Tíminn - 29.12.1988, Blaðsíða 19
I »
Fimmtudagur 29. desember 1988
irxnuu
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
i.kikI'Fiac 2í2 22
KKYKIAVÍKDR ^
SVEITASINFÓNÍA
eftir Ragnar Arnalds
Stóra sviðið
Fjalla-Eyvindur
og kona hans
leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson
Leikstjórn: Bríet Héóinsdóttir
Leikmynd og býningar: Sigurjón
Jóhannsson
Tónlist: Leifur Þórarinsson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Sýningarstjóri: Jóhanna Norófjöró
Leikarar: Baldvin Halldórsson, Bryndís
Pétursdóttir, Erlingur Gíslason,
Guðbjörg Þorbjarnardottir, Guðný
Ragnarsdóttir, Hákon Waage, Jón
Símon Gunnarsson, Jón Júlíusson, Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúrik
Haraldsson, Þóra Friiriksdóttir, Þórarinn
Eyjfjörð, Þórunn Magnea Magnúsdóttir,
Ævar R. Kvaran, Aðalsteinn Jón Bergdal,
Þorlelfur Arnarsson, Manuela Ósk
Harðardóttir, Helga Þórðardóttir,
Dagbjört Guðmundsdóttir, Heiðrún
Jónsdóttir, María Mjöll Jónsdóttir, Hildur
Eiríksdóttir o.fl.
Tónlist: Atli Heimir Sveinsson
Leikmynd og búningar: Sigurjón
Jóhannsson
Leikstjóri: Þórhallur Sigurösson
I kvöld kl. 20.30. Uppselt.
Fimmtud. 29.12. kl. 20.30. Orfá sæti laus.
Föstudag 30.12. kl. 20.30. Örfá sæti laus.
Fimmtudag 5. jan. kl. 20.30
Föstudag 6. jan. kl. 20.30
Laugardag 7. jan. kl. 20.30.
Sunnudag 8. jan. kl. 20.30.
(kvöld 3. sýning
Föstudag 30. des. 4. sýning
Þriðjudag 3. jan. 5. sýning
Laugardag 7. jan. 6. sýning
Þjóðleikhúsið og íslenska óperan sýna
Miðasala í Iðnó sími 16620
Miðasalan i Iðnó er opin daglega kl. 14-19
og fram að sýningu þá daga sem leikið er.
Símapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig
simsala með VISA og EUROCARD á sama
tíma. Nú er verið að taka á móti pöntunum
til 22. janúar 1989.
3R@xnnfi;rt
iboft'martn^
Föstudag 6. jan., fáein sæti laus
Föstudag 13. jan.
Fáar sýningar eftir.
íslenski dansflokkurinn og Arnar
Jónsson sýna:
Faðir vor
og Ave Maria
dansbænir eftir Ivo Cramér og
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir
stjórn Harðar Áskelssonar.
Sýning í Hallgrímskirkju:
( kvöld kl. 20.30. Síðasta sýning.
Miðasala i Þjóðleikhúsinu á opnunartíma
og i Hallgrímskirkju klukkutíma fyrir
sýningu.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga kl. 13-20.
Lokað gamlaársdag og nýjársdag.
Símapantanireinnig virka daga kl. 10-12.
Sími í miðasölu: 11200.
Leikhúskjallarinn er opinn öll
sýningarkvöld frá kl. 18.00.
Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltið
og miði á gjafverði.
MAIA S>OH»AMSÍ
Söngleikur eftir Ray Herman
Þýðing og söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson
Tónlist: 23 tónskáld frá ýmsum tímum
Leikstjórn: Karl Ágúst Úlfsson
Leikmynd og búningar: Karl Júlíusson
Útsetningar og tónlistarstjórn: Jóhann G.
Jóhannsson
Lýsing: Egill Örn Árnason
Dans: Auður Bjarnadóttir
Leikendur: Pétur Einarsson, Helgi
Björnsson, Hanna Maria Karlsdóttir, Valgeir
Skagfjörð, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Harald
G. Haraldsson, Erta B. Skúladóttir, Einar
Jón Briem, Theódór Júlíusson, Soffia
Jakobsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Guðný
Helgadóttir, Andri Örn Clausen, Hallmar
Sigurðsson, Kormákur Geirharðsson,
Guðrún Helga Amarsdóttir, Draumey
Aradóttir, Ingólfur Bjöm Sigurðsson,
Ingólfur Stefánsson.
Sjö manna hljómsveit valinkunnra
hljóðfæraleikara leikur fyrir dansi.
Sýnt á Broadway
1. og 2. sýning. 29. desember kl. 20.30.
Uppselt.
3. og 4. sýning 30. desember kl. 20.30.
Uppselt.
5. og 6. sýning 4. janúar kl. 20.30.
7. og 8. sýning 6. janúar kl. 20.30.
9. og 10. sýning 7. janúar kl. 20.30.
Miðasala í Broadway sími 680680
Miðasalan i Broadway er opin daglega kl.
16-19 og fram að sýningu þá daga sem
leikið er. Einnig símsala með VISA og
EUROCARD á sama tíma. Nú er verið að
taka á móti pöntunum til 22. janúar 1989.
