Tíminn - 22.12.1988, Qupperneq 2

Tíminn - 22.12.1988, Qupperneq 2
2 T'ímihn Fimmtudagur 22. desember 1988 Slæmt ástand í ræktunarmálum íslenska hundsins; stofninn lítill og mikil ásókn erlendis frá: Islendingar hrifnari af útlenskum hundum jslenski hundurinn virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá íslendingum. í landinu eru nú aðeins til á bilinu 100-200 dýr. Vegna smæðar íslenska stofnsins hefur ræktun verið erfið og takmörkuð en nýlega var veitt leyfi til inntlutnings á þremur íslenskum hvolpum frá Danmörku til undaneldis. Hvolparnir eru nú í einangrun en verða lausir úr henni í febrúar n.k. íslenski hundurinn hefur lengi verið í útrýmingarhættu, jafnvel í dag virðist lítil breyting hafa orðið á hvað varðar skilning íslendinga á því hve mikil gersemi íslenski hund- urinn er. Útlendingar aftur á móti eru tilbúnir að greiða gull og græna skóga fyrir hreinræktaðan íslenskan hvolp. Frá því ræktunin hófst hafa rétt um 140 skráðir og hreinræktaðir hundar verið seldir úr landi. Tíminn hafði samband við Guð- rúnu R. Guðjohnsen, en hún hefur lengi unnið að ræktun íslenska hundsins og er jafnframt formaður Hundaræktarfélags íslands. Guðrún var spurð að því hvort ástæða væri til að hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er varðandi íslenska hundinn, þá vegna hættu á útrým- ingu eða úrkynjun. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu ástandi. Ræktun er ekki mikil vegna þess að stofninn er ekki stór og annað atriði er að mikil ásókn er í íslenska hundinn erlendis frá. Það er vel þess virði að við förum að athuga okkar gang og látum ekki hundana okkar úr landi. Þessir þrír hvolpar sem við feng- um að flytja inn eru undan hundi og tík sem við seldum til Danmerkur fyrir þremur til fjórum árum til að bæta ræktunina þar, með því skilyrði að við fengjum til baka hvolpa seinna meir. Þetta voru það góðir ræktunarhundar að það hefði verið stóráfall fyrir okkur að missa þá alveg út úr ræktuninni hér heima.“ Deild íslenska fjárhundsins í Hundaræktarfélaginu hefur yfirum- sjón með svo til allri ræktun hér á landi og sér um að velja saman hunda og tíkur til undaneldjs. Komið hefur fram að á bilinu 30 til 40 íslenskir hvolpar fæðast hér á landi á hverju ári en afföllin eru mikil. Varðandi þetta atriði sagði Guðrún: „Afföllin eru kannski ekki svo stórkostleg í dag en hér áður fyrr voru afföllin geigvænleg vegna þess að ekki var passað eins vel upp á hundana og gert er nú til dags.“ Hér á landi fer fram skyldleika- ræktun á íslenska hundinum og þess má geta að ein tík er formóðir mikils hluta stofnsins. Skyldleikaræktunin er þó ekki það háskaleg að fram hafi komið erfðagallar. „Þetta er mjög heilbrigður og góður stofn í dag, málið er bara að halda honum þannig," sagði Guðrún. Sala á íslenskum hundum til ann- arra landa hefur verið töluverð. Það fólk sem sækist eftir að eiga íslensk- an hund er að miklum hluta yfirstétt- arfólk og í tísku er að eiga íslenskan hest, íslenskan hund og kóróna svo allt með því að vera í íslenskri lopapeysu. Varðandi þetta sagði Guðrún: „Það má segja að það rigni bókstaf- lega yfir okkur pöntunum