Tíminn - 05.01.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn
Fimmtudagur 5. janúar 1989
Eignatjón nemur hundruðum milljóna eftir elds-
voða í húsi Gúmmívinnustofunnar á Réttarhálsi:
BYGGINGIN ER
RÚSTIR EINAR
EFTIR BRUNANN
„Allt í einu heyri ég garg, lít upp og sé
eldblossana og allt fylltist af reyk, næstum
því um leið,“ sagði Andrés Hreinsson
starfsmaður Gúmmívinnustofunnar í sam-
tali við Tímann, en eldur gaus upp í
austurenda á húsi Gúmmívinnustofunnar
hf. á Réttarhálsi 2 rétt um klukkan þrjú í
gærdag. Milli 20 og 30 manns vinna hjá
fyrirtækinu og er mesta mildi að enginn
slasaðist, en eldurinn breiddist mjög hratt
út og húsið fylltist á skömmum tíma af reyk.
Allt Slökkvilið Reykjavíkur og bíll frá
Slökkviliðinu á Reykjavíkurflugvelli kom á
staðinn.
Slökkvistarfi lauk í gærkvöldi, en
mikið rauk úr rústunum allt fram
undir morgun og er lítið annað
uppistandandi en útveggirnir.
Erfitt er að geta til um hversu
tjónið er mikið, en ljóst er að það
hleypur á hundruðum milljóna. Þeir
bjartsýnustu tala um upphæðir á
bilinu 200 til 300 milljónir, en þeir
svartsýnustu segja tjónið nema allt
að milljarði.
Allt tiltækt lið
kallað á staðinn
Það voru starfsmenn Gúmmí-
vinnustofunnar sem kölluðu á
slökkviliðið og var tiltækur mann-
skapur þegar sendur af stað, tveir
menn frá Árbæjarstöð og sjö menn
frá aðalstöðinni, auk þess sem gerð
var svokölluð lítil úthringing. Þegar
varðstjóri kom á staðinn skömmu
síðar og sá hvernig horfði var allt lið
slökkviliðsins kallað út auk þess sem
bíll flugvallarslökkviliðsins var kall-
aður til.
Mikill eldur logaði þegar slökkvi-
liðið kom á vettvang og voru reyk-
kafarar þegar sendir inn í húsið, en
vegna hrunhættu voru þeir dregnir
til baka og reynt að ráða niðurlögum
eldsins utanfrá. Þegar var hafist
handa við að tengja allar tiltækar
slöngur við brunahana í nágrenninu
og voru að auki vatnsbílar frá
Reykjavíkurborg kallaðir til að
flytja vatn á staðinn.
Reykurinn sem af eldinum mynd-
aðist var þvflíkur að ekki sást í hús
Hans Petersens, sem stcndur gegnt
Gúmmívinnustofunni, handan göt-
unnar, og þurfti starfsfólk fyrirtækis-
ins að yfirgefa vinnustaðinn.
Strax mikið reykhaf
Þegar Tímann bar að garði nokkr-
um mínútum eftir að eldurinn kom
upp voru starfsmenn að hlaupa út úr
brennandi húsinu. Var mikill eldur í
austurenda þess, þar sem svo kallað
rasphús er, en þar eru dekkin röspuð
áður en þau eru sett í potta og sóli
festur á þau. Eldurinn kom upp að
því er næst verður komist rétt við
hliðina á rasphúsinu, þar sem ben-
síntunna stóð. Getgátur eru uppi um
að kviknaði hafi í út frá logsuðu sem
verið var að vinna við á verkstæði,
skammt frá bensíntunnunni. „Tunn-
an sprakk og þess vegna logar svona
vel, það er það eina sem ég veit,“
sagði Andrés Hreinsson skömmu
eftir að eldurinn kom upp og var enn
bundinn við austurendann. Að sögn
Andrésar, sem vinnur við sólningu á
dekkjum hjá fyrirtækinu, gripu þeir
til handslökkvitækjanna og tæmdu
úr þeim á eldinn, en lítið hefði verið
hægt að hafast að þar sem reykurinn
varð strax svo mikill og menn drifu
sig í burtu, yfir í vesturendann og
reyndu að loka öllum hurðum til að
útiloka að loft kæmist að eldinum.
„Ég held að það hafi ekki liðið
meira en mínúta frá því að eldurinn
kom upp og þar til allt var orðið fullt
af reyk í austurendanum sem barst
síðan út um allt hús. Það var bíll
inni, en ákveðið var að taka hann
ekki út það sem ekki mátti opna
hurðina svo að loft kæmist ekki
inn,“ sagði Andrés.
