Tíminn - 10.01.1989, Qupperneq 5

Tíminn - 10.01.1989, Qupperneq 5
r. > . - n i nrnn’i ■ þ Þriðjudagur 10. janúar 1989 Tíminn 5 Búist við skipan nýrrar nefndar til að koma með tillögur um endurbætur í rekstri SlS: Falið að gera áætlanir um bætt rekstrarform Þótt stjórnarfundi Sambands íslenskra samvinnufélaga verði fram haldið í dag til að fjalla um skipulagsmál SÍS, er orðið nokkuð Ijóst að ekki verða greidd atkvæði um tillögur skipulagsnefndarinnar, né tillögur forstjórans um framtíðar- skipan fyrirtækisins. Talið er fullvíst að tillögum frá báðum þessum aðilum verði vísað til nýrrar nefndar, sem skipuð verði í dag öðrum aðilum en fyrri nefndin. Eftir því sem Tíminn kemst næst verður verkefni nýju nefndarinnar að reikna út rekstrarhagkvæmni þá sem talin er felast í þeim tillögum sem þegar eru fram komnar og kunna að koma fram á stjórnarfund- inum. Meðal þess sem vakið hefur at- hygli er að tillögur meirihluta skipu- lagsnefndarinnar hafa ekki þótt fela í sér endurbætur á rekstri Sambands- ins. Hafa þær hlotið gagnrýni fyrir að vera fyrst og fremst hugmyndir um breytt eignarform, þar sem mjög skortir allar áætlanir og rekstrarlega útreikninga. 600 milljón kr. gengistap Það sem allt snýst þó um er rekstrarvandi Sambandsins, sem er gífurlegur. Fyrsta mál stjórnarfund- arins var enda fjárhagsleg afkoma Sambandsins fyrstu ellefu mánuði síðasta árs. Fram kemur að Sam- bandið bjó á þessum tíma við nettó fjármagnskostnað er nam um 731 milljón króna. Af þessari upphæð er kostnaður af gengisfellingum á þess- um ellefu mánuðum ársins um 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í þeim gögnum sem Guðjón B. Ólafs- son, forstjóri SÍS, lagði fyrir stjórn- arfundinn í gær. Til samanburðar má geta þess að fyrstu ellefu mánuði ársins 1987, nam nettó fjármagnskostnaður um 61 milljón króna. Að sögn forstjór- ans má því skrifa stærstan hluta fjármagnsvandans á gengisfelling- arnar þrjár sem framkvæmdar voru í fyrra. Fjármagnskostnaðurinn hef- ur m.ö.o. ekki aukist verulega á framreiknuðu verðlagi umfram orsakir gengisfellinga. Bætist ofan á hallarekstur „Þessi aukni fjármagnskostnaður er það sem gerir gæfumuninn í afkomunni, en við erum auk þess með erfiðan hallarekstur á tveimur rekstrareiningum sérstaklega, versl- unardeildinni og skinnaiðnaðinum á Akureyri," sagði Guðjón B. Ólafs- son. Talið er að skinnaiðnaðurinn einn og sér hafi tapað á annað hundrað milljónum króna sem or- sakaðist af erfiðri markaðsstöðu og háu raungengi, með miklum inn- lendum kostnaðarhækkunum. „Þrjár gengisfellingar á þessu tímabili koma með fullum þunga inn í rekstur SÍS, þar sem mest af okkar lánum er bundið í erlendum gjald- miðlum. Þetta er trúlega einn hæsti fjármagnskostnaður sem við höfum nokkurn tíma þurft að horfa upp á í íslensku atvinnulífi," sagði forstjór- inn. 400 milljón kr. samdráttur í sölu Þessu til viðbótar varð mikill sam- dráttur í sölu Sambandsins á þessum ellefu mánuðum í fyrra. Heildarsal- an nam um 14,9 milljörðum króna en var á sama tíma árið þar á undan um 16,2 milljarðar króna. Þannig fellur brúttó tekjumyndun Sam- bandsins niður um 400 milljónir