Tíminn - 23.12.1988, Side 6
6 Tíminn
Föstudagur 23. desember 1988
BÓKMENNTIR
Traust og gott
Hannes Sigfússon:
Lágt muldur þrumunnar, Ijóð,
Mal og menning, 1988.
í þessari nýju ljóðabók Hannesar
Sigfússonar kemur skýrt fram að
hann er enn trúr æskuhugsjónum
sínum. Hann yrkir hér undir
óbundnu formi, en skilar eigi að
síður óumdeilanlega þaulunnum og
fáguðum myndum í þessum verkum
sínum. Og ádeilur eða í það minnsta
áhyggjur yfir heiminum allt um-
hverfis eru hér nokkur þáttur, en þó
ekki verulega beinskeyttur né hvass.
Allt eru þetta einkenni á skáldskap
atómskáldanna svo nefndu sem
Hannes var einn af hér á árunum
eftir seinna stríð.
Þó gætir þess líka töluvert hér að
höfundurinn er kominn nokkuð til
aldurs, eða fæddur 1922 að því er
segir hér á kápuinnbroti. Einkum
má í því sambandi benda á ljóðið
Spurningar, þar sem ekki er frítt við
að gæti heldur óvinsamlegrar kergju
í garð æskunnar. Þar er rætt um þá
sem „knýja rafmögnuð hljóðfærin/
þar til öskur hins pyndaða verða
eyrum kunn“ og spurt hvers vegna
æskan í salnum minni á óðan skrílinn
í kauphöllunum' þegar verðbréfin
hækka og hendur mangaranna fljúgi
upp.
En á öðrum stöðum er farið betur
með þetta viðhorf. í ljóðunum Á
leiðarenda?, Tíminn og Hugrenning
eru til dæmis á ferðinni smekklegar
lýsingar á því er aldurinn færist yfir,
ásamt því að gamlir vinir hverfa
sjónum skáldsins. Og fleira er þarna
gott, svo sem ljóðið Til Sunnu konu
minnar, sem er með vönduðustu og
best gerðu erfiljóðum sem hér hafa
sést lengi. Líka er þarna ljóð sem
nefnist Vitjun og er ákaflega vel
hnitmiðuð líkingamynd af þrum-
uveðri og þeim hugleiðingum sem
kvikna í huga skáldsins meðan það
gengur yfir.
Beinar formtilraunir fann ég ekki
þarna, og þó. Á einum stað hér er
lítið ljóð sem heitir Loftspeglun og
er svona:
Ljárínn og orfið
og gleiðtennt hrífan
og víður skárínn
og múguð slægjan
og maður á teigi
og stúlka í Ijánni
og fjarlægur niður
í ánni
Fjaríægur niður
og stúlka í Ijánni
og maður á teigi
Hannes Sigfússon skáld.
og múguð slægjan
og vfður skárinn
og gleiðtennt hrífan
og Ijárinn og orfið
Horfið
Hér er beint og ákveðið leikið með
hrynjandi, jafnt að því er snertir
hrynjandi í áherslum sem hrynjandi
í merkingum orða í einstökum hlut-
um Ijóðsins. Slíkt verður að teljast
nokkuð óvanalegt innan þeirrar
hefðar atómskáldanna, sem hér er
annars ort af nokkuð afdráttarlausri
hlýðni við. Þetta ljóð er þó skýr
vottur þess að Hannes Sigfússon
getur náð mjög skemmtilegum tök-
um á hrynjandi, leggi hann sig eftir
slíku, og væri forvitnilegt að fá að sjá
fleira af því taginu frá honum.
í bókarlok er svo safnað saman
þýðingum hans á nokkrum ljóðum
úr ýmsum áttum, sem allar hafa birst
áður. Höfundur gefur þá skýringu í
bókarlok að sig hafi langað til að
safna þeim á einn stað undir nafni
sínu. Til slíks hefur hann vitaskuld
fullt leyfi, en því er þó ekki að leyna
að þær stinga dálítið í stúf við
frumortu ljóðin og rjúfa annars ákaf-
lega trausta og góða heildarmynd
bókarinnar. -esig
Ferðaflakk Jóhönnu
Bók Jóhönnu Kristjónsdóttur,
Fíladans og framandi fólk, er virki-
lega skemmtileg aflestrar. Jóhanna
víða í frásögnum sínum af ólíku
fólki í ólíkum löndum og margar
þessar lýsingar eru ljóslifandi. Ekki
er úr vegi að þessi hraða yfirferð
rugli mann á stundum, og þá aðal-
lega vegna þess að maður getur ekki
áttað sig á tímaröð því ekkert sam-
hengi er á milli frásagnakaflanna. Þó
höfundur segi á bókarkápu að þetta
sé ekki nein ferðasaga heldur frá-
sagnir af hverri einstakri ferð, þá
finnst mér alltaf betra að geta gert
mér grein fyrir því á hvaða tíma
viðkomandi atburður á sér stað. Eitt
er þó víst að þessar ferðir eru farnar
á undanförnum átta árum og oft
kemur fyrir skírskotun til einstakra
heimsviðburða og atburða í sögu
viðkomandi þjóða.