Phil Collins
hefur gert það svo gott sem
Buster að hann hyggst nú
einbeita sér að
kvikmyndaleik í staðinn
fyrir tónlistina. Eflaust
verða það mörgum
vonbrigði en þess má geta
að hann hefur árum saman
dreymt um að vera heima
hjá sér á kvöldin. Nú ætla
þau Jill að reyna að eignast
barn sem fyrst og til þess
þurfa báðir aðilar helst að
hittast.
Nick Nolte
vinnur um þessar mundir
að upptökum á nýrri mynd.
meðal annars ertekið upp í
hinu mjög svo trausta
fangelsi á McNeil-eyju.
Leikarar og starfslið var
beðið að koma alls ekki í
kakifatnaði, þar sem
fangarnir klæddust slíku.
Það var svo vel tekið til
greina að hver einasti
maður kom í skærlitum og
skræpóttum fötum, flestir í
bleiku eða ljósbláu.
r, r. io
Tíminn 19
Vill
ætt-
leiöa
barn
Karólína Kennedy, dóttir
forsetans heitins lætur til sín
taka víða þó stundum fari
ekki hátt. Hún og maður
hennar, Edwin Schlossberg
eignuðust nýlega dóttur, sem
var látin heita Rose í höfuðið
á langömmu sinni, ættmóður
Kennedy-ættarinnar.
Um daginn talaði Karólína
á kvöldverðarsamkonu sem
haldin var til að vekja athygli
á því ástandi sem er að skap-
ast vegna eyðingar regnskóga
heimsins. Góður rómur var
gerður að máli hennar.
Nú eru þau hjón að hugsa
um að ættleiða þeldökkt
barn. Karólína hefur aldrei
gleymt hvernig faðir hennar
útskýrði fyrir henni að öll
börn heimsins, gul, rauð og
svört, væru systkini hennar.
Nú vill hún lofa barni sem
fætt er í fátækt og neyð að
deila velsældinni með þeim
hjónum og Rose litlu.
Einka-
dóttirin
trúlofuð
Eina barnið sem Cary Grant eignaðist, dóttirin Jennifer,
er nú trúlofuð og hyggst ganga í hjónaband í sumar. Sá
heppni heitir Randy Zisk og er sjónvarpsmaður.
Ekki verður betur séð en pilturinn sé hinn ljúfmannleg-
asti. Jennifer er dóttir Grants úr fjórða hjónabandi hans
og móðir hcnnar er Dyan Cannon. Auðævi Grants
skiptust jafnt á milli Jennifer og fimmtu konu Grants,
Barböru Harris og fékk hvor þeirra um það bil 500
milljónir í sinn hlut. Það var hins vegar Barbara sem fékk
bókasafnið, bréf hans, kvikmyndir, skjöl og hljómplötur
með öllum réttindum.
Jennifer Grant og unnustinn. Litla myndin
er af föður hennar.
Buster
sjálfur
Hver skyldi trúa því að
þessi hcimilislegi náungi sé
sjálfur illræmdi lestarræn-
inginn Buster Edwards sem
ásamt Ronald Biggs framdi
mesta rán aldarinnar í Eng-
landi? Meðan kvikmyndin
um hann er sýnd víða um
heim við góðar undirtektir,
stendur aðalmaðurinn og sel-
ur blóm í verslun sinni í
London. Hann heldur því
fram að hann eigi ekki græn-
an eyri eftir frá ráninu.
Nýlega var sonur félaga
hans, Mike Biggs staddur í
London þeirra erinda að
biðja drottninguna að náða
föður sinn, sem er illa haldinn
af heimþrá, en hann hefur
sem kunnugt er átt hæli í
Brasilíu síðan hann slapp úr
fangelsinu. Drengurinn Mike
er orðinn vinsæll söngvari
heima fyrir og vinnur nú fyrir
föður sínum. Þeir Mike og
Buster hittust og fór vel á
með þeim. Raunar vakti
koma drengsins til Englands
talsverða athygli.
Rambo öfundsjúkur
Sylvester Stallone tók ný-
lega nokkra Rambó-takta á
Eddie Murphy og það gerðist
ekki í kvikmynd, heldur við
upptökur á nýrri mynd um
Eddie í Beverly Hills. Syl-
vester kom í heimsókn á
tökustað einn daginn, þegar
Eddie og Brigitte Nielsen,
fyrrum kona Sylvesters, voru
að æfa sig í skotfimi, en
Brigitte leikur með Eddie í
myndinni.
Eddie leiðbeindi Brigitte
dyggilpga í skotfiminni en
Sylvester var þeirrar skoðun-
ar að hann hefði hendurnar á
allt öðrum stöðum en ætlast
er til undir þessum kringum-
stæðum. Hann ákvað að
kenna Eddie að haga sér
skikkanlega og gerði það með
því að grípa byssuna hans og
slá henni í koílinn á honum.
-Ég sló ekkert fast, en samt
seig hann niður eins og kart-
öflupoki, útskýrði Sylvester
eftir á. -Við höfum lítið talað
saman síðan, viðurkennir
hann. -Brigitte vissi vel hvað
klukkan sló hjá Eddie en hún
var ekki að mótmæla því,
bætti hann gramur við.