króna milli ára, vegna minni sölu. „Við höfum ekki brugðist nægilega skjótt við þessari þróun með sam- drætti og fækkun starfsmanna. Þó erum við búnir að leggja niður eða selja sex reksturseiningar, sem höfðu yfir 130 starfsmenn og yfir 250 milljón króna sölu, á síðustu tveimur árum. Auk þess hefur Sambandið selt húseignir fyrir tæpan hálfan milljarð króna á þessum tíma. Minnkað um 500 ársverk „Við erum búnir að gera margvís- legar breytingar á rekstrinum. Það er t.d. nýlega búið að segja upp talsverðum fjölda fólks í skipadeild, verslunardeiíd og víðar um fyrirtæk- ið. Það er verið að vinna að endur- bótum á rekstrinum og ég get skýrt frá því að starfsmönnum Sambands- ins hefur fækkað síðastliðin tvö ár um nálægt 500 ársverk og er stærsti hluti þess vegna ullariðnaðarins," sagði Guðjón. „Auk þess erum við í mjög veigamiklum breytingum á öll- um okkar rekstri og allri okkar vinnuaðstöðu. Þessar breytingar fara hins vegar ekki að skila sér í bættri afkomu fyrr en um eða uppúr miðju þessu ári. Nægir að nefna að kostnaður fellur ekki niður á stund- inni vegna þess að fólk á t.d. rétt á launum í þrjá mánuði og ónotað húsnæði verður í mörgum tilfellum áfram til staðar um sinn.“ Eigið fé án ávöxtunar „Ég hef auk þess bent á það að um 85% af eigin fé Sambandsins (á þriðja milljarð króna) er bundið í hlutabréfum í fyrirtækjum Sam- bandsins. Miðað við nafnverð þeirra hlutabréfa skilaði þessi eign ekki nema 0,76% arði, á móti mjög háum fjármagnskostnaði,“ sagði Guðjón. KB Barnabótaauki 52 þúsund kr. á ári með barni sé útsvarsstofn hjóna undir820 þús. kr. Barnabætur hækkuðu um 11 % um áramótin Einn með fimm rétta í Lottó: 11 milíjónir á sjálfval Barnabætur til hjóna með tvö börn verða á þessu ári rúmlega 76 þúsund krónur í stað 65 þúsund króna á síðasta ári. Barnabætur einstæðra foreldra eru lögum sam- kvæmt tvöfalt hærri og verða því með tveim bömum 152 þúsund krón- ur á móti 130 þúsund krónum í fyrra. Fjármálaráðherra gaf um áramót- in út reglugerðir um barnabætur og barnabótaauka og kveða þær á um 3% hækkun að raungildi miðað við árið í fyrra, en í krónutölu er hækkunin 11%. Barnabæturnar eru verðtryggðar þannig að um mitt árið hækka þær í takt við hækkun lánskjaravísitölu. Breyttar verðlagsforsendur raska því ekki verðgildi barnabóta. Ef tekjur eða eignir barnafjöl- skyldna eru undir ákveðnum mörk- um bætist barnabótaauki við barna- bæturnar en hann er á þessu ári um 52 þúsund með hverju barni. Barna- bótaaukinn skerðist síðan í prós- entvís í hlutfalli við það hversu mikið samanlagður útsvarsstofn for- eldra, hjóna eða einstæðra, fer fram úr hinum ákveðnu mörkum sem eru 825 þúsund krónur á ári. Almennar barnabætur eru greidd- ar til tæplega 40 þúsund heimila í landinu. Hver fjölskylda fær þannig að meðaltali.um 68 þúsund krónur á ári í barnabætur. Tæplega helmingur þeirra, eða um 17 þúsund heimili fá auk þess sérstakan barnabótaauka þannig að hj á þeim nema barnabætur og barna- bótaauki að meðaltali 115 þúsund krónum á ári. Heildarfjárhæð barnabóta verður á árinu nálægt 3,5 milljarðar króna. Af þessari upphæð eru almennar barnabætur 2,7 milljarðar