Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. janúar 1989 Tíminn 9 llllllllllllllllilllll LEIKLIST llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllll Hvernig lifir tvíein manneskja? Leikfélag Reykjavikur: SJANG-ENG Sí- amstvíburarnir. Eftir Guran Tunström. Eftir hugmynd Henrics Holmbergs. Þýðing: Þór- arinn Eldjárn. Tónlist: Hilmar Örn Hilmars- son og Ríkarður örn Pálsson. Leikstjórn: Lárus Ýmir Óskarsson. Leikmynd og bún- ingar: Marc Deggeller. Hvað ætlar nú að verða úr þessu? hugsar maður þegar leikurinn um Síamstvíburana hefst, einhver myndskreytt ævisaga? Sögumaður (Jakob Þór Einarsson) stígur fram í sviðsljósin og fer að segja frá. Öðru hverju í sýningunni skýtur hann síðan upp kollinuni til að segja eitthvað. Raunar er þetta algjörlega óþarft. Og fyrsta atriðið, sem gerist í fjölleikahúsinu þar sem Barnum kallinn sýnir allskon- ar furðuverk, skeggjaða konu, tví- kynja manneskju, fóstru Georgs Washington - og svo auðvitað tvíburana samvöxnu. Þetta atriði er leiðinlegt, uppskrúfað, einkum vegna þess hve ósannfærandi fram- ganga Steindórs er í þessu gervi sölumannsins. Hreint ekki björgu- leg byrjun á sýningu. En það rætist úr þessu. Sá þáttur verksins sem snýst um tvíburana sjálfa og hjónalíf þeirra með systr- unum Adelaide og Söru þótti mér verulega hugtækur á sviðinu. Þetta er kjarninn, aðrar persónur eru hér meira og minna utangarna. Ólánsgarmurinn Clofyllia (Sigurð- ur Karlsson), Dorothy Pass sem Ása Hlín Svavarsdóttir lék, hljóp í skarðið fyrir Eddu Heiðrúnu Backman, og gerði það af öryggi. Jafnvel læknirinn (Jón Sigur- björnsson) sem á að aðskilja tví- burana, en er hindraður af tilvon- andi brúðum þeirra, en gerist síðan heimilisvinur, til þess að því er virðist að njósna um þá. Allt er þetta utan garna. En hvað er þá eftir? Hvers vegna semur Göran Tunström þetta leikrit? Líklega af forvitni um „hið afbrigðilega". Hvernig skyldi tví- ein manneskja lifa? Og konurnar sem bundust þessum bræðrum, hvernig skyldu þær hafa lifað sitt hlutskipti? Á þessu tekur höfund- urinn af nærfærni og í sýningu Lárusar Ýmis tókst að blása lífi í viðfangsefnið. Tvíburana, Sjang og Eng, leika Þröstur Leó Gunnarsson og Sig- urður Sigurjónsson. Það er auðvit- að meir en lítil raun að leika slíkar persónur en þeir standast hana ágætlega. Þröstur Leó er leikari sem maður hlýtur að hafa auga með í framtíðinni: hann skilar hlutverki hins drykkfellda Sjangs af öryggi, og ekki hef ég.um langt skeið séð Sigurð Sigurjónsson leika jafnvel og hér. Persónueinkenni bræðranna hvors um sig eru skýr: annar agaður og nákvæmur, hinn veiklyndur. Samspil þeirra kemur að vísu ekki glögglega fram í leikritinu nema í tengslum við konurnar. En eftirminnilegasta atriðið er síðasta sýningaratriðið þegar þeir hverfa um stund aftur til þess heims sem þeir voru í önd- verðu keyptir til: að vera sýningar- gripir fyrir lýðinn. - Annars draga þeir sig snemma út úr þessum heimi og gerast bændur. 1 sveitinni fer leikurinn fram og tónlistin er eftir því, Forsterlög og fleira gott. Leikmyndin er í stíl: nafvísk leik- tjöld sveitasælunnar. En einkalíf tvíburanna er sem sé það sem hér er einkum fengist við. Þeir kvænast systrum og þær eru að sínu leyti jafnólíkar. Guðrún S. Gísladóttir (Adelaide) og Sigrún Edda Björnsdóttir (Sara) leika prýðilega. Einkum er Guðrún frábær. Og fyrsta atriði þeirra er öldungis frábært. Léttleikinn í þeim hluta þegar ástir cru að kvikna með þeim og tvíburunum var í æskilegu jafnvægi við hina dekkri mynd seinni hlutans, þegar spennan í þessu óvenjulega sam- býli er að verða um mcgn og afbrýðisemin logar. Sjang-Eng