Tíminn - 29.12.1988, Qupperneq 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 29. desember 1988
Timirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavik
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar:
Aöstoðarritstjóri:
Fréttastjórar:
Auglýsingastjóri:
Kristinn Finnbogason
Indriði G. Þorsteinsson ábm.
IngvarGíslason
OddurÓlafsson
Birgir Guðmundsson
EggertSkúlason
Steingrímur G íslason
Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar
686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot:
Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr.
465,- pr. dálksentimetri.
Póstfax: 68-76-91
Jólaverslunin
Flest bendir til að jólaverslunin hafi gengið sinn
vanagang á þessu ári. Kaupmenn urðu þess ekki
varir, þegar á heildina er litið, að neitt hafi dregið
úr jólainnkaupum almennings, þótt á hinn bóginn
sé rætt um atvinnusamdrátt og jafnvel kreppuein-
kenni í efnahagslífinu.
Ekki er ástæða til að efast um það mat kaup-
manna að verslunin hafi verið blómleg um jólin.
Það segir hins vegar ekkert um það, hvort atvinnu-
samdráttur hafi átt sér stað eða þjóðfélagsumsvifin
hafi farið minnkandi miðað við fyrri ár.
Um það er ekki að villast að veltan í þjóðfélaginu
hefur dregist saman á undanförnum mánuðum.
Það séstrrua. á ríkissjóðstekjunum. Reyndarersvo
komið að margir eru nú farnir að óttast þennan
samdrátt þjóðarumsvifa og veltu, þótt ekki séu
nema nokkrir mánuðir síðan umræðan snerist um
þensluna í atvinnulífinu og þau áhrif sem hún hefur
á efnahagsþróun, fyrst og fremst verðbólguaukn-
ingu.
Mörg undanfarin ár hefur atvinnuástand verið
afar gott hér á landi. Góðærisástandið hófst 1984
og fór sífellt batnandi næstu árin. Varla þarf um að
deila, að þessi veltiár áttu upphaf sitt í batnandi hag
sjávarútvegsgreina. Eins og jafnan á sér stað í
íslensku efnahagslífi fer atvinnuástandið og kaup-
getan eftir rekstrarafkomu útflutningsgreinanna.
Meðan allt lék í lyndi á því sviði undanfarin ár, stóð
ekkert á góðri afkomu þjóðarheildarinnar.
Það hljóta allir að sjá eftir á, hafi menn ekki séð
það fyrir, að arðurinn af veltiárunum, sem fyrst og
fremst varð til í útflutningsgreinunum, var ekki
látinn ganga til fyrirtækjanna sem öfluðu gjaldeyr-
isins. Þau voru ekki látin safna í neina sjóði til að
mæta verðfalli afurða, óhagstæðri gengisþróun og
verðbólgu innanlands, en allt eru þetta atvik og
efnahagslegar staðreyndir, sem mætt hafa á rekstri
útflutningsfyrirtækj a.
Hins vegar fékk milliliðastarfsemin að blómstra
í landinu, jafnvel löngu eftir að ljóst var, hvert
stefndi með rekstrarafkomu útflutningsgreinanna.
Talandi um milliliðastarfsemi, óx upp á þessum
árum ný grein slíkrar starfsemi með meiri hraða en
nokkurn gat órað fyrir, þ.e.a.s. hömlulaus peninga-
og verðbréfaverslun, sem samkvæmt hagtölum er
arðbærasta atvinnustarfsemi í landinu. Þessi at-
vinnustarfsemi hefur ekki verið gerð arðbær með
hagkvæmu rekstrarfyrirkomulagi peningamiðlunar
og bankastarfsemi, heldur vaxtaokri einu saman.
Sé horft á jólaverslunina sem slíka, þá speglast í
henni m.a. sú staðreynd, að kaupgeta meginhluta
þjóðarinnar er alls ekki þorrin, þótt þjóðarumsvifin
hafi dregist saman. Að sjálfsögðu er afkoma
launafólks og heimila afar mismunandi. En stað-
reyndin er sú, að ráðstöfunartekjur þorra íslenskra
heimila eru enn miklar.
Vandi stjórnvalda felst í því að tryggja afkomu
heimilanna til frambúðar. Það verður best gert með
því að treysta rekstrargrundvöll framleiðslugrein-
anna, ekki síst útflutningsatvinnuveganna og þeirra
greina‘sem spara gjaldeyri.
GARRI
Er íslenskan fyrir þeim?
Þáttaröðin Nonni og Manni, sem
byggð er á sögum Nonna (Jóns
Sveinssonar) og gerð af Ágústi
Guðmundssyni hefur nú verið sýnd
að mestum hluta í Sjónvarpinu.
