Tíminn - 10.01.1989, Page 7

Tíminn - 10.01.1989, Page 7
Þriðjudagur 10. janúar 1989 Xíminn 7 Trillusjómenn fara halloka í viðskiptum við nokkra smærri fiskkaupendur á Faxaflóasvæðinu: Bjóða hærra verð sem ekki er staðið við Trillusjómenn sem Tíminn hefur haft tal af að undanföru segjast hafa farið halloka í viðskiptum við fyrirtæki sem kaupa af þeim fisk. Hér er einkum um að ræða smærri fyrirtæki á Faxaflóa- og Suðurnesjasvæðinu, sem bjóða betra verð í fyrstu en gengur og gerist. Creiðslur fyrir afiann eru ábyggilegar fyrst í stað, en síðan fer að líöa lengra á milli borgana og að lokum hafa þessi fyrirtæki farið á hausinn. Þegar fyrirtækin eru síðan tekin til gjaldþrotaskipta er oftast um litlar eignir að ræða og trillusjómennirnir fá því skuldirnar ekki greiddar. Orn Pálsson framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda sagði í samtali við Tímann að nokkur dærni væru um að þetta hefði átt sér stað. „Þctta virðist helst vera bundið við Faxaflóasvæðið og Suðurnesin, en á ekki við úti á landsbyggðinni," sagði Örn. Hann sagði að ferill fyrirtækjanna væri yfirleitt sá sami. „Fyrst er fiskverðið fundið út á viðkomandi stað og síðan boðið fast verð sem er aðeins hærra heldur en það verð sem er. Þeir standa í skilunt mcð fyrstu greiðslurnar, en síðan fer að lcngjast milli greiðslna og endar með því að engar greiðslur fást fyrir fiskinn," sagði Örn. Þegar svo er komið eru fyrirtækin lýst gjaldþrota og oftar en ekki, sagði Örn, kemur í Ijós að eignir þeirra eru nánast engar. „Það er spurning hvers vegna þessi fyrirtæki dúkka upp," sagði Örn, „ég vil nú ekki meina að þetta sé gcrt vísvitandi. Því trúi ég ekki. Sá sem stofnar slíkt fyrirtæki hlýtur að hafa trú á því sem hann er að gcra. Það er sennilega bara reynslu- leysi í fiskviðskiptum sem verður þessum fyrirtækjum að falli." Hann sagði að nokkuð væri um liðið síðan bera fór á þessu, eða í lok árs 1987. „Það bar talsvert á þessu á nýliðnu ári, en ég hef það á tilfinningunni.að þetta sé eitthvað farið að minnka. Það er fljótt að spyrjast ef menn fá ekki greitt og menn eru þá miklu meir á varðbergi gagnvart þeim sem þeir eru að eiga viðskipti við,“ sagði Örn. Dæmi um upphæðir í þessu sambandi, nefndi Örn að síðla árs 1987 hafi einn trillukarl átt um 300 Forsætisráðherra skipar ráðgjafanefnd ríkis og einkaaðila til átaks í markaðssetningu erlendis: Unnið á grunni leiðtogafundar Steingrímur Hermannssön for- sætisráðherra hefur skipað ráðgjafa- nefnd ríkis og einkaaðila til að undirbúa sérstakt kynningarátak fs- lands á sviði markaðs og sölumála svo og ferðamála. Að sögn Baldvins Jónssonar aug- lýsingastjóra sem er formaður nefndarinnar er markið hennar að sameina krafta opinberra aðila og aðila innan einkageirans er vinna að landkynningu og hvers konar kynn- ingu á íslenskum afurðum á erlendri grund. Nefndin er skipuð í beinu framhaldi af starfi nefndar er skipuð var af forsætisráðherra í kjölfar leiðtogafundarins í Reykjavík árið 1987. Ráðgjafanefndinni er ætlað að vinna úr gögnum þeirrar nefndar og kanna hvað áunnist hefur við leið- togafundinn og fylgja eftir þeirri kynningu er ísland hlaut við það tækifæri. Formaður nefndarinnar er Bald- vin Jónsson auglýsingastjóri, en aðr- ir nefndarmenn eru Björn Theódórs- son framkvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða, Jón Sveinsson aðstoðar- maður forsætisráðherra, Magnús Gunnarsson formaður útflutnings- ráðs, Ragnhildur Hjaltadóttir deild- arstjóri í samgönguráðuneytinu og Stefán Friðfinnsson aðstoðarmaður utanríkisráðherra. -ág þúsund krónur