Tíminn - 23.12.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.12.1988, Blaðsíða 2
</,11» I 2 Tíminn f fnimvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að sveitarfélög greiði 40% af stofnkostnaði framhaldsskóla, en ríkissjóður sjái alfarið um rekstrarkostnað þeirra. Á myndinni sést verknámshús Fjölbrautaskóla Suðurlands. Frumvarp um breytta skipan verkefna á milli rfkis og sveitarfélaga lagt fram á Alþingi: Reynt að einfalda verkaskiptinguna Fyrir stuttu leit dagsins Ijós stjórnarfrumvarp um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þar er lagt til að sveitarfé- lögin hafi einkum með höndum staðbundin verkefni sem ráðast af staðbundnum þörfum og þar sem ætla má að þekking á aðstæðum ásamt frumkvæði heimamanna leiði til betri og hagkvæmari þjónustu. Ríkið annist fremur verkefni er hagkvæm- ara er að leysa á landsvísu. Helstu breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu eru að felld verði niður þátttaka sveitarfélaga í rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva, ríkissjóður greiði alfarið kostnað við rekstur fræðsluskrif- stofa og framlög sveitarfélaga til atvinnuleysistrygginga verði felld niður. Þá er mælt með að felld verði niður þátttaka sveitarfélaga í rekstri sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva og sjúkratryggingar verði alfarið verkefni ríkisins. Á móti kemur ýmis verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga svo sem, að hlutdeild þeirra í stofnkostnaði sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva verði 40% í stað 15%, sveitarfélög- in greiði allan stofnkostnað grunn- skóla og rekstrarkostnað þeirra að undanskildum kennaralaunum, felld verði niður þátttaka ríkisins í byggingu félagsheimila og fleira. Samkvæmt frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að sveitarfélögin greiði 40% af stofnkostnaði fram- haldsskóla, en ríkið taki alfarið á sig rekstrarkostnaðinn. Lagt er til að úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði breytt og meira fé ráðstafað til að styrkja einkum hin fámennari sveitarfélög til að annast lögbundin verkefni, til að jafna útgjöld sveit- arfélaga og til að standa undir stofnframkvæmdum. Samkvæmt frumvarpinu er mælst til að veitt verði framlög til sveitarfélaga úr Jöfnunarsjóðinum með þrennum hætti. í fyrsta lagi framlög til stofnframkvæmda, þá framlög til reksturs grunnskóla í dreifbýli og framlög til að bæta upp aukinn kostnað við breytta verkaskiptingu og til innbyrðis tekjuöflunar milli sveitarfélaga. Þetta frumvarp er viðleitni í þá átt að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga sem talin er óskýr og flókin. Mikil vinna er lögð í margs konar uppgjör á milli þess- ara aðila og í mörgum tilvikum stöðug togstreita og ágreiningur þeirra í milli, aðallega vegna fjár- mála. Þess vegna er lagt til að verkaskiptingin verði einfaldari og skýrari og dregið verði úr samað- ild, svo saman fari frumkvæði, framkvæmd og fjárhagsleg ábyrgð á stofnkostnaði og rekstri. - ág Megas syngur um litla sæta stráka á plötunni Bláir draumar: „Litlir sætir strákar vekja stöðugt góða lyst“ Hijómplatan nýtur einatt mikilla vinsælda til jólagjafa og svo virðist einnig ætla að verða um þessi jól. Hljómlistarmenn líta hýru auga til þeirrar miklu sölu sem er á þessum tíma og eru þeir félagar „Meistari“ Megas og Bubbi Morthens, sem reyndar átti söluhæstu plötu síðasta árs, þar engin undantekning. Þeir sækja nú fram með plötuna Bláir draumar sem Grammið gefur út. Það vekur athygli þegar hlýtt er á þessa plötu að í laginu Litlir sætir strákar, sem Megas flytur, syngur hann um kosti þess að gamna sér við litla sæta stráka. Textinn fylgir hér á eftir: Ég dirfist ekki um stelpur meir við stelpurnar að þrátta þær eru töfrandi á aldrinum frá tólf og niðrí átta. En ef þú ert að pæla í hvað það er sem koma skal litlir sætir strákar eru langtum betra val. Þú mændir sem einn afglapi á ókleifan múr nú veistu af beiskri reynslu að vínberin eru súr. Og þú saknar einhvers sem þú getur kelað við og kysst litlir sætir strákar vekja stöðugt góða lyst. Þú ert kalinn bæði og sviðinn nú cn áttirðu von á öðru það finnur engin gæfuna í faðmlagi við nöðru. En þegar lífsins fórnir vilja færa þig í kaf litlir sætir strákar þeir stinga þig ekki af. Sortnaðir geislar sólar sem djúpt er hnigin myrkva lífið þitt og löngu fallin vígin. Og einsemdin hún er svo dimm og átakanleg