Tíminn - 08.12.1988, Síða 9

Tíminn - 08.12.1988, Síða 9
Fimmtudagur 8. desember 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR Haukur Halldórsson formaður Stéttarsambands bænda: Aðlögun búvöruframleiðslunn- ar viðkvæm og vandasöm Að undanförnu hafa birst í dagblöðum nokkrar greinar eftir bændur þar sem fjallað er um framleiðslumál landbúnaðarins, búvörusamningana og framkvæmd þeirra. Sérstaklega er þar vikið að uppkaupum og leigu Fram- leiðnisjóðs á fullvirðisrétti sem framkvæmd er á vegum Framkvæmdanefndar búvörusamninga. Af þeimi mætti ætla að bændur séu hlunnfarnir í þessum málum og að Stéttarsamband bænda vinni beinlínis gegn hagsmunum sveitanna. Eðlilegt er að skiptar skoðanir séu um framkvæmd svo viðkvæmra og vandasamra aðgerða sem stjórn búvöru- framleiðslunnar er. Mikilvægt er hins vegar í þeim málflutningi að rétt sé farið með staðreyndir og horft sé með raunsæi á stöðuna. Ekki unnt að hverfa til fortíðarinnar Umrædd greinarskrif bera vitni um mikið vanmat á þeirri stöðu sem framleiðslumál landbúnaðar- ins voru komin í fyrir setningu bú- vörulaganna. Það er misskilningur að bænda- stéttin hafi átt kost á því að halda útflutningsbótakerfinu óbreyttu. Fyrir því var ekki lengur pólitískur vilji í landinu. Hins vegar var og er almennur skilningur á því meðal þjóðarinnar að landbúnaðurinn þurfi áfram á fjármunum að halda til endurskipulagningar og auk þess tíma til umþóttunar. Sá tími sem til þess er ætlaður er að vísu of skammur (til 1992) og þyrfti að lengjast, a.m.k. fram til aldamóta. Forustumenn bænda hlutu að taka tillit til þessara staðreynda og reyna að hafa áhrif á þróunina í þá átt að heildarhagsmunum landbún- aðarins yrði sem best borgið. Búvörusamningurinn - mikilvægasta aðgerðin Lang mikilvægasti þátturinn í framkvæmd búvörulaganna er gerð búvörusamninganna. Með þeim fengu bændur ákveðin markmið að stefna að í framleiðslu sinni og þeirri óvissu sem áður ríkti var bægt frá, þ.e.a.s ef menn voru reiðubúnir að horfast í augu við staðreyndir. Engin ein aðgerð hef- ur á síðustu árum fremur stuðlað að atvinnu- og afkomuöryggi bænda en búvörusamningarnir. Fullyrðingar um að við úthlutun fullvirðisréttar og framkvæmd samninganna yfirleitt hafi fyrst og fremst verið gætt hagsmuna stærstu búanna eru fjarri lagi. Til marks um það tóku 108 stærstu mjólkur- framleiðendumir á sig skerðingu sem nam öllum samdrætti í mjólk- urframleiðslunni milli verðlagsár- anna 1984/1985 og 1986/1987 (2,4 millj. Iítra) auk þesssem verulegur framleiðsluréttur var fluttur frá þeim til minni búanna. Þegar fullvirðisrétti í sauðfjár- framleiðslu var fyrst úthlutað (1986) fengu minnstu búin minna en 3% skerðingu að meðaltali, á sama tíma og þau stærri voru skert um rúm 5% að meðaltali. Um það hvort hér var skynsamlega staðið að málum má hins vegar deila ef eingöngu er horft á málið út frá hagkvæmnissjónarmiðum. Ákvörðunin haustið 1986 um að Framleiðnisjóður keypti upp og Ieigði 800 tonna fullvirðisrétt í kindakjötsframleiðslunni var fyrst og fremst ætluð til þess að draga úr því tekjutapi sem af samdrættinum leiddi og vemda minni framleið- endurna. Talið er að ef þetta hefði ekki verið gert hefði það leitt til allt að 10% tekjuskerðingar fyrir hinn almenna sauðfjárbónda umfram það sem orðið hefur. Á sama hátt er aðgerðum Fram- kvæmdanefndar búvörusamninga nú í haust