Tíminn - 22.12.1988, Síða 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 22. desember 1988
Tímiim
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Slmi: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr.
465,- pr. dálksentimetri.
Póstfax: 68-76-91
Afgreiðsla þingmála
Annir á Alþingi hafa verið miklar undanfarnar
vikur eins og jafnan er á þessum árstíma. Svo mun
fara, eins og gerðist á síðasta ári, að ekki mun takast
að ljúka fjárlagaafgreiðslu fyrir jól. Alþingi mun
því koma saman svo fljótt sem við verður komið
eftir nýár til þess að afgreiða fjárlög. Þótt æskilegt
hefði verið að ljúka fjárlagaafgreiðslu fyrr þá er von
til að hún muni ekki dragast svo að til baga verði.
Þrátt fyrir annir og óvenjulega flokkasamsetningu
á Alþingi, þá er ástæða til að vekja athygli á því, að
þingstörf hafa gengið tiltölulega vel. Þegar núver-
andi ríkisstjórn var mynduð, stóðu sakir þannig að
hún hafði meirihluta í sameinuðu þingi, henni
fylgdu 32 þingmenn af 63, sem þar eiga sæti.
Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar er því meiri-
hlutastjórn. Hins vegar leiðir það af deildaskiptingu
Alþingis, sem teljast má óeðlileg og úrelt, að
ríkisstjórnin náði því ekki að hafa vísan meirihluta
í neðri deild.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar vissu að sjálf-
sögðu um þetta ástand og gerðu sér grein fyrir að
haga yrði meðferð þingmála í samræmi við það,
þ.e.a.s. með samráðum og samningum við stjórnar-
andstöðuna eftir því sem málefni og aðstæður gæfu
tilefni til.
Ekki verður annað sagt en að þetta hafi farið
ríkisstjórninni vel úr hendi. Henni hefur tekist að
stýra málum gegnum þing og þingdeildir án áfalla.
Það merkir að sjálfsögðu, að ríkisstjórnin hefur
með samningum og samráðum hlotið atbeina nægi-
lega stórs hluta stjórnarandstöðunnar til þess að
löggjafarmál hafa náð fram að ganga í samræmi við
meginstefnu ríkisstjórnarinnar. Niðurstaðan er því
sú, að ríkisstjórnin hefur haft fullt vald á þingmálum
og afgreiðslu þeirra, þótt ýmsir væru með spádóma
um hið gagnstæða.
Sú þjóðsaga komst á kreik um það bil sem
ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var að
fæðast, að innan þingsins væru einhverjir „huldu-
menn“, sem stjórnin ætti vísa, þegar á reyndi. Þessir
ætluðu „huldumenn“ voru gjarna kenndir við
Stefán alþingismann Valgeirsson, sem af alkunnri
gamansemi og skáldlegri hugkvæmni sinni bjó til
huldumannasöguna til þess að prófa hvað frétta-
menn frjálsu útvarpsstöðvanna gætu verið trúgjarn-
ir.
Það er vissulega tilbreyting að því þegar stjórn-
málamenn gerast gamansamir. Og það er sönnun
fyrir mætti skáldskapar hvernig huldumannasaga
Stefáns Valgeirssonar gat orðið að sannleika í
hugum fjölmiðlamanna, - og það svo magnað, að
þeim hefur aldrei dottið í hug að þarna væri neitt
málum blandið, hvað þá að þeim hafi þótt ómaksins
vert að kanna, hvernig þessi saga gat orðið til.
Huldumannasagan er auðvitað fjarstæða. Það
sem liggur fyrir, er að eftir að ný viðhorf tóku að
skapast í Borgaraflokknum, þá hafa viðtöl milli
borgaraflokksmanna og ríkisstjórnar borið árangur
að því er varðar meðferð og framgang þingmála.
Þau góðu samskipti sem þegar hafa orðið, ættu að
þróast til nánara samstarfs. ■
FORMÚLUBÆKUR
Nú er bráðum farið að sjá fyrir
endann á jólabókavertíðinni, og
flestum ber saman um að í ár ætli
hún að verða með lélegra móti. Og
enn er áberandi sama tilhneigingin
og fyrr til þess að ýmsir útgefendur
séu beinlínis að framleiða bækur
sem ætlað er að verða metsölu-
verk.
Slíkar bækur eru framleiddar og
markaðssettar eftir formúlu sem
flestir í bransanum eru víst farnir
að þekkja. Fundinn er einstakling-
ur scm hcfur verið áberandi í
fjölmiðlum. Best erað viðkomandi
sé eða hafl verið sjónvarpsfrétta-
maður. Allir vita jú að fólk horfir
mikið á fréttir í sjónvarpi. Fólkið,
sem vinnur við að lesa þær, er þess
vegna líkt og heimilisvinir inni á
gafli lijá þorra þjóðarinnar.
