Tíminn - 23.12.1988, Side 13
Föstudagur 23. desember 1988
Tíminn 13
iilll
BÆKUR
BÓKMENNTIR
illllllllllllllllll
Siglaugur Brynleifsson:
Hin hiklausa sannf æring
Kristján Albertsson: Menn og málavextir.
Almenna bókafélagið 1988.
í lýsingu Kristjáns Albertssonar á
þeim indæla manni Árna Pálssyni
prófessor segir meðal annars, að
hann hafi búið yfir „hiklausri sann-
færingu“. Þetta er einkenni greina
og ritgerðaskrifa Kristjáns Alberts-
sonar. Hann er vafningalaus í útmál-
unum sínum á mönnum og málefn-
um. Mannlýsingar hans sem hér
birtast undir titlinum „Manna
minni“ eru skrifaðar af hreinlyndi,
hlýju og einstökum næmleika.
Hann skrifarm.a. um EinarBene-
diksson, Thor Jensen, Sigurð Guð-
mundsson, Sigurð Nordal, Halldór
Laxness og mjög skemmtilega grein
um Árna Pálsson og fleiri.
Á Víðavangi er safn greina og
ritgerða, m.a. um íslenska tungu.
Fyrsta greinin heitir íslensk tunga,
greininni lýkursvo: „Kveðskapurinn
var þeirra (íslendinga) úrkostur til
þess að bjarga málinu, en málið
þeirra stóri úrkostur til þess að
bjarga sjálfum sér“. Hafi einhver
þjóð talað tungu, sem bjargaði sömu
þjóð þá eru það íslendingar, „þeir
björguðu sjálfum sér“, tungan bjarg-
aði þeim. Þótt oft sé talað um
tunguna sem einhverskonar sam-
skiptatæki þá er hún meira. Það er
rétt hjá Heidegger, þegar hann
skrifar: „Der Mensch gebárdet sich,
als sei er Bildner und Meister der
Sprache, wáhrend doch sie die
Herrin des Menschen bleibt" (Mað-
urinn hegðar sér eða telur sig vera
skapara og meistara tungunnar, þeg-
ar hún (tungan) er drottning
mannsins). Hafa skyldi einnig í huga
að skáldin og málsnillingar vita þetta
og allir þeir, sem hafa íhugað áhrif
tungunnar á samfélagið og öfugt,
svo sem Karl Kraus, Joseph de
Maistre, Orwell. „Tungan er móðir,
ekki þjónusta hugsunarinnar“ (Karl
Kraus). Fáir höfundar hafa gert sér
jafn glögga grein fyrir valdi málsins
og Karl Kraus, hann áleit, að siðferði
og mál væru nátengd. Hann var
óþreytandi að vara við málspilling-
unni, sem hann taldi beinlínis leiða
til glötunar. Kristjáni Albertssyni er
þetta mjög ljóst eins og kemur fram
í skrifum hans um tunguna og þau
skáld sem hann fjallar um. „íslend-
ingar ortu af því að þeir unnu tungu
sinni“ og sú er brýning höfundar að
svo megi vera. Þessar greinar sem
snerta móðurmálið eru nú enn þarf-
ari en þegar þær voru skrifaðar
vegna aukinna áhrifa tötralegs mál-
fars og þeirra sem hampa slíku og
telja „skáldfíflahlutinn" gjaldgeng-
an í íslenskri menningarhelgi.
Höfundurinn skrifar nokkur for-
formálsorð um þann hluta bókar-
innar sem snýst um íslensk stjóm-
mál og sögu þjóðarinnar á síðustu
tímum. Hann segir í þessum for-
málsorðum, að það sem hann hafi á
sínum tíma ritað um þessi efni, þá
einkum um kommúnismann, sé enn
í góðu gildi (formálinn dagsettur 29.
Kristján Albertsson.
sept. 1988). Sannarlega er hér rétti-
lega að orði komist. Greinar Krist-
jáns Albertssonar voru af mörgum
vinsti mönnum taldar mjög vafasam-
ar og öfgafullar, en nú hefur það
undarlega gerst, sem fáa óraði fyrir,
að allt það sem hann skrifaði urn
þessi efni á sínum tíma hefur verið
staðfest af Gorbasjoff og fylgis-
mönnum hans í Sovétríkjunum. Þótt
mörgum þætti Kristján nokkuð
harðorður þá eru útmálanir þeirra
enn harðorðari. Kr. Albertsson
skrifar, að greinar hans hafí verið
sprottnar af „þörf til að forðast" hin
þöglu svik, að þegja við öllu röngu",
eins og skáldið kemst að orði“.
