Tíminn - 23.12.1988, Síða 12

Tíminn - 23.12.1988, Síða 12
12 Tíminn Föstudagur 23. desember 1988 FRÉTTAYFIRLIT SAMEINUÐU ÞJÓÐ- IRNAR-Suöur-Afríka, Kúba og Angóla undirrituðu söguleg- an samning sem Iryggir sjálf- stæði Namibíu og ao herlið Kúbumanna verði kallað heim frá Angóla. Skugga bar á yfir- skriftina þar sem Svíinn Bernt Carlsson sem átti stóran þátt í samningagjörðinni fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna fórst með bandarísku Boeing 747 þotunni í Skotlandi. Hann var á leið til New York til að vera viðstaddur undirritunina. WASHINGTON - George Bush, sem mun taka við forset- aembættinu í Bandaríkjunum eftir tæpan mánuð, útnefndi Louis Sullivan sem heilbrigðis og félagsmálaráðherra Banda- ríkjanna í ríkisstjórn sinni. Sullivan er fyrsti blökkumaður- j inn sem Bush skipar í ríkis- stjórn sína. VARSJÁ - Lech Walesa leiðtogi hinna óháðu verka- lýðssamtaka Samstöðu sagði að leiðtogar kommúnista- flokksins í Póllandi hafi ekki gengið nógu langt til móts við samtökin til að unnt sé að hefja viðræður um framtíð landsins, þar sem meðal annars átti að ræða framtíð Samstöðu. MADRID - Forsætisráð- herra Spánar Felipe Gonzales hugðist hefja viðræður við verkalýðsfélög um kröfur verkalýðsfélaganna sem ríkis- stjórnin var ekki tilbúin til að samþykkja. Allsherjarverkfall skall á í síðustu viku og er það farið að hafa víðtæk áhrif á Spáni. Fulltrúar verkalýðsfélaganna mættu hins vegar ekki á fundinn. Tvö stærstu verka- lýðsfélögin á Spáni hafa sagt að þau muni ekki ræða við Gonzales. BELGRAD - Verkalýðs- leiðtogar í Króatíu, sem er næst stærsta lýðveldi innan ríkjasambandsins í Júgó- slavíu, hafa nú krafist at-' kvæðagreiðslu um vantraust á júgóslavnesku ríkisstjórnina sem þeir saka um ao bera ábyrgð á því ófremdarástandi er ríkir í efnahagsmálum landsins. ÚTLÖND Boeing 747 þota Pan American á Keflavíkurflugvelli. Það var svona þota sem fórst í fyrrakvöld í versta flugslysi í Brctlandi. Boeing 747 þota Pan Am fórst í Skotlandi í fyrrakvöld: Myrtu hryðjuverkamenn 275 saklausa borgara? Nær öruggt er að hryðjuverkamenn hafi grandað bandarísku Pan Am breiðþotunni sem fórst við skoska landamærabæinn Lockerbie í fyrrakvöld. Alls fórust 275 manns eftir að þotan sprakk í loft upp í 30 þúsund feta hæð, þar af 15 íbúar Locerbie sem urðu undir braki þotunnar. írönsk öfgasamtök hafa lýst verknaðinum á hendur sér og segjast stolt yfir því að hafa hefnt fyrir írönsku farþegaþotuna sem Bandaríkjamenn skutu niður yfir Persaflóa í sumar. Með þeirri þotu fórust 290 manns. Þotan hverfur af ratsjárskermum Boeing 747 breiðþota Pan Am flugfélagsins hafði flogið frá Frank- furt til Heathrowflugvallar í London og hélt þaðan áleiðis til New York. Með þotunni voru fjölmargir banda- rískir hermenn og stúdentar á leið til Bandaríkjanna í jólaleyfi auk ann- arra farþega. Þotan hóf sig á loft klukkan 18.25. Klukkan 19.08 hvarf þotan skyndilega af ratsjárskermum, en þá var hún í um 30 þúsund feta hæð. Skömmu síðar bárust fréttir af mikilli sprengingu og eldsvoða í skoska þorpinu Lockerbie. Fljótlega kom í ljós að brak þot- unnar hafði dreifst víðs vegar um Lockerbie og að engin von væri um að einhverjir hefðu lifað af. Þá var einnig ljóst að einhverjir íbúar þorpsins hefðu látið lífið því nokkur hús voru grafin í logandi braki. Síðar kom í ljós að fimmtán þorps- búar fórust og tólf aðrir voru fluttir á sjúkrahús. Sprenging líklegasta orsökin Það var strax ljóst að þotan fórst ekki vegna mistaka flugmanna held- ur benti allt til þess að þotan hefði sprungið í loft upp. Sjónarvottar skýrðu frá því að þotan hefði komið í logandi pörtum til jarðar enda dreifðist brakið og lík farþeganna yfir nokkurra fermílna svæði. Sér- fræðingar hafa gefið tvær hugsanleg- ar skýringar. Annars vegar að þotan hafi verið sprengd í Ioft upp eða að skrokkur þotunnar hefði snögglega gefið sig. Síðari möguleikann af- skrifaði Pan Am, því þó að þotan hafi verið byggð árið 1970 þá var hún endurbyggð og yfirfarin á síðasta ári svo hún ætti að vera sem ný. Bandaríkjamenn höfðu verið aðvaraðir Þann 5. desember var hringt í bandaríska sendiráðið í Helsinki