Tíminn - 23.12.1988, Qupperneq 16
16 Tíminn
Föstudagur 23. desember 1988
fslenski dansflokkurinn í Hallgrímskirkju.
Dansbænir í
Hallgrímskirkju um jólin
lslenski dansflokkurinn og Mótettu-
kórinn sýna: Faðir vor, Ave María og
Hallgrímsvers í Hallgrímskirkju um jólin.
Það er dagana 22., 27., 28., 29. og 30.
desember.
íslenski dansflokkurinn og Arnar Jóns-
son leikari frumsýna dansbænirnar Faðir
vor og Ave Maria eftir Ivo Cramér i
Hallgrímskirkju fimmtud. 22. des. kl.
20:30 og við sama tækifæri syngur Mót-
ettukórinn þrjá sálma undir stjórn Harðar
Áskelssonar.
Ivo Cramér dansahöfundur er þekkt
nafn í heimi danslistarinnar. Hann hóf
leikhúsferil sinn sem listdansari. Hann
stofnaði sinn eigin listdanshóp, Cramér-
baletten. og síðar með Birgit Cullberg,
Sænska dansflokkinn. Hann hefur víða
farið og unnið sjálfstætt sem dansahöf-
undur og leikstjóri. 1968 stofnaði hann
aftur Cramérflokkinn ásamt eiginkonu
sinni, dansahöfundinum Tygne Talvo.
Cramér hefur samið fjölda þekktra ball-
etta og þeirra á meðal Faðir vor, en dans
við Maríubænina Ave María hefur hann
tileinkað Vigdísi Finnbogadóttur forseta.
Amar Jónsson leikari fer með Faðir vorið
um leið og dansað er. 1 sýningunni taka
þátt 16 listdansarar, en tónlistin er eftir
Ralph Lundsten.
Ivo Cramér var hér fyrir 24 árum og
stjómaði gamansöngleiknum „Stöðvið
heiminn" við Þjóðleikhúsið.
Á Þorláksmessu verður Fríkirkjan í
Reykjavík opin fyrir gesti og gangandi kl.
17:00-20:00. Síðasta klukkutímann verð-
ur leikið á orgel kirkjunnar. Tekið verður
við framlögum til Hjálparstofnunar kirkj-
unnar og útsendum söfnunarbaukum
veitt móttaka. Heitt kaffi verður á könn-
unni.
Fríkirkjufólk!
Aðfangadagskvöld kl. 18:00: Klassísk
messa í kaþólsku Maríukirkjunni við
Raufarsel, steinsnar ofan við Seljakirkju.
Ágústa Ágústsdóttir, Jóhanna Linnet,
Viktor Guðlaugsson og Anders Joseph-
son syngja. Organleikari er Þorvaldur
Björnsson.
Annar í jólum kl. 11:00: Barnaguðs-
þjónusta í Kvennaskólanum við Frí-
kirkjuveg. Auk venjulegra þátta verður
börnunum færður glaðningur.
Gamlárskvöld kl. 18:00: Klassísk
messa í Kvennaskólanum við Fríkirkju-
veg. Sr. Gunnar Bjömsson
Jólasýning í Gallerí Grjót
í Gallerí Grjót, Skólavörðustíg 4A
stendur nú yfir jólasýning, - sem jafn-
framt er sölusýning. Á sýningunni eru
verk þeirra 9 listamanna sem að galleríinu
standa, þ.e.: Gestur Þorgrímsson, Jónína
Guðnadóttir, Magnús Tómasson, Ófeig-
ur Björnsson, Páll Guðmundsson frá
Húsafelli, Ragnheiður Jónsdóttir, Sigrún
Guðjónsdóttir (Rúna), Þorbjörg Hösk-
uldsdóttir og örn Þorsteinsson. Oll verk-
in á sýningunni eru til sölu.
Opið er á Þorláksmessu kl. 12:00-23:00
og á aðfangadag ki. 10:00-12:00.
Laugardagsgangan i Kópavogi
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun - aðfangadag
- 24. des. Lagt af stað frá Digranesvegi
12 kl. 10:00.
Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja er opin alla daga nema
mánudaga kl. 10:00-18:00.
Turninn er opinn á sama tíma.
Listasafn Sigurjóns
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laug-
amesi, er opið laugardaga og sunnudaga,
kl. 14-17.
Kaffistofan er opin á sama tíma.