og í fyrrahaust ætlað að koma í veg fyrir frekari almenna skerðingu á framleiðslurétti í sauð- fjárframleiðslunni og á þann hátt vernda afkomuöryggi þeirra sem afkomu sína eiga undir þessari framleiðslu. Hvar stæðum við án búvörusamninga? Fróðlegt er að velta því fyrir sér hvar við stæðum ef ákvæði búvöru- laganna um búvörusamninga hefðu ekki komið til, engir búvörusamn- ingar verið gerðir og engin fram- leiðslustýring verið tekin upp. Reynsla undanfarinna missera í alifuglaframleiðslu og í kartöflu- rækt eru glögg dæmi um til hvers aðgerðarleysi í þessum efnum get- að leitt. Þar hefur ríkt hernaðarástand með tilheyrandi undirboðum á markaðnum sem verslunin hefur notfært sér með kröfu um síaukna afslætti oggreiðslufresti. Þetta hef- ur leitt til þess að fjárhagur flestra framleiðenda er í rúst og fjöldi þeirra hefur orðið að hætta búskap. ■ Samkvæmt blaðafregnum hefur verið auglýst nauðungaruppboð á fimmtu hverri jörð í Þykkvabæ og er það að sögn heimamanna afleið- ing tveggja ára skipulagsleysis í sölumálum. Þykkvabæjarbændur voru til skamms tíma taldir með stöndugri bændum á landinu. Auðvelt er að ímynda sér til hvers slíkt ástand hefði leitt í sauðfjárræktinni og hefði þá lítið þýtt að ræða um byggðasjónarmið. Fullvirðisréttarkaupin Tilboðum Framkvæmdanefndar búvörusamninga um kaup og leigu fullvirðisréttar er fundið margt til foráttu í umræddum greinum. Þau eru talin ólögmæt, andstæð búvörulögunum, siðferðislega röng og brjóta í bága við friðhelgi eignarréttarins. Tilboð Framkvæmdanefndareru í fullu samræmi við ákvæði búvöru- samninganna og það er misskiln- ingur að þar sé verið að nota fé Framleiðnisjóðs. Þarna er verið að nota fé sem að öðrum kosti gengi til útflutningsbóta. Varlagetur það verið siðlaust að kaupa upp full- virðisrétt í þeim tilgangi að ekki þurfi frekar að skerða fullvirðisrétt þeirra sem áfram stunda sauðfjár- framleiðslu og hafa ekki að öðru að hverfa. Friðhelgi eígnarréttarins er heldur ekki á neinn hátt brotin því að enginn er neyddur til þess að selja eða leigja rétt sinn. Það gera menn upp við sjálfa sig. Hverjir hefðu fremur átt að fá tilboð? Það er fráleitt að tilboðin um leigu og sölu fullvirðisréttar sé geðþóttaákvörðun þeirra fjögurra manna sem nú sitja í Fram- kvæmdanefnd búvörusamninga. Stefnumótun í þessum málum var ítarlega rædd á vettvangi Stéttar- sambands bænda sl. vor og sumar og á aðalfundi þess í lok ágúst sl. var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða af þeim 63 fulltrúum sem þar eiga sæti: „Aðalfundur S.B. 1988 leggur til eftirfarandi varðandi kaup og leigu Framleiðnisjóðs á fullvirðis- rétti í sauðfjárrækt: a) Að tilboð til aldraðra bænda, 67 ára og eldri, standi áfram um allt land. Jafnframt verði gert átak í að kynna eldra bænda- fólki rétt sinn til lífeyris og tryggingabóta. b) Sérstakt tilboð til bænda á svæðum þar sem samstaða næst um að draga saman sauðfjár- rækt, m.a. vegna gróðurfarsað- stæðna. c) Bændur, sem gera samning um aðstoð við að hefja skógrækt í stórum stíl, geri jafnframt samning um sölu fullvirðisrétt- ar, samkvæmt tilteknum kjörum. d) Áð mjólkurframleiðendum með litlar sauðfjárhjarðir verði gert nokkru hærra tilboð en tíðkast hefur. Eins og áður segir er markmið þessara aðgerða að draga úr hættu á því að beita þurfi frekari skerð- ingu fullvirðisréttar hjá þeim bændum sem lifa