Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn MlðvikuciaguV 1'8.'január'Í989 Fjármálaráðherra segir Sverri Hermannsson tala af furðulegri vanþekkingu í grein sinni í Tímanum í gær, en þar sagði hann m.a. að Ólafur vældi eins og stunginn grís um of dýran rekstur bankakerfisins: „Sverrir opinberar vanþekkingu sína“ „Það er ótrúlegt að bankastjóri Landsbankans skuli opinbera vanþekkingu sína á svo augljósan hátt,“ sagði Óiafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra er Tíminn spurði hann álits á grein Sverris Hermannssonar í blaðinu í gær, þar sem Sverrir svarar „ósannindavaðli“ Ólafs. „Sverrir hreykti sér af því fyrir skömmu að hann hefði fengið erlendan sérfræðing til að taka út rekstur bankans, hann hefði getað fengið þær upplýsingar með einu símtali við hagdeild Landsbankans. Það er furðulegt að Sverrir skuli ekki hafa fylgst með umræðunni um umframkostnað í bankakerfinu og þann skýra talnagrundvöll sem ligg- ur að baki þeirri niðurstöðu að íslenska bankakerfið kosti tveimur milljörðum meira en eðlilegt er“, sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að þetta hefði verið athugað eftir ýms- um leiðum og sama niðurstaða alltaf fengist. Til dæmis mætti athuga mun innlánsvaxta og útlánsvaxta hjá ann- ars vegar innlendum og hins vegar erlendum bönkum. Vaxtamunurinn í íslenskum bönkum væri á bilinu 7-7,5% og sumir segðu miklu meiri. Vaxtamunurinn í hliðstæðri starf- semi erlendis væri yfirleitt á bilinu 4,5-5%. Þarna væri um 2% vaxta- mun að ræða og væri haft í huga að innlán í bankakerfinu væru hér á landi um það bil 80 milljarðar, sæist Ólafur Ragnar Grímsson. að þetta samsvaraði u.þ.b. 2 millj- örðum króna. Þá væri einnig hægt að líta á rekstrarkostnað sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings. í starfsemi banka í Vestur-Evrópu væri rekstrarkostnaður um það bil 3% af niðurstöðutölum efnahags- reiknings, en hér á landi væri sam- bærileg tala 4,7%. Miðað við stöðu efnahagsreiknings í lok október- mánaðar 1988 mætti sjá að unnt væri að spara um 2,2 milljarða ef hlutfall- ið væri hið sama hér og í nágranna- löndunum. Ólafur Ragnar benti einnig á að árið 1973 hefði kostnaður vegna bankakerfisins í landinu verið 1,7% af landsframleiðslu. Nú tæpum ein- um og hálfum áratug síðar væri hann orðinn 3.5% , eða tæplega helmingi meiri. - ág Smygl í Lax- fossi? Laxfoss kom til hafnar í Reykjavík í fyrrinótt og leikur grunur á að í skipinu sé smygl- varningur og voru tollgæslumenn að störfum í skipinu í gærkvöldi. „Ég þræti ekki fyrir að eitthvað hafi gerst og það er verið að vinna í þessu skipi. En ég má ekkert segja meira í sambandi við þetta mál þar sem það gæti spillt fyrir hugsanlegum árangri rannsókn- arinnar," sagði Kristinn Ólafsson tollgæslustjóri í gærkvöldi. „Við getum aldrei sagt fyrir um hvað búist er við að finna; það væri að renna fullkomlega blint í sjóinn,“ sagði hann. Kristinn vildi heldur engu svara þeirri spurningu hvort verið væri að kanna farm skipsins og að það væru því einhverjir aðrir en skip- verjar sem stæðu fyrir smyglinu. Hann sagðist ekki búast við nein- um niðurstöðum fyrr en í fyrsta lagi í dag og fyrr gæti hann ekkert tjáð sig um málið. -jkb j Þorramaturinn kominn í verslanir: FRÁ 480 KRÓNUM FYRIR MANNINN Þorrinn hefst á föstudaginn og nú eru verslanir í óða önn að leggja síðustu hönd á undirbúning fyrir þorrablótsvertíðina. Algengt verð á þorrabökkum sem ætlaðir eru alla jafna fyrir tvo, eða einsog einn verslunareigandinn orðaði það, „mjög góð kvöldstund fyrir einn“, er á bilinu 980-1100 krónur eftir þyngd og innihaldi. Að sögn Péturs Péturssonar í Kjötbúri Péturs á Laugaveginum er reiknað með að hver skammtur sé frá 650-850 gr. Innihaidið er mis- jafnt eftir því hvað beðið er um, en fjölbreytni þorramats hefur aukist á undanförnum árum og hafa bæst við réttir sem ekki eru upphaflega taldir til þorramats en samt sem áður góður og