Tíminn - 05.01.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. janúar 1989
Tíminri 5
Alþýðuflokkurinn hefur slitið þrjátíu ára trúlofun sinni og Sjálfstæðisflokksins.
Skoðanir skiptar um hugsanlega samvinnu A-flokkanna.
AST A RAUÐU UOSII
KJÖLFAR KÁLFALIFRAR
„Fundaherferðin sem ber nafnið „Á rauðu ljósi,“ er fyrst og
fremst farin til að kanna viðbrögð við þeirri hugmynd að sameina
Alþýðuflokk og Alþýðubandalag og stofna stóran jafnaðar-
mannaflokk,“ segir í frétt á forsíðu Alþýðublaðsins í gær.
Þar er átt við sameiginlega fundi þeirra Jóns Baldvins
Hannibalssonar formanns Alþýðuflokks og Ólafs Ragnars Gríms-
sonar formanns Alþýðubandalagsins sem hefjast eiga á ísaflrði
þann 14. janúar n.k. en alls verða fundirnir átta og verða haldnir
víða um land.
Viðmælendur Tímans höfðu
ýmis orð um hið nýja tilhugalíf
þeirra Jóns Baldvins og Olafs
Ragnars, sem hófst með því að
þeir snæddu kálfalifur hja Bryn-
dísi, og töluðu um „ást á rauðu
ljósi“ og fleira í þeim dúr og svo
virtist sem skoðanir væru afar
skiptar um hugmyndina.
Alþýðubandalagsmaður sagðist
fagna þessu skrefi sem formennirn-
ir væru þarna að stíga og taldi að
nú loksins grillti í að flokkarnir
vörpuðu af sér oki hins sögulega
arfs. Aðspurður um hvort flokkur-
inn myndi ekki klofna sagði alla-
ballinn:
„Það er ekki ólíklegt og væri
bara ágætt. Það er löngu kominn
tími til að áhrif gömlu kreppu-
kommanna þverri, enda eru þau
alltof mikil og í engu samræmi við
liðsstyrk þeirra.
Annar viðmælandi sagði um
andstæðinga samvinnu- og samein-
ingarviðræðna við Alþýðuflokkinn
innan Alþýðubandalagsins: „Hug-
myndir þeirra eru löngu úreltar
eins og þeir sjálfir og best væri að
þeir færu og mynduðu sinn eigin
söfnuð þar sem þeir gætu iðkað
trúarbrögð sín í friði og ekkert
nema gott um það að segja.“
Annar maður sem gegnt hefur
trúnaðarstöðum fyrir Abl. sagðist
telja að þeir sem studdu Ólaf
Ragnar Grímsson til formennsku í
Alþýðubandalaginu á sínum tíma
væru hlynntari þessum viðræðum
og aukinni samvinnu en hinir.
Flokksmenn væru þó almennt lítt
hrifnir af afstöðu Jóns Baldvins í
utanríkismálum og afstöðu hans til
NATO og veru bandaríska hersins
hér á landi.
„Hins vegar," sagði viðmælandi,
„líta menn ekki þannig á að Jón
Baldvin sé Alþýðuflokkurinn. Svo
vill til að fjöldi fólks innan Alþýðu-
flokksins hefur svipaðar skoðanir í
utanríkismálum og alþýðubanda-
lagsmenn."
Fljótt á litið virðist því sem
stuðningsmenn Ólafs Ragnars í
Alþýðubandalaginu séu mjög
hlynntir hugmyndinni um að
myndaður verði stór jafnaðar-
mannaflokkur en sá hópur sem
kallaður hefur verið flokkseigend-
ur sé því andvígur, einkanlega sé
hann andvígur öllu samkrulli við
Alþýðuflokkinn og Jón Baldvin og
liggi þar að baki sögulegar forsend-
ur.
Svipað virðist uppi á teningnum
hjá Alþýðuflokki, þar virðast eldri
flokksfélagar fremur andsnúnir
samstarfi við „kommana" eins og
einn sagði. Hins vegar eru ungir
alþýðuflokksmenn hlynntir sam-
einingu enda virðist skoðanamun-
ur þeirra og yngri alþýðubanda-
lagsmanna í flestum málum afar
lítill.
