónur í æsingnum og það fyrir stríð. Síðan tóku við útsölur, skammtanir á stríðsárunum og lengur og síðan gengisfcllingar og vöruskattar. Allt þctta ýtti undir kaup og neysluæði. Við erum orðin langþjálfuö í slíkum æðisgangi. Einn leiðari í Mogga, þótt góður sé, gerir þar litla stoð. Dæmi um dýrar vörur og dýra vinnu sjást víða. Verslun á Islandi býr nú við húsakost sem hæfir fjögurra milljóna þjóð, og verður að selja dýrt og hafa tnikiö umleikis til að standa undir stcinsteypunni. Á sáma tíma standa helstu atvinnu- vegir, þ.e. framleiðslan frammi fyrir gjaldþrotum af meiri stærðar- gráðu en við höfum þekkt áður. Það er því engin furða þótt fréttir af almennum æsingi liafi jafnvel borist inn á ritstjórnarskrifstofur Mogga. Skothelt kerfi G.P. Við hér á Tímanum höfum líka haft frá margvíslegum æsingi að segja. Nú síðast tannviögcrðum í Búlgaríu. Lengi hefur því verið haldið fram að G.P. tannlækna- þjónustunnar hér hafí komið sér upp skotheldu verðlagskerfi, þar sem tannviðgerðir, brýr og heila gebyssið er verðlagt á fjallháar og óskiljanlegar upphæðir. Margar at- lögur hafa verið gerðar að G.P. kerfinu í tannlæknaþjónustunni en án árangurs. Einn af fulltrúum Framsóknar í borgarmálum, Jón Aðalstcinn Jónasson, gerði kostn- aðinn að umtalsefni fyrir nokkrum árum, en því máli tókst að þvæla þannig, að engin leiðrétting fékkst. Þá gerði Jóhanna Sigurðardóttir, harða hríð að tannlæknum og fékk einn frá Húsavík, sem hélt nú að verðlagið væri í lagi. Þannig hafa tannlæknar varist hverri gagnrýnis- rödd og snúið vöm í sókn, þegar kemur að kostnaði við tannvið- gerðir. Áfram situr við það sama. Fólk verður að borga fjallháar upphæðir fyrir tannhirðuna í trausti þess að íslenskir tannlæknar séu cinir i heiminum. Postulínsmunnar En svo gerðist það um daginn, að tannlæknar okkar voni ekki lengur einir í heiminum með sinn fjallháa skala fyrir tannviðgerðir. Frétt barst um það til Tímans, að ferðalangar í Búlgaríu hafi komist á snoðir um það, eiginlega fyrir tilviljun, að hægt er að fá gert við tennur þar í landi, keyptar brýr og heilu stellin fyrir aðeins part af því verði, sem sambærilegt tyggitau kostar á Islandi. Þetta þykja nú aldcilisttíðindi i tannhrjáðu landi, þar sem það kostar hátt upp í gæðingsverð að láta laga á sér munninn. Þcir verða árciðanlcga margir á næstunni sem nota sér þau góðu kjör sem gilda uni tann- viðgerðir í austantjaldsiöndum. Fram að þessu hafa innkaupaferðir til Glasgow þótt hinar mestu kjara- ferðir. E'n þær em aðeins hismi og hjóm hjá því að fá gert við tennur í Búlgaríu og sleppa þannig við að greiða skattinn til G.P. kerfisins á Islandi. Það verður ekki dónalegt fyrir þá nýviðgerðu að koma heim með hvítan postulínsmunn og brosa á búlgörsku. Garri VÍTTOG BREITT Skattamál barna undir fermingu Frændkona mín á 12. ári og ekki allra kvenna mest á vöxt eða um líkamsburð hefur ekki áhyggjur af öðru meira en sumaratvinnu sinni á næsta ári. Af hennar hálfu kemur ýmislegt til greina. Hún gæti vel hugsað sér að vinna sveitastörf, einkum ef hún fengi að „keyra traktor“. Hins vegar er áhugi henn- ar ekki síður bundinn við það að verða sendill eða töskuberi á hót- eli! Miklu síður freistar það frænku minnar að bera út blöð. Það finnst henni ekki nógu frumlegt Barnavinna Ætli það sé ekki