Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 18. janúar 1989 Ögmundur Einarsson framkv.stjóri Sorp- eyöingar höfuðborgarsvæðisins: Öllum reglum í sambandi við staðsetningu og starfsemi flokkunarstöðvar verður fylgt: Kókmenn kvíða sorp- stöðinni Eftir því sem næst verður komist hafa borgaryfirvöld ekki haft neitt samband við þá sem hagsmuna eiga að gæta í nágrenni við fyrirhugaða flokkunarstöð fyrir sorp, sem valinn hefur verið staður í Hádegismóum. „Það hefur ekki verið leitað álits okkar svo ég viti og mér finnst að þetta lykti heldur illa. Það fer ekki vel á því að matvælaframleiðsla og sorpflokkun sem þarna á að fara fram, séu í nágrenni hvor við aðra,“ sagði Lýður Friðjónsson framkvæmdastjóri Vífilfells en flokkunarstöðin verður steinsnar frá kókverksmiðju Vífilfells. „Það er langur aðdragandi að því að fá úthlutað lóð og ekkert um það að ræða að við hjá Sorpeyð- ingu höfuðborgarsvæðisins ákveð- um eitthvað í þessu, heldur eru það reglur og reglugerðir sem stýra þessu máli. Það eru mjög skýrar reglur um hvernig að þessu á að standa og menn geta verið alveg rólegir að þær verða ekki brotnar," sagði Ögmundur Einarsson fram- kvæmdastjóri Sorpeyðingar. ögmundur sagði að Hollustu- verndin og félagsmálaráðherra veittu endanlegt staðsetningarleyfi og borgin hefði þannigekkert úrsl- itavald. „Ef álit þeirra aðila sem um málið fjalla verður neikvætt, þá verður vitanlega að finna flokkun- arstöðinni annan stað,“ sagði Ög- mundur. Hann sagði að um væntanlega stöð og starfsemi hennar ríktu miklir fordómar. Engin minnsta hætta væri á að lykt fyndist af starfseminni og helst yrðu menn varir við hana af umferðinni í kring um hana. „Golfklúbbnum hefur ekkert verið tilkynnt um sorpflokkunar- stöðina en út af fyrir sig býst ég ekki við að hún eigi eftir að snerta starfsemi Golfklúbbsins með þeirri tækni og þekkingu sem nú er fyrir hendi," sagði Hannes Guðmunds- son formaður Golfklúbbs Reykja- víkur. í næsta nágrenni við þann stað sem stöðinni er ætlaður eru mjög mörg fyrirtæki sem fjöldi manns vinnur hjá og af fyrirtækjum sem framleiða, eða versla með matvæli og neysluvörur má nefna Kaffi- brennslu O. Johnson & Kaaber, Coca Cola verksmiðjuna, ÁTVR, Mjólkurstöðina og ísl. ameríska. Þá er þvottahús ríkisspítalanna í næsta nágrenni og vart meir en 250 metrar í milli. f þvottahúsinu er allur þvottur rikisspftalanna þveg- inn og sumt af honum dauðhreins- að. Einnig er þar geymdur ýmis varningur sem tilheyrir rekstri sjúkrahúsa. Davíð Á. Gunnarsson forstjóri ríkisspítalanna sagði að ekki hefði verið leitað umsagnar stofnunar- innar um væntanlega staðsetningu flokkunarstöðvarinnar og sagðist hann ekki hafa kynnt sér málið og gæti því ekki tjáð sig um hvort eða hvaða áhrif hún gæti hugsanlega haft á starfsemi þvottahúss ríkis- spítalanna. Jón Óskarsson yfirverkfræðing- ur Vatnsveitu Reykjavíkur sagði Tímanum að hann teldi að óathug- uðu máli að lítil hætta væri á mengun þess vatns sem tekið er úr vatnsbólunum Bullaugum. Bullaugun hefðu upphaflega verið hugsuð sem iðnaðarvatn og Vatnsveitan gæti auðveldlega kom- ist af án vatnsins úr þeim. Auk þess lægi grunnvatnsborðið við Bullaug- un trúlega hærra en lóð flokkunar- stöðvarinnar þannig að vart gæti mengunarhættu stafað frá stöðinni. Jón tók þó skýrt fram að þetta hefði ekki verið athugað en það yrði gert hið fyrsta í framhaldi af lóðarúthlutuninni. -sá Sjúklingur Rauða krossins í flóttamannabúðum í Thailandi. Hjálparstarf Rauða krossins 1 byrjun þessa árs fara fjórir íslendingar til hjálparstarfa í Asíu og Afríku á vegum Rauða kross íslands. Þrjú þeirra Vigdís Pálsdóttir, Lilja Steingrímsdóttir og Jón Karlsson eru hjúkrunarfræðingar. Vigdís er reyndar þegar farin til Thailands en þar mun hún starfa í flóttamannabúðum við landamæri Kamputseu. Lilja hefur verið ráðin til sex mánaða starfa í bænum Qu- etta í Pakistan við landamæri Afg- hanistan. Jón fer til starfa á skurð- sjúkrahúsi í Kabul, höfuðborg Afg- hanistan. Sá fjórði er Jónas Valdi- marsson eðlisfræðingur að mennt. Hann er sjálfboðaliði og kemur til með að starfa í Eþíópíu í Gojjam- héraði. jkb Heildarfiskveiðar íslendinga aukast nokkuð á milli áranna 1987 og 1988: Togveiðarauk- ast á kostnað bátanna Samkvæmt bráöabirgðatölum námu fiskveiðar íslendinga samtals um 1.7 milljörðum tonna á árinu 1988 á móti rúmlega 1.5 milljörðum tonna á árinu 1987. Þorskafli var svipaður á milli áranna eða um 361.000 tonn á s.l. ári en aðeins meiri á árinu 1987 eða 375.000 tonn. Þetta kemur fram í yfirliti yfir fiskveiðar á undanförnum tveimur árum sem gefið er út af Fiskifélagi íslands. Samkvæmt skýrslunni fer afli togara vaxandi á kostnað afla báta. Smábátar virðast standa nokk- urn veginn í stað, aflinn eykst lítil- lega á umræddu tímabili. Heildarafli togara var á síðasta ári rúmlega 400.000 tonn en heildarafli báta tæpur 1.3 milljarður tonna. Sam- bærilegar tölur frá árinu 1987 eru 385.000 tonna afli togara á móti 1.6 milljarða tonna afla báta. Nú er spáð 7% aflasamdrætti á þessu ári frá árinu 1988 og 3% aflasamdrætti á árinu 1990. Standist sú spá mun heildarfiskafli minnka á næsta ári um 119.000 tonn. Sam- kvæmt upplýsingum er forsætisráðu- neytið lét vinna fyrir sig eru fiskveið- ar nú reknar með verulegu tapi, bátaveiðar með um 14% tapi, en togaraútgerðin rekin með 1/2-11/2% tapi. Hins vegar er áætlað að fisk- vinnslan í landinu verði rekin á núllinu eftir síðustu gengisfellingu. -ág

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.