Tíminn - 21.01.1989, Síða 1
Frá strandstað í gærkvöldi. Timamynd: Árnl BJarna
Strand í
Grindavík
Danska flutningaskipið, Marianne Dan-
ielsen, sem er vel yfir 2000 lestir að stærð,
strandaði við Hópsnes í innsiglingunni við
Grindavík laust eftir klukkan 19:00 í gær-
kvöldi. Á skipinu er 12 manna áhöfn og var
hún ekki í hættu. Björgunarsveitin Þorbjörn
í Grindavík var kölluð á vettvang klukkan
19:40. Töluverður leki kom að skipinu og
uppúr kl. 21:00 flutti þyrla Landhelgisgæsl-
unnar dælur um borð í skipið.
Þær upplýsingar fengust hjá björgunar-
sveitinni í gærkvöld að til stæði að flytja alla
áhafnarmeðlimina í land með þyrlu Gæsl-
unnar, en skilja þó vélstjóra við annan mann
eftir í skipinu. Skipið var á leið frá Grindavík
þegar óhappið varð og er það tómt. Á
leiðinni til Grindavíkur í gærmorgun tók
skipið niðri og kom í það dálítill leki og því
var hætt við að lesta í það mjöl og þess í stað
var ferðinni heitið í slipp á Akureyri.
í gærkvöldi stóð til að reyna að ná skipinu
út á flóði í bítið í dag en tvö skip voru á leið
á strandstað, loðnuskipið Júpíter cg togar-
inn Engey. - BG
Verslað fyrir 1,2 milljarða fyrir jólin út á kreditkort umfram það sem gerist á venjulegu úttektartímabili kortafyrirtækjanna:
Uppgjörið fyrir
plastjól nálgast
Nú líður óðum að því að verslunarglaðir
handhafar kreditkorta þurfi að standa
skil á þeim hluta jólainnkaupanna sem
gerður var út á greiðslukort. Samkvæmt
upplýsingum sem við fengum hjá greið-
slukortafyrirtækjunum í gær lætur nærri
að þessi reikningur sem korthafar fá um
mánaðamótin næstu verði u.þ.b. 1,2 mill-
jörðum hærri en gerist að jafnaði við lok
annarra greiðslukortatímabila. Fyrir jólin
var talað um að „kreppan hefði týnst í
jólaösinni“. Ekki er ótrúlegt að einhverjir
eigi nú eftir að finna sína kreppu aftur
fljótlega. • Blaðsíða 2