Tíminn - 29.12.1988, Page 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 29. desember 1988
FRÉTTAYFIRLIT
KHARTUOM - Þúsundir
Súdana flykktust út á götur
Khartoum og kröfðust þess að
ríkisstjórn landsins segði afi
sér. Verkalýðsfélög hvöttu tilj
allsherjarverkfalls til að mót-:
mæla hækkun á verði hrís-
grjóna.
DH AKA - Grátandi ættingjar
fórnarlamba ferjuslyssins við:
bæinn Munshiganj í Pakistan;
leituðu líka ástvina sinna. Tvö-1
hundruð manns drukknuðu.
MOSKVA - Hæstiréttur
Sovétríkjanna skipaði undir-
réttum sínum að taka hart á
forsprökkum kynþáttaólgunnar
í Armeníu og Azerbaijan og á
þeim er ræna úr rústum bygg- ■
inga á jarðskjálftasvæðunum í!
Armeníu.
TOKYO - Japanskir fjölmiðl-'
ar sögðu að nýr dómsmálaráð-
herra landsins Takashi Haseg-
awa sem settur var til að kom- \
ast fyrir spillingu í japönskum;
stjórnmálum hafi tekið við pen-
ingum frá fyrirtæki svo Haseg- j
awa hylmdi yfir fjármálaóreiðu i
þess.
SAO PAULO -Dómsmála-
ráðuneyti Brasilíu saaði að lög-,
regla hefði handtekið mann er)
væri grunaður um morð á vist-
fræðingnum Francisco Mend-
es sem myrtur var í síðustu
viku. S
JERÚSALEM - israelskir
hermenn skutu tvo unga pal-
estínskasteinkastara í atökum
er brutust út í kjölfar allsherjar-
verkfalls Palestínumanna á
hernumdu svæðunum.
Leiðtogar bandarískra gyðinga
sögðu að Bandaríkjastjórn hafi
lofað að beita israela ekki
þrýstingi til að fá þá að samn-
ingaborðinu með Frelsissam-
tökum Palestínu. í Kairó sagði
háttsettur egypskur embættis-
maður að friðartilboð Israels-
manna væri ekki sett fram í
alvöru og væri tii þess fallið að
fá aiheiminn til að beina augun-
um frá raunverulegum ágrein-
ingi araba og ísraela.
ISLAMABAD - Pakistanar
og Indverjar munu að líkindum
skrifa undir friðarsamkomulag
á næstunni. Þar skuldbinda
ríkin sig til þess að ráðast ekki
á kjarnorkuver hvors annars.
Ríkin hafa fjórum sinnum átt í
styrjöld frá því þau fengu sjálf-
stæði 1947.
ÚTLÖND
PLO býður fsraelum á ráðstefnu um hryðjuverk:
Israelar drepa þrjá
palestínska skæruliða
Samskipti Palestínumanna og ísraeia hafa ekki verið til fyrirmyndar. Palestínumenn kasta grjóti í ísraela og ísraelar
skjóta Palestínumenn. Þá reyna skæruliðar Palestínumanna að skjóta hermenn fsraela.
ísraelskir hermenn drápu þrjá
skæruliða Palestínumanna á landa-
mærum ísraels og Líbanons, en
skæruliðarnir voru að reyna að
smygla sér inn fyrir landamæri ísra-
els með illt athæfi í huga.
Þetta er í annað sinn á þremur
dögum sem ísraelskir hermenn lenda
í átökum við skæruliða Palestínu-
manna. Á mánudag drápu ísraelskir
hermenn þrjá palestínska skæruliða
í Líbanon rétt við landamærin að
ísrael.
Að sögn talsmanns ísraelshers
hófu ísraelskir hermenn skothríð á
skæruliðana er þeir klipptu í sundur
gaddavírsgirðingu á landamærun-
um.
Auknar árásir öfgafullra Palest-
ínumanna inn fyrir landamæri ísra-
els eiga eflaust eftir að aukast á
næstunni í kjölfar þess að Yasser
Arafat og PLO viðurkenndi ísrael
og hafnaði öllum hryðjuverkum. Sú
ákvörðun Arafats fer mjög fyrir
brjóstið á harðlínumönnum sem nú
vilja allt til þess vinna að slegið verði
á sáttarhönd Arafats.
Um svipað leyti og Palestínu-
mennirnir þrír féllu fyrir kúlum
ísraelsku hermannanna bauð PLO
ísraelum til ráðstefnu er fjalla myndi
um leiðir til að stöðva hryðjuverk.
- Við erum reiðubúnir til að halda
ráðstefnu um hryðjuverk í Washing-
ton eða New York með aðild ísraela
svo umræður um það hvernig stöðva
megi hryðjuverk fari ekki einungis
fram bak við luktar dyr, sagði Said
Kamal sendifulltrúi PLO í Kairó í
viðtali við dagblað þar.
Mikil dulúð hvílir nú yfir einum
hóp palestínskra öfgasamtaka,
Fatha byltingaráði Abu Nidals hins
þekkta hryðjuverkamanns. Samtök-
in höfðu sagst ætla að sleppa tveimur
frönskum stúlkum úr haldi í gær, en
ekkert hefur til þeirra spurst. Þær
áttu að vera komnar til Parísar í
gærkveldi þar sem faðir þeirra átti
að taka á móti þeim. Móðir þeirra
verður áfram í haldi, sökuð um
njósnir fyrir ísrael. Þær mæðgurnar
voru teknar höndum ásamt fimm
Belgum er palestínskir skæruliðar
hertóku snekkju er þær voru á
undan ströndum ísraels í nóvem-
bermánuði 1987.