er aðgengilegt verk, ekki djúp stúdía, en einkar vel og fallega samið: textinn í þýðingu Þórarins Eldjárns fór ágætlega í munni. Og í sannleika finnst mér ástæðulaust að leita dýpri merking- ar. Kannski er þó ætlast til að slíkt sé gert. í leikskrá er haft eftir höfundinum að hann telji sig vera að „skrifa um tvíþætt eðli okkar manna - og jafnframt lýsa því eða segja sögu um það að sérhver maður hefur sinn djöful að draga. „Hvað um það: auðvitað er þetta „tilfelli" sem hér er fengist við of sérstakt til að hægt sé að draga af því almennar ályktanir. Leikurinn verður því eins konar afbrigðilegt tilvik, fallega stílað, vel fram borið og líklegt til vinsælda. Og er það svo sem ekki nóg? Gunnar Stefánsson Þarna eru þeir Sjang og Eng samvaxnir, en tvíburana leika þeir Sigurður Sigurjónsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Halldór Kristjánsson: Á réttri leið Saga. Tímarit Sögufelags XXVI-1988 Ritstjórar Sigurður Ragnarsson og Sölvi Sveins- son. Þetta er hentug lesbók um ís- lenska sögu fyrr og síðar. Það er aðalatriði þessa máls. Ritstjórar benda á það í inngangi að félagsmálasagan sækir á og skipar vaxandi rúm í ritinu. Það er tímanna tákn. Horfið er frá því að saga þjóða sé fyrst og fremst persónusaga, þar sem einkum er fjallað um einstaka áhrifamenn og örlagavalda. Nú er reynt að rýna niður í þjóðlífið, reynt að sjá hvernig alþýðu leið, hvað hún hugsaði og við hvað hún átti að búa. Margt gott má segja um þessa þróun, þó skulum við ekki vanmeta þýðingu leiðtoganna enda þótt satt sé það sem Grímur Thomsen kvað: Efstríða menn gegn straumi aldar, sterklega þó vaði seggir yfir skella unnir kaldar engir brekann standast leggir. í þeirri bók sem hér er til umræðu skrifar Loftur Guttormsson um Uppeldi og samfélag á upplýsingaöld og kallar það samantekt á rannsókn- arniðurstöðum. Síðan segir þar „séu dregnar saman niðurstöður rann- sókna sem taka til nokkurra þátta í hugmynda- og félagssögu uppeldis á upplýsingaöld." Þar eru taldar upp prentaðar og óprentaðar ritgerðir höfundar en heldur fljótlega farið yfir tilvitnanir svo að minna er á að græða fyrir þá sem ekki hafa lesið þessar ritgerðir. Hér virðist greinilegt að orðið upplýsingaöld er látið tákna ákveðið tímabil og er því sérnafn og ætti að vera með stórum staf. Svo mikið er víst að þetta tímabil var alls ekki meiri upplýsingaöld en síðustu 100 ár t.d. en má þó vel heita Upplýs- ingaöld þar sem hún var einkum frábrugðin fortíð sinni í því að menn trúðu því að með upplýsingu mætti frelsa heiminn. Af þessari samantekt Lofts má Ijóst vera að hann hefur lagt ærna vinnu í athugun íslenskrar menning- arsögu á átjándu öld. Árni Böðvarsson þýðir grein eftir norskan fræðimann, Jan Ragnar Hagland sem rúnaristir frá upp- greftri í Björgvin og Þrándheimi, en þar komu upp kefli sem fylgt hafa vörum sem merkispjöld, og eru nokkrar heimildir um verslun Islend- inga. Guðmundur Jónsson birtir all- langa grein um sambúð landsdrottna og leiguliða. Þetta eru bréf sem spruttu af áliti Hoppe stiftamtmanns á kjörum leiguliða 1829. Stjórnin í Kaupmannahöfn leitaði álits -amt- manna og sýslumanna á ummælum og tillögum hans og hér birtist nú kjarninn úr svörum þeirra. Einar Pálsson skrifar um Róm og Rangárþing. Þar er aðeins lauslega gripið á grundvallarkenningum hans um forna mælingafræði og tölvísi enda engin von að efni margra binda verks skili sér á örfáum blaðsíðum. Hér væri helst teljandi til tíðinda að Einar ræðir um kenningar sínar í tímariti um íslenska sögu. Björn S. Stefánsson á hér grein sem hann kallar forsendur og fyrir- staða nýsköpunar á 17. og 18. öld. Inngangsorð