Tíminn - 23.12.1988, Síða 20

Tíminn - 23.12.1988, Síða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, S 28822 Átján mán, binding 7,5% 0 VlfMNU qvbil AS r, fktP ÞRQSTUR 685060 VANIR MENN Iíniinn Vegagerðin heldur öllu opnu fram til lokunar verslana í kvöld um allt land. Helstu þjóðleiðum haldið opnum fram yfir hádegi á morgun. Enginn snjó- mokstur á landinu frá hádegi á aðfangadag til morguns annars jóladags: Kafaldsbyl spáð um Suðurland um jólin „Það er útlit fyrir vaxandi austanátt og talsverðar líkur á snjókomu altént á jóladag og allt útlit fyrir slæma færð um Suðurland og í nágrenni Reykjavíkur. Kafaldsbylur verður líklega á Suðurlandi og gæti færð því orðið erfið um Suðurland, Hellisheiði og jafnvel á vegum í nágrenni Reykjavíkur,“ sagði Magnús Jónsson Veðurfræðingur í gær. „Ég held að veðrið í Reykjavík verði ekki ósvipað því sem nú er fram á jólakvöld, eða hæg norð- austanátt, nokkurt frost og heið- ríkja,“ sagði Magnúsennfremur. Á Vestfjörðum verður hið þokkalegasta veður og úrkomu- lítið og á Norður- og Austurlandi til Suð-Austurlands verða él og sagði Magnús að á skjólsælum stöðum þar gæti fólk átt von á „jólasnjókomu" eða logndrífu. Frost verður um allt land. Fyrir vestan og norðan land allt að tíu gráðum en minna sunnanlands - um fimm gráður. Það er því útlit fyrir skikkan- legasta vetrarveður í dag, Por- láksmessu og fram eftir degi á morgun. É1 víða um landið geta þó tafið samgöngur á láði og í lofti en engu að síður ættu flestir að geta komist leiðar sinnar í tæka tíð fyrir jól áður en veður versnar á jólakvöld. Vegagerðin ætlar að hafa við- búnað til að halda öllum vegum opnum að minnsta kosti fram yfir lokunartíma verslana í kvöld. Éljaveður var víða um land í gær og fram eftir morgni og í gær var fært um Dalina og allt til Patreksfjarðar og Bíldudals að sögn Karls Ásgrímssonar veg- aeftirlitsmanns Vegagerðarinnar. Þá er Holtavörðuheiði fær og fært um Strandir allt til ísafjarðar og Flateyrar. Þá er verið að hreinsa veginn um Fljót til Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðarmúlavegur var lokaður í gær vegna veðurs en ætti að opnast í dag og sama er að segja um Lágheiði. Hún var söntuleiðis lokuð í gær vegna snjókomu en ætti að verða fær í dag ef veður verður skaplegt. Þá er fært frá Húsavík allt austur til Vopnafjarðar en Möðrudalsöræfin þó þungfær fólksbílum. Þá voru vegir á Aust- fjörðum hreinsaðir í gær og verið er að renna yfir þá aftur nú í Óvíst er að ástandið kafaldsbyl. Reykjavík verði svona slæmt, en spáð er morgunsárið en talsverð ofan- koma var í nótt á Norð-Austur- landi. Karl sagði að Vegagerðin yrði í viðbragðsstöðu í dag og héldi öllum vegum opnum en hcfði hægar um sig á morgun, aðfanga- dag. Þá væri ætlunin að gera sem minnst og ekkert fram yfir það sem alger nauðsyn krefði. Snjómokstur myndi síðan liggja niðri á jóladag og ekki hefjast aftur fyrr en að morgni annars jóladags, en ef snjóbylur skellur á um sunnanvert landið á jólakvöld eða jólanótt, eins og Magnús Jónsson veðurfræðingur gerir ráð fyrir, þá er viðbúið að snjóruðningsmenn muni hafa ær- inn starfa. Á annan jóladag er fyrirhugað, ef veður leyfir, að ryðja leiðina milli Húsavíkur og Reykjavíkur og frá Reykjavík um Suðurland. Karl sagði að engin snjóruðn- ingstæki yrðu á Hellisheiði frá því seinnipart aðfangadags til morguns á annan í jólum. Ármann Magnússon stjórnar veghefli sem notaður er til snjó- ruðnings hjá Vegagerðinni á Egilsstöðum. Ármann sagði að' haustið og veturinn það sem ef er hafi verið einn hinn snjóléttasti sem hann myndi eftir síðan hann hóf störf hjá Vegagerðinni. Hann sagðist ekki hafa lent í neinum þrekraunum í vetur og raunar varla síðan hann hóf störf við snjóruðning árið 1972. Nokkrum sinnum hefði hann þó þurft að bíða af sér veður og eins að bjarga fólki sem fest hafði farartæki sín í fannfergi á fjall- vegum. Hann sagði að ekki yrði mokað frá hádegi á aðfangadag og fram á annan í jólum en þá yrði mokað á öllum leiðum í umdæmi Vega- gerðarinnar á Egilsstöðum. - sá Vöruskiptin viö útlönd í september: Álit nefndar á vegum menntamálaráðuneytis: Vöruskiptajöfnuður í september hagstæður Samkvæmt tilkynningu sem Hag- stofa íslands sendi frá sér í gær var vöruskiptajöfnuður við útlönd hag- stæður í september síðastliðnum. í september voru fluttar út vörur fyrir 6.260 milljónir króna og inn fyrir 5.580 milljónir kr. fob. Vöru- skiptajöfnuðurinn var því hagstæður sem nemur 680 milljónum kr. en í september í fyrra var hann óhag- stæður um 1.750 ntilljónir kr. á föstu gengi. Vekja ber athygli á því að í þessu sambandi verður að hafa í huga, að kaup og sala skipa og flugvéla skipta miklu um tölur septembermánaða beggja ára. í tölum september 1987 voru með- taldar um 160 milljónir kr. í sölu skipa og flugvéla en um 1.200 millj- ónir kr. í kaupum á sömu hlutum. í september mánuði þessa árs voru seldar 3 flugvélar samtals að verð- mæti kr. 1.400 milljónir en andvirði skipa sem keypt hafa verið eða endurbætt erlendis nemur röskum 800 milljónum kr. Að frátöldum skipum og flugvél- um var vöruskiptajöfnuðurinn í september hagstæður um 125 millj- ónir kr. borið saman við 700 milljóna kr. óhagstæðan jöfnuð í september í fyrra. -áma. Kennsla hefjist í byggingalist Nefnd sem skipuð var til að kanna forsendur þess að hefja kennslu í húsagerðarlist hér á landi hefur skil- að áliti sínu. Þar kemur m.a. fram sú tillaga að hafin verði kennsla sem fyrst í byggingalist, arkitektúr, á íslandi. Nefndin gerir í tillögum sínum ráð fyrir því að um verði að ræða þriggja ára fyrri hluta nám og nemendur verði allt að 20 í hverjum árgangi. Kennslan verði skipulögð sem sjálf- stæð eining í tengslum við sjónlistar- kennslu á háskólastigi, einnig verði leitað eftir beinu samstarfi við er- lenda skóla urn seinni hluta nám fyrir íslenska nemendur í bygginga- list. Ákvörðun hvað þessar tillögur varðar liggur ekki fyrir, en búist er við að afgreiðsla málsins fari fram í tengslum við niðurstöður nefndar er nú fjallar um listaháskóla en hún mun skila áliti sínu á fyrri hluta næsta árs. SSH

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.