Tíminn - 29.12.1988, Síða 20

Tíminn - 29.12.1988, Síða 20
FtiKISSKIP' NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/'Tryggvagötu, ® 28822 ■ ' Atjan man. binding ^ 7,5% ÞRDSTUR 7 685060 SAMViNNUBANKiNN VANIR MENN Tímtnn Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir að 1988 teljist ár mikilla umskipta: Samdráttur minnkar ekki á komandi ári „Það sem einkennir þetta ár sérstaklega er að mikil umskipti hafa orðið á íslenskum þjóðarbúskap á árinu,“ sagði Þórður Friðjónsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofn- unar, þegar Tíminn bað hann að gefa árinu 1988, sem senn er liðið, stutta umsögn. Sagði hann að framan af hafi gætt mikillar þenslu, sem minnkaði mjög þegar leið á árið. Á næsta ári er ekki von á breytingum til batnaðar, að mati Þórðar, en hann segir fyrirsjáanlegt að samdráttur í landsframleiðslu haldi áfram og hlé verði enn á hagvexti síðustu ára. „Það er nokkuð Ijóst að það verður samdráttur í landsfram- leiðslu og þjóðartckjum á árinu scm er að líða í samanburði við mikinn vóxt á þcssa mælikvarða á síðustu þremur árum. Því er óhætt að scgja að þctta sé ár mikilla umskipta og breytinga," sagði Þórður. Hapn vildi ckki kalla það samdráttarár, þar sem það kemur í kjölfar gríðarlcga mikils hagvaxt- ar áranna á undan. „Það lýsir árinu betur að bera saman þau umskipti scm orðið hafa frá miklum hagvexti til tímaskeiðs þar sem cinhver samdráttur verður og hlc á þessum mikla hagvexti," sagði hann. Þjóðhagsspá er nú í stöðugri cndurskoðun allt árið þó upplýs- ingar séu sendar út aðeins tvisvar til fjórum sinnum á ári með form- legum hætti. Hafa starfsmenn Þjóðhagsstofnunar lagt aukna áherslu á að hafa þjóðhagsspá á borðunum fyrir framan sig sem vinnudæmi allt árið, til að taka megi mið af nýjum forsendum um leið og þær berast hverju sinni. í fyrstu þjóðhagsáætlun fyrir árið 1988 var gert ráð fyrir að lands- framleiðsla stæði í stað. Snemma á þcssu ári var gert ráð fyrir því að landsframleiðslan drægist saman um 0,8% á árinu, en í síðustu vinnudæmum cr gert ráð fyrir sam- drætti sem nemur 1-1,5%. Helstu breytingar frá fyrstu gcrð þjóðhagsspár er sú verðlækkun scm orðið hetur á sjávarafurðum á erlcndum mörkuðum og samdrátt- ur í sjávarafla. Þctta þýðir minni landsframleiðslu. í krónum talið er áætlað að citt prósent samdráttur í landsframleiðslu þýði um tveggja og hálfs milljarða króna samdrátt. Aðeins fyrstu einkennin? „Um og upp úr áramótunum fór verðlag á sjávarafurðum lækkandi og hefur sú þróun verið mjög cinkennandi fyrir allt árið. Ég er Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar. að vonast til að nú séum við búnir að sjá botninn í þessari þróun. Þetta er það sem hefur verið stærsta frávikið frá upphaflegum áætlunum. Menn sáu ekki fyrir þetta mikla lækkun á verðlagi sjáv- arafurða. Að öðru leyti hefur þetta ár verið umhleypingasamt. Það hefur einkennst af tíðum efnahagsað- gerðum og talsvert rót og óvissa hefur fylgt þessum breyttu aðstæð- um. Þetta umhverfi veldur því að árið verður að teljast umhleypinga- samt í efnahagslífinu. Þetta fylgir aðlögun að lakari ytri skilyrðum, sem menn hafa ekki gert ráð fyrir,“ segir Þórður. Stjórnmálaóvissa hefur ekki hjálpað En verður óvissa þessi rakin á beinan hátt til óvissu í stjórnmál- um? „Óvissa í stjórnmálum stuðlar að sjálfsögðu ekki að þvf að draga úr þeim umhleypingum sem fylgja breytingum er gengið hafa yfir á árinu. Ég treysti mér hins vegar ekki til að meta það í einum hvelli, hver sé þáttur stjórnmála í um- hleypingunum sjálfum. En öll óvissa á vettvangi stjórnmálanna leiðir eðlilega einnig til óvissu í efnahagslííinu," sagði forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Lækkun á verði sjávarafurða og minnkandi afli hefur jafnframt leitt til lakari afkomu í sjávarútvegi og öðrum útflutningsgreinum. Sagði- Þórður að eðlilega hafi þessir erfið- leikar sett mikinn svip á atvinnulíf ársins. Áðurnefndur samdráttur hefur fyrst áhrif í þessum greinum og þar verður þjóðin fyrst vör við minnkandi hagvöxt. Áfram samdráttur á næsta ári En hverju má þá búast við á næsta ári? „Það felast nokkuð skýrar vís- bendingar í þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið í sambandi við mótun fiskveiðistefnunnar fyrir næsta ár. Þær benda eindregið til þess að á næsta ári verði áfram samdráttur í landsframleiðslu. Mér finnst við vera að fara núna gegnum tímabil þar sem hagvöxtur verður með minnsta móti,“ sagði Þórður. Það eru semsagt skýrar vísbendingar um að hlé verði áfram á þeim mikla hagvexti sem hófst fyrir um þremur til fjórum árum og lauk á þessu ári, sem nú er að ljúka. Verður þetta hlé einkennandi fyrir alit næsta ár? „Miðað við þær forsendur sem menn sjá fyrir sér núna, er sjávar- aflinn ráðandi afl um hagvöxtinn. Það sem helst gæti dregið úr minnkandi landsframleiðslu væri ef verð á sjávarafurðum hækkar erlendis að einhverju marki á næsta ári. Árið 1989 verður samt erfitt ár í efnahagslegu tilliti,“ var spá Þórð- ar fyrir næsta ár og sagði hann að það væri fátt sem breytt gæti þess- um h.orfum. „Það er ekki hægt að sjá það í hendi sér núna að á næsta ári verði nein breyting til batnaðar í þessu sambandi.“ KB Fjölskyldupakkarnir okkar fást ekkí annars staðar Þú getur valið um þrjár stærðir. Sá minnsti kostar millistærðin kostar lláiltlii krónur og sá stærsti kostar Þú borgar minna en í fyrra! 1200- 2500 krónur, krónur. OPIÐ: fimmtudag 8-18:30, föstudag 8-21:00 og gamlársdag 9-12:00. VERIÐ VARKÁR UM ÁRAMÓTIN Auðvitað tökum við greiðslukort. Grandagarði 2, sími 28855, Rvík.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.