Tíminn - 05.01.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.01.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. janúar 1989 Tíminn 7 Deila Félags þýðenda og Stöðvar 2: Þýðendur bjóða ekki í verkefni Þýðendur á Stöð 2 sitja nú tíða fundi með starfsmönnum dagskrársviðs til að reyna að ná samkomulagi. Óánægja er með tilraunir starfsmanna í formi útboða og telja þýðendur að farið sé langt niður fyrir taxta og þýði það ekki annað en iakari kjör miðað við sömu vinnu. Enginn þýðandi í Félagi þýðenda við stöðina hefur staðið að tilboðum þeim sem sagt var frá fyrir skömmu, að sögn Tryggva Þórhalls- sonar, þýðanda, og er það stefna félagsins að láta stöðina ekki tvístra hópnum með neinum hætti. „Þaö er ekki rétt að farið hafi verið fram á lækkun á töxtum þýðenda við Stöð tvö,“ sagði Tryggvi Þórhallsson, meðlimur í Félagi þýðenda við Stöð 2. Sagði hann að starfsmenn stöðvarinnar hafi verið að gera tilraunir með útboð þar sem þýðendum verður att saman. Þýðendum er boðið að gera tilboð í þýðingarverk undir þeim formálsorðum að lægsta til- boði verði tekið burtséð frá gæðum þýðingarinnar eða nokkrum taxta- viðmiðunum," sagði Tryggvi. Hann sat nýlega fund með félögum sínum í Odda er Tíminn sagði frá. Á þeim fundi var ákveðið að samþykkja ekki neinar bindandi ályktanir vegna þeirra samninga- funda sem standa nú yfir. Benti hann á að þegar venjuleg fyrirtæki gerðu tilboð í verk væri oft um það að ræða að mismunandi hagræðing væri í gangi. „Við þýð- cndur erum nokkurs konar ein- yrkjar og að mestu um að ræða laun þessara einyrkja. Það fer ákveðinn tími í að þýða myndir og lægra tilboð þýðir cinfaldlega að þeir sem þau gera cru að taka á sig vcrri kjör fyrir sömu vinnu." Tíminn bar undir Tryggva það dæmi sem Goði Sveinsson, fram- kvæmdastjóri dagskrársviðs, sagði frá í viðtali fyrir skömmu. Þar gerði Goði grein fyrir tilboði sem gert hafði verið í stóran verkefna- pakka og fól að hans sögn í sér 120 þúsund króna mánaðariaun fyrir 6-7 tíma vinnu á dag. Tryggvi sagði að þeir þýðendur væru búnir að skoða þetta dæmi og komast að annarri niðurstöðu um kjörin. Þarna væri um að ræða útselda vinnu og lengri vinnutíma en Goði gaf upp. Sagði Tryggvi að algengur vinnuhraði miðað við þær gæða- kröfur sem verið hafa á stöðinni til þessa, væri um 8-9 tímar á dag. Miðað við að hér er um útselda vinnu að ræða er ekki óeðlilegt að ætla að launin á mánuði verði um 50-60 þúsund krónur. Er hér tekið mið af útreikningum ASÍ og fleiri aðila á hlutfalli launa í útseldri vinnu af þessu tagi. KB Um 27% innlánaaukning í stærstu bönkunum Innlán í Landsbankanum jukust um 27,4% á nýliðnu ári, samkvæmt upplýsingum sem Tíminn fékk um bráðabirgðatölur í bankanum í gær. Alls námu spari- og veltiinnlán í bankanum um 28,7 milljörðum króna nú um áramótin. Innlánaaukning hjá Búnaðar- bankanum var mjög svipuð, eða í kring um 27% samkvæmt upplýsing- um bankastjóra, og námu innlánin Fjallalömbin komast ekki strax í radíósamband; til- raunum með festingar haldið áfram og sendarnir: Límdir í ullina Ranglega var hermt í frétt Tímans í gær að tilraunir yrðu gerðar næsta vor með radíósenda sem væru festir á lömb til að fylgjast með afföllum þeirra. Hið rétta er að nú í vor verða gerðar tilraunir með nýja festingu á sendunum við lömbin, þannig að óvirkir sendar verða límdir með sérstöku steypulími í ull lambanna. í framhaldi af niðurstöðum þeirrar tilraunar og áætluðum kostnaði við rannsóknir á vanhöldum fjallalamba með hjálp radíósenda, verður svo tekin ákvörðun um hvenær ráðist verður í þetta verkefni, reynist það veiðistjóraembættinu viðráðanlegt fjárhagslega. Fækkun sinubruna Brunaútköllum fækkaði til mikilla muna hjá Slökkviliði Akureyrar á árinu 1988, eða úr 115 útköllum árið 1987 í 79 á síðasta ári. Munar þar mestu um að sinubrunar voru mjög fáir á árinu eða sjö, en voru 41 árið áður. Af þessum 79 útköllum voru 8 utanbæjar, en það er sami fjöldi og var árið áður. Mestu