og tilkynnt að hermdarverk yrði unnið á einhverri þotu Pan Am flugfélags- ins sem flygi á flugleiðinni Frankfurt til New York næsta hálfa mánuðinn. Bandarískum flugmálayfirvöldum var gert viðvart og voru öll flugfélög er fljúga milli Evrópu og Bandaríkj- anna vöruð við. Þetta kom fyrst fram hjá talsmanni bandaríska sendiráðsins í Moskvu í gær. Tals- maður Pan Am flugfélagsins skýrði frá því að sérstaks öryggis hefði verið gætt að undanförnu vegna þessa. Hins vegar væri stefna Pan Am og flestra annarra flugfélaga að halda slíkum hótunum leyndum. frönsk öfgasamtök lýsa verknaðinum á hendur sér í símtali við alþjóðlega fréttaþjón- ustu í London sagðist skæruliðahóp- ur er kallar sig „Verði íslömsku byltingarinnar" bera ábyrgð á því að þotan fórst. Maðurinn sagði að verknaðurinn væri hefnd fyrir ír- önsku farþegaþotuna er Bandaríkja- menn skutu niður yfir Persaflóa í sumar. Með þeirri þotu fórust 290 manns. „Við erum mjög stolt,“ sagði maðurinn. Þessi sömu samtök eru talin bera ábyrgð á morðinu á írönskum skop- myndateiknara og sprengjutilræði þar sem fyrrum íranskur ráðherra særðist alvarlega í London í fýrra. Þá tengjast þau skæruliðasamtökun- um „Heilagt stríð“ í Líbanon, en þau samtök eru talin tengjast írönsk- um stjómvöldum. írönsk stjómvöld sáu ástæðu til þess að gefa út yfirlýsingu um að franar bæm enga ábyrgð á þessu hryðjuverki. 150 líkfundist Ekki hafa fundist nema 150 lík eftir slysið, en líkamspartar dreifð- ust vítt og breitt yfir Lockerbie ásamt braki flugvélarinnar. Locker- bie er eins og eftir loftárás enda skemmdust rúmlega fjömtíu hús og fjöldi bíla. Einn partur þotunnar lenti á bensínstöð og myndaðist stór gígur við sprenginguna sem varð. Voru slökkviliðsmenn í fleiri klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins. Sprengjan í handfarangri farþega? Hafi þotan verið sprengd í loft upp eins og allt bendir til þá eru allar líkur á að farþegi hafi borið hana með sér í handfarangri, vitandi eða óafvitandi. Talsmaður Pan Am flugfélagsins í Frankfurt sagði enga möguleika á að sprengjunni hafi verið komið um borð með almenn- um farangri vegna öryggisráðstafana þar. Færeyjar og Noregur: Mannskaðaveður Svíar sjúkir í bælum sínum Mannskaðaveður gekk yfir Fær- eyjar í fyrrinótt. Einn maður lést í veðurofsanum sem var svo mikill að veðurmælingatæki fuku út í veður og vind. Eignatjón varð gífurlegt og talið í hundruðum milljóna króna. Mörg hundruð hús og bátar stór- skemmdust og eru dæmi þess að heilu húsin og bátar hafi fokið á haf út. Sömu leið fóru bílar og annað lauslegt. Rafmagnslínur og símalínur slitn- uðu þannig að rafmagnslaust varð að mestu í Færeyjum og fjöldi byggðarlaga slitnaði úr tengslum við umheiminn. Syðstu eyjarnar, Straumey, Sand- ey og Suðurey, urðu einna verst úti. Rýma þurfti tvær sjúkrahússálmur í Þórshöfn, en hluti annarrar álmunn- ar fauk á haf út. Sömu leið fór þakið .á Hótel Borg, en þar var mannfagn- aður í fuilum gangi í fyrrinótt. Gestirnir urðu að leita sér skjóls í kjallara hótelsins því langferðabílar áttu enga möguleika að sækja gest- ina og aka þeim heim vegna veður- ofsans. Veðurofsinn gekk niður er líða tók á daginn og í gærkvöldi var stinningskaldi í Færeyjum. Lægðin sem olli ósköpunum í Færeyjum hélt sem leið lá að strönd- um Noregs, þar olli hún nokkru tjóni. Einn maður fórst með bát sínum og annars er saknað. Frá Þór Jónssyni í Stokkhólmi Aldrei fyrr hafa svo margir Svíar verið veikir í einu og ekki getað sinnt störfum sínum. Hálf milljón manna eru nú skráðir veikir af inflúensu, kvefi eða annarri óáran. í leyfi frá störfum til að sinna sjúkum börnum sínum eru 124.000 manns. Og handan við húshornið bíður Taiwanflensa, sem stungið hefur sér niður í Noregi. Af sjúkrasögu Svía má líka nefna, að ellefta fórnarlamb streptokokka- flensunnar frægu er látið úr sjúk- dómnum. Það er svo ekki úr vegi að minna á, að frá Norðurlöndum flykkjast nú heim til íslands námsmenn til að halda jólin hátíðleg í faðmi fjöl- skyldunnar. Þess er því ef til vill ekki langt að bíða að hin og þessi pestin heimsæki Frón.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.