Tíminn - 10.01.1989, Qupperneq 12

Tíminn - 10.01.1989, Qupperneq 12
12 Tíminn Þriðjudagur 10. janúar 1989 FRÉTTAYFIRLIT PARIS — Líbýumenn sök- uöu ísraela um að byrgja sig upp af kjarnavopnum, efna- vopnum og sýklavopnum á sama fíma og Israelar skýrðu frá því að þeir hefðu gert ráðstafanir til að verjast hugs- anlegum efnavopnaárásum araba. Utanríkisráðherrar þessara ríkja úthúðuðu hvor öðrum á ráðstefnu um efna- vopn, en 160 riki taka þátt í henni. Líbýumenn hafa verið sakaðir um að vera að byggja efnavopnaverksmiðju. JERÚSALEM - Leiðtogar uppreisnar Palestínumanna á hernumdu svæðunum hétu því að halda áfram baráttunni, en nú eru 14 mánuðir frá þvi að uppreisn þeirra hófst. WASHINGTON — Reagan forseti Bandaríkjanna lagði fram fjárlagafrumvarp sem gerir ráð fyrir að ríkissjóður Bandaríkjanna eyði 1,15 millj- örðum Bandaríkjadala á árinu. Samkvæmt frumvarpinu munu útgjöld til varnarmála og nokk- urra áætlana í innanríkismál- um aukast verulega. Það leiðir af sér aukinn fjárlagahalla þar sem ekki er gert ráð fyrir skattahækkunum. Þess má geta að Reagan gekk undir skurðaðgerð á þumalfingri og heilsast vel. JEREVAN — Um 150 þús- und verkamenn hafa verið kvaddir til Armeníu til að hjálpa til við uppbyggingu borga og bæja sem nú eru í rúst eftir jarðskjálftana miklu. SÞ — Meðlimir Örygqisráðsins stóðu upp og þögou í eina mínútu til að minnast Hirohito keisara Japans sem lést á laugardaginn. Þá var fáni SÞ dreginn í hálfa stöng. OSLO — Aðalritari Samein- uðu þjóðanna Javir Perez de Cuellar hvatti til nýrra leiða í fjármögnun Friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna. Hann lagði til að skattur á vopnaút- flutning ríkja gæti runnið til þessa. VESTUR-BERLÍN Maður sem stolið hefur þús- undum skjala frá tímabili nas- ismans hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi. Þrír að- stoðarmenn hans fengu háar fjársektir. lllllllll ÚTLÖND l!lll|;ill^.^ ... ..... .. ;iiii!ii!: ... 7.. ; ■H■ ■■ m jr En9|and: mm w m Fjorutiu og fjorir f órust í f lugslysi Fjörutíu og fjórir fórust er bresk þota af gerðinni Boeing 737-400 hrapaði til jarðar nærri fjölfarnasta þjóðvegi Eng- lands í fyrrinótt. Áttatíu og þrír komust lífs af. Þetta er annað stóra flugslysið í Bretlandi á stuttum tíma því ekki eru liðnar nema þrjár vikur frá því tvöhundruð og sjötíu manns fórust þegar sprengja grandaði bandarískri Boeingþotu yfír Skot- landi. í fyrstu lck grunur á að um skemmdarverk gæti einnig hafa ver- ið að ræða í fyrrinótt, en þotan sem fórst var á leið Irá London til Belfast á Noröur-írlandi. Fljótlcga var skemmdarverk útilokað, en líkur eru á að um einhvern vcrksmiðju- galla sé að ræða því þotan hefur ekki verið í notkun nema í tólf vikur. Flugmaður þotunnar, sem var í eigu British Midland Airways, til- kvnnti um bilun í báöum hreyflum vclarinnar og hugðist Itann freista nauölendingar á East Midland flug- vcllinum 150 km norður af London og átti vélin aðeins eftir einn kíló- mctra að flugbrautinni er hún skall á jörðina. Var mikil mildi að eldur kom ekki upp í vélinni því þá hel'ðu mun fleiri farþegar látist. Björgunarmenn voru í átta klukkustundir að losa alla farþega sem fastir voru í brakinu úr prísundinni. Margir þeirra voru mjög illa slasaðir, þar með talinn flugstjórinn sem náðist á lífi eftir þriggja klukkustunda baráttu. Ótt- ast er að fleiri eigi eftir að látast af sárum sínum. Hins vcgar gat hluti þeirra farþega sem komst lífs af gengið frá borði. Voru björgunarmenn almennt sam- mála um að ótrúlega margir hefðu komist lífs af rniðað við það hve aðkoman var ljót. Ekki mátti rniklu muna að enn verr hefði farið því þotan hefði getað hrapað niður í þorpið Kegmorth, en þotan flaug aðeins í um 16 metra hæð yfir þorpinu rétt áður en hún skall til jarðar. Þá var umferð um M1 þjóðveginn með allra minnsta móti, en brak úr þot- unni dreifðist yfir brautina. Brak Boeing 747 þotunnar sem grandað var yfir Skotlandi fyrir jólin. Með henni fórust 290 manns. Aðfaranótt mánudagsins létust 44 þegar Boeins 737 þota fórst í Englandi. Enn berjast bræður í Líbanon: Amalliðar ganga í skrokk á Hizbollah Eftir grimmilega bardaga undan- farna daga þar sem að minnsta kosti fimmtíu manns hafa verið drepnir virðast sveitir Amalliða vera aö hrekja skæruliöa Hizbollah samtak- anna frá síöustu stöðvuni sínum í suðurhluta Líhanons. Samtök þessi hafa barist um völdin meðal liinna 