eldsvoðarnir voru í Golfskálanum að Jaðri og að Hólakoti í Eyjafirði, sem urðu báðir í byrjun ársins. Sjúkraútköll á árinu stóðu í stað frá árinu á undan. Á árinu 1988 voru 1084 útköll, þar af 185 utanbæjar, en voru 1086, þar af 172 utanbæjar árið áður. Af þessum 1084 voru 197 bráðatilfelli. -ABÓ samtals um 17 milljörðum króna nú um áramótin. Talið er að þessir tveir bankar muni hafa náð mestri innlánaaukn- ingu árið 1987. Þessir sömu bankar munu hafa til ávöxtunar 62-63% af öllum innlánum viðskiptabankanna. Miðað við 19,1% hækkun láns- kjaravísitölu frá upphafi til loka síðasta árs hafa innlán þessara tveggja banka aukist um hátt í 7% að raungildi á liðnu ári. Tekið skal fram að í framan- greindum tölum er sala þessara banka á skuldabréfum sem þeir gefa út ekki meðtalin, enda tíðkast það ekki í skýrslum Seðlabankans um innlán innlánsstofnana. -HEI Jól og áramót í Skagafirði Frá fréttaritara Tíman.s, Erni Þórarinssyni Fljótum Aramótin fóru fram með svip- uðu sniði í Skagafirði og undanfar- in ár. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er ekki vitað um nein óhöpp tengd þessum tímamótum, þrátt fyrir mikla hálku á flestum vegum í héraðinu. Nýja árinu var fagnað með ára- mótadansleikjum í þremur sam- komuhúsum og brennur voru á nokkrum stöðum, m.a. á Sauðár- króki. Veðráttan hér nyrðra hefur verið með afbrigðum góð um jól og áramót, nánast snjólaust um alla sýsluna. Allir vegir í héraðinu hafa verið færir þannig að samgöngur hafa gengið greiðlega. Að venju hafa verið haldnar jólatrésskemmtanir fyrir unga fólk- ið í Skagafirði. Löngum hefur hlutverk jólasveinsins verið talið ekta „karíastarf“. Svo verður tæp- ast lengur því fréttaritara er kunn- ugt um að tvær ungar stúlkur haft brugðið sér í gervi jólasveinsins á jólatrésskemmtun í sveit einni í Skagafirði og þóttu þær standa sig með slíkum ágætum að hæpið er að karlmennirnir endurheimti þetta starf í bráð að minnsta kosti. Af menningunni er það annars helst að frétta að félagar í Leikfé- lagi Skagafjarðar hafa undanfarið æft Uppreisnina á ísafirði af miki- um krafti. Félagið frumsýndi leikritið í félagshcimilinu Miðgarði í gærkvöldi. Sýningarinnar var beðið með talsverðri eftirvænt- ingu. Þetta var í fyrsta skipti sem ieikritið er flutt utan Reykjavíkur, auk þess sem nokkrir athyglisverð- ir karakterar taka þátt í uppfærsiu Skagfirðinga á leikritinu. Þá starfar karlakórinn Heimir af fullum krafti sem fyrr. Æfingar hófust í byrjun nóvembermánaðar, um 60 manns syngja nú með kórnum. Árlcg þrettándaskemmtun karlakórsins verður í Miðgarði laugardaginn 7. janúar næstkomandi. Verður það í fyrsta skipti sem kórinn syngur opinberlega síðan í ísraelsferðinni sem farin var s.l. sumar. Notkun bílbelta = góð liftrygging! IUMFERÐAR RÁÐ Kristinn Sigmundsson í hlutverki Coppeliusar. * Sýningar á „Hoffmann“ falla niður Sýningar á óperunni Ævintýri Hoffmanns, sem vera áttu á föstu- dagskvöld og sunnudagskvöld falla niður af óviðráðanlegum orsökum. Báðar sýningarnar voru uppseldar, og virðist ekkert lát á aðsókn að þessari vinsælu óperu. Eftir 21 sýn- ingu eru sýningargestir orðnir á tólfta þúsund. Tvær mannabreytingar hafa orðið á einsöngvaraliðinu í „Ævintýrun- um“. Ingibjörg Martcinsdóttir tók við hlutverki Rannveigar Fríðu Bragadóttur sem Nicklausse, föru- nautur Hoffmanns, í nóvember og á næstu sýningu tekur Kristinn Sig- mundsson við hlutverki Lindorfs, leyndarráðs, í stað Guðjóns Óskars- sonar, sem farinn er til útlanda. Kristinn syngur jafnframt þrjú önnur einsöngshlutverk í sýningunni: Coppelius í 1. þætti, Dapertutto í 2. þætti og Doktor Miracle í þeim þriðja. Þeir sem áttu aðgöngumiða á sýningarnar á föstudags- og sunnu- dagskvöld eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til miðasölu Þjóðleik- hússins fyrir fimmtudaginn 12. jan. Næstu sýningar á Ævintýrum Hoff- manns verða 13., 21., 22., 27. og 28. janúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.