Tíminn - 23.12.1988, Side 14

Tíminn - 23.12.1988, Side 14
Föstudagur 23. desember 1988 14 Tímirtn BÆKUR Saga Þorlákshafnar — til loka skipaútgerðar eftir Skúla Helgason Verkið er þrjú bindi, 1500 blaðsíður, prýtt miklum fjölda gamalla ljósmynda, teikninga og korta. 1. bindi nefnist Byggð og búendur. 2. bindi Veiðistöð og verslun. 3. bindi Atburðir og örlög. Bókaútgáfan örn og örlygur hefur að frumkvæði Ölfushrepps gefið út þriggja binda ritverk, Sögu Þorlákshafnar til loka skipaútgerðar, eftir Skúla Helgason. Hér er á ferðinni viðamikið og margþætt verk, í senn safn þjóðsagna frá Þorlákshöfn, sagnfræðileg úttekt á sögu staðarins, þjóðháttarit um sjósókn fyrri tíma þar sem útgerðarsagan er rekin frá stofnun biskupsstóls í Skálholti til loka áraskipaútgerðar 1929, og ævisögurit sögufrægra bænda og sjósóknara í Höfninni eins og t.d. Jóns Árnasonar og Jóns Ólafssonar. Auk þess er hér safnað á einn stað ýmsu efni varðandi Þorlákshöfn er birst hefur áður í blöðum og bókum eða varðveist í handritum. Sunnlensk atvinnu- og menningarsaga. En saga Þorlákshafnar varðar ekki einungis staðinn Þorlákshöfn, hún er umfangsmikið verk í íslenskri atvinnu- og menningarsögu. Hún lýkur upp dyrum að heimi löngu genginna kynslóða þar sem þær ganga fram í starfi og leik, blíðu og stríðu, í hversdagsleik og á örlagastundum. Höfundur verksins.Skúli Helgason, höfundur verksins, hefur unnið að söfnun heimilda varðandi Þorlákshöfn í áratugi. Fyrri bækur hans eru Saga Kolviðarhóls og Sagnaþættir úr Ámessýslu í tveimur bindum. Saga Þorlákshafnar er sett og prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar en bundin í Amarfelh hf. Sammi - Mamma mætt í slaginn Iðunn hefur gefið út nýja bók um SAMMA sem er íslenskum lesendum teiknimyndasagna að góðu kunnur. Nefnist hún Mamma mætt í slaginn og er eftir þá félaga Berck og Cauvin. Dag nokkurn verða þeir Sammi og Kobbi fyrir algjöm reiðarslagi. Mamma hans Kobba er væntanleg til borgarinnar og ætlar að setjast upp hjá þeim. Þetta væri svo sem ekki alvarlegt ef Kobbi hefði ekki alltaf talið henni trú um að hann hefði komið sér vel fyrir og væri BÓKMENNTIR willlli llllllll!! moldríkur- en það er nú öðru nær. Svo nú liggur mikið við að blekkja þá gömlu. En hún veit lengra nefi sínu og tekur fljótt til sinna ráða. Og áður ef yfir lýkur geta þeir kumpánar hrósað happi yfir að fá mömmu gömlu í slaginn! Bjarni Fr. Karlsson þýddi. Sveinbjörn Þorkelsson. Ljóðabókin Perast Komin er út ný ljóðabók eftir Sveinbjörn Þorkelsson, og heitir hún Perast. í bókinni em rúmlega þrjátíu ljóð, sem skipt er í fjóra kafla. Höfundur gefur bókina sjálfur út. Eftir Sveinbjöm Þorkelsson hafa áður komið út bækurnar Ljóð innan glers (1977), Hvítt á forarpolla (1978) og Pos (1986). Kvæði Freysteins Gunnarssonar Kvæði Freysteins Gunnarssonar, skólastjóra Kennaraskólans, sem komu út haustið 1987 á vegum nemenda hans, hafa ekki verið til sölu í bókabúðum svo að teljandi sé, heldur aðeins til áskrifenda á sérstöku áskriftarverði. Þar sem ýmsir hafa kvartað um, að þeim hafi ekki tekist að fá bókina, hafa útgefendur ákveðið að gefa kost á henni með áskriftarverðinu - kr. 1400,- fram að næstu áramótum, en nú er mjög gengið á upplag hennar. Þeir sem vilja sinna þessu geta því fengið bókina á þessu verði hjá Bókaútgáfunni Iðunni, Bræðraborgarstíg 16, sími 28555, eða Andrési Kristjánssyni, sími 40982, og Gils Guðmundssyni, simi 15225. Ágóði af sölu bókarinnar til þessa hefur verið afhentur Kennaraháskóla íslands í minningarskyni um Freystein, og því sem við bætist verður ráðstafað með sama hætti. Menn og málavextir Ritgerðasafn eftir Kristján Albertsson Menn og málavextir eru annað ritgerðasafn Kristjáns Albertssonar. Hið fyrra, í gróandanum, kom út 1955 og seldist fljótt upp. Höfundurinn, Kristján Albertsson, er í hópi snjöllustu ritgerðahöfunda á íslensku. Og hann er auk þess einhver sannfróðasti íslendingurinn sem nú er uppi. Hér er því margt hrífandi og lærdómsríkt að finna. Meiri hluti ritgerðanna fjallar um menningarmál, bókmenntir fornar og nýjar, íslenska tungu, íslenska náttúru o.s.frv. Ýmsar þeirra hafa orðið víðkunnar, svo sem um Einar Benediktsson, Árna Pálsson, Thor Jensen, Þróun íslenskunnar, svo eitthvað sé nefnt. Auk þess eru ritgerðir um margvísleg efni önnur og þá ekki síst stjómmál. Kristján Albertsson hefur aldrei lagt í vana sinn að þegja yfir því sem hefur hrifið hann né látið það óátahð sem honum hefur fundist rangt. Þess sjást glögg merki í hinni litauðugu bók, Mönnum og málavöxtum. Bókin Menn og málavextir er 343 bls. að stærð. Þrír Vítisenglar á ferð Þröstur J. Karlsson: Skugginn, (skáldsaga) 154 bls. Útg. Reykholt Þeir, sem eru meira fyrir að fljúga en kafa eiga samleið með höfundi Skuggans,-ogþví hærra, því lengra, þeim mun fremur. Söguefnið telst, á fyrstu síðum, runnið undan rifjum sjálfs myrkrahöfðingjans, hann hyggst gera gangskör að því að ná mannfólkinu á sitt vald, þar með guðs útvöldum því að „dómsdagur er sagður vera í nánd og að hinn almáttki guð reiðinnar ætli að tor- tíma mannheiminum og Niflheimi þar á eftir. En með því að ná valdi yfir ríkjum mannanna yrði auðveld- ara að beisla sálir þeirra er hinn almáttki hefur mætur á og flytja þær sem gísla til Vítis þannig að hinn svonefndi almáttki guð hlyti að ígrunda vel hvaða afleiðingar það hefði fyrir gíslana ef hann tortímdi Niflheimi." Skáldsagan er hin fyrsta höfundar, Þrastar Karlssonar og eins og sjá má af framangreindu er hún óvenjuleg um efni, a.m.k. að því er tekur til íslenskra skáldsagna. Höfundur er enginn nýgræðingur á ritvellinum, eftir hann hafa komið út ljóðabækur, ein eða tvær, og fjölmörg smárit fyrir börn sem einkum fjalla um ferðir í furðuheima hugarflugs og drauma. Skáldsagan Skugginn er sprottin af fyrri ritviðleitni höfundar- ins og sérdeilis þrákelknislegum metnaði að flytja draum sinn inn í þann hversdagsveruleika sem yfir- leitt fangar íslenska höfunda á síðari árum eftir útkomu fyrstu bókar. Og full ástæða er til að taka Þröst alvarlega eftir útkomu þessarar bók- ar þótt hann kafi ekki djúpt í efni sitt. Þröstur segir af baráttu ills og góðs af talsverðri leikni, mikilli frá- sagnargleði og húmor sem stundum á einum of skylt við rembing. Til þess að ná gíslunum fara þrír Vítis- englar sendiför til