Tíminn - 16.12.1988, Síða 12

Tíminn - 16.12.1988, Síða 12
12 Tíminn Föstudagur 16. desember 1988 ÚTLÖND — *■ W * f* STIMG — ---*-------------■......• ----- ONSDACLNDLN 14 DKCKMUKH ÍZZZTJZ ll-IRK «1SVENSKA DAGBI CAaaanl 'rÍAklaaaren: , Jagtrorvi : har mördaren • ■ . l»w W-.ll NiJ4l VECXASO TEC Ot-IJ JOO0 TORSDAQEN DEN 15 |>eCZMBE)t l*t» Kand váldsman anhállen for mprdet pa Olof Palme fcn 41-éri* (idifmrc kJlnd váidinuui, bl • dömd för roorj, •nii<dU pá owxUgskvil- kcn ftaro p* %r nnolikA *1lAÍ mÍM- Unki för P' >ordet. \ =1; . t; t .1: J- * -U Han var livvakt ;tr hombmannen :rti»tmön beráttar om hans liv Julen 1970 blev han mördare Ett Etort stog rrvot fred—tackvaret Sten Andersson OK'ÆR I iáfc Grandmaðurinn er fundinn: Morðingi Olof Palme _ I ' : Ci.l.l.L'l • ■ ■ n m ■ Frá Þór Jónssyni í Stokkhólmi. Sá maður, sem sænska lögreglan handtók á miðvikudagsmorgun, er sami maður og vitni sáu norpandi utan við kvikmyndahúsið Grand við Sveavágen í Stokkhólmi að kvöldi hins 28. febrúar 1986 og hefur frá upphafi veríð grunaður um morðið á Olof Palme forsætisráðherra. Vitni báru kennsl á manninn, þegar hinn grunaði var leiddur fyrir þau í lögreglustöð á miðvikudag. Önnur þekktu hann ekki. Þrátt fyrir það er Axel Morath, ríkissaksóknarí og ábyrgðarmaður morðrannsóknarinnar frá því í mars 1987 vonglaður: - Ég held að við höfum tekið morðingjann. Ég held það! Höfnuðu samsæriskenningunni FRÉTTAYFIRUT GENF - Allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna hefur sam- þykkt að Þjóðarráð Palestínu fái aukaaðild að Sameinuðu þjóðunum sem ríki undir nafn- inu Palestína. Sendiherra Bandaríkjanna hefur nú þegar haft samband við embættis- menn PLO í Túnis eftir að Bandaríkjastjórn ákvað að hefja viðræður við samtökin eftir að Arafat gekk að þeim skilyrðum sem Bandaríkja- menn settu fyrir viðræðum. Þau skilyrði voru að PLO hafn- aði og fordæmdi öll hryðjuverk, viðurkenndu israelsríki og samþykktu tvær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem kveða á um að friðarráðstefna verði haldin til að násamkomu- lagi um landamæri Ísraelsríkis og Palestínuríksins. Allir nema ísraelar hafa fagnað þessu skrefi og telja það grunn að friði í miðausturlöndum. MOSKVA - Sovósk yfirvöld hafa handtekið fjölda manns fyrir að hafa rænt búðir og heimili á jarðskjálftasvæðun- um í Armeníu og saka Armena jafnt sem Azera um að nota hörmungarnar til að ýta enn undir kynþáttaólgu. Hin opin- bera fréttastofa Tass segir að komið hafi í Ijós að 20 þorp hafi farið illa í jarðskjálftanum. VIN - Þrír rúmenskir flótta- menn hafa sótt um pólitískt hæli í Austurríki eftir að hafa reynt í mánuð að finna sér samastað í öðrum ríkjum. Flóttamennirnir þrír voru reknir frá Ungverjalandi eftir að hafa skipulagt mótmælafundi gegn Nicolae Ceausescu leiðtoga Rúmeníu. BÚDAPEST - Ungvegar Ifta nú hýru auga til Svíþjóðar og Spánar í leit að framtíðar- skipulagi félagshyggjunnar, en Ungverjar hafa mikinn hug á að gera sósíalisma sinn nú- tímalegri og lýðræðislegri í framkvæmd. Það varháttsettur embættismaður ungverskur sem skýrði frá þessu. STRASSBORG - Evrópu- þingið afgreiddi fjárlög Evrópu- bandalagsins fyrir næsta ár. Þar er gert ráð fyrir niðurskurði framlaga til landbúnaðar í fyrsta sinn, en landbúnaðurinn hefur verið að drepa Evrópu- bandalagið vegna offram- leiðslu. DUBLIN - Þrír þingmenn írskir hafa skorað á allar írskar fjölskyldur til að senda jólakort til IRA með árituninni „Hættið drápunum". Þetta er liður í átaki sem þeir kalla „Friðsöm jól“. Palme og kerfið Frú Lisbet Palme sem stóð augliti til auglitis við morðingjann, eftir að forsætisráðherrann féll til jarðar særður til ólífis, hefur ekki enn hitt hinn grunaða. Hún er mikiivægasta vitni lögreglunnar og