Tíminn spurði Ólaf Ragnar
hvort sameining flokkanna væri í
sjónmáli.
„Við Jón Baldvin höfum ákveðið
að efna sameiginlega til funda á
nokkrum stöðum á landinu til þess
að ræða framtíð íslenskrar vinstri
hreyfingar, hugsjónir og umræðu-
efni jafnaðar- og félagshyggju-
fólks.“
Ólafur sagði að ræða þyrfti hvað
sameinar menn og hvað hefur
sundrað og jafnframt viðfangsefni
ríkisstjómarinnar og næstu verk-
efni hennar. Hér væri farið út á
nýstárlegar brautir til að heyra álit
fólksins í landinu, bæði flokks-
manna, kjósenda flokkanna
tveggja og einnig annarra áhuga-
manna um þjóðmál.
Ólafúr Ragnar Grímsson.
Hvort einhver skref verði tekin
til frekari samvinnu flokkanna eða
samruna yrði síðan að ráðast.
Hvorki hann né Jón Baldvin hefðu
tekið neina afstöðu til þess máls.
Hins vegar sagði hann ljóst að
áhugi á því væri umtalsverður,
einkum meðal yngra fólks, enda
væm stefnumál flokkanna mjög
svipuð.
„Þetta er lýðræðisleg aðferð til
þess að opna umræðu um framtíð-
ina en vera ekki fangar fortíðarinn-
ar. Það eru tveir jafnaðarmanna-
flokkar á íslandi, það er stað-
reynd,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson.
Ólafur sagði að Alþýðuflokkur-
inn hefði nú slitið þrjátíu ára
trúlofun sinni og Sjálfstæðisflokks-
ins og því ætti að vera lag til að
stuðningsmenn þessara flokka og
annað félagshyggjufólk gæti átt
samleið.
Jón Baldvin Hannibalsson.
Ólafur sagði þá Jón Baldvin
sammála um að ræða utanríkismál,
en þar hefur flokkana einkum
greint á í seinni tíð. Heimurinn
væri að breytast og heimssýnin öll.
Kalda stríðinu væri lokið og tími
hernaðarbandalaga senn á enda og
tími afvopnunar að renna upp.
Álfheiður Ingadóttir situr í mið-
stjóm Alþýðubandalagsins. Hún
hefur verið talin vera fulltrúi
„flokkseigendanna".
Álfheiður sagði að umræður
hefðu verið í gangi um skeið milli
flokkanna og félagshyggjufólks al-
mennt í þeim tilgangi að styrkja
vinstri vænginn gegn íhaldinu í
Reykjavík en því tengdust engar
hugmyndir um sameiningu flokk-
anna tveggja.
Aðspurð um hvort sameining
væri ekki vel möguleg vegna lítils
stefnumunar flokkanna, nema þá
helst í utanríkismálum sagði Álf-
heiður:
„Það er verulegur stefnumunur
milli þessara flokka og í viðhorfum
stuðningsmanna þeirra. Þar má
nefna utanríkismálin sérstaklega.
Þá er ólík afstaða flokkanna til
stóriðju og ítaka hennar í íslensku
þjóðlífi, verulegur skoðanamunur
um erlent fjármagn. Það hefur
verið verulegur munur á verkum
og stefnu flokkanna hvað varðar
frjálshyggjuna á liðnum misserum
þó Alþýðuflokkurinn eða forysta
hans hafi nokkuð séð að sér í því
efni.
En skýrasta dæmið um skoðana-
mun þessara flokka er skoðana-
könnun sem birt var í fyrradag í
Morgunblaðinu en þar má greini-
lega sjá hvernig stuðningsmenn
flokkanna líta launamuninn í þjóð-
félaginu. Munurinn er svo sláandi
að engu tali tekur," sagði Álfheið-
ur Ingadóttir.
Álfheiður sagði jafnframt að
greinilegt væri því að það væri af
mismunandi hugsjónaástæðum
sem fólk skipaði sér í þessa tvo
flokka enda þótt báðir teldust þeir
jafnaðar- og lýðræðisflokkar.