mannheima. Óháðir línutíma mannlegrar náttúru bera þeir niður þar í mannkynssög- unni sem líkumar eru mestar á að þeir geti komið illu til leiðar og markmið þeirra að efna til gereyðingarstríðs og þar með gera alla menn að hreinum helvítismat. Sagan er þrátt fyrir þetta trúfræðilega efni trú efnis- tökum skáldsagna í öllum aðalatrið- um, fjallar ekki einkum um úrslita- átök þeirra í efra og neðra heldur um afdrif einstaklinga, og þótt ekki séu mennskir nema að nokkru eða alls ekki. En hvaðeina sem við sögu kemur og lífs er hefur tilhneigingu til að verða persónugervingar og gildir um ótölulegan sæg kerúba, serafa, engla og skuggavera af öllu tagi. Persónugalleríið er á sinn máta ekki síður mikið um sig en vettvangur atburðanna, framrás hvors tveggja er fremur reyfarans eða gamansögunnar en trúarlegs rits þótt heimsmynd bókarinnar sé fjöl- þætt og e.t.v. að einhverju leyti frumleg. Sagan telst skrifuð af „Skuggan- um“ sem er hugarfóstur eins Vítis- englanna, Helsets, sem fallið hefur í ónáð í Víti eftir afglöp í sendiför- inni, ekki varað sitt fólk við orðum Krists um þangaðkomu hans þótt hann heyrði þau. en Kristur gerði allt vitlaust í Víti á þriggja daga dvöl sinni þar. Hrekst Helset um alheim- inn á flótta sínum undan reiði hús- bændanna og hugarfóstrið verður viðskila við hann, lendir á sínu sálarflökti í þeirri hremmingu að festast í górilluapa í Gullaldar- Aþenu, þaðan er Skugganum bjarg- að af englum og settur í yfirheyrslur um innviðu Vítis svo að bjarga megi gíslunum því að mannfólkið hefur hópast unnvörpum til Vítis eftir kjarnorkustríð og þar með þær sálir sem almættið ætlaði sér. Þresti dapr- ast ekki flugið að svo komnu en rétt að láta lesandanum eftir framhaldið. Fræðin verða stundum illskiljanleg en aldrei beint leiðinleg, og á köflum er sagan drepfyndin. Sumt ber helst til mikinn keim hasarblaða og deyfð- arlegra er ýifir himnalýsingum en þeim á Víti,-en síðartalið gildir líka um Comedíu Dantes, Faust Goethes og Paradísarmissi Miltons, þessa samlíkingu hæfir aðeins að taka bókstaflega. - Skugganum sjálfum er ágætlega lýst, hann er næsta mannlegur þótt ekki sé efniskenndur á þann hátt sem menn eru, öfl ills og góðs togast á um hann og heimspekilegar vanga- veltur bókarinnar eru greindar í gegnum hann. Skuggi tekur framför- um frá því að vera heldur grunn- hygginn tækifærissinni í það að gera sér grein fyrir tilvist sinni og að einhverju leyti samspili góðs og ills. Og þá einhverskonar tilgangi, eða hvað? Hressileg skáldsaga, en umfram það eftirminnileg. Frágangur bókarinnar er þokka- legur nema talsvert er um prófarka- villur. Um aðfaraorð og tileinkun út- gefenda vil ég segja eitt: Vonandi eru þau og verða einsdæmi á bók. María Anna Þorsteinsdóttir Hnitmiðuð dýrafræði Lifandi heimur dýranna. Höfundur: Mark Carawardine Þýöandi: Óskar Ingimarsson. Útgefandi Setberg 1988. Útgáfa á ýmsum handhægum myndskreyttum náttúrufræðibókum fyrir unga lesendur hefur farið í vöxt á síðari árum. Ber að fagna því. Slíkar bækur hafa til skamms tíma verið harla fáar og sniðnar meira við hæfi fullorðinna. Gildi svona bóka felst fyrst og fremst í fjölbreyttu