Grandmaður- inn og hún verða ekki leidd saman fyrr en í nauðirnar rekur. Saksóknarar í málinu telja hinn handtekna að öllum líkindum vera morðingja Palme. En Grandmaður- inn heldur fram sakleysi sínu. Lögreglan er sannfærð um að hafa nú loks tekið höndum hinn fræga Grandmann. En ekkert sannar að hann hafi framið morðið. Saksókn- arar telja þó allt benda til þess! Grandmaðurinn fór aldrei í laun- kofa með hatur sitt á Palme. Á hverju hatur hans byggðist er ekki raunverulega vitað. Þó getur verið að hann hafi séð Palme sem Kerfið holdi klætt, en stuttu fyrir morðið hafði félagsmálastofnun dregið inn alla styrki til hans og hann varð peningalaus. Þar að auki var hann undir miklum áhrifum frá vini sínum, „sprengju- manninum" svokallaða, en Grand- maðurinn gerðist verndari hans í Kumla fangelsinu. Sprengjumaðurinn situr í ævi- löngu fangelsi. Hann hefur and- styggð á samfélaginu og í baráttu sinni gegn yfirvöldunum hefur hann sprengt í loft upp einbýlishús sak- sóknara, skrifstofu skattheimtunnar og fógetaskrifstofur. Tveir létust af völdum sprenginganna. Grandmaðurinn má hafa fetað í fótspor vinar síns! Haltur eins og morðinginn Hinn grunaði klæðist eins og morðinginn. Hann er á sama aldri og vitni hafa borið að morðinginn sé og hann er sláandi líkur myndinni, sem var gerð eftir lýsingu sjónarvotta- Hann er dökkur yfirlitum, þótt hann sé Svíi, en þess vegna geta vitnis- burðir um útlending átt við. Maður- inn stingur við eftir slys, sem hann lenti í sem unglingur. Vitni, sem sáu morðingjann flýja, sáu að hann haltraði. Hann er afbrotamaður og drykkjusjúklingur og hefur vart á sínu 41 æviári unnið ærlegt handtak. Hann hefur gengið út og inn af geðveikrahælum og verið dæmdur á nær hverju ári samfellt tuttugu ár fyrir misjafna glæpi. Þótt hann hafi oftsinnis sætt geð- rannsóknum er hann talinn skynsamur maður og kemur vel fyrir sig orði. Hann er þekktur rukkari okurlán- ara og fjárhættuspilara og sést ekki fyrir í innheimtum sínum. Hann hefur hlotið alls 63 dóma fyrir allt frá búðarhnupli upp í morðtilræði og morð. Flúðisömu leið 1970 Fyrir jól 1970 rak þessi maður eftirlætisvopn sitt, byssusting, sem hann oft ber á sér, í brjóstið á ungum manni, sem hafði sér það eitt til sakar unnið að rekast á hann á göngu aðeins hundrað metrum frá þeim stað, sem Olof Palme átti eftir að láta lífið mörgum árum síðar. Maðurinn flúði sömu leið og Grandmaðurinn flúði eftir morðið á forsætisráðherranum. Og báðir hurfu þeir eins og jörðin hefði gleypt þá! Vitað er að maðurinn hefur átt aðgang að felustað í grenndinni. Ekki er vitað til þess að hann hafi borið skotvopn fyrr. Hann er hrifn- ari af dálkum, byssustingjum og því um líku. Við húsrannsókn á heimili hans í Sollentuna norður af Stokkhólmi á miðvikudag fannst vissulega ekki Smith & Wesson 357 magnum skammbyssan, sem Palme var skot- inn með, en aftur á móti skotfæri í svo öflug vopn. Lögreglan hafði á brott með sér úr íbúðinni stóran pappakassa fullan af hugsanlegum sönnunargögnum. En lögreglan gefur samt engar upplýsingar. Það heyrir nú orðið sögunni til að stjórn morðrannsóknarinnar boði; til blaðamannafunda til að skýra al- menningi frá framvindu rannsóknar- innar. Líkt og Hans Holmér fv. lögreglustjóri í Stokkhólmi gerði á meðan hann var í brúnni. Margt hefur breyst frá því Holmér hrökklaðist frá störfum, - að vísu var hann náðaður fyrir öll hans brot í opinberri þjónustu og fengin þægi- leg staða hjá Sameinuðu þjóðunum í New York fjarri skarkalanum í Stokkhólmi. Þar sem dómsmálaráð- herra og rfkislögreglustjóri neyddust einnig til að taka pokann sinn vegna hneykslismála í sambandi við rann- sókn Holmérs -, Palmeherberginu var lokað, lífverðirnir hurfu og þar sem Holmér hafði ekið