Logaði stafna á milli
rúmri klukkustund síðar
Húsið sem Gúmmívinnustofan er
í samanstendur af tveim samföstum
húsum, hvort um sig á að giska 40
metra langt. í öðrum hlutanum er
sólningarverkstæðið og dekkjavið-
gerðir, en í hinum hlutanum er lager
fyrirtækisins. Eldurinn kom sem fyrr
sagði upp í austurenda hússins, þar
sem dekkjasólun og viðgerðir fara
fram og barst hann eftir endilöngu
húsinu til vesturs. Slökkviliðið cauf
gat á þakið, til að losa út hita og reyk
og til að hefta útbreiðslu eldsins, en
allt kom fyrir ekki. Stálbitar í þaki
svignuðu undan hita og lagðist þakið
á skömmum tíma niður og þurftu
slökkviliðsmenn að hörfa undan of-
urefli eldsins. Eldurinn magnaðist
sífellt og logaði húsið stafnanna á
milli að rúmri klukkustund liðinni,
en það er á að giska 40 metrar að
lengd. Síðan barst eldurinn yfir í
húsnæðið þar sem lagerinn er og
brann það hús einnig. Þar sem
steyptur veggur er á milli verkstæðis-
hússins og lagersins komst eldurinn
ekki þar í gegn, heldur barst hann
yfir í lagerhúsið eftir þakinu. Þar
brann allt sem brunnið gat, sem og í
verkstæðishúsinu, auk þess sem
eldurinn barst niður á götuhæðina
sem er norðanmegin í húsinu og í
nokkur fyrirtæki sem þar eru til
húsa.
í kjallara hússins eru fyrirtækin
Rekstrarvörur hf., Kæling hf.,
Drangafell hf., Blómamiðstöðin og
J. Þorláksson og Norðmann. Þegar
Ijóst varð að um mikinn eldsvoða
yrði að ræða fór starfsfólk Rekstrar-
vara að bera húsgöng og vörur
fyrirtækisins út á bílastæðið og í
sendibíla sem komu varningnum á
brott. Inn í húsnæði J. Þorlákssonar
og Norðmanns komst mikið vatn og
skemmdist húsnæðið mikið af þeim
sökum. Eldur komst hins vegar inn
í hin fyrirtækin á neðri hteðinni.
Miklar sprengingar
Þegar líða tók á daginn fór að bera
á miklum og mörgum sprengingum,
sem stöfuðu bæði af því að gaskútar
og hjólbarðar á felgum sprungu. Þá
fauk mikið af glóandi gúmmíflyksum
um 400 til 500 metra í austur frá
fyrirtækinu og lentu flyksurnar innan
um hús og á húsum í nágrenninu.
Auk ýmissa tækja sem voru innan-
dyra og bílsins sem verið var að
skipta um dekk á, þá urðu fjórir nýir
vélsleðar, bátur, nýtt mótorhjól og
nýlegur bíll eldinum að bráð.
„Mér líst ekkert á þetta,“ sagði
Halldór Björnsson, einn eigenda
Gúmmívinnustofunnar. „Ég held að
þetta fari allt til grunna. Það hefur
enginn maður frá slökkviliðinu sýnt
nokkuð í þá átt að geta slökkt.
Eldurinn var bundinn við einn stað
í byrjun, þar sem verið var að
rafsjóða," sagði Halldór. - ABÓ
Slökkviliðsmenn reyna að sprauta vatni inn ■ húsið. Timamynd Árni Bjarna
Klukkustund eftir að eldurinn kom upp logaði eldur stafnanna á milli og fengu slökkvil
858 útköll ’88
Bruninn á Réttarhálsinum í gær
er sá fyrsti á nýbyrjuðu ári. í
nýútkominni skýrslu frá slökkvilið-
inu kemur fram að brunaútköllum
slökkviliðsins fjölgaði verulega frá
árinu 1987 til 1988, eða um tæp 90
útköll.
Árið 1988 var slökkviliðið kallað
447 sinnum út vegna bruna en árið
áður 359 sinnum, þar af voru 115
sinueldar á móti 23 árið 1987.
Heildarfjöldi útkalla slökkviliðs á
árinu 1988 var 858 útköll í stað 603
útkalla árið á undan, þá eru með-
talin störf slökkviliðs vegna efna-
leka, vatnsleka, losunar úr bílflök-
um o.s.frv.
Sjúkraflutningum fækkaði lítil-
lega á síðasta ári frá árinu á undan.
Á liðnu ári voru 10.278 sjúkraflutn-
ingar í stað 10.532 árið á undan, en
á árinu 1988 var um 1926 neyðar-
flutninga að ræða. Heildarfjöldi
sjúkraflutninga hefur haldist nær
óbreyttur frá 1973, eða rétt um
10.000.
í eldsvoðum lést einn á árinu
1988 en tveir árið á undan.
-ABÓ