útistandandi. Þá hafa trillusjómenn nefnt tölur allt upp í 1400 þúsund sem þeir hafa tapað vegna þessara viðskipta. Aðspurður sagði Örn að ekki heföi komið til kæru vegna þessa, að því er honum væri kunnugt um. Öllum fiskkaupendum ber að halda eftir 10% af aflaverðmæti og greiða það í greiðslumiðlun sem Fiskveiða- sjóður hefur umsjón með. Þessi 10% fara á þrjá staði, Iífeyrissjóð sjómanna, til tryggingamála og í félagsgjöld hjá Landssambandi smábátaeigenda. „Þegar fiskkaup- andi verður uppvís að því aö standa ekki í skiliun við sjóðinn, en hefur sannanlega tekið þetta af manninum þá er náttúrlega um kærumál að ræða, en yfirleitt er reynt að fara samningáleiðina og leysa þetta þann- ig með öðrum hætti," sagði Örn. Ragnar Guðjónsson hjá Fisk- veiðasjóði sagði i samtali við Tím- ann að rétt væri að komið hefðu upp fyrirtæki, þó þau væru ekki mörg. sem ekki hafa staðið nógu vel í skiium í greiðslumiðlunarsjóðinn. Hann sagði að alltaf væri eitthvað um það að slíkt kæmi upp þegar nýir aðilar væru að vinna sér markað og bjóða hærri verð, sem síðan minna yrði úr. „Þegar svona lagaö hel'ur komið upp á þá er kippt í þessa aöila og þeim gerð grein fyrir hvað það þýðir. í flest öllurn tilfellum hefur það verið lagfært," sagði Ragnar. Hann sagði að á heildina litiö gengi þetta kerfi ágætlega upp. -ABÓ Byggöasafninu í Glaumbæ í Skagafiröi gefnar veglegar gjafir: Tvö hús endurreist í safninu í Glaumbæ Frá síðasta fundi sýslunefndar. Fremri röð f.v. Rögnvaldur Gíslason, ritari sýslunefndar, Sigurður Jónsson, Reynistað, Halldór Þ. Jónsson, sýslu- niaður, Jón Guðmundsson, Óslandi, Gunnar Gíslason, Varmahlíð, Valberg Hannesson, Sólgörðum. Aftari röð: Steingrímur Vilhjálmsson, Laufhóli, Bjarni Gíslason, Eyhildarholti, Ófcigur Gestsson, Hofsósi, Pálmi Runóll'sson, Hjarðarhaga, Marinó Sigurðsson, Álfgeirsvöllum, Stefán Gestsson, Arnarstöðum, Ríkharður Jónsson, Brúnastöðum, Guðmundur Vilhelmsson, Hvammi, Jón Eiríksson, Fagranesi, Sigurður Sigurðsson, Sleitustöðum. Byggðasafnið í Glau'mbæ í Skagafirði á nú von á veglegri viðbót, en safninu bárust gjafabréf fyrir tveimur húsum þann 14. des- ember s.l. Byggðasafnið sem er eign Skagafjarðarsýslu býr nú við þröngan húsakost í gamla torlbæn- um í Glaumbæ, einkum meö tilliti til þeirrar miklu aðsóknar sem cr að safninu, en um tólf þúsund gestir koma í safnið ár hvert. Húsin sem um ræðir eru svo nefnd Gilsstofa sem Eggert Briem lét reisa á Espihóli er hann var sýslumaöur Eyfirðinga en flutti með sér og endurreisti á Hjalta- stöðum í Akrahreppi er hann gerö- ist sýslumaður yfir Skagafjarðar- sýslu árið 1861. Þegar Eggcrt Briem fluttist að Reynistað árið 1872, var húsið flutt þangaö. Þar var fyrsti sýslunefndarfundur Skagafjarðarsýslu haldinn tveimur árum seinna og þar voru einnig fyrstu leiksýningar í Skagafirði. Gefendur Gilsstofu eru hjónin Sig- urður Hansen og María Guð- mundsdóttir í Kringlumýri í Akra- hreppi. Hitt húsið er gamla íbúðarhúsið í Ási í Hegranesi og telur þjóð- minjavörður það nánast hafa verið einstaka byggingu á sínum tíma og afar mikils virði að geta haldið því við. Þessi tvö hús munu verða reist í næsta nágrenni viö gamla bæinn í Glaumbæ og ntunu rýmka aðstöðu byggðarsafnsins til muna. Sýslunefnd Skagafjarðar liélt sinn síöasta fund í desember á síðasta ári en nú hefur Héraðs- nefnd Skagfirðinga tekið við eigum og verkefnum sýslunefndar sam- kvæmt ákvæðum sveitarstjórnar- laga frá 1986. - ág GLÆSILEGAR - HEILSÁRSKÁPUR 30% afsláttur Póstsendum v/Laugalæk - Sími 33755.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.