„Það er spurning hvort söguleg-
ur uppruni og arfleifð þessara
flokka dugir til frekari samstöðu
og samvinnu," sagði Álfheiður að
lokum.
Kristín Á. Ólafsdóttir borgar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík sagðist telja það löngu
tímabært að athuga áhuga fólks á
frekari samvinnu þessara flokka og
hugsanlega sameiningu.
Kristín sagði að margir flokks-
menn væru mjög áhugasamir um
þessi mál hvort sem þeir væru
almennir eða gegndu trúnaðar-
stöðum innan hans.
Hún sagði að margir lifðu í
fortíðinni og settu fyrir sig söguleg-
an bakgrunn flokkanna sem væri
miður. „Ég vil fremur horfa á
nútíð og framtíð," sagði Kristín
sem sagðist telja að þessi skoðana-
munur færi að nokkru eftir aldri
fólks og væru hinir yngri mun
hlynntari sameiningu en hinir eldri,
þótt ekki væri það einhlítt.
-sá
Nýjung í störfum stéttarfélaganna í Borgarnesi:
Kynfræðsla í Snorrabúð
á vegum verkalýðsfélaga
Næstkomandi laugardag gangast Verkalýðsfélagið og
Verslunarmannafélagið í Borgarnesi fyrir kynfræðslunám-
skeiði sem hefur fengið heitið „Kynfræðsla í dag“. Þetta er í
fyrsta sinn sem verkalýðsfélög bjóða félagsmönnum sínum
fræðslu um kynlíf og er eitt dæmi um opnari og meiri umræðu
um þessi mál, eins og segir í fréttatilkynningu frá stéttarfé-
lögunum.
Aðaltilgangur námskeiðsins er að
eyða fordómum og vanþekkingu í
kynferðismálum og fræða um vanda-
mál á þessu sviði.
Námskeiðið er haldið í samvinnu
við Menningar- og fræðslusamband
alþýðu og Kynfræðsluna. Leiðbein-
andi verður Jóna Ingibjörg Jónsdótt-
ir.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson starfs-
maður hjá Menningar- og fræðslu-
sambandinu sagði að upphaf þessa
máls væri það að sú hugmynd kvikn-
aði hjá nokkrum félögum í Verka-
lýðsfélagi Borgarness að félagið
stæði fyrir námskeiði um kynlíf og
kynfræðslu.
Aðspurður um það hvort fleiri
verkalýðsfélög hefðu sýnt áhuga á
því að standa fyrir námskeiði af
þessu tagi sagði Tryggvi að frum-
kvæðið hefði komið frá Borgarnesi
og það ætti eftir að koma í ljós síðar
hvort áhugi væri hjá fleiri félögum
því þessi möguleiki hefði ekki verið
kynntur nægilega ennþá. Tryggvi
sagði jafnframt: „Ef þetta námskeið
tekst vel og reynist eiga erindi til
fólks þá getur vel komið til greina að
fleiri stéttarfélög vilji bjóða félags-
mönnum sínum upp á námskeið af
þessu tagi.“
Þátttökugjald sem Kynfræðslan
setur upp er 2700 krónur fyrir hvern
þátttakanda. Kostnaðurinn af nám-
skeiðshaldinu skiptist á milli stéttar-
félaganna annarsvegar og Menning-
ar- og fræðslusambandsins hinsveg-
ar, einnig greiðir hver þátttakandi
300 krónur.
Hjá Verkalýðsfélagi Borgarness
fengust þær upplýsingar að margir
hefðu nú þegar hringt á skrifstofuna
til að spyrjast fyrir um námskeiðið.
Þátttakendur þurfa að skrá sig á
skrifstofu Verkalýðsfélags Borgar-
ness í síma 93-71185 fyrir 12. janúar.
Námskeiðið mun standa allan
daginn, frá kl. 9:00 til kl. 18:00 og
verður haldið í Snorrabúð Gunn-
laugsgötu 1 í Borgarnesi. SSH