Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.01.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FUJTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 _ fiármál eru okkar fog'- tfEBÐBRÉFfttflBSiOPTt SAMtflNNUBANKMIS SUÐURLANDSBRAUT 18, SÍMI: 688568 ÞRfiSTUR 685060 VANIR MENN MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 1989 Áætlunarbifreið fer út af Frá slysstaö í gær. Eins og sjá má var mikið umstang á og við veginn þegar sjúkrabifreiðar og slökkvibifreið komu á vettvang. Tímamynd Ámi Bjaraa á sama stað og í fyrra: 10 manns slasast Áætlunarbifreið frá Mosfells- leið fór út af veginum skammt frá Keldnaholti um þrjúleytið í gærdag. Flytja þurfti tíu af tólf j farþegum bifreiðarinnar á slysa- deild. Meiðslin voru ekki alvar- leg, þó mun einn maður hafa fótbrotnað og var hann lagður á sjúkrahús. Hið furðulega er að hinn 18. mars í fyrra varð slys á þessum sama stað með mjög svipuðum hætti, munurinn er sá að þá voru engir farþegar í vagninum og slasaðist bílstjórinn lítillega. Slysið í gær varð rétt við ána Korpu og var vagninn á leið til Reykjavíkur. Á þessum vegar- kafla er dálítil beygja á Vestur- landsveginum og töluverð hálka var. Einhverra hluta vegna missti bílstjórinn stjórn á bifreiðinni og rann hún töluverðan spöl utan vegar. Mun það hafa verið vegna þess að bílstjórinn leitaðist við að forða því að bifreiðinni hvolfdi. SSH Timamynd: Árni Bjaraa / Rútan stöðvaðist í þessum læk en var þó á það mikilli ferð að hún stakkst í kantinn hinum megin án þess að koma niður í botn skurðsins. Timamynd Árni Bjaraa Höggið var mikið þegar rútan loks stöðvaðist. í mars í fyrra fór þessi rúta, einnig frá Mosfellsleið, út af veginum á sama stað og við svipaðar aðstæður og rútan í gær. Tímamynd Pjetur '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.