frá fjöl- mörgum löndum. Það er jafnt frá Bandaríkjunum, Sviss, Norður- löndunum, Þýskalandi og Kanada. Við gerum varla annað en að senda fólki neitanir." Hreinræktaður íslenskur hvolpur kostar 30 þúsund krónur. Varðandi verðið sem útlendingar eru tilbúnir að greiða fyrir hvolpana sagði Guðrún: „Fólk er tilbúið að greiða svo til livað sem er fyrir það að eignast íslenskan hvolp. Dæmi er Þó útlendingar sækist mjög eftir því að eiga íslenskan hund þá virðist íslenski hundurinn njóta lítilla vin- sælda hér á landi. „Það hefur verið vandamál í gegn- um árin hversu lítil eftirspurnin hefur verið hér innanlands. Hún er að vísu að aukast en við höfum staðið í því að reyna að koma hundunum fyrir á góðum stöðum, þetta gerir málið enn erfiðara viðfangs. Við setjum okkar stolt í að hundurinn sé sem bestur og falleg- astur hvar sem hann er. íslendingar mega gjarnan fara að hugsa sinn gang og halda utan um ræktunarmál- in.“ Guðrún sagðist ekki vera svartsýn á að það tækist að koma upp góðum og stærri stofni af íslenska hundin- um. „Ég vil samt að íslendingar hafi meira þjóðarstolt og varðveiti sinn hund, það er okkar skylda. Almennt held ég að íslendingar geri sér alls enga grein fyrir því hvernig staða þessara mála er.“ Guðrún sagði ástæður þess að íslendingar væru ekki hrifnari af íslenska hundinum en raun ber vitni, vera helst þær að hér áður fyrr hafi íslenski hundurinn haft það orð á sér að hann væri geltinn. Vissulega lægi það í eðli hans að gelta, hann vinni þannig. En hins vegar eigi að vera hægt að halda því í skefjum þannig að hundurinn noti það á eðlilegan máta. „Ég held að ástæðan fyrir því að hundurinn hefur fengið þetta orð á sig hafi verið sú hve mikið var af skosk-íslenskum blendingum, og allt voru þetta kallaðir íslenskir hundar.“ SSH Þrír fallegir alíslenskir hundar. um fólk sem hefur boðið mér að nefna hvaða fjárhæð sem er. Ég náttúrlega sinnti þessu tilboði ekki. Verðið er ekki aðalatriðið, það sem skiptir mestu er að koma hundinum fyrir á góðum stað. Nefna má að það er fullt af fólki erlendis sem stundar ræktun á íslenska hundinum og við höfum viljað aðstoða ábyrgt fólk í þessu efni.“ Yfirvöld hafa ekki séð ástæðu til að setja reglur varðandi útflutning á hundum. En þeir aðilar sem að ræktuninni standa telja að full ástæða sé til þess. Geta má þess að síðastliðinn vetur reyndi Hunda- ræktarfélagið að stöðva útflutning á hundi en tókst það ekki þar sem engar reglur um þetta eru til. Bókasala meö ágætum fyrir þessi jól: „Ein á forsetavakt“ metsölubókin í ár? Könnun sem Tíminn gerði í gær og fyrradag á sölu bóka á landinu öllu leiddi í ljós vissar breytingar hvað snertir söluhæstu bækumar. Ein bók, Ein á forsetavakt, virðist þó eiga áberandi vinsældum að fagna og skipar áfram efsta sætið á listanum yfir söluhæstu bækurnar. Afgreiðslufólk sem Tíminn ræddi við í bókaverslunum víða um land sagði greinilegt að átta til tíu bækur væru vinsælastar, cn daga- niunur væri á sölu. Haft var samband við bókaversl- anir á Akureyri, Egilsstöðum, Keflavík, Borgarnesi, ísafirði, Selfossi, Vestmannaeyjum og Reykjavík, og virðast sömu bækur vinsælastar