til vinnu sinnar í brynvörðum bíl með lögreglufylgd, hjólar á reiðhjóli sínu Jörgen Almblad, saksóknari, sem er við stjórnvöl morðrannsóknarinnar nú. Hin síðari rannsókn hafnaði að mestu tilgátu Holmérs um samsæri gegn forsætisráðherranum. Holmér starfaði alla tíð eftir þeirri kenningu að kúrdar í Svíþjóð væru handbendi Khomeinis og hefðu drepið Palme til að koma í veg fyrir að hann útvegaði írökum sænsk vopn. Frá því Holmér fór frá hafa ákaf- lega reyndir rannsóknarlögreglu- menn skoðað máli frá grunni. Þeir hafa starfað eftir þeirri tilgátu að einn maður hafi verið að verki, sem af tilviljun sá Palme hjónin á leið í bíó í kvikmyndahúsinu Grand og hafi setið fyrir þeim, þegar myndinni lauk. Þeir hafa leitað að vitfirringi, sem greip tækifærið, þegar það gafst, því að Palme átti sér ófáa haturs- ntenn. Lögreglan hefur leitað að Grand- manninum, sem margir sjónarvottar hafa gefið upplýsingar um. Og starf lögreglunnar hefur nú loksins borið árangur. Sást yfir Grandmanninn Raunar yfirheyrðu menn Holmérs þennan Grandmann fyrir löngu. En þeir tóku gilda fjarvistarsönnun hans og töldu hann ekki áhugaverðan fyrir rannsóknina. Enda féll hann ekki að kenningu þeirra um samsæri. Þegar Holmér hætti fengu lög- reglumenn þeir, sem tóku við af honum, lista með 17.000 nöfnum afbrotamanna, sem líklegir væru til að ræna lífi forsætisráðherra. Þar fundu þeir þennan Grand- mann og komust að því að fjarvistar- sönnun hans var hriplek. Frá því í októbermánuði sl. hafa tveir lög- reglumenn verið í fullu starfi að rannsaka hann og halda uppi njósn- um um hann. Ekki stóð steinn yfir steini. Þegar fjarvistarsönnun mannsins var brotin til mergjar. Lögreglan komst að því, að áður en Palme var myrtur vandi maðurinn gjarnan komur sfnar í veitingahús og spilasaii í grennd við Sveavágen og barst mikið á. Hann hældist gjarnan um af „hreystiverkum“ sín- um á glæpabrautinni. Eftir morðið hefur hann varla sést í bænum. Hann hékk heldur með félögum sínum fyrir utan áfengisút- söluna í Sollentuna og drakk sig fullan. Og hann stærði sig ekki lengur af glæpunum. Aurarnir hans fóru í brennivín og hann stal sér til matar. Það er aðeins mánuður síðan hann síðast var staðinn að verki við að stela sér barnamat. Og þannig er saga hans. Honum hefur verið ómögulegt að þegja um afbrot sín og yfirleitt hefur hann ekki komist upp með þau. Það vekur því óneitanlega athygli, að slíkur maður skyldi geta myrt forsætisráðherrann. Komist undan og þagað um það í tæp þrjú ár. Þar að auki heldur hann fram sakleysi sínu við yfirheyrslur lögregl- unnar nú. Trúandi til alls - Hann hefði kjaftað, segja drykkjufélagar Grandmannsins í Sollentuna. Þeir trúa því ekki að hann hafi myrt forsætisráðherrann. En vinur hans, sá sem búið hefur með honum undanfarin ár, segir að honum sé trúandi til alls. Þá félaga greinir á um hvenær kvölds Grand- maðurinn kom heim umrædda febr- úarnótt. Grandmaðurinn segist hafa komið heim skömmu fyrir miðnætti og þá er honum ómögulegt að hafa verið valdur að verknaðinum. Vinur hans segir hins vegar að hann hafi ekki komið heim fyrr en eftir mið- nætti! Þar að auki hafa fjöldamargir í „undirheimum" Stokkhólms rekist á Grandmanninn við morðstaðinn þetta kvöld. Því að hann var að leita sér að fíknilyfjum. Grandmanninum hefur verið fenginn ákaflega virtur og snjall verjandi, Arne Liljoros. Hann er bundinn þagnarskyldu, en hefur sagt að umbjóðandi sinn haldi fram sak- leysi sínu. Lögfræðingurinn segir að málið verði mjög flókið og að hann muni beita sér fyrir að manninum verði sleppt úr haldi. í dag ákveður dómari hvort mað- urinn verði hafður lengur í gæslu- varðhaldi eða fái að ganga frjáls ferða sinna. Þór.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.