hans eru: „Tvennt er til umfjðllunar úr riti Gísla Gunnarssonar: Upp er boðið ísaland. Einokunarverslun og ís- lenskt samfélag 1602-1787 að inn- lend valdastétt hafi sett þróun sjáv- arútvegsins þröngar skorður af ótta við röskun á valdastöðu." Mér virðist að athugasemdir þær sem Björn gerir af þessu tilefni séu þannig að þeim verði ekki auðveld- lega hafnað. Olav Riste er norskur maður sem ritað hefur grein um fsland og stefnu norskra stjórnvalda á stríðsárunum 1940-1945. Sú grein birtist hér í þýðingu Sigurðar Ragnarssonar. Hér er fjallað um sögu sem varðar þróun samstarfs þjóða og er með vissum hætti varðandi forsögu At- lantshafsbandalagsins og Norður- landaráðs. Sigurður Páll ísaksson á hér skemmtilega grein sem hann nefnir: Af taugreftun sal Hávamála. Hann rifjar upp forna byggingarhætti á Hjaltlandi og Suðureyjum og varpar fram þeirri hugmynd að vísan í Hávamálum sé þaðan komin. Önnur smágrein er hér eftir Krist- ján Bersa Ólafsson um Tvær Þórðar- vísur í Sturlungu. Önnur vísan er úr veislunni frægu á Reykhólum 1119. Mikið gull er frásögn Þorgils sögu og Hafliða af því samkvæmi. Hin vísan er sú er Snorri Sturlu- son sendi Þórði kakala bróðuisyni sínum eftir Örlygsstaðabardaga. Fullur þriðjungur þessarar Sögu er ritfregnir og má ýmislegt um það segja. Vel fer á því að rætt sé um sagnfræðirit á þessum stað. Hér koma fram ýmiskonar skoðanir. Þær eru maklegur umræðugrundvöllur fyrir lesendur. Og vakandi umræða er grundvöllur þessarar útgáfu og Sögufélagsins. Saga er á réttri leið með efnisval í ársrit sitt. Þess er ekki að vænta að nýjar rannsóknir svo nokkru nemi komi fram á hverju ári. En meðan mál eru rædd frá ýmsum hliðum mótast viðurkennd söguskoðun og grundvöllur hennar treyst. H.Kr. Afmælisrit Magnúsar Más Lárussonar Undir lok jólabókaflóðsins á síð- astliðnu ári kom út hjá Sögufélagi bókin Saga og kirkja, sem var tekin saman í tilefni af sjötugsafmæli Magnúsar Más Lárussonar, fyrrver- andi háskólarektors, 2. september 1987. I bókina skrifa 18 fræðimenn til heiðurs Magnúsi og er henni skipt í fjóra þætti eftir fræðisviðum og viðfangsefnum. I fyrsta þáttinn, Úr þjóðveldi, skrifa Gunnar Karlsson um upphaf þjóðar á íslandi, Björn Sigfússon um löggjafarstarf Alþingis að fornu, Helgi Skúli Kjartansson um serk- neska silfurmynt á íslandi, Jón Hnef- ill Aðalsteinsson um hofgyðju á Fljótsdalshéraði, Jónas Kristjánsson um Þorgeirsþætti í Flateyjarbók, Bo Almqvist um þjóðsagnaminni í Fær- eyinga sögu, séra Guðmundur Þor- steinsson um sögu Þingeyraklaust- urs. Annar þátturinn kallast Frá siðbreytingu. Þar skrifa séra Heimir Steinsson um samfélagsáhrif siðbót- arinnar, Jónas Gíslason um Odd Gottskálksson, séra Ágúst Sigurðs- son um fyrstu prentarana á íslandi, séra Sigurjón Einarsson um líkpred- ikanir frá siðskiptatímanum. Állan Karker um biblíuþýðingar. I þriðja þáttinn, Af brautryðjendum, erfjall- að um fjóra forystumenn á vettvangi sögu og menningarsögu. Haraldur Ólafsson skrifar um Benedikt Gröndal og mannfræðina, Helgi Þorláksson um söguskoðun Björns Þorsteinssonar, Jakob Benediktsson um bókagerð Þorláks biskups Skúla- sonar og Finn Hödnebö um Noregs- ferð Árna Magnússonar 1712-13. Loks kallast síðasti þátturinn Um kenningar. Þar fylgir séra Jakob Jónsson eftir kenningum sínum um kímni í Nýja testamentinu og Sig- urður Líndal skrifar um sögustefnu í lögspeki. (Frá Sögufélagi) Bjöm Teitsson, fulltrúi Sögufélags, afhenti Magnúsi Má Lámssyni fyrsta eintakið af afmælisritinu Sögu og kirkju. Afhendingin fór fram í Bolungarvík 21. desember síðast Uðinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.