á öllum stöðum. Bók- salar voru einnig spurðir hvort viðskiptavinir hugsuðu meira út í gæði bókanna en áður, þ.e. hvort þær væru límdar eða saumaðar. Þeim bar flcstum saman um að svo væri. Samkvæmt þeim upplýsingum er fengust frá starfsfólki bókaversl- ana eru eftirfarandi bækur mest seldar: Endurminningar og annar fróð- leikur: 1. Ein á forsetavakt 2. Býr ísiendingur hér? 3. Og þá flaug hrafninn 4. Bryndís 5. Bækurnar íslenskir nasistar og Á miðjum vegi t' mannsaldur eru á svipuðu róli. 6. Sigurbjörn biskup, æviog starf Aðrar bækur: Forsetavélinni rænt, eftir Alistair Maclean, virðist vinsælust af spcnnusögunum. Bók Isabel Al- lende, Ást og skuggar er með þeim söluhæstu á Akureyri. Þá má nefna Öldina okkar, sem selst hefur vcl. og Stelpnafræðarann. Eins og sjá má eru töluverðar sveiflur á „Topplistunum", og eru eflaust margar skýringar á því, m.a. sú að margar bókanna eru nýkomnar á markaðinn, og margt bcndir til þess aö listarnir eigi eftir aö breytast enn frekar. „Almennt finnst mér fólk fara eftir því hvað fjölmiðlar segja um bækurnar. Topplistarnir myndast þar, og mér finnst fólk oft mjög ósjálfstætt í vali á bókum. Það er mikið um góðar bækur sem seljast dræmt, vegna lítillar umfjöllunar", sagði einn verslunarstjóri bóka- verslunar í samtali við Tímann. Hjá öðrum fengust þær upplýs- ingar, að mjög lítil sala væri í reyfurum fyrir þessi jól. Að sögn IngibjargarGuðmunds- dóttur, verslunarstjóra bókadeild- ar Kaupfélags Árnesinga, er fólk farið að snúa sér nieira að kiljum en áöur. Hæstiréttur: Þyngri dómar í manndrápsmálum Hæstiréttur hefur þyngt refsingu frá því sem undirréttur hafði ákveðið um tvö ár, í tveim manndrápsmál- um. Einar Sigurjónsson, sem er 24 ára gamall, var dæmdur til 14 ára fang- elsisvistar fyrir að hafa orðið Ingólfi Ómari Þorsteinssyni, 26 ára gömlum, að bana af ásettu ráði í verbúð f Innri-Njarðvík þann 29. ágúst 1987. Einar vareinnigákærður og sakfelldur fyrir nokkur auðgunar- brot. í sakadómi Njarðvíkur hafði hann verið dæmdur í 12 ára fangelsi. Verjandi hafði krafist vægustu refs- ingar sem lög leyfa en ákæruvaldið áfrýjaði til þyngingar. Hæstiréttur dæmdi sama dag Svan Elí Elíasson, 29 ára gamlan, til 12 ára fangelsisvistar fyrir að hafa orðið Jóhannesi Haildóri Péturssyni, 41 árs gömlum, að bana af ásettu ráði á heimili Svans í Skipholti, þann 7. nóvember 1987. Sakadómur Reykjavíkur hafði dæmt hann til 10 ára fangelsisvistar. Verjandi manns- ins krafðist sýknu af kröfum ákæru- valdsins en ákæruvaldið krafðist þyngingar refsingar. Gæsluvarðhald dæmdu kemur til frádráttar refsingunni. Dómarar í málunum báðum voru hæstaréttardómararnir Guðmundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Bjarni K. Bjarnason og Guðmundur Skaftason og Haraldur Henrýsson settur hæstaréttardómari. - ABÓ Látin eftir umferðarslys Litla stúlkan, sem varð fyrir bifreið á Skeiðarvogi á þriðjudag í síðustu viku, lést á Borgarspítal- anum á mánudagskvöld. Hún hét Hera Björg Emilsdótt- ir, til heimilis að Réttarholtsvegi 61 í Reykjavík. Hera Björg var fædd 29. desember 1984. -ABÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.