en barna- bótaauki 800 milljónir. í fyrra voru barnabætur alls um 3 milljarðar. -sá Hæsti vinningur íslenskrar getspár til þessa, rúmlega ellefu og hálf milljón króna, var dreginn út nú um helgina. Potturinn var þre- faldur og lenti fyrsti vinningur allur á einn miða. Sá heppni er eldri maður sem láta mun af störfum um næstu mánaðamót. Hann vill þó ekkert tjá sig um málið við fjölmiðla en sér án efa fram á fjárhagslega öruggt ævikvöld. „Tölurnar voru valdar af svo- kölluðu sjálfvali kassans og efsta röðin var vinningsröðin. Það er ekki að efa að þessi vinningur kemur sér mjög vel eins og svo oft áður,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálms- son framkvæmdastjóri íslenskrar getspár. Vinningstölurnar voru 3, 21, 23, 26, 33 og bónustalan 9. Fjóra rétta auk bónustölu fengu ellefu manns og þar með rúmlega 91 þúsund krónur í sinn hlut. Þeir sem höfðu fjóra rétta fengu um það bil sex þúsund krónur og yfir tíu þúsund manns fengu lægsta vinning tæpar fjögur hundruð krónur. jkb Verkfræðingar og bygginga- meistarar í læri hjá Eldvarnaeftirliti: Gengu um rústirnar Um 60 verkfræðingar og bygg- ingameistarar þáðu boð bruna- málayfirvalda og skoðuðu sig um í brunarústum hússins að Réttarhálsi 2 á laugardaginn var. Yfirvöldum þótti ástæða til að sýna þessum aðilum, sem flestir voru tengdir byggingariðnaðinum á einn eða ann- an hátt, hversu illa eldurinn hefði farið með þau byggingarefni sem brunnu f síðustu viku. Samkvæmt heimildum Tímans mun það hafa verið mál manna að þessi ferð hafi verið vel til fundin. -áma. Hrólfur Jónsson, varaslökkviliðs- stjóri, sýnir aðilum úr byggingariðn- aði verksummerki á brunastað. Tíminn Pjetui • Loðnuveiðar komnar á fullt skrið eftir jólaleyfi: Góð loðnuveiði Loðnuveiðar eru hafnar af fullum krafti eftir jólaleyfi og lögðu fyrstu loðnubátarnir úr höfn að kvöldi 2. janúar. Bræla var á miðunum í fyrrinótt og í gær, og hugðust bátarn- ir færa sig um set. Á laugardag og sunnudag veiddust um 27 þúsund tonn af loðnu austur af Glettinganesi, þar af veiddust 18.710 tonn á laugardag og 8.160 á sunnudag. Þar með er búið að til- kynna um 338.300 tonn það sem af er vertíðar. Um 40 skip eru farin til veiða, en von er á tveim til þrem skipum til viðbótar á miðin á næstu dögum. Að sögn Ástráðs Ingvars- sonar hjá loðnunefnd má búast við að loðnuveiðum ljúki í lok mars, ef ekki kemur til aukinna veiðiheim- ilda. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Landhelgisgæslunni eru nú 23 norskir loðnubátar að veiðum út af Glettinganesi og hafa þeir það sem af er veitt um 12 þúsund tonn af 54 þúsund tonna veiðikvóta. -ABÓ Orkubú Vestfjarða: Dró sér milljón Eins og greint var frá í laugar- dagsblaði Tímans hefur stjórn Orkubús Vestfjarða lagt inn rannsóknarbeiðni til bæjarfóget- ans á ísafirði vegna meintra fjár- svika og skjalafalsana fyrrverandi innkaupastjóra orkubúsins. Samkvæmt heimildum Tímans er hér um að ræða fjárdrátt upp á eina milljón króna. Starfs- manninum var sagt upp störfum 25. nóvember s.l. en hann hafði umsjón með öllum innkaupum orkubúsins. SSH

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.