gildur íslenskur matur, eins og hangikjöt, jafningur, rófu- stappa og reykt síld. Misjafnt er hvað verslanir bjóða upp á. í Múla- kaffi er t.d. boðið upp á 1200 gr hjónabakka er innihalda 14 tegundir af þorramat á 1100 krónur. Kjötbúr Péturs býður upp á 1200-1400 gr bakka á 980 kr. stykkið og 22 tegunda þorrabakka fyrir stærri hópa á 850-950 kr. fyrir manninn. Én þorramatur er borðaður víðar en á Islandi. íslendingafélög út um allan heim panta þorramat í stórum stíl héðan að heiman og t.d. sögðust menn í Múlakaffi senda utan þorra- mat fyrir á bilinu 300-500 manns á hverjum vetri. Sömu sögu var að segja í Kjötbúri Péturs og að sögn Péturs Péturssonar fer frá þeim ár- lega um 1,5 tonn af þorramat út um allan heim. Pétur sagði að þó að hann af- greiddi helst ekki þorrabakka nema á þorranum sjálfum væri hann með íslenskan mat á boðstólum alla daga ársins. Hann kvað þessa þjónustu vel séða af erlendum ferðamönnum þó misjafnt væri hvað þeir þyrðu að smakka íslensku þjóðarréttina. -ág Árlega streymir íslenskur þorramatur í tonnavís út um allan heim, aðallega til íslendinga búsettra erlendis. Þó hafa fleiri komist á bragðið og hér sjáum við glaðhlakkalcgan Kampútseumann með helgarskammtinn í fanginu. Tímamynd: Ámi Bjama Sjálfsskoðun sérfræðinga í læknastétt Læknafélag Reykjavíkur hefur samþykkt nauðsyn þess að bæta faglegt og reikningslegt eftirlit með störfum lækna. Þessi athugun mun ná til saman- burðar á reikningum við unnin verk samkvæmt sjúkraskrá, skila á læknabréfum og annars aðbúnaðar og aðstöðu á stofum sérfræðinga. Hvaða mál verður athugað hverju sinni mun tilviljun ráða. En vonast er til að þetta eftirlit leiði til samræmingar í vinnubrögðum og reikningshaldi og veiti læknum nauðsynlegt og sjálfsagt aðhald. í athugunarnefndinni munu hverju sinni sitja einn fulltrúi úr L.R., einn fulltrúi úr samninga- nefnd scrfræðinga og einn fulltrúi frá viðkomandi sérgrein eða undir- grein. Er þess vænst að allir sér- fræðingar sýni málinu áhuga og samstarfsvilja, þegar til þeirra verður leitað. jkb Óánægja með langan „fæðingartíma“ Bifreiðaskoðunarinnar: Byrjunarörðugleikar hjá Bifreiðaskoðun Uppi hafa verið raddir um að ómögulegt væri að ná sambandi við Bifreiðaskoðun Islands eða nokkurn forsvarsmanna hennar. Væri við- kvæðið sýknt og heilagt að þeir sætu fundi eða tækju ekki síma. Starfsmannastjóri Bifreiða- skoðunar fslands Skúli Guðmunds- son þvertók fyrir alla óeðlilega örð- ugleika við að ná sambandi við skoðunina eða forsvarsmenn hennar er Tíminn bar það undir hann. En hann var sá eini sem var viðlátinn þá stundina. „Fyrirtækið er nýtt og það tekur sinn tíma að koma hlutunum í gang. Framkvæmdastjórar hafa undanfar- ið setið fundi hjá dóms- og fjármála- ráðuneytunum varðandi rekstur Bifreiðaskoðunarinnar þannig að ekkert er óeðlilegt við það þó þeir séu ekki við eða taki ekki síma.“ Landsbyggðarfólk hefur einnig kvartað undan því að ekki hefði verið kynnt nægilega starfsemi fyrir- tækisins varðandi kostnað og fram- kvæmd skoðunar bifreiða. „Skoðun utan Reykjavíkur er ekki hafin en hana stendur til að auglýsa um eða eftir næstu helgi. Skoðunarverð getur fólk fengið upp- lýsingar um hjá símastúlkunni, en það er það sama fyrir innanbæjar- menn sem utan,“ sagði Skúli. Auk þessa hafa heyrst óánægju- raddir fyrrverandi starfsmanna Bif- reiðaeftirlitsins sem ekki segjast vita hvaðan á sig standi veðrið þegar þeim er sagt upp störfum og vinnu- húsnæðið leigt öðru fyrirtæki. Skúli svaraði því til að hjá Bifeiða- eftirliti ríkisins hefði verið vitað með þriggja mánaða fyrirvara um að til stæði að leggja skoðun bifreiða hjá fyrirtækinu niður. „Starfsmönnum ætti því öllum að vera vel kunnugt um stöðu mála.“ Það sem eftir stendur af starfsenii Bifreiðaeftirlits ríkisins eru meðal annars ökupróf og sagðist Skúli þá hjá Bifreiðaskoðuninni ekkert hafa með þau að gera. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.