Kort þau sem eru aftast í bókinni
eru eflaust ágæt á sinn hátt, en
nauðsynlegt hefði verið að hafa
einhverja skrá yfir hvaðan þær upp-
lýsingar eru og frá hvaða tíma. í
Encyclopædia Brittanica eru allar
þessar upplýsingar, en þær geta
verið mjög misvísandi ef ekki er
stuðst við nýjustu útgáfu. Útgáfa frá
1982 er t.d. í flestum tilfellum orðin
úrelt og þá sérstaklega varðandi
upplýsingar um ýmis ríki Afríku. Er
þetta sérstaklega bagalegt í þessari
bók þar sem engin heimildaskrá er
fyrir hendi.
Ljósmyndirnar í bókinni eru til
sóma. Þær gefa henni skemmtilegan
blæ og eru lifandi og eru margar
ágætar mannlífsmyndir. Ein af eftir-
minnilegustu lýsingum Jóhönnu er
af ferð hennar í tyrkneskt bað. Það
er eitthvað sem marga dreymir um
að reyna einhvern tímann, en fæstir
fá nokkru sinni tækifæri til þess. Þó
verð ég að viðurkenna að eftir
lýsingunni að dæma þá er þetta allt
öðru vísi en maður átti von á.
Ég get ekki gert að því en mér
finnst aðalgallinn á þessari bók vera
sá að mér fannst erfitt á köflum að
fylgja Jóhönnu eftir um öll þessi
lönd. Kom það fyrir að þau rynnu
saman í eitt óskilgreint útland.
Einnig skal á það bent að þó vitnað
sé í ýmis atvik sem „allir“ ættu að
muna eftir, þá gera það ekki allir,
Mamma, hvað á ég að gera?
Handbók fyrlr ungt fólk.
Myndir: Guðjón Ingi Hauksson, Orri
Hringsson.
Útg. Almenna bókafélagið 1988,130 bls.
„Þegar vinur minn flutti til Dan-
merkur fyrir fáum árum hafði hann
meðferðis minnispunkta á blaði frá
móður sinni..“ A þessum orðum
byrjar formáli bókarinnar. Og síðan
segir að þegar höfundur fór að
hugleiða þessi heilræði móðurinnar
fékk hann þá hugmynd að setja
saman í einni bók ýmislegt nytsamt
og gott sem kæmi ungu fólki að
notum þegar það flytti úr föðurhús-
um og færi að standa á eigin fótum.
Eftir efni bókarinnar að dæma er
öruggt að þar er að finna ýmsar
gagnlegar upplýsingar fyrir slíkt
fólk.
Hún skiptist í 5 meginkafla. Fyrsti
kaflinn heitir Landneminn. Þar er
greint frá helstu atriðunum er snerta
íbúðarkaup, leigu á íbúð, flutning á
búslóð o.fl.
Annar kaflinn nefnist Völundur-
það eru ekki allir sem lesa Morgun-
blaðið og hvað þá að lesandi þessarar
bókar hafi náð að lesa það allt
spjaldanna á milli og muna eftir
einstökum fréttaskeytum að utan frá
höfundi undanfarin átta ár.
Kristján Björnsson.
inn. Hann fjallar um helstu vanda-
mál varðandi endurbætur og viðhald
íbúðar. Þar er m.a. rætt um íbúðar-
málun, veggfóðrun, pípulagnir og
rafmagnsmál. Græðarinn kallast
þriðji kafli. Þar er greint frá læknis-
hjálp, helstu kvillum sem herja á
mannskepnuna, algengustu slysum í
heimahúsum og „fyrstu hjálp“. I
fjórða kafla sem nefnist Kokkurinn
eru gefin ýmis hagnýt ráð varðandi
eldhússtörf og hvernig á að matreiða
einfalda rétti. Fimmti og síðasti
kaflinn nefnist Þrifíllinn. Þar eru
gefin holl ráð varðandi hreinsun
íbúðarinnar, þrif og meðferð á þvotti
og ýmsar góðar ábendingar gefnar
varðandi fatnað s.s. að bursta skó,
gera við saumsprettu, ganga frá
enda o.fl.
