Tíminn - 23.12.1988, Page 3
Föstudagur 23. desember 1988
Tíminn 3
Þinghaldi lokið fyrir jól:
011 tekjuöflunar-
frumvörp samþykkt
Ráðherrar sleppa við sektir milli jóla og nýárs. Þinghaldi hefur verið frestað
fram yfir áramót.
Þinghaldi fyrir jól lauk í gær.
Síðustu tekjuöflunarfrumvörp ríkis-
stjórnarinnar, frumvarpið um tekju
og eignaskatt og frumvarp til laga
um vörugjald voru afgreidd sem lög
frá þinginu síðdegis. Þá var einnig
samþykkt greiðsluheimild til ríkis-
sjóðs vegna Atvinnutryggingar-
sjóðs.
Ekkert þinghald verður á milli
jóla og nýárs, eins og útlit var fyrir
á tímabili. Áætlað er að þing komi
aftur saman 3. janúar á næsta ári og
þá munu fjárlög afgreidd og einning
lög til staðfestingar bráðabirgða-
lögunum frá því í haust. Samið hefur
verið um að mál þessi verði afgreidd
með hraði á fyrstu dögum janúar-
mánaðar, en að því loknu fari þing-
menn aftur til síns heima og ljúki
sínu jólafríi, en samkvæmt starfs-
áætlun þingsins mun þinghald aftur
hefjast tuttugasta og þriðja næsta
mánaðar.
Andrúmsloftið í sölum þingsins
hefur verið mjög afslappað eftir að
hluti Borgaraflokks gekk til liðs við
ríkisstjórnina í atkvæðagreiðslum í
fyrradag. Öll mál virðast komin á
hreirit og fjost að stjórnin ræður því
sem hún vilj. Seinustu dagar hafa
verið drjúgir og þannig var til að
mynda samþykkt frumvarp um
tryggingarsjóð fiskeldis í gær og er
það mál sem fiskeldismenn hafa
hamrað á í nokkuð langan tíma.
Menn velta nú framtíð Borgara-
flokksins fyrir sér og þá aðallega
hvort hann muni skiptast í tvær
fylkingar, annars vegar Albert
Guðmundsson, Inga Björn Alberts-
son og Hreggvið Jónsson og hins
vegar afgang þingflokksins með Júlí-
us Sólnes í broddi fylkingar.
-ág
Leikrit Ragnars Arnalds:
Uppreisnin á
ísafirði æfð
í Skagafirði
Nú standa yfir æfingar hjá
Leikfélagi Skagafjarðar á leikrit-
inu Uppreisnin á ísafirði, eftir
Ragnar Arnalds.
Verkið er allstórt í sniðum og
sviðsskiptingar margar. Upp-
reisnin fjallar um frægt sakamál
sem upp kom á ísafirði um síð-
ustu aldamót. Málaferli sem
fylgdu í kjölfar þess og beindust
m. a. gegn Skúla Thoroddsen,
sýslumanni ísfirðinga, sem ekki
þótti hafa látið rannsaka meint
morðmál nægilega, vöktu rnikla
athygli og harðar deilur á sínum
tíma.
Leikarar eru-um 30 talsins og
koma þeir víða að; frá Sauðár-
k/óki og öllum framhreppum
Skagafjarðar. Höfundurinn fer
með eitt hlutverkanna og er
einnig aðstoðarleikstjóri. Áætlað
er að frumsýna verkið í félags-
heimilinu í Miðgarði, 4. janúar
n. k. Ó.Þ.
Bækur prentaðar í
óvenju stóru upplagi
fyrir þessi jól:
Konur virðast
seljast betur
Bókin um forseta vorn, frú Vigdísi
Finnbogadóttur, „Ein á forsetavakt"
stefnir í það að verða sú söluhæsta
fyrir þessi jól. Fast á hæla henni
kemur bókin um Leif Muller, „Býr
íslendingur hér“.
Báðar þessar bækur eru gefnar út
af bókaútgáfunni Iðunni og að sögn
Jóns Karlssonar forstjóra man hann
ekki eftir að nokkur bók hafi verið
prentuð í jafn stóru upplagi og bókin
um Vigdísi en nú hafa verið prentuð
14.500 eintök af henni. Alls hafa
verið prentuð 12.300 eintök af bók-
inni um Leif Muller.
Jón sagði að þær bækur sem
komast inn á lista yfir söluhæstu
bækur fyrir jólin seldust til dæmis oft
í 4.000 eintökum og undirstrikar
það hversu gífurlega upplag bók-
anna tveggja sem getið er hér að
ofan er stórt.
Eyjólfur Sigurðsson formaður
Félags íslenskra bókaútgefenda
staðfesti það sem að ofan er sagt.
Hvað varðaði bókina um Vigdísi
sagði Eyjólfur að þar væri örugglega
um metsölu að ræða.
Hann benti einnig á það að fyrir
síðustu jól hefði það verið bókin um
Höllu Linker sem sló aðrar út og
fyrir nokkrum árum hefði bókin um
Áuði Laxness slegið í gegn, segja
mætti að það. Athyglisvert væri að
bækur um konurseldust svo langtum
betur en aðrar. - áma
Loðnan og
Ástráður
í jólafrí
Loðnusjómenn og Ástráður Ingv-
arsson hjá loðnunefnd eru komnir í
jólafrí. Bátarnir voru allir hættir
veiðum 21. desember og hefja þeir
veiðar aftur þann 27. desember.
Þegar hringt er í síma loðnunefnd-
ar svarar símsvari Ástráðs og segir:
Þar sem loðnuveiðum er lokið fyrir
jól, verður skrifstofan lokuð frá 21.
desember til 27. desember, báðir
dagar meðtaldir.
Gleðileg jól. - ABÓ
jjtriFRITT
Sanitas
Sanitas
r l'
■
r! .utiik ra
KjjBj á
'A