séríslenskt fyrir- bæri að börn innan við fermingu séu áhyggjufull út af atvinnu sinni og peningaafkomu á þann hátt sem þetta litla dæmi sýnir? Erlendur kunningi þess sem þetta ritar, hafði orð á því eitt sinn, að hvergi í vestrænum heimi né nokkru vel- sældarlandi sem hann þekkti til, væri barnavinna jafnalgeng og á íslandi. Furðaði hann sig á því að sjá börn taka þátt í erfiðisvinnu á almennum vinnumarkaði, m.a. í verksmiðjum og fiskvinnslustöðv- um. Slíkar athugasemdir útlend- inga erp algengar, enda talið auð- kenni á fátæktarlöndum og frum- stæðum þjóðfélögum að nýta vinnuafl barna. Hitt er annað mál að glöggir útlendingar sjá fljótlega að hér viðgengst engin barnaþrælk- un. Þótt svo vilji til að sjá megi börn að vinnu á almennum vinnu- stöðum, þá er yfirleitt svo, að þau eru þar í skjóli sinna nánustu eða kunningja og vina. íslendingar þurfa ekki að óttast að fá á sig óorð fyrirbarnavinnu. Nærtækara sýnist að halda því á loft að á íslandi þyki hverjum manni fremd að því, hvert svo sem leiðin kann að liggja, að hafa kynnst atvinnulífinu frá ýms- um hliðum allt frá barnæsku. Ef til vill er meiri hætta á því nú að sá tími fari í hönd að börn og ungling- ar taki að fráfælast svo erfiðisvinnu og hversdagsstörf, að þau gerist þeim framandi ef ekki fjandsam- leg. Eða hvar er skjól fyrir fordóm- um og firringu? Sérgrein bama Eitt er það starfssvið, sem lengi hefur verið e.k. sérgrein barna, það er blaðasala og blaðaútburður. Útburður dagblaða (í Reykjavík) er býsna reglubundinn og sýnist í góðu lagi, þannig að nú fá kaup- endur dagblaða blaðið sitt eld- snemma á morgnana. Oft eru það börn undir fermingu, sem sjá um útburðinn og hafa farið á fætur fyrir allar aldir til þess að hafa lokið skylduverki sínu áður en þau fara í skólann og áður en kaupend- urnir fara í vinnuna. Þessi börn eru stundum svo snemma á ferðinni, að kaupendur blaðanna sjá þau ekki og vita varla af því að það voru lítil börn sem komu með þessa brýnu skyldulesningu dagsins. Fyrir fótaferð Fyrir þjónustu sína fá börnin umsamda þóknun frá blöðunum. Auðvitað er það hennar vegna sem þau sækjast í að bera út blöð löngu fyrir fótaferðartíma, í skammdegi og ýmsum veðrum. Ekki eru þetta háar upphæðir á mælikvarða heimsmarkaðarins, nokkurþúsund krónur sem hvert barn vinnur sér inn á mánuði. Nú hefur eftir- rekstrarmönnum í skattkerfinu upplokist sú tilgáta að börnin og blöðin séu í sameiningu að stinga fúlgum fjár undan skatti í sam- bandi við þessa blaðburðarþókn- un. Hafa dagblöðin fengið áminn- ingu frá embætti ríkisskattstjóra um að taka 6% af blaðburðarþókn- un upp í fyrirframgreiðslu skatta. Kannske finnst eitthvert reglugerð- arákvæði, sem embættismenn hafa búið til og látið ráðherra undirrita óvörum, sem styður þessa inn- heimtu. En mikið má það húmor- leysi vera og óþjál sú bókstafstrú, sem fær skattayfirvöld til þess að gera rex út af svona tittlingaskít. Hverju munar? Það væri annars fróðlegt að sjá áætiun um það, hverju það munar fyrir ríkissjóð að halda þessari innheimtu til streitu, eða hvort ekki finnist einhverjar málsbætur fyrir skattleysi blaðburðarbarna, svo að samviskusamir embættis- menn geti sofið rólegir og þurfi ekki að vera með eftirrekstur út af smámunum. Ingv. G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.