Hann hélt vöku sinni á árunum eftir
styrjöldina í þeirri lygaformyrkvun
sem var framhald hins bjánalega
hugmyndafræði-rugls, sem svipti
marga góða menn öllu raunskyni og
pólitískum skilningi.
Þegar mikilhæfir rithöfundar rufu
innsigli lyganna blasti við einhver
ógðfelldasta vilpa kúgunar, haturs
og lyga sem heimurinn hefur nokkru
sinni verið vitni að.
Höfundur skrifaði talsvert um
„Atómstöð" H.K.L. á sínum tíma
og segir í formála, að „allt dálæti á
sögunni er yfirnáttúrlegt fyrirbrigði,
eitthvað sem hvorki heilbrigð skyn-
semi né nein vísindaleg þekking gæti
með nokkru móti skýrt". Vel skrif-
aðar skáldsögur, sem lýsa samtíman-
um verka mjög sterkt á meðvitund
lesenda og oft gerist það, að Iesendur
gleyma, að sagan er „skáldsaga",
þótt lýsingar „skáldsögupersón-
anna“ vísi til persóna og atburða
sem eru meðal vor. Áhrif „Atóm-
stöðvarinnar" byggðust á þeirri
áráttu að meta söguna sem raun-
veruleika en ekki sem skáldsögu.
Kveikjan að sögunni voru deilur um
afstöðu íslands til átaka stórveld-
anna og sagan var skrifuð með tilliti
til þeirra átaka sem skálddaga. Nú
hefur margt skýrst og raunveruleiki
áranna eftir síðari heimsstyrjöld og
alþjóðastjórnmál þess tíma voru allt
annars eðlis en vinstri hugmynda-
fræðingar töldu sinn sannleika. Þótt
þessi skekkta heimsmynd hafi orðið
kveikja skáldsögunnar, þá helduri
skáldsagan gildi sínu sem skáldsaga,
bókmenntaverk, en ekki sem sögu-
leg heimild. Sagan var svo mögnuð
að hún skekkti jafnt raunskyn aðdá-
enda sinna og andstæðinga. Báðir
aðilar féllu í þá gröf að taka „skáld-
sögu“ sem sagnfræðilega úttekt.
Greinar Kr. Albertssonar um
þátttöku íslendinga í Nató voru
vægast sagt litnar hornauga af þeim,
sem töldu flest gott að austan og flest
íllt að vestan. En nú hafa mál
skýrst svo, að þeir sem taldir voru
til landsölumanna og reynt var á
allan hátt að rýja allri æru, hafajneð
stefnu sinni þá e.t.v. forðað heittrú-
uðustu hugmyndafræðingunum og
kommúnistunum frá því að gerast
böðlar eigin þjóðar við reyndar frem-
ur ólíklega framvindu á alþjóðavett-
vangi, samskonar böðlar og leppar
Stalíns og eftirmanna hans, í mið- og
austurhlutum Evrópu, sem eru hat-
aðir af eigin þjóð og allur heimurinn
fyrirlítur. Þeir hinir sömu ættu því
að vera þakklátir þeim, sem höfðu
gleggra raunskyn á alþjóðastjórnmál
til að bera en þeir sjálfir, á tímunum
eftir styrjöldina.
Hin hiklausa sannfæring Kristjáns
Albertssonar átti sér forsendur í
þekkingu hans á málavöxtum í Evr-
ópu. Hann var kunnugur mörgum
þeim, sem mótuðu stefnu Vesturveld-
anna og það kunnugur í Evrópu, að
hann sá eins og þeir einstaklingar
sem gjörst þekktu, hvað var að
gerast austan tjalds og hvers eðlis
þau samfélög voru. Þess vegna leit
hann á það sem skyldu sína að
opinbera hin þöglu svik og benda á
harðstjómina, lygina og hatrið, sem
voru einkenni þeirra aðila sem hæst
vældu um frið, frelsi og jafnrétti
bæði í austri og vestri.