Þættir þessir eru um margt vel
gerðir, og er ýmislegt í þeim til
fyrírmyndar, eins og það að klæða
leikendur í föt en ekki druslur, cn
lengi hefur það þótt sanna raunsæ-
islegan blæ á verki, að hafa fólk i
druslum hafi það átt að fara með
hlutverk frá tíma fyrir og um
aldamót, að ekki sé nú talað um
miðja nítjándu öld. Man þá enginn
lengur að Jónas Hallgrímsson
kvartaði undan því að hann gæti
ekki farið í veislu af því hann værí
ekki nógu vel klæddur. Sannleikur-
inn cr sá að fólk bjó sig aðdáunar-
lega vel, jafnvel þótt það gerði sér
ekki dagamun. Það eina sem skorti
var að ekki voru til yfirhafnir eða
skóbúnaður sem hæfði vatnsveðr-
um. Það er því hvíld fyrír augað að
sjá fólk í frambærilegum fötum í
þáttunum um Nonna og Manna,
og umtalsverður munur frá ræfla-
dýrkuninni í þessu efni. Kannski
höfum við lært eitthvað af þýskum
í þessu efni. Engu að síður hafa
heyrst raddir um að við getum ekki
hafa veríð svona snyrtileg hér á
árum áður, og er þá samanburður-
inn væntanlega við fiflalcgan
drusluklæðnað, sem þykir fínn í
dag, einkum meðal framtíðarfólks-
íslenskan truflaði
Viðbrögðin við þáttunum hafa
verið jákvæð, það af þcim sem í
Ijós hefur komið. Mega þeir Nonni
og Ágúst Guðmundsson vel við
una. Eðlilegt var að fela Ágústi
það verkefni að gera þessa þætti,
enda mun hann mikilhæfasti kvik-
myndaleikstjórinn sem við eigum,
láti hann ekki heilla sig til dellu-
verkefna, sem heyra til verksviða
þróaðri kvikmyndaþjóða. Þó hafa
neikvæð viðbrögð hcyrst úr
óvæntri átt og vakið nokkra furðu.
Þjóðviljinn birtir daglega spurn-
ingu sína í gær, sem blaðið leggur
fyrir vegfarendur og eru fimm
spurðir. A.m.k. fjórir svarenda
virðast fólk á ungum aldri, en þrír
þeirra hafa athugasemdir fram að
færa við íslenskt tal í myndinni,
sem er citt af stóru framlögunum í
þessum þáttum. Einn segir: „Þó
það sé góð viðlcitni að setja ís-
lenskt tal inná þessa þætti hefur
það ekki tekist nægilega vel.“ Ann-
ar segir: „... cn það truflaði mig að
reynt hefur verið að setja íslenskt
tal í þættina.“ Og þriðji segir:
„Einnig finnst mér ekki hafa tekist
nægilega vel með að setja inn
tslenska talið.“
Mann setur auðvitað hljóðan við
að lesa svona gegndarlausa fá-
visku. Hún er ekki ný af nálinni.
Hvenær sem lagt er til að í staðinn
fyrir að texta myndir verði þær
talsettar, rísa einhverjir upp og
segjast ekki þola að heyra Burt
Reynolds tala íslensku eða ein-
hvern annan álíka gaur, eða þá
stjömu á borð við Laurence Olivi-
er. Mikið ósköp erum við farin að
njóta annarra tungumála fram yfir
íslensku fyrst hún má ekki heyrast
af munni útlendinga öðru vísi en
þeir með íslenska ríkisfangið fái
gæsahúð.
Talsetningin viðburður
Það er viðburður að þættirnir
um Nonna og Manna skuli vera á
íslensku, og svo þakkarvert, að
ungt fólk ætti að gæta sín átpví að
auglýsa ekki afkárahátt sinn með
því að telja talið í þessum þáttum
ekki nógu sambærilegt. Ekkcrt
bendir jafn augljóslega á hvert
stefnir með tungu okkar en fyrr-
greindar yfirlýsingar frá ungu fólki.
Það hefur enga löngun til að þakka
fyrir handtakið í þessum þáttum,
en segir með þótta mjög þýsku-
mælandi fólks og þjálfaðra varales-
ara, að íslenskan hafi „truflað“.
