Tíminn - 10.01.1989, Side 20

Tíminn - 10.01.1989, Side 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKHP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/TrYggvogötu, S 28822 ^ínnéleru0^rÞa! ÆW ^o|0ILAstOö /gpftt...,. fjrnl . «fL ÞRðSTUR VERfiBREHHflBSKIPn SAMVINNUBANKANS SUÐURLANDSBRAUT 18, SlMl: 688568 Samkort ALÍSLENSKT GREIÐSLUKORT 685060 VANIR MENN ÞRIÐJUDAGUR 10. JANÚAR 1989 _ Seðlabanki Islands með rausnarlegar áramótagjafir: Gaf bönkum eftir 70 milljónir Scðlabankinn tók upp um áramótin nýja skilgreiningu á hugtakinu lausafjárhlutfail bankastofnana um leið og hlutfall þetta var hækkað úr 9% í 10%. Þrátt fyrir þessa hlutfallshækkun um eitt prósent, lækka kröfur Seðlabanka um lausafjárhlutfall um nálægt tvo milljarða króna í heild, vegna hinnar nýju skilgreiningar. Á sama tíma var ákveðiö að Þessar refsingar voru fyrir tímabil- Seðlabankinn félli frá 60-70 milljón króna heildarkröfu á hendur bönk- um og sparisjóðum í formi refsing- ar fyrir of lágt lausafjárhlutfall. ið 1. júní á síðasta ári til 31. desember sl. og er ákvörðunin því afturvirk. Að sögn Yngva Arnar Kristíns- sonar í peningadeild Seðlabank- ans, gekk þessi breyting í gildi um áramótin samkvæmt nýrri reglu- gerð bankans um lausafjárhlutfall. Um leið hafi verið ákveðið að endurgreiða þær upphæðir sem teknar hafa verið af bönkum og sparisjóðum um allt land í refsing- arskyni fyrir of lágt lausafjárhlut- fall frá 1. júní til ársloka í fyrra. Samkvæmt heimildum Tímans námu refsivextir þessir um 60-70 milljónum króna á tímabilinu. Þó að viðurlögin hafi verið felld niður afturvirkt með þessari ákvörðun, hafa ákvæðin verið tekin upp að nýju frá og með 1. janúar sl. Ástæða þess að lausafjárhlutfall lækkar í krónum talið þrátt fyrir hækkun á hlutfallstölu, er fólgin í nýrri skilgreiningu. Nú er bönkum heimilt að telja erlent fé sem bundið er vegna gjaldeyrisreglna fram til lausafjár. Gjaldeyrisregl- urnar ná yfir það fé sem bundið er í jöfnuði milli gengisbundinna inn- og útlána bankanna. Áður var þetta fé talið bundið en nú hefur semsagt verið ákveðið að það skuli teljast með lausafé. Þetta þýðir að iausafé banka og sparisjóða eykst um allt að 2.800 milljónir króna. Það felur því ekki í sér þyngri byrði þótt hlutfall hafi verið hækkað úr 9% í 10%. KB Starrinn Títla á 16. ári Fyrir fjórtán áruin sagði Tíminn frá tömduin starra sem er heimilis- fastur hjá fjölskyldu í Kópavogi. Starrinn, sem gegnir nafninu Títla og getur sagt nafnið sitt, er enn í fullu fjöri og við bestu heilsu, en hún verður sextán ára í vor. Ekki er vitað hvers kyns Títla er, en hún er skírð í höfuðið á tík Bjarts í Sumarhúsum. Ástæða þess er sú að í bókinni „Talað við dýrin" eftir Konrad Lenz er starrinn kallaður hundur fátæka mannsins vegna þess hve hann er heimiliselskur og fjörug- ur. Því þótti eigendum Títlu nafn- giftin við hæfi þar sem Bjartur var frekar fátækur á veraldlegan auð. Tíminn heimsótti Títlu og eiganda hennar, Valdemar Sörensen. Valde- mar sagði að ekki væri vitað hvað starrar gætu lifað lengi, en langlífi Títlu hefði vakið forvitni fuglafræð- inga sem fylgdust spenntir með henni. Það var dóttir Valdemars, Jórunn Sörensen sem fyrst tók Títlu að sér. Nokkur börn komu með Títlu til hennar eftir að þau höfðu fundið hana svo til ófiðraða, líklega eftir að hún hafði fallið úr hreiðrinu. Valde- mar tók þó Títlu fljótlega að sér og er greinilegt að þau eru bestu vinir. Títla getur sagt nafnið sitt og svarar Valdemar um leið og hann kallar á hana, einnig er hún hlýðin þó hún sé bæði fjörug og frek. Fyrstu árin reyndi Valdemar að sleppa Títlu til starrahópa sem voru í nágrenninu en hún sneri stöðugt til baka og kærði sig ekkert um að yfirgefa heimilið. Enda lifirTítla þar góðu lífi og fær á hverjum degi uppáhaldsmatinn sinn sem er harð- soðið egg. Nokkrum sinnum hefur það kom- ið fyrir að hún hefur stolist út. Sagði Þessi mynd er tekin 1974 í fyrri heimsókn Tíntans til Títlu. Hér hefur Títla tyllt sér á höfðuð fyrrverandi blaðamanns Tímans, Hermanns Sveinbjörnssonar, sem nú starfar sem upplýsingafulltrúi SÍS. Tímamynd G.E. Valdemar að eitt sinn hefði hún horfið rétt fyrir jól í vonskuveðri og bjuggust allir við að hún hefði drepist. Tveimur mánuðum seinna var sagt frá starra í einu dagblaðanna sem hélt til í prentsmiðju í Reykja- vík. Valdemar þóttist þekkja Títlu, en starfsmenn verksmiðjunnar vildu ekki trúa honum og urðu skrítnir á svipinn er Valdemar bað um að fá að tala við fuglinn. Um leið og Valdemar kallaði nafnið hennar kom Títla og settist á öxlina á honum og þá efaðist enginn um hver ætti fuglinn. Margir krakkar í Kópavogi kann- ast við Títlu, enda hefur Vaidemar oft farið með hana í skólann þeirra til að sýna hana og er Títla svo fræg að hafa við eitt slíkt tækifæri fengið að „tala“ í útvarpið. SSH Hér sést Títla ásamt eiganda sínum Valdemar Sörensen. Ef myndirnar tvær eru bornar saman sést greinilega að útlit Títlu er öllu „fullorðinslegra“ í dag en fyrir fjórtán árum. Tímamynd Pjeiur

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.