KVENNAATHVARF
Húsaskjól er opið allan sólarhringinn
og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa
verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið
fyrir nauðgun.
Síminn er 21205 - opinn allan sólar-
hringinn.
SAMÚEL
8. tbl. 19. árg.
Á forsíðu þessa blaðs er mynd af Lindu
fegurðardrottningu í hásæti sínu þegar
hún hlaut titilinn „Ungfrú alheimur". Og
inni í blaðinu er viðtal við Eyþór Guð-
jónsson, kærasta Lindu Pétursdóttur og
margar myndir af kærustuparinu, Þá
koma ýmislegar fréttir, svo sem um partí-
og ballsígarettur og milljónaplötu Mezzo-
forte o.fl. Einnig er þýdd grein um
Ameríkana sem á „brjálaða bíla“ eins og
segir í fyrirsögn.
Þá er grein um söngleikjahöfundinn
Andrew Lloyd Webber. Næring framtíð-
arinnar: Kóngulær, ormar og engisprettur
nefnist fræðileg skrif um slíka fæðu.
Einnig er þarna hugleiðing: Er góðærinu
lokið og tékkheftið tómt? Þá segir far-
maður um vinnubrögð tollafgreiðslu-
manna: „Tollararnir margfalt sekari en
smyglararnir".
Ungur eiturlyfjaneytandi segir frá hörm-
ungum sínum: Ég hef margoft reynt
sjálfsmorð - og næstum drepið kærust-
una. Baldur Brjánsson, framkvæmda-
stjóri Broadway segir um rekstur
skemmtistaða í dag: „Eins og að sitja á
tímasprcngju". Hljómplötuþáttur er í
blaðinu og margt fleira.
- Ertu viss um aö við séum aö fara í sama fríið... ?
ÚTVARP/SJÓNVARP
e
Rás I
FM 92,4/93,5
é
FM 91,1
01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af
veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00.
Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með
fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00.
Leifur Hauksson og Ölöf Rún Skúladóttir hefja
daginn með hlustendum, spyrja tiðinda víða um
land, tala við fólk í fréttum og fjalla um málefni
líðandi stundar. Jón örn Marinósson segir
sögur frá Ódáinsvöllum kl. 7.45. Veðurfregnir kl.
8.15 og leiðarar dagblaðanna kl. 8.30.
9.03 Viðbit. - Þröstur Emilsson. (Frá Akureyri)
10.05 Morgunsyrpa. Evu Ásrúnar Albertsdóttur
og Óskars Páls Sveinssonar.
12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar.
12.20 Hádegisfróttir.
12.45 I Undralandi með Lísu Páls. Sigurður Þór
Salvarsson tekur við athugasemdum og ábend-
ingum hlustenda laust fyrir kl. 13.00 í hlustenda-
þjónustu Dægurmálaútvarpsins og í framhaldi
af því gefur Hilmar B. Jónsson hlustendum
heilræði um helgarmatinn. 14.00 Á milli mála -
Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveins-
son.
16.03 Dagskrá. Stefán Jón Hafstein, Guðrún
Gunnarsdóttir og Ævar Kjartansson bregða upp
mynd af mannlífi til sjávar og sveita og því sem
hæst ber heima og erlendis. Kaffispjall upp úr
kl. 16.00, „orð í eyra“ kl. 16.45 og dagsyfirlit kl.
18.30. Frásögn Arthúrs Björgvins Bollasonarfrá
Þýskalandi og fjölmiðlagagnrýni Einars Kára-
sonar á sjötta tímanum. Ódáinsvallasaga
endurtekin frá morgni kl. 18.45.
19.00 Kvöldfréttir.
19.33 Jólatónar.
20.30 Vinsældalisti Rásar 2. Stefán Hilmarsson
kynnir tíu vinsælustu lögin. (Einnig útvarpað á
sunnudag kl. 15.00).
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Snúningur. Stefán Hilmarsson ber kveðjur
milli hlustenda og leikur óskalög.
02.05 Góðvinafundur. Jónas Jónasson tekur á
móti gestum í Hallgrímskirkju. Meðal gesta eru
Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, Örn Árnason
leikari, Mótettukór Hallgrímskirkju og Hörður
Áskelsson söngstjóri. Tríó Guðmundar Ingólfs-
sonar leikur. (Endurtekinn frá sunnudegi).