1,5 milljóna shíta imíslíina í Líbanon allt frá árinu 1984. Amalliðar hafa alla tíö notið stuðnings Sýrlendinga, en hiniröfga- fullu shítar í Hizbollah samtökunum hafa notið stuðnings írana. Irönsk sendinefnd undir stjórn Mahmoud Rafsanjani bróður Ali Akmars forseta íranska þingsins, hélt til Beirút í gær til að reyna að stöðva blóðbaðið og koma á vopna- hléi. Litlar líkur cru á því að það takist því Amalliðar virðast stað- ráðnir í að hertaka síðustu vígi Hizbollah. Þeir hafa beitt stórskota- liði og eldflaugum í árásum sínum á tvö síðustu þorpin sem Hizbollah samtökin halda í hlíðunum suöur af Líbanon. Skæruliðar Hizbollah sent eru þar umkringdir segjast hins veg- ar ætla að verjast til síðasta blóð- dropa. Þorpin tvö eru rétt norðan við svæði það sem ísraelar hafa lýst yfir að sé sérstakt öryggissvæði þeirra. Amalliðar eru í sérstaklega mikl- um vígahug eftir að liðsmenn Hiz- bollah samtakanna náðu að lauma sér inn í þorp á valdi Amal og drápu þar sautján manns, flesta óvopnaða. Amalliðar liafa haft mjög sterka stöðu í suðurhluta Líbanons frá því í apríl mánuði þegar sveitir þeirra höfðu betur í bardögum við hersveit- ir Hizbollah. Þá urðu um þúsund skæruliöar Hizbollah að flýja þau svæði. Hizbollahskæruliðarnir reyndu síðan að rétta lilut sinn í suðurhluta Beirútborgar mánuði seinna, en þá létust tæplega sex- hundruð manns í bardögunum. Síð- an þá hafa átök af og til blossað upp ntilli þessara stríðandi trúbræðra shíta múslíma. Arabaríkin setja strik í reikninginn á alþjóðlegri ráðstefnu um efnavopn: Leggja kjarnavopn að jöfnu við efnavopnin Ríki Arababandalagsins leggja efnavopn og kjarnavopn að jöfnu í umræðunum um bann við efnavopn- um, en alþjóðleg ráðstefna um efna- vopn stendur nú yfir í París. Ástæða þessa er að líkindum hræðslan við Israelsmcnn sem geta framleitt kjarnasprengjur ef þeir Itafa þá ckki þegar kjarnavopn í sínum fóruin. Þykir þessi afstaða geta komið í veg fyrir að samkomulag náist um bann við efnavopnum í framtíðinni. -Öll þróun í áttina að banna efnavopn er tengd því að sama þróun verði á sviði kjarnavopna. sagði Esmet Abdel-Maguid utanrík- isráðherra Egyptalands í ræðu sinni. Tareq Aziz utanríkisráðherra ír- aks benti þingheimi á þá staðreynd að árið 1925 þegarbeitingefnavopna var bönnuð samkvæmt Genfarsátt- málanum, þá hefðu ekki verið til staðar kjarnavopn: -Eftir síðari heimsstyrjöldina hef- ur heimurinn orðið vitni að þróun og framleiðslu nýrra vopna sem hafa svo miklu meiri og hræðilegri eyð- ingarkraft gagnvart ntannkyni en efnavopn. írakar beittu einmitt efnavopnum í stríðinu við írana, en segja að íranar hafi beitt þeim fyrst. Það var einmitt efnavopnanotkunin í Pers- aflóastríðinu sem varð kveikjan að ráðstefnunni sem Frakkar vonast til að verði fyrsta skrefið í átt til að banna algerlega öll efnavopn. Lokayfirlýsing ráðstefnunnar mun að öllum líkindum liggja fyrir í kvöld. Afstaða arabaríkjanna setur samt mjög strik í reikninginn. Þó vonast menn til þess að málamiðlun náist um orðalag og að skref verði tekið í átt til útrýmingu efnavopna. Leiðtogar Pólisaríó ánægðir meö við- ræðurnar við Hassan Marokkókonung: Samkomulag um Vestur-Sahara ætti að nást Leiðtogar Saharaviþjóðarinn- ar í Vestur-Sahara sent áttu við- ræður við Hassan konung Mar- okkó í síðustu viku sögðu í gær að viðræðurnar hefðu verið mjög gagnlegar. Því væru allar líkur á að alhliða samkomulag næðist milli Marokkó, sem gerir tilkall til þeirra hluta Vestur-Sahara þar sem er að finna auðugar fosfat- námur, og skæruliða Pólisaríó sem barist hafa vopnaðri baráttu fyrir sjálfstæði Saharaviþjóðar- innar sem byggir þessa fyrrum spænsku nýlendu. í yfirlýsingu Pólisaríó sem birt var í gær sagði að miðnefnd samtakanna sem fundaði á sunnudaginn hcfði komist að þeirri niðurstöðu að viðræðurnar við Hassan hefðu opnað leið til að koma á fót samkomulagi undir leiðsögn Sameinuðu þjóðanna og Einingarsamtaka Afríku. Samkontulag ætti að nást milli Pólisaríó og Marokkó um þjóðar- atkvæðagreiðslu þar sem Sahara- viþjóðin veldi sjálf framtíð sína í Vestur- Sahara. Sendinefnd Polisaríó átti tvo fundi með Hassan og var það í fyrsta sinni frá því átök hófust milli Pólisraíó og Marokkóhers eftir að Spánverjar yfirgáfu ný- lcnduna árið 1986. Hassan hafði þar til nú alltaf neitað beinum viðræðum við Pólisaríó. ÚTLÖMD

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.