Það er þakkarvert að gefa út
þessar greinar og ritgerðir. Þær voru,
þegar þær birtust „Safn til sögu
íslands“, heimildir um einstaklinga
og þáttur í íslenskri bókmennta- og
listasögu. Ogeru þaðennfrekarnú.
Illlllllllllllllllllllllllll TÓNLIST lllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll
Fjölskyldusöngvar
Steins Stefánssonar
Ræktaðu garðinn þinn, sagði
heimspekingurinn. Einn eljusamra
yrkjenda síns garðs á langri ævi
hefur verið Steinn J. Stefánsson úr
Staðarsveit í Austur-Skaftafells-
sýslu, sem nýverið gaf út lítið nótna-
kver undir nafninu „Fjölskyldu-
söngvar". í formála kemur fram, að
Steinn stjórnaði ekki einasta kór
fyrir austan og stundaði kennslu,
heldur kom hann líka upp 5 börnum
sem a.m.k. sum hver hafa blótað
gyðjur Iistanna.
1 kverinu er að finna 14 sönglög,
sem Steinn hefur útsett aðallega
fyrir blandaðan kór. en höfundar
eru auk hans sjálfs flestir úr fjöl-
skyldunni - og jiaðan nafnið. Lögin
henta ekki síður til heimilisbrúks
þar sem er til píanó en kórsöngs;
textar eru eftir góðskáldin, Stefán
frá Hvítadal, Jónas, Bólu-Hjálmar,
Örn Arnarson, Jóhannes úr Kötlum,
Guðmund Inga, Tómas, svo dæmi
séu nefnd.
Suniir segja að íslensk menning sé
búin að vera, hún muni ekki standast
STEINN STEFÁNSSON
15 SÖNGLÖG
samkeppnina við menningu stór-
þjóðanna, líkt og rímurnar urðu að
víkja fyrir nýjum bragarháttum og
þýskri tónlist, og það nýja aftur fyrir
rímleysum og rafmagnsgítar. Um
þau leikslok veit enginn. En seint
mun blása upp þá garða sem menn
eins og Steinn Stefánsson yrkja.
Sig.St.
BILALEIGA
meö útibú allt í knngurri
landiö, gera þér mögulegt
aö leigja bíl á einum staö
og skila honum á öörum.
Reykjavík
91-31615/31815
Akureyri
96-21715/23515
1Pöntum bíla erlendis
interRent
Bílaleiga Akureyrar
Staðfastur
strákur
eftir Kormák Sigurðsson
Iðunn hefur gefið út bókina
Staðfastur strákur eftir Kormák
Sigurðsson. Sagan segir frá
ævintýrum og uppátækjum Jóns
Óskars sem raunar hét fullu nafni
Jón Óskar Pétur Jakob
Hallgrimsson.
Jón Óskar ólst upp hjá ömmu
sinni í litlum kofa rétt utan við
bæinn. Hann var einþykkur og fór
oft eigin leiðir, og gamla konan
hafði því talsverðar áhyggjur, ekki
síst þegar hann sagðist aldrei ætla
að fara í skóla.
En þegar til kom fannst Jóni
Óskari alls ekki leiðinlegt að
ganga í skólann. Hann eignaðist
þar félaga og vini og rataði í ýmis
ævintýri. Og hann var sannarlega
staðfastur strákur, hugrakkur og
ráðagóður, en hann var einnig
fjörmikill æringi, sem átti í brösum
við Gæa grobb og fleiri
óþekktarorma.
Bókin kom fyrst út árið 1958 en
hefur verið ófáanleg um árabil.
Gömul
framtíðarsýn
Bókaútgáfa Máls og menningar
hefur sent frá sér bókina Veröld ný
og góð (Brave new world) eftir
Aldous Huxley, í þýðingu
Kristjáns Oddssonar. Bók þessi
var skrifuð árið 1932 og er ein
þekktasta framtíðarsaga allra
tima.
í henni er lýst Alheimsríkinu,
riki framtíðarinnar, sem spannar
alla jörðina og byggist á
líffræðilegri og sálrænni
innrætingu allra þegna.