Þetta stutta yfirlit gefur til kynna,
að í bókinni kennir margra góðra
grasa sem ættu að duga þeim, sem
lenda í vanda. Og það mun vera
aðaltilgangur þeirra er að útgáfunni
standa. Bókin er snyrtileg útlits og
prýða hana ágætar skýringamyndir.
Hollt es heima hvat, segir gamalt
máltæki. Og á einum stað yrkir Jón
Helgason:
Séð hefég skrautleg suðræn blóm
sólvermd í hlýjum garði;
áburð og Ijós og aðra virkt
enginn til þeirra sparði;
mér var þó löngum meir í hug
melgrasskúfurinn harði,
runninn upp þar sem Kaldakvísl
kemur úr Vonarskarði.
Hvar sem fólk er sjálft að stunda
fagrar listir - yrkja ljóð, leika á
hljóðfæri eða taka lagið saman - þar
spretta því í hjarta jurtir sem meiri
gleði veita en afskorin blóm úr
vermireitum atvinnumennskunnar.
Og nú hefur kór Keflavíkurkirkju
kvatt sér hljóðs með hljómplötu á
almennum markaði, undir forystu
síns horska stjórnanda og organista
Siguróla Geirssonar. Kórinn stendur
á gömlum merg, stofnaður formlega
árið 1942, en á síðustu árum hefur
hann sótt fram til æ metnaðarfyllri
átaka - hljómplata með tveimur
kirkjukórum úr Reykjavík 1982,
söngferð til uppsprettu evrópskrar
tónlistar, Þýskalands, 1983, og til
Drottins dýrðarsól
fæðingarstaðar kristninnar sjálfrar
1985, og í framhaldi af því hin nýja
hljómplata.
Hér eru saman komin 12 lög, öll
eftir íslensk tónskáld og við íslenska
sálma utan einn, sem er eftir Davíð
Gyðingakóng. Illu heilli eru textarn-
ir ekki prentaðir með, því meðal
skáldanna eru nokkrir af þeim stóru
í hugsun og andagift, auk Davíðs
sjálfur Matthías (Jochumsson),
„okkar fínasta sálmaskáld" eins og
síra Jón Thorarensen nefndi hann,
ennfremur Jón Arason, Jakob Jóh.
Smári og Sigurbjörn Einarsson, svo
dæmi séu nefnd. Mjög sjaldgæft er
að kórar flytji svo texta að skiljanlegt
sé og er kór Keflavíkurkirkju þar
engin undantekning.
Siguróli Geirsson leggur á plöt-
unni áherslu á fjölbreytni: auk
kórsins, sem telur 23 söngmenn, eru
þarna fjórir einsöngvarar, þar af þrír
úr röðum kórfélaga, strengjakvart-
ett, flauta, enskt horn, tveir tromp-
etar og orgel. Lögin 12 eru útsett á
mismunandi vegu og þróast jafnvel
oft frá erindi til erindis í einum
sálmi; í sumum syngur einsöngvari,
hljóðfæraskipan er með ýmsu móti,
í einstaka jafnvel kórinn einn með
kurteislegum orgelundirleik. Kór
Keflavíkurkirkju mundi tæpast
standast konsertkórum reykvísku
höfuðkirknanna snúning á hösluðum
velli, en þrátt fyrir það getur þama
margt fallegt að heyra - ég nefni
næstum af handahófi Bæn Herberts
H. Ágústssonar, Fyrst að mér lífið
leyfði eftir Árna Björnsson (sálmur
Jóns Arasonar) og Nú hverfur sól
eftir Þorkel Sigurbjörnsson.
Þótt kaþólska kirkjan hafi verið
kunn að því að bregða eftir mætti
fæti fyrir vísindaframfarir fyrr á
öldum, þá mun hitt jafnómótmælan-
legt að hún hlúði að menningunni
hér á landi og að klaustrin voru
mikilvægir vermireitir fræðanna. Og
enn er það svo, að enda þótt Kristur
sé landsmönnum nú um tíðir ekki
ofarlega í sinni utan stórhátíða, þá
heldur kirkjan áfram að vera mikil-
vægur vermireitur andlegra verð-
mæta víða um land - og ekki síður
hér í Reykjavík en annars staðar -
því í tónlistinni verður meiri kraft-
birting almættisins en í þúsund stól-
ræðum. Sig. St.