Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 18. janúar 1989 FRÉTTAYFIRLIT VÍN - Utanríkisráðherra Bandaríkjanna George Shultz sakaði tékknesk stjórnvöld um að hafa brotið gegn glænýjum mannréttindasamningi sem utanríkisráðherrar Evrópu- ríkja, Bandaríkjanna og Kan- ada munu undirrita í dag. Um- mæli þessi koma í kjölfar þess að óeirðalögregla leysti upp minningarathöfn stjórnarand- stæðinga í Prag um helgina.. Tékkar létu þetta ekki á sig fá | því í gær réðst tékkneska lög-. reglan að mótmælendum í' Prag þriðja daginn í röð. Lög- reglan beitti táragasi og vatns- byssum gegn mannfjöldanum í gær sem fyrri daga. Fjórtán leiðtogar tékknesku mannréttindasamtakanna Charter 77 voru enn í haldi. BRUSSEL - Hin dularfullu sem segjast hafa rænt fyrrum ! forsætisráðherra Belgíu kröfð- ust 750 þúsund dollara lausn- argjalds. Hluti fjárins á að renna til fátækra. SEOUL - Háttsettir liðsfor- ingjar herja Bandaríkjanna, Suour-Kóreu og Norður-Kóreu áttu leynilegar viðræður sem miða eiga að því að slaka á spennu á landamærum Kór- euríkjanna tveggja. PEKING - Kínverjar og Víetnamar ræddu viðkvæm mál í samskiptum ríkjanna á fundi háttsettra embættis- manna sem nú er haldinn í Peking. Meðal annars var rætt um eyjar þær í Kínahafi sem Vietnamar halda en Kínverjar gera tilkall til. Fundurinn eru fyrstu beinu samskipti ríkjanna í níu ár, utan þess að nokkrum sinnum hafa landamæraverðir skipst á skotum. JERÚSALEM - Varnar- málaráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, kynnti nýjar og hertar i aðgerðir gegn grjótkösturum af kynþætti Palestínumanna á sama tíma og hermenn jöfn- uðu við jörð hús þriggja araba sem sakaðir eru um að hafa kastað grjóti í landnema af kynþætti gyðinaa á hinum ■ hernumdu svæðum í Palest- i ínu. ! VATIKANIÐ - Jóhannes 1 Páll páfi II tók á móti forsætis- I ráðherra írans, Mir-Hossein : Mousavi. Páfinn hvatti írana i og Iraka til að skiptast á stríðs- ! föngum úr Persaflóastríðinu ! hiðfyrsta. ÚTLÖND Blökkumenn gengu berserksgang eftir að hvít lögregla skaut blökkumann til bana: Oeirðalögreglan við stjómvölinn á Miami Óeirðalögregla heldur nú uppi lögum og reglu í blökku- mannahvcrfum Miami þar sem götuóeirðir brutust út í fyrrinótt eftir að hvítur lög- regluþjónn skaut blökku- mann til bana. Blökkumað- urinn fékk skot lögreglu- mannsins í höfuðið þar sem hann var á flótta undan lög- reglunni á vélhjóli sínu. Hann var grunaður um að hafa framið rán ásamt félaga sínum sem var farþegi á vél- hjólinu. Atburður þessi átti sér stað aðeins klukkustund eftir að þúsundir manna höfðu í næsta nágrenni tekið þátt í göngu til minningar um mann- réttindafrömuðinn séra Martin Luther King. Það voru á annað hundrað manns manns sem stóðu fyrir óeirðunum í kjölfar drápsins. Múgurinn kveikti í bílum, rændi búðir og kastaði stein- um og flöskum að lögreglumönnum. Rúmlega hundrað lögreglumenn sérlega útbúnir til átaka voru kallað- ir á staðinn til að skakka leikinn í Overtown í Miami, en þar hefur oft og tíðum soðið upp úr milli kynþátta undanfarin ár. Leyniskyttur reyndu að granda lögreglumönnum, en tókst ekki. Hins vegar varð skothríð þeirra til þess að slökkvilið komst ekki að tveimur brennandi húsum sem óeirðaseggirnir höfðu kveikt í. Ungl- ingar stormuðu um hverfið í bílum sínum og köstuðu grjóti og flöskum að lögreglu. Þó nokkrir særðust í þessum óeirðum, þar með taldir lögreglu- menn sem grýttir voru. Lögreglan skýrði frá því að félagi hins látna blökkumanns hafi slasast lífshættulega. Hins vegar vildi hún ekki segja hvort blökkumaðurinn hefði orðið fyrir skoti og þess vegna misst stjórn á vélhjólinu. Mikil spenna hefur að undanförnu ríkt milli blökkumanna og hins mikla fjölda fólks sem að undanförnu hef- ur flúið borgarastyrjöldina í Níkar- agva og flust til Miami. Árið 1980 brutust út kynþátta- óeirðir í þessu sama hverfi í Miami oglétust þáátján manns í átökunum, hundruð manna slösuðust og