Ef viðkomandi er ckki skrifandi
sjálfur er fcnginn einhver álíka
frægur til að skrifa upp eftir
honum. Síðan er lopinn teygður,
og skiptir efnið víst sjaldnast mestu
máli. Þó er óneitanlega talið æski-
legra að sá sem um er skrifað hafl
lent í því að vera viðriðinn einhvern
skandal. Þá er talið víst að bókin
verðisöluvara.
Markaðssetning
í framhaldi af þessu er svo farið
að markaössctja framleiðsluna.
Búin er til skrautleg kápa, og allt
kapp lagt á að koina bókinni sem
víðast á framfæri. Ekki er nóg með
að hún sé auglýst í bak og fyrir í
blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Líka
er reynt að koma henni sem víðast
inn í umræðu, fá viðtöl birt við
sögumann og ritara, og fá sem allra
mest af umsögnum og bókafréttum
í fjölmiölunum.
' Þetta þekkja fjölmiðlamcnn
orðið mætavel. Vikurnar fyrir jól
er legið í þeim um aö koma sem
allra mestu slíku efni á framfæri.
Er þeim oft gert lífið talsvert leitt
með þessu á jólavikunum. Allir
vita að æðsta hugsjón hvers góðs
blaðamanns er að skrifa um það
eitt sem hann sjálfur metur gott
blaðaefni, en vera laus við að þurfa
að liggja undir þrýstingi frá öðrum
um að velja sér efni til að skrifa
um.
Fyrir jólin fer víst mikið af
slíkum góðum ásetningi fyrir h'tið
hjá mörgum blaðamanninum, ekki
síst þeim óreyndari í bransanum.
En útgefendur ganga um á þessum
árstíma eins og grenjandi Ijón og
hafa um það mörg orð að núna hafi
þeir lagt allt sitt undir, og seljLst
bókin þeirra ekki þá séu þeir á
hausnum. Alltaf er nú ábyrgðar-
hluti að stuðla að því að menn
missi eigur sínar. En óneitanlega
er heldur óskemmtilegt fyrir blaða-
manninn að þurfa að vinna undir
þrýstingi sem þessum.
Alvörubækur
Það sem hér gleymist er þó það
að hér eru ekki alvörubækur á
ferðinni heldur iðnaðarfram-
leiðsla, svona eins og Sóigos í
dósum. Við framlciðslu þessara
formúlubóka er spilað cftir mark-
aöslögmálum og texti þeirra unn-
inn eftir því sem markaðsfræðingar
telja að seljist.
En til allrar hamingju er hér líka
til talsvert af fólki sem gerir aðrar
kröfur til bóka. Slíkt fólk veit af
eigin reynslu að góð bók getur
oröið ævilangur vinur og félagi,
slíka bók er notalegt og gott að
eiga að uppi i hillu, og að slíkri bók
er hægt að hverfa aftur og aftur.
Og reynsla þessa fólks hefur líka
kennt því að formúlubækur eru
ekki líklcgar til að komast í þennan
hóp. Góðar bækur verða aldrei
framleiddar.
Ekki treystir Garri sér til þess að
gera hér og nú grein fyrir því hvað
það er sem orsakar að sumt fólk
getur skrifað góðar bækur. Það er
öfundsverður eiginleiki sem seint
verður víst skilgreindur.
En hitt veit Garri að hér á landi
hafa alltaf verið og eru enn til
fjöldamargir menn sem geta skrif-
að góðar bækur. Og þeir eiga það
víst upp til hópa sameiginlegt að
þeir framleiða ekki bækur, heldur
setjast þeir niður og skrifa þær
þegar þeir flnna sig vera tilbúna til
þess. Þetta eru skáldin og aðrir
þeir sem búa yflr hæfni til aö geta
samið texta sem er þess eðlis að
hann gefur lesendum eitthvað um-
talsvert til að sækjast eftir.
Til allrar hamingju hefur líka
komið út talsvert af slíkum alvöru-
bókum núna fyrir jólin, þó að þær
hafi kannski stundum verið fleiri
og betri en núna. Og til allrar
hamingju er líka legið í ijölmiðla-
mönnum fyrir jólin um að fjalla um
þær, segja frá þeim, kynna þær og
tala við höfundana. Og um slíkar
bækur fjalla fjölmiðlamenn með
ánægju. Þær eru gleðilegur vottur
þess að það er ekki út í hött sem
oft cr talað um íslendinga sem
bókaþjóð. Tilvera slíkra bóka sýnir
ein saman að með þjóðinni leynist
enn traustur smekkur fyrir orðsins
list og góðri frásagnargáfu. Sem
ekki á við um formúlubækurnar.