myndefni, sem gerir tvennt; fegrar bókina og skýrir betur efni textans og gerir hana aðgengilegri til lesturs. Þessi bók sem hér um ræðir er ein slík. í stuttu og hnitmiðuðu máli er gerð grein fyrir útliti dýranna, sér- kennum og heimkynnum. Efnis- flokkarnir eru átta og hver heims- álfa, eða hluti heimsálfu, tekin fyrir sérstaklega. Kaflarnir eru: Norður- Evrópa, Suður-Evrópa, Norður- Ameríka, Mið- og Suður-Ameríka, Afríka, Asía, Ástralía og heim- skautssvæðin. Frásögnin er fjörleg og ýmsum skemmtilegum sögubrotum er skotið inn í fræðilegan texta sem bæði skýrir betur það sem um er fjallað og skemmtir iesandanum um leið. í bókinni eru tekin fyrir helstu dýrin, sem einkenna hvert svæði. Hér er smá sýnishom: „Gíraffinn er engin smáræðis skepna, fæturnir á honum eru stundum nærri en meðal- maður. Hann á heima á staktrjáa- sléttum Afríku, er einkar vinalegur og kýs að halda hópinn. Karlarnir berjast þó stöku sinnum, lemja þá saman hausunum eða vefja sig hvor um annars háls.“ í lok bókarinnar er örstutt yfirlit um dýralíf á íslandi. Fróðlegur kafli sem eykur gildi hennar að mun. Hundruð mynda, stórra og smárra, prýða bókina og skýra meira en nokkur orð. Þetta er einkar eiguleg og fræðandi bók. Hún höfðar til allra í fjölskyldunni og ætti um leið að gefa greið svör við ýmsu, sem ber fyrir forvitin augu. TÓNLIST Sigurður Bragason á hljómplötu Nýverið kom út hljómplata þar •sem Sigurður Bragason baritón- söngvari flytur margvísleg lög og aríur ásamt Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur píanóleikara. Sigurður hefur þjónað sönggyðjunni alllengi, því hann útskrifaðist úr tónmennta- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík fyrir 10 árum og tók svo Söngskólann á eftir. Auk þessa hefur hann sótt ýmis námskeið heima og erlendis, sungið í nokkrum óperum og haldið tónleika víða um land. Sigurði hefur samt ekki tekist ennþá að sveifla sér í fremstu röð ungra söngvara - þar eru að sjálfsögðu fleiri kallaðir en útvaldir, og margt sem kemur til. En af söng hans á þessari hljómplötu mætti geta sér þess til að meira mark yrði á söng hans tekið ef hann sýndi meira geðríki. Á þessari nýju plötu er önnur hliðin helguð sönglögum, íslenskum og þýskum, en hin hliðin í aðalatrið- um ítölskum lögum og óperuaríum. Allt er þetta vandvirknislega unnið og þaulæft; Sigurði tekst betur upp í hægum og dramatískum lögum en fjörlegum og andríkum, eins og sjálfsagt er algengt með djúpar raddir. Ágætur er t.d. Bikarinn eftir Eyþór Stefánsson og aríur úr Don Carlo eftir Verdi, en síðri Silungur Schuberts. Þóra Fríða Sæmundsdóttir spilar af öryggi og smekkvísi á píanóið, enda sérhæfð í þeirri grein að styðja söngvara í flutningi sínum - það lærði hún í Stuttgart. Margt er gott um plötu þeirra Sigurðar og Þóru Fríðu, og það ekki síst, að hún vinnur greinilega á við hlustun. Vel er að öllum tækniatriðum staðið. Útgefandi plötunnar er Örn og Örlygur, og þettaerB. plata þess fyrirtækis; Halldór Víkingsson sá um upptöku með stafrænni tækni - hún var gerð í Hlégarði í Mosfells- sveit haustið 1987 og vorið 1988. Sig. St.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.