Stéttaskipting er þar líffræðilega
ákvörðuð og fæðingar eru úr
sögunni — öll böm em getin í
glösum. Margt í þessarí hálfrar
aldar gömlu framtíðarsýn kemur
kunnuglega fyrir sjónir og ber vott
um mikla skarpskyggni
höfundarins. f sögunni fara
aðalpersónumar i skemmtiferð á
amerískt vemdarsvæði og hafa
heim með sér fmmstæðan mann,
villi manninn, sem verður eins
konar sýningargripur í
Alheimsríkinu. En villimaðurinn
fær hvorki útrás fyrir áhuga sinn
á listum, trúhneigð né ást hinni
nýju og góðu veröld. Það reynist
hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar i
þessu „fullkomna" ríki.
Veröld ný og góð er gefin út í
kiljubroti, en með hröðum
spjöldum. Hún er 212 bls. að stærð
og prentuð í Danmörku. Kápu
gerði Robert Guillemette.
Ferskeytlan
komin út
Hjá Almenna bókafélaginu er
komin út bókin Ferskeytlan.
Vísur og stef frá ýmsum tímum.
Kári Tryggvason valdi vísurnar í
bókina.
í vísum hefur skáldum oft tekist
að orða hugsun sína svo
eftirminnilega að þær hafa flogið
um allt land. Margt bendir til þes
að áhugi sé enn að vakna á þessu
kveðskaparformi og er það vel.
Þessi bók er fyrir þá sem vilja
kynnast vísnagerð eins og hún
gerist best. Hún á jafnt erindi til
unglinga sem öldunga. í henni eru
hátt á annað hundrað vísur sem
allar eiga það sameiginlegt að
geta staðið stakar, án heimilda
Kári Tryggvason.
eða skýrínga, á sama hátt og
kvæði í bókum höfunda.
Annars er óþarfi að fara stórum
orðum um efni þessarar bókar.
Vísumar segja allt sem segja þarf.
Ferskeytlan er 174 bls. að
stærð.
Þankar
píanókennara
Úterkominljóðabókin „Þankar
á flugi“ eftir Guðrúnu J.
Þorsteinsdóttur, myndskreytt af
Margréti Birgisdóttur.
í bókinni eru 35 ljóð Guðrúnar
og 9 teikningar eftir Margréti.
Guðrún er bamfæddur
Reykvíkingur. Hún er píanóleikari
og hefir stundað píanókennslu um
árabil. Ljóðin em ort á
síðastliðnum 3 ámm. Þetta er
fyrstaljóðabók höfundar.
Margrét Birgisdóttir er
útskrifuð úr Myndlista- og
handíðaskóla íslands og hefur
einkum unnið að grafíkmyndum.
Bókin fæst í helstu bókabúðum
og kostar 980 krónur.
Barnagull
Jón Árnason
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út bókina Barnagull,
en efni hennar var tekið saman
um miðja 19. öld af Jóni Ámasyni,
hinum alkunna
þjóðsagnasafnara, sem Islenskar
þjóðsögur eru ávallt kenndar við.
Útgefandi kynnir Barnagull
þannig á bókarkápu:
Bamagull hefur að geyma
stuttar, þýddar sögur og ævintýri
af ýmsu tagi frá mörgum löndum,
en tillaga um útgáfu slíks rits kom
fram hjá Reykjavíkurdeild
Bókmenntafélagsins. Skyldi ritið
vera lestrarbók handa börnum og
unglingum, þeim til fróðleiks og
skemmtunar. Fyrirmyndir vom
danskar og þýskar lestrarbækur
fyrir börn, sem út komu á fyrri
hluta 19. aldar. íslenska útgáfan
kom aldrei út og hefur handritið
varðveist i Landsbókasafni.
Barnagull er gefið út undir
umsjón dr. Huberts Seelow, þýsks
fræðimanns í Múnchen, sem talar
og ritar íslensku. Hann fjallar
einnig um verkið, ritar
athugasemdir og skýringar, og
minnist sérstaklega þýðandans,
Jóns Árnasonar, en hinn 4.
september 1988 var öld liðin frá
dauða hans.
BarnaguII er með teikningum
eftir Sigurð Örn Brynjólfsson
myndlistarmann.
Þótt Barnagull sé upphaflega
hugsað sem lestrarbók fyrir börn
og unglinga, á ritið erindi til allra
lesenda.
Barnagull er 264 bls. að stærð.
Kápu gerði Sigurður Örn
Brynjólfsson. Bókin er prentuð í
Prentsmiðjunni Rún hf., en
bókband annaðist Bókagerðin.