03.05 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút-
varpi til morguns. Fréttir kl. 4.00 og sagðar fréttir
af veðri, færð og flugsamgöngum kl. 5.00 og
6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30.
Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00,
10.00, 11.00, 12.00, 12.20, 14.00, 15.00, 16.00,
17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00.
SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2
8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Austurlands.
SJÓNVARPIÐ
Föstudagur
23. desember
Þorláksmessa
6.45 Veöurfregnir. Bæn, séra Gunnlaugur Garö-
arsson flytur.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30,
fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr
forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfir-
liti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30,8.00,
8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. Umsjón:
Gunnvör Braga. (Einnig útvarpað um kvöldið kl.
20.00).
9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Bjöms-
dóttir.
9.30 Bókaþing. Kynntar nýjar bækur. Umsjón:
Friðrik Rafnsson og Halldóra Friðjónsdóttir.
10.00 Fréttir. Tilkynningar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Maðurinn á bak við bæjarfulltrúann.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson. (Frá ísafirði)
11.00 Fréttir. Tilkynningar.
11.05 Samhljómur. Umsjón: Anna Ingólfsdóttir.
11.55 Dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar.
13.35 Miðdegissagan: „Konan í dalnum og dæt-
urnar sjö“. Ævisaga Moniku á Merkigili skráð
af Guðmundi G. Hagalín. Sigríður Hagalín les
(20).
14.00 Fréttir. Tilkynningar.
14.05 Ljúflingslög. Svanhildur Jakobsdóttir
kynnir. (Einnig útvarpað aðfaranótt miðvikudags
að loknum fréttum kl. 2.00).
15.00 Fréttir.
15.03 Jólakveðjur. Almennar kveðjur og óstað-
bundnar.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Ketkrókur kominn í bæinn. Barnaútvarpið
heilsar upp á hann í Þjóðminjasafninu.
16.30 Jólakveðjur, framhald.
17.00 Fréttir.
17.03 Jólakveðjur, framhald
18.00 Fréttir.
18.03 Jólakveðjur framhald
Tónlist. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.35 „Af innri gleði“. Jólahugleiðing séra Péturs
Þórarinssonar á Möðruvöllum í Hörgárdal.
20.00 Jólaalmanak Útvarpsins 1988. (Endurtekið
frá morgni).
20.15 Jólakveðjur. Kveðjur til fólks í sýslum og
kaupstöðum landsins. Leikin jólalög milli lestra.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Jólakveðjur, framhald
24.00 Fréttir.
Næturútvarp á samtengdum rásum til
morguns.
Föstudagur
23. desember
17.50 Jólin nálgast í Kærabæ.
18.00 Villi spæta og vinir hans. Bandarískur
teiknimyndaflokkur. Þýðandi Sigurgeir Stein-
grímsson.
18.25 Líf í nýju Ijósi (20) (Ifétait une fois... la vie).
Franskur teiknimyndaflokkur um mannslíkam-
ann, eftir Albert Barrillé.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Austurbæingar (Eastenders) Níundi
þáttur. Breskur myndaflokkur í léttum dúr.
Aðalhlutverk Anna Wing, Wendy Richard, Bill
Treacher, Peter Dean og Gillian Taylforth.
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
19.25 Búrabyggð (3) (Fraggle Rock) Breskur
teiknimyndaflokkur úr smiðju Jim Hensons.
Þýðandi Guðni Kolbeinsson.
19.50 Jólin nálgast í Kærabæ.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Lottó.
20.45 Dagskrá útvarpsins um jólahelgina. Um-
sjón Trausti Sverrisson.
20.50 Ekkert sem heitir. Þáttur fyrir ungt fólk.
Umsjón Gísli Snær Erlingsson.
21.15 Þingsjá. Umsjón Ingimar Ingimarsson.
21.40 Bjargv*;ttir jólanna. O'he Night They Saved
Christmas) Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1984.
Leikstjóri Jackie Cooper Aðalhlutverk Jaclyn
Smith, Paul LeMat og Art Garney. Þrír krakkar
reyna að bjarga leikfangaverksmiðju jólasveins-
ins frá eyðileggingu af völdum olíuborunar.
Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir.
23.10 Söngelski spæjarinn (5) (The Singing De-
tective) Breskur myndaflokkur sem segir frá
sjúklingi sem liggur á spítala og skrifar saka-
málasögu. Aðalhlutverk Michael Gambon. Þýð-
andi Gauti Kristmannsson.