Flugslysið við Lockerbie:
Sprengja grandaði
bandarísku þotunni
Nú er nokkuð Ijóst að sprengja
grandaði Boeing 747 breiðþotu Pan
Ain flugfélagsins sem fórst yfir
Skotlandi fyrir jólin með 270 manns
innanborðs. Sérfræðingar hafa fund-
ið merki þess að sprengja hafi
sprungið í ferðatösku einni sem
sérstaklega var rannsökuð.
Þá hafa málmflísar fundist í
nokkrum líkum úr brakinu og útilok-
ar það að tæknileg bilun hafi orsakað
slysið.
Sár þau er finna má á líkunum
eftir málmflísarnar benda til þess að
þær hafi dreifst um þotuna á sama
hraða og ef um sprengju hefði verið
að ræða.
- Við getum verið 99% öruggir að
um sprengju var að ræða, segir
Michael Yardley fyrrum liðsforingi í
breska hernum sem er sérfræðingur
í hryðjuverkum. Hann segir að
sprengjan hafi að líkindum verið 10
til 20 kílógramma plastsprengja.
Varnarmálaráðuneytið breska
hefur ekki viljað tjá sig um fréttir
breskra dagblaða um að sérfræðing-
ar hafi komist að þessari niðurstöðu.
Stjórn Sandínista í Níkaragva:
Vilja ræða frið
við George Bush
Stjórn Sandínista í Níkaragva Bush hefur sagt að stefna Banda-
hyggst leggja nýjar friðartillögur fyr- ríkjamanna gegn Níkaragva muni
ir George Bush strax og hann mætir ekki breytast þó hann taki við em-
í vinnu sem forseti Bandaríkjanna, bætti forseta Bandaríkjanna. Áfram
en hann mun sverja embættiseið. yrði þrýst á Sandínista til að ná fram
sinn 2Ó. janúar. umbótum í stjórnmálum í landinu.
íranskir byltingarverðir í essinu sínu:
Fækkuðu eiturlyfjasmyglurum
íranskir byltingarverðir drápu hring í þorpum á þessu svæði.
tuttugu og sjö eiturlyfjasmyglara í Byltingarverðir handtóku
sólarhrings bardaga í fjöllunum nokkra eiturlyfjasmyglara í þorp-
suður af borginni Kermann á unum áður en átökin brutust út.
sunnudag. Eiturlyfjasmyglararnir Aðgerðum gegn eiturlyfjasmyglur-
höfðu leitað sér skjóls í Nask og um á þessu svæði verður haldið
Harmak fjöllum 750 km suður af áfram á næstunni ef marka má
Teheran eftir að byltingarverðir fréttir IRNA fréttastofunnar sem
höfðu lagt til atlögu við eiturlyfja- skýrði frá þessum aðgerðum.
Það var varnarmálaráðherra Ník-
aragva Humberto Ortega, bróðir
Daniels Ortega forseta landsins, sem
skýrði frá fyrirhuguðum friðartillög-
um Sandínista. Ortega sagði einnig
að Sandínistar væru reiðubúnir til að
halda áfram viðræðum við Kontra-
liða í Managva, en vopnahlé hefur
ríkt milli Sandínista og Kontraliða
frá því í aprílmánuði.
Það er greinilegt að vopnahléð
hefur gert sitt gagn þennan tíma þó
nokkrum sinnum hafi slegið í brýnu
milli Kontraliða og hermanna Sand-
ínistastjórnarinnar á þessu tímabili.
Á þessu ári hafa um 2200 manns
fallið í borgarastyrjöldinni í Nfkar-
agva, en árið 1987 féllu 7300 manns.
Fyrstu þrír mánuðir þessa árs
voru þó mjög blóðugir því þá féllu
að meðaltali tuttugu manns á degi
hverjum.
Selafáriö í Norður-Evrópu
gengið yfir að mestu:
Dró 75%
af sela-
stofnum
til dauða
Þrír af hverjum fjórum selum
við strendur Hollands, Danmerk-
ur og Vestur-Þýskalands hafa
drepist undanfarna sex mánuði
vegna veirusýkingar og mengun-
ar. Þetta kemur fram í skýrslu
hollenskra vísindamanna sem
rannsakað hafa selafárið.
Selafárið hefur nú gengið yfir
við strendur þessara landa, en
grasserar nú við strendur Eng-
lands og írlands.
Selafárið hefur drepið að
minnsta kosti 17 þúsund seli við
strendur Norður-Evrópu á þessu
ári. Átta þúsund selir hafa drepist
í Norðursjó, sex þúsund í Eystra-
saltinu og að minnsta kosti þrjú
þúsund við strendur Englands og
írlands.
Nú er svo komið að einungis
tvöhundruð og fimmtíu selir eru
á lífi við strendur Hollands, en
fyrir einu ári voru þeir rúmlega
eitt þúsund.
Talið er að það taki selastofn-
inn tíu til fimmtán ár að ná sér
eftir selafárið ef skilyrði verða
hagstæð.