köld litlir sætir strákar verma og lýsa upp þín kvöld. Ég heyrði það í draumi og heyrði það svo skýrt dömueðlið er af dyggðum rýrt. Ég heyrði það í draumi þú skalt heiðra eigið kyn og lítinn sætan strák er ljúft að eiga fyrir vin. En bjálfarnir þeir munu ætíð binda trúss við frúrnar og þegar eldar brenna hjörtun í augunum þeim súrnar. En spáirðu bara í dæmi gömlu spekinganna sést að litlir sætir strákar hafa löngum reynst best. - áma í m •''tk ■% ** '*» ;,i ^ ■* Föstudagur 23. desember 1988 Svar viö fyrirspurn Páls Péturs- sonar um fiskútflutning: Verulegur samdráttur Sölur íslenskra fiskiskipa í er- lendum höfnum á tímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 1988, námu 27.490 tonnum. Á sama tímabili 1987 nam þessi útflutningur 39.117 tonnum. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Páls Péturssonar þingmanns, þarsem hann óskaði eftir upplýsingum um ísfiskút- flutning og fiskútflutning í gámum. Fyrirspurn Páls Péturssonar var þessi: Hver var útflutningur í gámum á þorski, ýsu, ufsa, grálúðu og karfa árið 1987 og til októberloka 1988 sundurliðað eftir kjördæmum? Hversu mikill ísfiskur var fluttur út á sama tímabili sundurliðað eftir kjördæmum? Að höfðu samráði við fyrirspyrj- anda miðast svarið við tímabilið 1. janúar til 31. ágúst 1988, þar sem nýrri tölur liggja ekki fyrir. Tölurnar voru teknar saman af Fiskifélagi íslands. Þegar litið er á tölur um sölur fiskiskipa erlendis kemur í ljós að togarar frá Reykjavík seldu mest, eða 9.481 tonnátímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 1988. Næst á eftir koma skip skrásett á Austurlandi með 6.399 tonn á sama tímabili, því næst Reykjanes með 4.319 tonn, þá Vest- firðir með 1.167 tonn, Norðurland eystra 1.145 tonn, Vesturland 1.128 tonn og Norðurland vestra 415 tonn. Á sama tímabili árið 1987 var þessi útflutningur eftir kjördæmum: Reykjavík 15.705 tonn, Austurland 9.356 tonn, Reykjanes 5.286 tonn, Suðurland 3.465 tonn, Vestfirðir 2.382 tonn, Norðurland eystra 1.524 tonn, Vesturland 1.013 tonn og Norðurland vestra 386 tonn. Eins og við má búast er afla- samsetning eftir kjördæmum misjöfn, þó er þorskur uppistaðan í útflutningi í ferskum fiski í gámum. Ef litið er á stærstu gámaútflutnings- tölur í hverju kjördæmi fyrir sig kemur í ljós að af þorski voru 6.469 tonn flutt út frá Suðurlandi og 5.507 tonn af ýsu á tímabilinu 1. janúar til 31. ágúst 1988. Á sama tímabili árið áður voru 8.292 tonn flutt út af þorski og 5.180 tonn af ýsu. Frá Reykjanesi voru flutt út 2.212 tonn af þorski í gámum, 1.317 tonn af ýsu og 1.215 tonn af karfa, en árið á undan 2.258 tonn af þroski, 2628 tonn af karfa og 839 tonn af ýsu, en aukning hafði orðið á sölu á ufsa. Nam hún 1.151 tonnum á fyrr- greindu tímabili 1987. Frá Reyicja- vík var mest flutt út af þorski í gámum, fyrstu átta mánuði 1988 eða 984 tonn og af karfa 784 tonn, en árið á undan höfðu 1.545 tonn verið flutt út. Frá Vesturlandi var flutt út 1.065 tonn af þorski og 692 tonn af karfa, 1988, frá Vestfjörðum var flutt úr 5.487 tonn af þorski, 1.351 tonn af grálúðu og 961 tonn af ýsu. Frá Norðurlandi vestra voru flutt út 112 tonn af þorski og 55 tonn af karfa í gámum. Frá Norðurlandi eystra voru flutt út 665 tonn af þorski og 239 tonn af ýsu og frá Austurlandi voru flutt úr 1.591 tonn af þorski og af ýsu 752 tonn. - ABÓ Frá slysstað á Höfðabakka á miðvikudagskvöld. Tímamynd Pjetur Haröur árekstur á Höfðabakka: Fernt flutt á slysadeild Fernt var flutt á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bíla rétt norðan við Höfðabakkabrú skömmu eftir klukkan átta á miðvikudags- kvöld. Ökumaður annars bílsins lær- brotnaði og handleggsbrotnaði, auk annarra áverka. Slysið vildi til með þeim hætti að stúlka sem var að læra á bifreið ók með kennara sér við hlið suður Höfðabakka. Hjólin hægramegin á bifreiðinni lentu ofaní skorningi meðfram malbikinu. Þegar hún er síðan að beygja bílnum upp úr raufinni vill ekki betur til en svo að bíllinn snýst á götunni vegna hálku og bíll af Lada gerð sem kemur úr gagnstæðri átt lendir á kennslubifr- eiðinni. Kalla þurfti til tækjabíl slökkviliðsins til að ná ökumanni Lada bílsins út og slasaðist hann töluvert, m.a. lærbrotnaði og hand- leggsbrotnaði, auk innvortis meiðsla. Tvö börn hans voru í bíln- um og slösuðust þau einnig, auk stúlkunnar sem ók kennslubifreið- inni. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.