Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 14

Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 14
14 Tíminn Miðvikudagur 18. janúar 1989 AÐ UTAN Stuðst við galdra við stjórn Brasilíu! 111 öfl ógnuðu embættisbústað José Sarney forseta Brasilíu. Að því komst presturinn Inocencio Pereira de Souza og lagði þess vegna á sig að ferðast frá hinum trygga söfnuði sínum í Copacabana til höfuðborgarinnar, Brasilíu, til að reka djöfulinn á dyr úr forsetahöllinni. „Það tókst svo vel að reka hið illa burt að síðan hefur allt gengið í haginn,“ sagði vinkona Marly forsetafrúar skömmu síðar. A.m.k. gat Sarney komið í veg fyrir tilraun vinstri sinnaðra þingmanna til að stytta kjörtímabil hans um eitt ár. Leitað á náðir yfirskilvitlegra afla Brasilískiforsetinn leitaraðstoð- ar yfirskilvitlegra afla þegar mikið liggur við. Einu sinni í mánuði stökkvir hallarpresturinn vígðu vatni á öll herbergi embættisbú- staðarins. Spámaðurinn Moacir Neves í Maranhao, heimahéraði forsetans, hefur nefnilega komist að því að einhver ber illan hug í til forsetans og vill vinna honum illt með einhverjum ðularbrögðum. Marly forsetafrú þekkir vel til þess hvílík hætta getur verið samfara slíkum helgisiðum. Hún er álitin „Filha de Exu“, þar sem hún er áhangandi Candomblé-átrúnaðar, sem þrælar fluttu með sér frá Afríku, en sá átrúnaður er blanda af kristilegum og afríkönskum trú- aráhrifum. Brasilísku forsetahjónin ein- skorða sig alls ekki við éina yfir- skilvitlcga uppsprettu til aðstoðar við að komast undan hættum um- heimsins. Auk þess að njóta að- stoðar kaþólska prestsins sem rek- ur djöfulinn á braut, spámannsins úr heimabyggðinni og afrísku guð- anna slá þau ekki hendinni á móti neinum sem gæti verið þeim innan handar í baráttunni við illu öflin. Þannig var t.d. um tíma stjörnu- spckingur í starfi blaðafulltrúa forsetaembættisins. Svo virðist sem hjátrú stjórni lífi forsetahjónanna í smáatriðum. Hann klæðist t.d. aldrei brúnum fötum, uppstoppuð dýr fá ekki aðgang að sömu húsakynnum og hann og aðstoðarmenn hans verða að gæta þess að hann gangi alltaf út úr herbergi um sömu dyr og hann kom inn í það. „Ef ég á engan hund nota ég bara köttinn til veiða“ Brasilísku þjóðinni finnst þessi afstaða forsetahjónanna hvorki hlægileg né aumkunarverð. „Bras- ilíumenn eru mjög trúað fólk,“ segir bandaríski trúboðinn og sér- fræðingur í sértrúarflokkum David Jones. „En þeir eru líka raunsæir, þeir laga sig að aðstæðum skv. meginreglunni: Ef ég á engan hund, nota ég bara köttinn til veiða! 1 viðskiptum með hjátrú er velt ótrúlegum upphæðum í höfuð- borginni. Alls staðar eru hengd upp skilti þar sem auglýst er þjón- usta þeirra sem spá í spil eða stjörnurnar, þeirra sem hafa sam- skipti við aðra hnetti eða dýrka austurlandaguði. í musterum þess- ara fjölskrúðugu lífshjálparmanna umhverfis borgina má oft finna embættismenn og þingmenn. Fyrrverandi orkumálaráðherra var þekktur að því að hafa leitað upplýsinga hjá spákonu af sértrúar- flokknum „Dalur morgunroðans" um hvar ríkisolíufyrirtækið Petro- brás ætti að bora fyrir olíu. José Aparecido de Oliveira, fyrrverandi ríkisstjóri Brasilíu og núverandi menntamálaráðherra, vitnar til ójarðbundinna vera í opinberum ræðum. Og Amzonino Mendes, ríkisstjóri Amazón-héraðs lét andalækninn „Dr. Fritz", sem starfar í gegnum Edson Queroz lækni í Recife, skera sig upp árið 1987. Færðar fórnir til handa góðri stjórnarskrá Þegar vinstri sinnaðir þingmenn vildu gera nýja stjórnarskrá alltof framfarasinnaða pantaði dóms- málaráðherrann, Paulo Brossard, andlega særingarathöfn í musteri töframannsins José Paiva de Oli- veira til að bægja hættunni frá. Með æfðum höndum risti æðsti presturinn „Paiva pabbi“ með hnífi á háls nauts, fjögurra geita og átta hæna. Fórninni til handa Xangó, hinum hungraða guði réttlætisins sem endur fyrir löngu fylgdi þræl- um frá Nígeríu til Nýja heimsins, fylgir rammur reykelsisilmur og háværar flugeldasprengingar. Áður en Paiva pabbi komst til þeirra metorða að hafa áhrif á málefni ríkisins til góðs var hann búinn að ávinna sér frægð fyrir meðal til að auka kyngetu, sem hann flutti m.a. út til Evrópu. En einn er sá sem veigrar sér við að koma nálægt þeim gauragangi sem tíðkast í Brasilíu í baráttunni við illa anda sem sitja um stjórnvöld. Það erJúlio Negrizzolo prestur, sá maður sem fæst við útrekstur djöfulsins fyrir hönd kaþ- ólsku kirkjunnar í höfuðborginni. Hann hefur neitað að koma til embættisbústaðar forsetans til að hreinsa hann af illum öndum á þeim forsendum að þar sé iðkuð fjölgyðistrú. „Ég rek djöfulinn ekki á braut frá fólki sem vill í hvorugan fótinn stíga,“ segir hann. „Paiva pabbi“ galdramaður reyndist forsetanum betri en enginn þegar sjálf stjórnarskráin var í húfí.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.