00.10 Útvarpsfréttir í dagskrárlok.
ST00-2
Föstudagur
23. desember
16.15 Hong Kong. Noble House. Framhaldsmynd
í 4. hlutum. 3. hluti. Voldugir aðilar hafa í hyggju
að ná yfirráðum yfir gamalgrónu viðskiptafyrir-
tæki, og ættarveldi í Hong Kong. En lykillinn að
yfirráðum felst ekki í auði og valdi heldur litlu
broti af smápening. Aðalhlutverk: Pierce
Brosnan, Deborah Raffin, Ben Masters og Julia
Nickson. Leikstjóri: Gary Nelson. Framleiðandi
og höfundur: James Clawell. De Laurentiis
Entertainment Group.
17.55 Jólasveinasaga. The Story of Santa Claus.
Teiknimynd. Lokaþáttur. Leikraddir: Robert Am-
finnsson, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir.
Telecable.
18.20 Pepsí popp. Tónlistarþáttur með nýjustu
myndböndum, ferskum fréttum úrtónlistarheim-
inum, viðtölum, getraunum, leikjum og alls kyns
uppákomum. Þátturinn er unninn í samvinnu við
Sanitas hf. sem kostar gerð hans. Kynnar
Hafsteinn Hafsteinsson og Nadia K. Banine.
Umsjón: Helgi Rúnar Óskarsson. Dagskrár-
gerð: Hilmar Oddsson. Stöð 2.
19.1919:19. Frétta- og fréttaskýringaþáttur ásamt
umfjöllun um þau málefni sem ofarlega eru á
baugi.
20.45 Alfred Hitchcock. Stuttir sakamálaþættir
sem gerðir eru í anda þessa meistara hrollvekj-
unnar. Þýðandi: Pálmi Jóhannesson. Sýningar-
tími 30 mín. Universal 1986.
21.15 Laugardagur til lukku. Fjörugur getrauna-
leikur sem unninn er í samvinnu við björgunar-
sveitirnar. í þættinum verður dregið í lukkutríói
björgunarsveitanna en miðar, sérstaklega
merktir Stöð 2, eru gjaldgengir í þessum leik og
mega þeir heppnu eiga von á glæsilegum
vinningum. Kynnir: Magnús Axelsson. Dag-
skrárgerð: Gunnlaugur Jónasson. Stöð 2.
22.10 Áfram hlátur. Carry on Laughing. Nú getum
við látið hláturinn létta okkur lífið með því að
horfa á gullmola úr gömlu góðu „ÁfranT mynd-
unum. Hið litríka leikaralið myndanna mun
skemmta okkur með hinum óforbetranlegu
atriðum sem eru sérstaklega valin fyrir þessa
þætti. Aðalhlutverk: Kenneth Williams, Barbara
Windsor, Jim Dale, Sid James, Hattie Jacques
o.fl. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Thames
Television 1982.
22.35 Þrumufuglinn. Airwolf. Bandarískur
spennumyndaflokkur. Aðalhlutverk: Jan-Mi-
chael Vincent og Ernest Borgnine. Þýðandi:
Ásthildur Sveinsdóttir. MCA.
23.25 Nótt óttans. Night of the Grizzly. Vestri frá
árinu 1966 sem segir frá búgarðseiganda og
fyrrverandi lögreglustjóra sem á erfitt með að
sætta sig við stjörnumissinn. Aðalhlutverk: Glint
Walker, Martha Hyer og Keenan Wynn. Leik-
stjóri: Joseph Pevney. Framleiðandi: Burt
Dunne. Paramount 1966. Sýningartími 100
mín.
01.05 Ástarsorgir. Advice to the Lovelom. Róm-
antísk gamanmynd um unga blaðakonu sem
kemst að því að það að leysa vandamál annarra
er öllu auðveldar en að leysa manns eigin.
Aðalhlutverk: Cloris Leachman, Joe Terry, Kelly
Bishop, Walter Brooke og Melissa Sue Ander-
son. Leikstjóri: Harry Falk. Framleiðandi: John
Epstein. Universal 1981. Sýningartími 105.
03.05 Dagskrárlok.
_ UTVARP
Mjölnisholti 14, 3. h.
Opið virka daga
15.00-19.00
Sími623610