Þess vegna er ein saman tilvist
þeirra í rauninni móðgun við ís-
lenska þjóðmenningu. Garri.
VÍTTOG BREITT
Vodkaprísar og
önnur menningarmál
Þeir Svavar menntamálaráð-
herra og Sverrir fyrrum mennta-
málaráðherra eru nú komnir í hár1
saman út af brennivínsprísum og
eru ekki á sama máli um þá fremur
en annað. Er þetta í stíl við aðra
þjóðmálaumræðu, sem verður æ
alkóhóliseraðri, en brennivín og
bjór, að ógleymdu jólaglögginu,
sem Tíminn staðhæfir að sé upp-
runnið í Svíþjóð, er nú blandað inn
í hvert pólitíska stórmálið á fætur
öðru.
Þar er til að taka, að fyrrverandi
menntamálaráðherra fór að ein-
falda allan kostnað við Sturlumálið
með því að meta útgjöld ríkisins
vegna fræðslustjórans til vodka.
Reiknieining er ein þriggja pela
flaska og verðið sem lagt er til
grundvallar er hið sama og hand-
hafar forsetavalds þurfa að greiða
fyrir bokkuna í Ríkinu. Með
miskabótum og öllu saman hefur
Sturla kostað á þriðja hundrað
þúsund vodkaflöskur.
Ódýrt eða frítt
En núverandi menntamálaráð-
herra er ekki sammála þeim fyrr-
verandi um brennivínsverðið og
telur það byggt á ljótustu reikni-
villu í samanlagðri bankasögunni.
En það verður að segjast eins og
er, að ef bankar hafa aldrei reiknað
neitt vitlausara en alkóhólútreikn-
inga Sverris væru efnahagsmálin
ekki þau eilífðarvandræði sem
alltaf eru að setja allt á hausinn.
Svavar finnur það út úr vodka-
reikningum Sverris að flaskan kosti
ekki nema kr. 3,74. Og eðlilega
langar hann að vita hvar hægt er að
fá þetta ódýra áfengi, og svo er um
fleiri.
Eitt eru þeir Sverrir og Svavar
sammála um, en það er að Sturla
Kristjánssyni hafi verið greiddar
miskabætur og þykir öðrum verra
en hinn hælist um. En sjálfur segir
Sturla í viðtali við Tímann að sér
hafi engar bætur verið greiddar, og
hann viti ekkert hve miklar þær
eigi að vera eða hvenær hann fær
þær.
Það er kannski erfitt að greiða
bæturnar ef ekki næst samkomulag
um þann brennivínsprís sem leggja
á til grundvallar hve margar flöskur
fræðslustjórinn fyrrverandi á að fá.
Ný listgrein
Og áfram með ölið. Alltaf er
Davíð Sch. skemmtilegastur þegar
bjórinn flæðir um góma. Hann er
nýkominn frá útlöndum að kynna
sér bjór, því nú ætlar Sól hf. að fara
að flytja inn í stórum stíl. í blaða-
viðtali lýsir hann yfir að nú hafi
hann komist að þeim stórasann-
leika að ölgerð er listgrein.
Margt hefur sterka bjórnum ver-
ið sagt til framdráttar undanfarin
ár, en engum hefur fyrr hugkvæmst
að bjórbruggun heyri undir fagrar
listir.
I vetur kom upp ágrciningur um
hvort bruggun sterka ölsins heyrði
undir iðnað eða fjármál og var ekki
skorið úr því á óyggjandi hátt.
En nú er lausnin fengin, bjór-
bruggunin heyrir auðvitað undir
menntamálaráðunevtið eins og
aðrar listgreinar. I stað þess að
skattleggja brugghúsin er sjálfsagt
að veita þeim styrki, eins og ann-
arri menningarstarfsemi, en hins
vegar liggur í augum uppi að þeir
sem drekka bjórinn eiga að borga
skemmtanaskatt og verður öllu
réttlæti fullnægt á þann hátt.
Það var reglulega sniðugt hjá
Sólforstjóranum að leiðrétta þann
misskilning að bruggun á sterkum
bjór sé iðnaður. Hér eftir er sjálf-
sagt að líta á bruggarana sem
listamenn og bjórþambara sem list-
neytendur.
Þegar sá skilningur verður ofan
á verða ekki aðeins greiðslur
menntamálaráðuneytisins metnar
í vodkaflöskum heldur mun brugg-
un og neysla sterka ölsins vera á
verksviði menningarmálanna og er
ekki seinna vænna en að ráðherr-
ann sem fer með þau mál fái rétt
upp gefna brennivínsprísa og fari
að verða sér úti um framlög til
brugghúsastyrk j a. OÓ