á sauðfjárrækt. í samræmi við það byggist stefnu- mörkun aðalfundarins á því að beina tilboðinu einkum til þeirra hópa sem eiga annarra kosta völ, eða bænda sem vilja af einhverjum orsökum hætta eða draga úr fram- leiðslu. Það er ástæðulaust að horfa fram hjá því þegar meta skal hvert á að beina tilboðum um leigu og sölu fullvirðisréttar að hjón sem bæði eru orðin 67 ára eiga rétt á ellilaunum og tekjutryggingu sem samsvarar launum vegna umhirðu 214 ærgilda sauðfjárbús eins og þau eru reiknuð á verðlagsgrund- velli. Er þetta eyðibýlastefna? Eyðibýlum er ekki að fjölga snögglega nú, jarðir hafa verið að fara í eyði alla þessa öld en fáar jarðir hafa hins vegar farið í eyði beinlínis vegna þeirra fjármuna sem varið hefur verið til kaupa og leigu fullvirðisréttar. Reynslan sýnir að það eru einkum þrír hópar bænda sem notfæra sér þessi tilþoð. - aldraðir bændur með lítil bú og léleg útihús og bændur sem ekki sjá fram á að neinn af þeirra nánustu taki við búrekstrinum. - bændur í öðrum störfum sem jafnframt reká búskap. - bændur í erfiðri og vonlausri skuldastöðu. Það hefur líka komið í ljós að mikill hluti þeirra sem tóku tilboð- inu um leigu og sölu fullvirðisréttar nú í haust eru komnir á ellilauna- aldur. Með þessum aðgerðum hefur því ekki ‘verið hrundið af stað eyðibýlastefnu heldur gerð sárs- aukaminni þróun sem í mörgum tilfellum var óumflýjanleg og sem ekki er afleiðing framleiðslustjórn- unarinnar heldur á rætur lengra aftur í tímann. Auðvitað má finna dæmi um að bændur á góðum og vel hýstum jörðum hafi selt eða leigt fullvirðis- réttinn. Það er hins vegar engin nýlunda að búskap sé hætt á slíkum jörðum vegna ýmissa ástæðna. Margar vænar bújarðir hafa farið í eyði undanfarna áratugi án þess að yfirvöld eða samtök bænda hafi fengið rönd við reist, eða mat verið lagt á þjóðhagslegt gildi þeirra. Slíkt er ekki nýlunda og frjálst í þessu landi hvað sem skoðunum okkar um skynsamlega nýtingu lands og eigna líður. Allt óþarfi i meira Neysla á kindakjöti innanlands hefur minnkað stórlega á síðustu tveimur árum. Á verðlagsárinu 1986/1987 var hún 8.600 tonn eða um 1.400 tonnum minni en áætlað var. Á síðasta verðlagsári varð hún 8.800 tonn sem er 700 tonnum minna cn áætlun búvörusamning- anna gerði ráð fyrir. Þetta gerðist þrátt fyrir að frá síðustu áramótum er hlutfall niðurgreiðslna allt að 10% hagstæðara en verðið hefur undanfarið borið saman við annað kjöt. Neysla á kindakjöti hérlendis mun þó enn vera með því hæsta sem gerist eða 35 kg á mann á ári og borið saman við aðrar kjötteg- undir er staða þess mjög sterk á markaðnum. Það sem veldur þessari þróun er fyrst og fremst almenn breyting á viðhorfum neytenda og stóraukið framboð á öðru kjöti og annarri matvöru yfirleitt. Varðandi þróun- ina erlendis höfum við ekki haft nokkurn möguleika á að verjast henni. Enn hlaðast þar upp birgðir af ódýru kjöti. Sérstaða íslenska lambakjötsins er ekki metin slík að hún vegi upp á móti lágu verði á öðru kjöti. íslensk markaðsstarf- semi breytir þar litlu um. Það er ekki uppgjöf að horfast í augu við þessar staðreyndir og markmiðið með uppkaupum og leigu fullvirð- isréttar er að reyna að koma í veg fyrir að skerða þurfi fullvirðisrétt- inn enn frekar vegna þessa hruns á erlenda markaðnum og samdráttar í sölu innanlands.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.