tjón vegna skemmdarverka var metið á 100 milljónir dollara. Þess má geta að nú flykkjast þúsundir aðdáendu amerísks fót- bolta til Miami því á sunnudaginn fer fram svokallaður „Super bowl“ leikur, sem er hápunktur fótbolta- vertíðarinnar í Bandaríkjunum. Gerir lögreglan ráð fyrir því að vegna þess verði eiturlyfjasalar sér- lega stórtækir í viðskiptum sínum. Mieczyslaw Rakowski forsætisráðherra Póllands: Hyggst leyfa Samstöðu með skilyrðum þó Forsætisráðherra Mieczyslaw Rakowski, sagði að hin óháðu verkalýðssamtök Samstaða yrðu lögleidd ef samtökin féllust á að eiga samstarf við kommúnista- flokkinn í framtíðinni. Rakowski sagði að leiðtogar Sam- stöðu yrðu fyrst að tryggja það að Samstaða myndi ekki leiða Pólland út í stjórnleysi og verkföll áður en stjórnarnefnd pólska kommúnista- flokksins geti undirbúið lög er leyfa starfsemi Samstöðu. Rakowski sagði þetta á fundi mið- nefndar kommúnistaflokksins sem fjallar nú um málefni Samstöðu. Póllands, Hann bauð einnig upp a að starfsemi Samstöðu yrði leyfð þar til 3. maí árið 1991 til að fá reynslu af samstarfi kommúnistaflokksins og verkalýðs- samtakanna. Starfsemi Samstöðu var bönnuð þegar herlög voru sett í Póllandi árið 1981. Prátt fyrir það hafa samtökin haldið áfram starfsemi sinni þó leiðtogar þeirra hafi verið fangelsað- ir. Þau hafa staðið fyrir víðtækum verkföllum og hafa leiðtogar komm- únistaflokksins hvatt miðstjórn flokksins til að samþykkja að lög- leiða Samstöðu á ný, annars gætu alvarleg átök brotist út í landinu. Sri Lanka: 50 fórust í lestarslysi Alvarleg lestarslys eru nú að verða nær daglegur viðburður. í gær fórust að minnsta kosti fimm- tíu og einn þegar lest ók á skólabíl í Sri Lanka, flestir á barnsaldri. Skemmst er að minnast lestarslyss- ins í Bangladesh um helgina en þá létust hátt á annað hundrað manns þegar tvær lestir rákust saman. Lestarslysið á Sri Lanka í gær varð í 75 km fjarlægð suður af Colombo. Farþegalest ók inn í hliðina á skólabíl sem var að aka áttatíu skólabörnum heim úrskóla. Ekkert viðvörunarkerfi var á veg- inum sem lá yfir járnbrautartein- ana þar sem slysið varð. Auk hinna fimmtíu og eins er létust slösuðust að minnsta kosti hundrað og tíu manns, margir þeirra alvarlega. Kóraninn setur Evrópubandalag á annan endann Kóran sem pakkað var inn í pappír í spænsku fánalitunum setti allt á annan endann í höfuðstöðv- um Evrópubandalagsins í Brussel í gær. Höfuöstöðvarnar voru tæmd- ar af fólki og lögreglan girti þær af þegar dularfullur pakki fannst við fánastöngina sem ber uppi þjóð- fána Spánar. Talið var að um sprengju væri að ræða, en eftir klukkustundar langt taugastríð belgískra sprengjusér- fræðinga kom í Ijós að pakkinn innihclt eintak af Kóraninum, epli. appelsínu og hálftugginn brauð- hleif. - Ég hef það á tilfinningunni að hér hafi verið um að ræða brand- ara, sagði talsmaður Evrópu- bandalagsins. Pakkinn hafi verið viljandi skilinn eftir. Atburður þessi sýnir hve hræðsl- an við hryðjuverk hefur aukist í kjölfar þess að fyrrum forsætisráð- herra Belgíu var rænt á sunnudag- inn. Hann hefur ekki enn fundist, en áður óþekkt samtök segjast hafa hann í haldi og hyggist drepa hann. Ríkisstjórn skæru- liða í Afganistan Afganskir skæruliðar hyggjast koma á fót nýrri bráðabirgðaríkis- stjórn í Afganistan áður en sovéskt herlið verður að fullu horfið frá landinu í næsta mánuði. Skærulið- arnir viðurkenna að vonum ekki Kabúlstjórnina sem þeir hafa barist gegn í áraraðir. Það var Sibghatullah Mojaddidi, sem nú er í forsæti samtaka sjö skæruliðahreyfinga sem berjast sam- an gegn Kabúlstjórninni undir nafni Mujahideen, sem skýrði frá þessu í viðtali við írönsku fréttastofuna IRNA. - Nauðsynleg skref hafa verið tekin til myndunar bráðabirgðaríkis- stjórnar, sem vonandi verður í byrj- un febrúar. Þá sagði Mojaddidi að friðarvið- ræður við Sovétmenn væru ekki út úr myndinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.