Efamál er að það fólk sem þaraa
svaraði og er eins og fyrr segir
tekið tali á götu, sé svo fullnuma í
þýsku að talsetningin hafi haft
nokkur truflandi áhrif. Hitt mun
sönnu nær, að oflætið og lotningin
fyrir erlendum tungumálum er slík,
að íslenskan þykir moldarkofamál
í hugum þeirra, sem kunna eitt-
hvað að babla í erlendum málum
og getur af vanþekkingu klæmst í
gegnum blöð og tímarit.
íslenskan hörð við að búa
Vonandi verður framhald á því
að crlendar myndir verði talsettar
í framtíðinni. Hafi fólk einhverjar
áhyggjur af því að tal leikenda
verði ekki í samræmi við varahreyf-
ingar, þá er það ekki vandamál
sem háir stórþjóðum, sein bera
ekki við að láta Burt Reynolds eða
Laurcnce Olivier tala ensku, held-
ur þýsku eða ítölsku eða spænsku
og þykir engum.goðgá. En hinn
vísi Islendingur virðist tilbúinn að
taka upp slag til að halda íslensk-
unni utan við, nema þá í textum
sem er vandræðalausn. Viðbrögðin
við talsetningunni á þáttunum um
Nonna og Manna benda til að hér
þurfi að taka mál föstum tökum,
enda getur framtíð íslenskunnar
ekki verið í höndum þess unga
fólks, þcirra þriggja t.d., sem upp-
lýsa okkur um að þeim þyki hart
við að búa, að myndin um Nonna
og Manna er á íslensku. Garrí
VÍTT OG BREITT
illllllllllllll!
Hver „fitnar“ af
útflutningsbótunum?
„Af hverju erum við að borga
matinn niður í útlendinga?" Slík
spurning hrýtur stundum af vörum
landans þegar milljóna útflutnings-
bætur með íslenskum landbúnað-
arafurðum ber á góma - og í ljós
kemur að við erum að selja útlend-
ingum ost og kindakjöt aðeins á
broti af innlendu verði.
Undirrituð rak því upp stór augu
við lestur meðfylgjandi jólaauglýs-
ingar í sænsku dagblaði, þar sem
verslun ein í Lundi bauð íslenskan
gaudaost á „EXTRAPRIS".
Auglýstur „EXTRAPRIS“ var
nefnilega 44,90 kr. sænskar eða
sem svarar 338 kr. íslenskum á
kíló. En venjulegt verð var sagt
62,50 kr. sænskar, þ.e. um 470
krónur íslenskar á kíló, eða litlu
lægra en við þurfum að gefa fyrir
sama ost hér heima á Fróni.
Hvert runnu eiginlega
allar útflutningsbæturnar?
Samkvæmt útflutningstölum
Hagstofunnar hafa Svíar keypt
héðan 87,4 tonn af osti í ár fyrir
samtals 5,2 milljónir króna. Þeir
hafa því aðeins borgað okkur 7,95
kr. sænskar (59,90 íslenskar
krónur) fyrir hvert kíló, sem þeir
síðan auglýsa á 44,90 kr. á
„EXRAPRIS“ og yfir 60 kr. á
venjulegu verði.
Osturinn hefur því 6 til 8-faldast
í verði áður en Sven hinn sænski
fær hann afhentan yfir búðarborð-
ið.
Ostinn sem Svíar keyptu af okk-
ur fyrir litlar 5,2 milljónir hafa þeir
því hækkað í 30-40 milljónir upp úr
sænskum kæliborðum.
í hverra vasa útflutningsbóta-
milljónirnar okkar renna verður
ekki svarað hér, en ljóst er að hinn
venjulegi Svíi sem er að kaupa sér
í matinn fitnar ekki af þeim.
Þetta leiðir hugann að þeim
umræðum sem hér eiga sér stund-
um stað, þ.e. að við ættum að
notfæra okkur að flytja inn niður-
greiddar matvörur erlendis frá -
t.d. kartöflur.
Og það lá t.d. við að undirrituð
bliknaði þegar hún neyddist til að
gefa 120-130 kr. fyrir kartöflukíló
úr Þykkvabænum, eftir að hafa
síðustu vikurnar keypt ágætis
sænskar og danskar kartöflur fyrir
1 sænska eða danska krónu í búð-
um beggja vegna Eyrarsunds.
Hvað þær kartöflur hefðu hinsveg-
ar margfaldast í verði, komnar í
verslanir á íslandi, væri fróðlegt að
vita? Sænsk/íslensku ostaviðskipt-
in sýnast a.m.k. dæmi um að lágt
innkaupsverð kann að bólgna illi-
lega áður en vara nær alla leið til
neytenda.
Allt að 16-faldur verðmunur á
kartöflukílói 'innan Norðurland-
anna lilýtur þó að vera umhugsuna-
refni.
- HEI